Tíminn - 22.11.1988, Blaðsíða 2
2 Ttminn;
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
Gríðarlegur fjöldi
nauðungaruppboða
f nýútkomnu Lögbirtingarblaði
eru auglýsingar varðandi nauðung-
aruppboð samtals 254 og eiga upp-
boð þessi að verða í kringum miðjan
jólamánuðinn. f Kópavogi eru aug-
lýst 96 uppboð, þar af eru 64 þar sem
uppboðsbeiðandi er veðdeild Lands-
banka fslands.
Nefna má að auglýst er uppboð á
23 íbúðum í Engihjallanum, og
dæmi er að finna um þrjár íbúðir á
sömu hæð í fjölbýlishúsi sem eiga að
fara á uppboð vegna skulda við
veðdeildina, þar sem yfirleitt er um
að ræða vanskil á afborgunum hús-
næðisstjórnarlána. í fæstum tilvikum
er þó um háar upphæðir að ræða,
skuldir eru yfirleitt á bilinu 20-40
mm
K6p*>%%,
'uppboð
Eftutaldar . ^ vl
«ldar, ef viðun. 'V % ., °ð”a.r UP
banka fsland'
35 913 ^
---vioun^ v
neðangreindum kröi
sett verður í dóm
brekku lOíKópp-
1988 kl. Jft-'
ákvö--
eígandi
odsbeiðandi fr
•• W \
I ir. UDI>'
'an
þúsund, auk vaxta og kostnaðar.
Ásgeir Magnússon uppboðshald-
ari hjá bæjarfógetanum í Kópavogi
sagðist halda að fjöldi beiðna yrði
svipaður og í fyrra sem var metár, en
þá bárust 4200 nauðungaruppboðs-
beiðnir. Aðspurður sagði Ásgeir að
lítill hluti beiðnanna færi alla leið,
þ.e. að eigandi missti viðkomandi
eign, slík tilvik yrðu væntanlega hátt
í tuttugu á þessu ári.
Stefán Skarphéðinsson sýslumað-
ur í Barðastrandarsýslu sagðist giska
á að nauðungaruppboðin væru allt
að því þrefalt fleiri en í fyrra, en í
Lögbirtingarblaðinu er nú auglýst 41
nauðungaruppboð í Barðastrandar-
sýslu. Bæði er um uppboð að ræða
hjá einstaklingum og fyrirtækjum.
Stefán sagði að þingfestingar, sem
yfirleitt hafi verið 60-70 á ári, væru
tvöfalt fleiri á þessu ári. Uppboðs-
beiðnir væru komnar á fimmta
hundrað í fasteignum og bátum en
heldur færri í lausafé. Stefán sagðist
giska á að það sem af er árinu hefðu
u.þ.b. 12 eignir verið boðnar upp.
Hjá sýslumanninum í Gullbringu-
sýslu, þar sem nú eru auglýst 93
nauðungaruppboð, fengust þær upp-
lýsingar að ástandið á Suðurnesjun-
um væri mjög slæmt, og gjaldþrot
hafi aldrei verið jafnmörg bæði hjá
fyrirtækjum og einstaklingum. Jón
Eysteinsson sagði að af þeim upp-
boðum sem auglýst væru færu innan
víð 10% alia leið. Eygló Halldórs-
dóttur ritstjóri Lögbirtingarblaðsins
sagðist ekki geta merkt það að
nauðungaruppboðum hefði fjölgað.
Hinsvegar hefði gjaldþrotum fjölgað
verulega, sérstaklega í Reykjavík.
Á móti komi að gífurleg fjölgun hafi
orðið í nýskráningum á fyrirtækjum,
þannig að kannski sé ekki undarlegt
að aukning verði í gjaldþrotunum
einnig.
Eygló nefndi einnig að það væri
erfitt að átta sig á aukningu nauð-
ungaruppboða yfir styttri tímabil
vegna þess að á sumrin væri tveggja
mánaða réttarhlé og fjöldi uppboða
væri alltaf meiri í mánuðunum þar á
eftir. Embættin séu að vinna upp
tímabil þar sem ekkert er sent út af
uppboðstilkynningum.
