Tíminn - 22.11.1988, Síða 10

Tíminn - 22.11.1988, Síða 10
10 Tíminn irnw i i in Þriðjudagur 22. nóvember 1988 Þriðjudagur 22. nóvember 1988 irnv i i in Tíminn 11 Körfuknattleikur: Fyrsta stórtap ÍR-inga Frá Margréti Sanders fréttamanni Timans: ÍBK sigraði ÍR 88-59 í Flugleiða- deildinni í körfuknattleik á sunnu- dagskvöld. Staðan í hálfleik var 45-38. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í byrj- un og fram í miðjan hálfleikinn, en þá komust Keflvfkingar yfir og höfðu yfir í hálfleik, 45-38, eins og áður sagði. ÍR-ingar komu ákveðnir til síðari hálfleiks og komust yfir 50-51, en Keflvíkingar áttu þá mjög góðan kafla og breyttu stöðunni í 68-51. Þar átti Axel Nikulásson stór- an þátt. Keflvíkingar juku sfðan Leikur. BK-ÍR 88-59 Uð:ÍR NMn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Björn 13-4 _ 4 - 1 1 8 Karl 5-1 6-2 1 1 6 2 5 10 Sturla 9-1 4-1 2 3 3 _ - 5 Eiríkur 1-0 1-0 0 Jóhannes 9-6 - 2 4 5 2 - 13 Ottó 1-0 - - - - - - 0 Jónöm 4-4 1-1 2 4 5 - 2 13 Ragnar 11-5 - 1 2 1 - - 10 Gunnar 0 Leikur: BK-ÍR 88-59 Lið: ÍBK NMn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Sli'l Falur 4-3 1-0 - 1 1 - 1 7 Sigurður 18-10 - 2 9 2 2 - 21 Gestur 1 1 Albert 1-0 - 1 2 _ - _ 0 Einar 1-1 1 2 Magnús 7-2 - 2 5 4 2 1 6 Guðjón 14-7 4-1 2 4 1 1 3 18 Axel 7-5 - 2 4 - - - 10 JónKr. 8-4 4-3 - 3 3 4 12 21 Nökkvi 2-1 - 2 2 2 - 2 2 ÞREFALDUR NÆSTA LAUGARDAG! Vinningstölurnar 19. nóvember 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.122.044,- Þar sem fyrsti vinningur hefur ekki gengið út tvo undanfarna laugardaga, bætist hann við fyrsta vinning á laugardaginn kemur. Kr. 5.738.129.- BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 611.046,- skiptast á 3 vinningshafa, kr. 203.682,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 1.053.928,- skiptast á 188 vinningshafa, kr. 5.606,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.451.070,- skiptast á 6.382 vinningshafa, kr. 385,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. forystuna jafnt og þétt og leiknum lauk eins og áður sagði 88-59. Bestur Keflvíkinga va Jón Kr. Gíslason sér í lagi í fyrri hálfleik, Axel átti góða kafla þó hann gangi ekki heill til skógar og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir liðið. ÍR-liðið sem tapaði nú sínum fyrsta leik á íslandsmótinu með yfir 10 stigum, var mjög jafnt í þessum leik, Jón Örn stóð einna helst uppúr, en Jóhannes Sveinsson átti einnig ágætis leik. ' Dómarar voru Helgi Bragason og Leifur Garðarsson. MS/BL Loks Haukasigur Haukar unnu Tindastól, 84-62, í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Valur Ingimundarson, besti mað- ur Sauðkrækinga í vetur og stiga- hæsti leikmaður deildarinnar, var í leikbanni í þessum leik og var það skarð fyrir skildi í liði norðanmanna. Engu að síðar stóðu Sauðkrækingar í Haukunum og í hálfleik var staðan 37-36 Haukum í vil. Þegar 7 mín. voru til leiksloka var staðan jöfn, 57-57, en á lokamín. keyrðu íslands- meistararnir