Tíminn - 29.10.1988, Side 1

Tíminn - 29.10.1988, Side 1
IMULEuT KVENPÓLK Ipolenj DENTÍB Barðstrendingurinn Asgeir Sigurðsson, trésmíða- sveinn, flakkaði um Evrópu þvera og endilanga 1673-1677 Árið 1626 kom tii landsins víðförulasti íslendingurinn fram til þess tíma, eftir ellefu ára útivist. Sá var Jón Indíafari. Kunni hann frá mörgu að segja sem fádæmum þótti sæta á íslandi, svo sem von var. Átti eftir að líða langur tími uns íslenskur maður lagði aðrar eins vegalengdir að baki og beið það nýrrar aldar, er Árni frá Geitastekk lagðist í langsiglingar og komst til Kína. En einn var sá maður sem fór vítt um löndin á 17. öld, þótt ekki kæmist hann til Asíuþjóða og sé ekki jafn frægur og tveir fyrrnefndir menn. Þessi maður var Ásgeir, snikkari, Sigurðs- son, sem sté á skip 42 árum eftir heimkomu Jóns Ólafssonar og var níu ár í útlöndum. Hann skrifaði frásagnarpistil um reynslu sína ytra og er hann hinn skemmtilegasti aflestrar og þess verður að vera rifjaður upp, þótt ekki þoli samjöfnuð við ferðarollur þeirra Jóns og Arna. Ásgeir var fæddur í Rauðsdal á Barðaströnd árið 1650, sonur Sigurðar Jónssonar, sýslumanns, Magnússonar hins prúða. Ásgeir sigldi til Hafnar árið 1668 að nema trésmíðar. I frásögninni lýsir hann námsdvöl sinni og ekki með björtum litum, en þá tekur við lýsing á ferðum hans um mörg lönd Evrópu, því í þann tíma var það venja að fullnuma iðnaðarmenn frá Norðurlöndum fóru á einskonar flakk suður um álfuna, sem stundum stóð í nokkur ár. Unnu þeir sér inn fyrir farareyrinum á milli áfanga á leiðinni. Er frásögn af þeirri reisu hans öll hin fjörlegasta og fleira væri vert að staldra við, eins og lýsingu hans á siglingunni til Hafnar og síðar frá Póllandi til Hollands. Þó höfum við orðið að taka þann kost - rúmsins vegna - að fella þær úr hér. Fáum við Ásgeiri fyrst orðið er hann stígur af skipi kaupmannsins Klómanns í Kaupmannahöfn og ræðst til smíðanáms. Trésmiðir á 17. öld að störfum. f Póllandi sá Ásgeirfyrst sjálfvirka sög. Höfnin í Amsterdam, um það leyti sem Ásgeir ste þar a laixt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.