Varðandi mikinn fjölda uppboðs-
beiðna frá veðdeild Landsbankans
þá sagði Eygló að það væri vegna
þess að fógeti tæki saman einn
kröfuhafaflokk í einu. ssh
Menní Borgarfirði horfast í augu við mýs um nætur:
200 mýs á tæpri viku
Ólafur bóndi Kristófersson í
Kalmanstungu í Borgarfirði hefur
orðið var óvenjumikils músagangs
þetta haust.
„Ég hef aldrei áður séð nokkuð í
líkingu við þetta þó heldur sé þetta
farið að réna. Það hafa bókstaflega
allir kofar verið fullir af músum. Eg
held reyndar að mér hafi tekist að
losa mig við megnið af þeim þó enn
komi mýs í flestar gildrur að nóttu
til“.
Ólafur fékk tæpar 200 mýs í
gildrur fyrstu vikuna sem hann
veiddi í haust og síðan hafa þær
mætt dauða sínum, ein af annarri.
Hann tók undir það sem Þórður
Tómasson segir hér annarsstaðar á
síðunni að svo mikill músagangur
hefði áður fyrr verið talinn vita á
mikinn snjóavetur, hvað svo sem til
væri í því.
„Þetta er nú reyndar ekkert eins-
dæmi hér á bænum því á þeim
bæjum hér í kringum mig þar sem
ekki eru kettir virðist allt vera fullt
af mús. Þess eru jafnvel dæmi að
menn hafi horfst í augu við mýsnar
um nætur. Einn nágranni minn upp-
lifði það eina nóttina að mýsnar voru
skriðnar upp í til hans. Ég held hann
hafi sofið með lokaðan munninn
síðan“.
Aðspurður sagðist Ólafur ekki
hafa kött, hann vildi þá heldur hafa
mýsnar. Hann kæmi þeim bara fyrir
kattarnef sjálfur.
Hvað segir þjóðtrúin?
Þórður Tómasson, safnvörður
minjasafnsins að Skógum, sagði að
gamla fólkið hefði trúað því að
mikill músagangur að hausti benti til
að komandi vetur yrði harður. Þá
sagði Þórður að talið hefði verið að
holur músanna væru yfirleitt undan
þeirri átt er yrði hvað verst um
veturinn. Ef til dæmis holuopið sneri
til suðurs væri von á norðanátt
o.sv.frv. Ekki kannaðist Þórður við
að óvenjumikill músagangur væri á
Suðurlandi þetta haust og jafnvel
heldur minni en oft áður ef eitthvað
væri. Hann sagði að úr því að
mýsnar væru þetta margar í Borgar-
firði mætti búast við harðari vetri
þar en sunnanlands, væri tekið mið
af þjóðtrú.
Fræðilegar útskýringar
Karl Skírnisson á tilraunastöðinni
að Keldum sagði að það væri al-
kunna að mýs flykktust inn í hús
þegar hausta tæki. Óvenjumikinn
fjölda músa mætti helst rekja til þess
að árferði hefði verið gott, því mýs
væru ekki fjölærar og flestar þeirra
dræpust reyndar að vetrinum. Hins-
vegar sagði Karl að engar marktækar
athuganir hefðu verið gerðar á fjölg-
un músa milli ára hér á landi líkt og
gert væri víða erlendis en þó hefðu
þær verið taldar á stöku stað á
landinu. Til dæmis hefði talning í
Mýrdal leitt í ljós að á einum
hektara var þéttleiki músanna allt að
160 músum.
Þama var þó um að ræða óvenju-
góð lífsskilyrði fyrir mýsnar þar sem
um var að ræða gróskumikið gróður-
lendi. Mýs fjölga sér á sumrin og því
er eðlilegt að þeirra verði mest vart
á haustin því þá er stofninn stærstur.
Karl benti á að það gerðist yfirleitt
á hverju hausti að mýs flykktust inn
í útihús, hlöður og jafnvel manna-
bústaði til að flýja kólnandi veður.
-áma
Bíll valt
ofan í Köldukvísl:
ii
Okumaður
íhættu
Alvarlegt umferðarslys varð á
Þingvallavegi við Köldukvísl að
morgni sunnudags. Talið er að
rekja megi slysið til hálku, sem
var á þessum slóðum á sunnudag.