yfir leikmenn UMFT og sigruðu meðmiklum mun, 84-62. Stigin Haukar: Pálmar 29, ívar 14, Jón Arnar 12, Henning 10, Ingimar 9, Ólafur 4, Eyþór 2 og Reynir 2. UMFT: Haraldur 15, Eyj- ólfur 14, Sverrir 11, Kári 10, Björn 7, Ágúst 4 og Guðbrandur 1. BL Yfirburðasigur Njarðvík vann yfírburðasigur ÍS, 90-42, í Njarðvík á sunnudags- kvöld, staðan í hálfleik var 38-23. Njarðvíkingar höfðu ávallt yflrhönd- ina í fyrri hálfleik sem var mjög slakur og mikið um mistök. I síðari hálfleik keyrðu Njarðvíkingar upp hraðann og aðeins var spurning hversu stór sigurinn yrði. Bestur í annars jöfnu liði UMFN var Friðrik Ragnarsson, en hjá ÍS voru skástir Páll Arnar og Valdimar Guðlaugs- son. Dómarar voru Jón Bender og Bergur Steingrímsson. MS/BL Leikur: UMFN-ÍS 90-42 Uð:ÍS HMn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST SHfl Hoimir 3-0 1-1 _ _ - 2 _ 3 Páll 9-3 5-2 - 4 8 4 2 13 Héðinn 2-0 - 2 - 3 - - 0 Gísli 2-0 1-0 - - 1 - - 0 Sólmundur 4-2 - 3 4 8 2 1 4 Auðunn 3-0 2-0 - 1 - - - 0 Þorsteinn 2-2 - 1 1 - 1 - 3 Valdimar 13-5 3-0 - 2 7 - - 12 Jón 7-0 1-1 1 2 3 2 1 3 Hafþór 4-2 1-0 - 8 4 1 - 4 Leikur: UMFN-ÍS 90-42 Uð: UMFN NMn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST stifl Helgi 13-7 - 3 7 3 6 - 18 Georg 5-3 2-1 2 - 1 4 - 9 Hreiðar 6-3 1-0 - 5 2 4 1 6 Alexander 4-0 - - - 1 - 1 0 Friðrik 7-3 1-1 1 1 - 1 5 16 Teitxu- 13-5 5-0 3 8 1 6 4 12 Viðar 2-0 - 1 2 - - - 0 ísak 7-4 5-3 1 - 4 4 3 22 Rúnar 2-2 - 2 - - - - 4 Agnar 2-1 - 1 2 - - - 3 Körfuknattleikur: Stórsigur Valsmanna Valsmenn unnu stóran sigur á Þórsurum er liðin mættust í Flug- leiðadeildinni í körfuknattleik að Hlíðaenda á sunnudagskvöld. I hálf- leik var staðan 49-36 fyrir Valsmenn, sem bættu við í síöari hálfleik og sigruðu auðveldlega 89-64. Stigin Valur: Matthías 14, Tómas 12, Einar 12, Björn 11, Bárður 11, Hreinn 8, Ragnar 8, Ari 4, Arnar 4 og Hannes 4. Þór: Konráð 26, Björn 17, Stefán 4, Guðmundur 4, Kristján 4, Eiríkur 3 og Einar 2. BL Handknattleikur: Óvænt mótspyrna Valsmenn fengu óvænta mót- spymu í 1. deildinni í handknattleik í Vestmannaeyjum á sunnudags- kvöld er þeir léku gegn liðið ÍBV. Meistararnir náðu þó að sigra, 22-18, eftir að staðan í hálfleik var 10-9 fyrir Val. Það er erfitt að leika á útivelli og það fengu Valsmenn að reyna í þessum leik. Mótspyrna Eyjamanna var mikil og Sigurður Gunnarsson var þeirra besti maður. Þá átti þeir Sigmar Þröstur í markinu og Sigurð- ur Vignir Friðriksson einnig góðan leik. Hornamenn Vals, þeir Valdi- mar Grímsson og Jakob Sigurðsson voru bestir í liði meistaranna. Mörkin ÍBV: Sigurður Gunn. 6, Sigurður Vignir 5, Tómas Ingi 2, Þorsteinn 2, Sigbjörn 1, Sigurður F. 1 og Guðfinnur 1. Valur: Valdimar 6/3, Jakob 6, Sigurður Sv. 4/1, Jón 3, Júlíus 2 og Geir 1. BL Óvæntur sigur Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Vfldngar gerður sér lítið fyrir og unnu óvæntan sigur á FH-ingum í miklum markaleik sem fram 'fór í höllinni á sunnudagskvöldið. Það voru hornamenn Víkinga, Guðmundur og Bjarki, sem af- greiddu ráðleysislega FH-inga í gær. Þeir skoruðu ríflega helming marka Víkinga eða 18. