Tíminn - 22.11.1988, Qupperneq 3
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
Tíminn 3
Lög sem banna kjarasamninga gætu drepið verka-
lýðshreyfinguna. Ásmundur Stefánsson forseti AS(:
„Innbyrðis deilur
skila okkur engu“
_„Á þingi Alþýðusambands íslands árið 2000 var tekin formleg
ákvörðun um að leggja sambandið niður...
Snemma á árinu 1988 voru kjarasamningar stéttarfélaga bannaðir með
lögum. Verkföll til að knýja fram launahækkanir voru einnig bönnuð. Frá
þvi þessi lög voru sett höfðu frjálsir samningar stéttarfélaga aldrei fengið
að standa óhaggaðir nema fáeina mánuði.
Lögin stöðvuðu samningsbundnar kauphækkanir en hrófluðu ekki við
þeim samningum sem einstaklingar gerðu hver fyrir sig á sínum vinnustað.
Kjarasamningar félaganna höfðu misst gildi sitt og félagsmennirnir höfðu
misst traust á stéttarfélögunum.
Eina raunhæfa von verkafólksins um kjarabætur fólst ■ persónulegum
samningum á hverjum vinnustað“.
hreyfingarinnar til endurskoðunar,
móta skýra stefnu í atvinnu- og
efnahagsmálum, reka öflugt upp-
lýsinga- og áróðursstarf og að síð-
ustu, - fólk gerði sér grein fyrir að
innbyrðis deilum yrði að linna þar
sem þær skiluðu engu. Félagarnir
yrðu að leggja áherslu á allt það
sem sameinar þá.
Ásmundur kom víða við í ræðu
Þetta sagði Ásmundur Stefáns-
son forseti ASÍ í upphafi setningar-
ræðu sinnar á ASI þinginu í gær-
morgun. Hann sagði að þetta væri
hugsanlegur kafli í íslandssögunni
ef svo heldur fram sem horft hefur
um sinn.
Ásmundur sagði að á síðasta
áratug hefðu níu sinnum verið sett
lög um kjaraskerðingu og skerð-
ingu samningsréttar. Hann sagði
að íslendingum væri það áhyggju-
efni þegar fjötrar eru lagðir á
pólska verkalýðshreyfingu og
stjórnmálaöfl hefðu lýst áhyggjum
sínum og fordæmt mannréttind-
abrot pólskra stjórnvalda.
Hins vegar virtust sömu stjórn-
málaöfl telja það einfalt smekks-
atriði hvort samningar á fslandi
væru virtir, eða þeim rift eða þeir
bannaðir með lögum.
Hann brýndi þingfulltrúa til sam-
stöðu gegn slíkum stjórnvaldaað-
gerðum og að þeir kæmu í veg fyrir
að íslensk verkalýðshreyfing fengi
kafla um sig í íslandssögunni á
svipaða leið og hann greindi í
upphafi máls síns og sagði síðan;
„það er bókstaflega skylda okkar
að sjá til þess að svo verði ekki.“
Ásmundur fjallaði síðan um
leiðir til að snúa vörn í sókn. Til
þess þyrfti verkalýðshreyfingin að
taka upp samhentari vinnubrögð,
taka allt innra starf og skipulag
ASÍ þingið:
Samkeppni
við þræla?
„36. þing ASÍ mótmælir harð-
lega þeim gegndarlausa innflutn-
ingi á iðnaðarvörum, t.d. á fatnaði
og húsgögnum frá löndum þar sem
mannréttindi eru fótum troðin,"
segir í tillögu frá Félagi starfsfólks
í húsgagnaiðnaði.
í tillögunni segir ennfremur að
fráleitt sé að ætlast til þess að
íslenskir launamenn starfi í sam-
keppni við vinnukrafta fólks í lönd-
um þar sem starfsfólk er ekki
launafólk í okkar skilningi heldur
nánast þrælar. -sá
sinni og sagði að tími hinna ein-
földu lausna væri liðinn og atvinnu-
uppbygging á komandi árum yrði
ekki tryggð með átaki á einu af-
mörkuðu sviði eins og oft hefur
tíðkast.
Hann ræddi vinnuvernd og við-
horf til hennar og sagði að svo
virtist sem umræða um hana hefði
dottið niður og ekki hefði tekist að
framfylgja lögum frá 1980 en sam-
kvæmt þeim skal koma á fót öflugu
kerfi öryggistrúnaðarmanna á
vinnustöðum.
Þá gagnrýndi hann það sem
hann sagði að virtist vera viðhorf
lækna og hjúkrunarfólks, að
sjúkraþjónusta væri tekin fram yfir
heilsugæslu sem líkja mætti við að
viðgerðaþjónusta væri tekin fram
yfir fyrirbyggjandi aðgerðir. -sá
Ásmundur Stefánsson í ræðustól í gær.