Slysið varð með þeim hætti að
bifreið sem var ekið í austurátt
valt ofan í Köldukvísl og hafnaði
á hvolfi á kaf í vatni. Fallið af
veginum niður í ána er um sex til
sjö metrar. Tveir menn voru í
bflnum og tókst farþeganum að
komast út úr honum eftir nokkrar
tilraunir og upp á veg þar sem
hann náði í hjálp. Þar fékk hann
til liðs við sig tvo menn sem eftir
miklar og erfiðar tilraunir tókst
að bjarga ökumanninum, sem
var fastur í öryggisbeltinu, sem
reyndist erfitt að losa. Mikið var
af manninum dregið þegar hann
náðist út úr bílnum og voru
gerðar lífgunartilraunir, sem
báru árangur. Maðurinn var síð-
an fluttur á slysadeild Borgarspít-
alans til frekari aðhlynningar.
Farþeginn slasaðist einnig, auk
þess sem annar björgunarmann-
anna skarst á hcndi. -ABÓ
Ölvaður ökumaður ók
á bifreið á Hverfisgötu:
Hljóp af
vettvangi
Ölvaður ökumaður ók á kyrrstæða
bifreið á Hverfisgötu á móts við
Vitastíg á þriðja tímanum aðfara-
nótt mánudags. Bifreiðin sem ekið
var á kastaðist upp á gangstétt, reif
með sér tvo stöðumæla og ventil af
hitaveitubrunni. Ökumaðurinn
hljóp af vettvangi en náðist nokkru
síðar og viðurkenndi að hafa verið
ökumaður bílsins. -ABÓ
Eldur í Foss-
vogsskóla
Kveikt var í tónmenntastofu Foss-
vogsskóla síðastliðið laugardags-
kvöld. Töluverðar skemmdir urðu,
m.a. eyðilögðust hljóðfæri og hljóm-
flutningstæki sem geymd voru í
kennslustofunni. Tjónið er metið á
nokkur hundruð þúsund krónur.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
en reykur barst eftir loftræstikerfinu
víðsvegar um húsið. Röskun á
kennslu verður þó minniháttar.
Brennuvargarnir brutu rúðu og
kveiktu síðan eld í kennslustofunni
sem er í kjallara skólans. Rannsókn-
arlögreglan vinnur að rannsókn
málsins, en enn hefur ekkert komið
fram sem gefur vísbendingu um
hverjir voru að verki. ssh
Steingrímur Hermannsson um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar:
Kosið ef lögin falla
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra ítrekaði í gær það
sem hann hefur áður sagt, að verði
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
felld í meðförum Alþingis, muni
þing rofið og boðað til kosninga.
Tilefnið var að Kristín Halldórs-
dóttir óskaði eftir umræðum utan
dagskrár um bráðabirgðalögin í
sameinuðu þingi og þá sérstaklega
Atvinnutryggingarsjóð.
Hún sagði sem sína skoðun að
það væri óvirðing við Aiþingi að
ríkisstjórnin léti sérlegan starfs-
mann sinn og skömmtunarstjóra
hefja útdeilingu fjár svo hundruð-
um milljóna skipti nú á næstu
dögum sem óvíst væri að Alþingi
legði blessun sína yfir. Hún minnti
einnig á andstöðu Kvennalistans
við að fjármagna sjóðinn með
framlögum úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði.
Ragnhildur Helgadóttir lýsti sig
sammála Kristínu og taldi
Atvinnutryggingarsjóð mjög hæp-
ið fyrirbrigði, ef til vill iöglegan en
trúlega siðlausan. Fleiri tjáðu sig
um málið, þar á meðal Haildór
Blöndal, en hann lýsti furðu sinni
á hvernig hægt væri að lána útflutn-
ingsfyrirtækjum úr sjóðnum þar
sem fyrir lægi að ekki væri rekstrar-
grundvöllur fyrir megninu af þeim.
Hann sagði fyrir hönd síns flokks
að þeir væru reiðubúnir til við-
ræðna við stjórnina um bráða-
birgðalögin hvenær sem væri, jafnt
á nóttu sem degi. - ág