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálf4| en í seinni hálfleik voru Víkingar ávallt feti á undan FH-ing- um og uppskáru sigur 33-30. Mörk Víkings: Bjarki 9, Guðm. 9, Árni 8, Siggeir 3, Sigurður 2, Karl 1/1 og Einar 1. Mörk FH: Gunnar 7, Guðjón 7/1, Óskar 6/4, Héðinn 5, Þorgils 4 og Einar 1. FH. Handknattleikur: Páll Ólafsson var leikmönnum Gróttu erfíður, þó sérstaklega í seinni hálfleik en þá skoraði hann 7 mörk Handknattleikur: KR-sigur í nágrannaslag KR-ingar unnu frekar ósannfærandi sigur á nágrönnum sinum, liði Gróttu, í íþróttahúsi Digranesskóla á laugardag, 23-28. Það má með sanni segja að Páll Olafsson hafl unnið leikinn fyrír KR-inga því hann átti hreint frábæran síðari hálfleik og skoraði sjö mörk og voru það öll hans mörk í leiknum. Það voru Gróttumenn sem opnuðu leikinn með marki Páls Björnssonar en KR-ingar svöruðu um hæl með þremur mörkum Konráðs Olavssonar. Gróttumenn náðu að halda f við vesturbæjarstórveldið í fyrri hálfleik og höfðu KR-ingar oftast þetta 1-2 marka forskot og staðan í hálfleik 14-16 KR-ingum í vil. Fljótlega í síðari hálfleik náðu Gróttumenn að jafna leikinn og og var greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt. En þá var komið að vendipunkti í leiknum. Staðan var 20-21 og Grótta komst í hraðaupphlaup, en Leifur Dagfinnsson sem varla að heitið gæti að varið hefði skot f öllum leiknum varði meistaralega. Þá var komið að þætti Páls Ólafsson í leiknum og kom þar greinilega í ljós gífurleg leikreynsla hans. Skoraði hann þrjú mörk í röð og eftir það var enginn spurning hvorum megin sigur- inn myndi lenda. Eins og áður sagði sýndu KR-ingar enga meistaratakta í þessum leik og voru í raun mjög ósannfærandi. Páll Ólafsson var þeirra besti maður jafnvel þótt að hann sæist einungis í síðari hálfleik. Þá áttu þeir Sigurður Sveins- son og Konráð Olavsson góða spretti í fyrri hálfleik. Þá má segja Jóhannesi Stefánssyni til hróss að hann nýtti tækifærin vel. Gróttuliðið stóð sig vel ef frá eru taldar' síðustu 10 mín. í leiknum. Gífurleg leikgleði ' einnkennir leik liðsins og hafa þeir komist langt á henni. Bestur í liði Gróttu var Sverrir Sverrisson sem skoraði 7 mörk, flest þeirra með glæsilegum langskotum. Þá var Halldór Ingólfsson drjúgur. Þá eru þeir grimmir í vörninni Willum Þór Þórsson og Gunnar Gíslason og á stundum kannski einum of. Leikinn dæmdu þeir Einar Sveinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Var dómgæslan svona allt í lagi fyrir utan nokkra dóma sem virkuðu á undirritaðan sem út í hött, en voru þeir þó hvorugu liðinu í hag. Mörkin: Grótta: Halldór Ingólfsson 9 (4v), Sverrir Sverrisson 8, Páll Björnsson 3, Stefán Amars- son 2 og Davíð Gíslason 1. KR: Páll Ólafson 7, Alfreð Gíslason 6, Konráð Olavsson 5, Sigurður Sveinsson 4, Jóhannes Stefánsson 3, Stefán Kristjánsson 2 og Guðmundur Albertsson 1. -PS Staðan í 1. deild Valur ............5 5 0 0 135-92 10 KR............... 5 5 0 0 128-103 10 Víkingur......... 