Þóra Hjaltadóttir: „Kemur í Ijós í dag eða í fyrramálið hvort ég verð í
kjöri til varaforseta ASÍ.“ Þóra fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri á
flokksþingi framsóknarmanna og hefur kosningin verið túlkuð sem
áskorun flokksþings til Þóru um að hún gefi kost á sér til varaforseta ÁSÍ.
36. þing ASÍ hófst í gærT;—'“
Óvissa um næstu forystu. Þóra Hjalta-
dóttir um hugsanlegt framboð sitt til
varaforseta: „Kemur í Ijós í dag“:
Ásmundurlíklega
forseti ASÍ áfram
„Það kemur í Ijós í dag eða í
fyrramálið hvort ég verði í kjöri til
varaforseta ASÍ,“ sagði Þóra
Hjaltadóttir frá Akureyri við Tím-
ann í gær. Þóra sagði ennfremur að
allt starf og stjórn ASÍ þyrfti að
vera með ákveðnari hætti hverjir
sem fara munu með stjórn næsta
kjörtímabil.
Mikil óvissa ríkir um hverjir
muni skipa næstu forystu ASÍ og
þykja stjórnmálaflokkarnir hafa
minni tök á fólki en oftast áður.
Þess var vænst að Ásmundur
Stefánsson lýsti því skýlaust yfir í
setningarræðu sinni að hann yrði
áfram í kjöri til forseta, en það
gerði hann ekki. Flestir eru þó á
því að hann verði í kjöri, en
Drög að ályktun um friðar- og mannréttindamál á ASI þingi:
SKELFING HEIMSINS
„Við viljum minna á að meiri-
hluti íbúa veraldar býr við hungur
og drepsóttir. Á sama tíma er
varið í brjálað vígbúnaðarkapp-
hlaup meira fé heldur en þyrfti til
að koma vanþróuðum þjóðum á
það stig að þær væru sjálfbjarga.
Slík er skelfing heimsins í dag,“
segir í drögum að ályktun um
friðar- og mannréttindamál er
tekin verður fyrir á yfirstandandi
þingi ASÍ.
í drögunum er því fagnað að
vopnahlé er nú komið á í styrjöld
írana og íraka, þungum áhyggj-
um er lýst vegna kúgunar ísra-
elsmanna á Palestfnubúum, hern-
aðaráþján ogsviptingu mannrétt-
inda sem þeir hafi verið beittir.
Þá er lýst andstyggð á ástand-
inu í S-Afríku og sagt að þjóðir
heims verði að sameinast um að
tryggja rétt svartra þar í landi og
afstýra því að minnihluti hvítra
manna geti haldið áfram að kúga,
myrða og arðræna þá.
í lok ályktunardraganna segir:
„Frelsi, jafnrétti og bræðralag
eru kjörorð verkalýðshreyfingar-
innar. Að þessum göfugu fyrir-
heitum verðum við öll að vinna".
honum mun ekki sama um hverjir
veljist til stjórnar með honum.
Þannig mun hann fráhverfur því
að Þóra Hjaltadóttir verði annar
varaforseta en vili fá Vilborgu
Þorsteinsdóttur úr Vestmannaeyj-
um.
Talið hefur verið að Karl Steinar
Guðnason verði í framboði til
varaforseta en andstaða er talsverð
gegn honum bæði meðal alþýðufl-
okksmanna og eins hjá alþýðu-
bandalagsmönnum.
Segja sumir líklegt að þessir
aðilar muni sameinast um Þóru
Hjaltadóttur þó ekki væri nema til
þess að halda Karli Steinari frá því
að ná kjöri til varaforseta.
í gær fór fram kjör starfsmanna
þingsins og var þingforseti kjörinn
Jón Karlsson. Fyrsti varaforseti
var kjörin Kristín Hjálmarsdóttir,
annar varaforseti Ingibjörg Guð-
mundsdóttir og fjórir ritarar þings-
ins voru kjörnir: Snjólaug Krist-
jánsdóttir, Sigurjón Einarsson,
Kristján Jóhannsson og Sigurlaug
Sveinbjernsdóttir.
í gær hófst umræða um laga-
breytingar og um fjárhagsáætlun
sambandsins, en í dag verður fjall-
að um lífeyrismál, skipulagsmál
ASÍ og kjaramál auk annars. Á
morgun hefjast síðan þingstörf á
því sem með hvað mestri óþreyju
er beðið; kjöri forseta og varafor-
seta ASÍ. -sá
óvenjulegt kort fyrir
$»9
venjulegtfólk
mmm
Ármúla 3 - 108 Reykjavík - Sími91-680988