5 3 0 2 134-134 6 FH............... 5 3 0 2 128-120 6 Stjarnan ........ 5 2 0 3 105-102 4 KA............... 5 2 0 3 110-117 4 Grótta........... 5 2 0 3 110-118 4 BK ............ 5 1 0 4 107-124 2 V.............. 5 1 0 4 102-121 2 ram .............5 1 0 4 104-132 2 Fram-sigur á Akureyri Frá Jóhannesi Bjamasyni fróttamanni Tímans: Framarar komu verulega á óvart með því að leggja KA-menn að velli með 23 mörkum gegn 22 er leikið var á Akureyrí s.l. sunnudagskvöld. Mikil spenna var síðustu mín. þegar heimamenn gerðu örvænting- arfullar tilraunir til að jafna leikinn, en það tókst ekki og fyrstu stig Framara á keppnistímabilinu voru í höfn. Leikurinn var í heild ákaflega slakur, en spennandi lengst af. Framarar leiddu nær allan fyrri hálf- leikinn með 1-3 mörkum og í hálfleik voru þeir yfir 13-11. Heimamenn skoruðu 4 fyrstu mörkin eftir hlé og virtist sem þeir ætluðu að taka öll völd, en Framarar með skynsamlegum sóknarleik og yfirveguðum héldu í við þá og tókst að jafna leikinn 21-21 og komast yfir 22-21. KA-menn jöfnuðu, Hermann Björnsson skoraði sigurmarkið 45 sek. fyrir leikslok. Sigurpáll Aðal- steinsson lét Þór Björnsson verja frá sér vítakast 25 sek. fyrir leikslok, Framarar náðu knettinum, en töp- uðu honum aftur til KA-manna, en þeim tókst ekki að notfæra sér lokatækifærið sem var aukakast eftir venjulegan leiktíma. Mikið gekk á lengst af síðari hálfleik og fékk Jens Einarsson markvörður Fram að líta rauða spjaldið hjá dómurunum, Birni Jó- hannessyni og Guðjóni L. Sigurðs- syni, fyrir mótmæli og kjaftbrúk. Ekki voru mótmæli Jens að ástæðu- lausu, en það afsakar tæplega fram- Handknattleikur komu hans. Jens fór þó ekki langt, því hann hvatti sína menn óspart frá hliðarlínunni gegnt varamanna- bekkjum og lét stórskotahríð áhorf- enda engin áhrif á sig hafa. Framarar voru vel að sigrinum komnir, þeir börðust mjög vel, gáf- ust aldrei upp þótt á brattan væri að sækja. Birgir Sigurðsson og Her- mann Björnsson voru yfirburða- menn hjá liðinu og reyndar á vellin- um. Greinilegt er að erfiður vetur er framundan, en nái liðið upp baráttu viðlíka og á Akureyri, geta fá lið bókað sigur gegn þeim. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá KA-mönn- um og voru vonbrigði áhorfenda liðsins mikil. Keppnistímabilið hófst vel með tveimur sigrum, en nú eru komin þrjú töp. Agaleysi liðsins í sóknarleiknum var hreint ótrúlegt og sérkennilegt að sjá sömu leik- mennina klúðra sókn eftir sókn á mjög keimlíkan hátt. Sigurpáll Aðalsteinsson var bestur heima- manna og Pétur átti góða kafla. Allir aðrir leikmenn liðsins spiluðu langt undir getu. Markið var sett hátt í byrjun, en nú ættu liðsmenn að snúa sér að raunhæfari markmiðum. Dómarar voru eins og áður sagði þeir Björn Jóhannesson og Guðjón Sigurðsson. Þeir voru æði mistækir, en það kom þó ekki niður á öðru liðinu. Mörkin Fram: Birgir 8, Hermann 8/2, Tryggvi 3, Júlíus 3/1, Agnar 2 Gunnar 1. KA: Sigurpáll 8/4, Pétur 5, Erlingur 3, Haraldur 2, Jakob 2, Friðjón 1 og Guðmundur 1. JB/BL Algiört malbik Tímamynd: Pjetur Það var ekki rismikill handknatt- leikur sem var spilaður í leik Stjörn- unnar og Breiðabliks á laugardag í Digranesi. Stjarnan sigraði 23-15 og áttu hræðilega lélegir Blikar aldrei möguleika. Stjarnan tók forystuna með mörk- um frá þeim Axel Björnssyni, Sig- urði Bjarnasyni og Hafsteini Braga- syni og þessari forystu glötuðu Stjörnumenn ekki. Eins og áður sagði var handboltinn ekki glæsileg- ur, þó brá fyrir ágætum sprettum hjá Stjörnumönnum, en þess milli voru þeir vart skárri en Blikar. Leikurinn einkenndist aðallega af gífurlegu fáti og gífurlegum fjölda mistaka hjá báðum liðum. Þó ber að geta að markmenn beggja liða, þeir Guð- mundur Hrafnkelsson og Brynjar Kvaran áttu alveg ágæta endaspretti. Stjörnumenn spiluðu hreint ekki vel og voru bara heppnir að andstæð- ingarnir voru hreinlega slakari. Þó ber að nefna þá Hafstein Bragason, Sigurð Bjarnason og Gylfa Birgis- son, en sá síðastnefndi lyfti sér nokkrum sinnum upp og skoraði glæsileg mörk og mætti Gylfi gjarnan gera meira af því. Blikar mega svona hvað úr hverju fara að hugsa sinn gang. Leikur þeirra var ofsalega lélegur. Þrátt fyrir að oft á tíðum hafi boltinn verið unninn í vörninni voru lætin þvílík að skora að undantekningarlaust endaði boltinn í Stjörnuhöndum. Varla er hægt að taka einn Blika út úr sem besta mann, en ég hef áður nefnt ágætan endasprett Guðmund- ar Hrafnkelssonar. Leikinn dæmdu þeir Ólafur Har- aldsson og Stefán Arnaldsson og sýndu þeir eins og aðrir þennan dag enga takta. Mörkin: Stjarnan: Hafsteinn Bragason 5, Gylfi Birgisson 4, Skúli Gunnsteins- son 4, Sigurður Bjarnarson 4, Hilm- ar Hjaltason 3, Áxel Björnsson 2, Valdimar Kristófersson í. UBK: Hans Guðmundsson 4, Jón Þórir Jónsson 4, Andrés Magnússon 2, Magnús Magnússon 2, Þórður Davíðsson 2, Kristján Halldórsson 1. -PS y- Blomberq Eldavélar - úrvals vestur-þýskt merki 5 gerðir 5 litir Hagstætt verð. Góð greiðslukjör. ! Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, sími 16995. Leið 4 stoppar við dymar ÞU NÆRÐ SETTU oui j verð- onrr 'KIF*1111 ■ Við veitum þér faglega og persónu- lega ráðgjöf, hvort sem þú þarft að ávaxta fé eða afla þess. S Viljir þú ávaxta fé bjóðum við þér örugg verðtryggð skuldabréf með góðum og öruggum raunvöxtum. Lánstími skuldabréfanna getur verið frá nokkrum mánuðum til nokkurra ára. Við bjóðum þér einnig varðveislu og innheimtu keyptra skuldabréfa án endurgjalds. M Þurfir þú á fé að halda veitum við þér góð ráð og aðstoð við öflun þess. IB Þú getur verið viss um að ná settu marki í verðbréfaviðskiptum hjá okkur. S Vertu ávallt velkominn í afgreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18. _ fjármá! eru okkar fag! 0 l/ERÐBRÉFAUIÐSKIPTI SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 ■ SÍMI 688568 Teiknað hjá Tómasi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.