Tíminn - 22.11.1988, Síða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
BÆKUR
Ferð Eiríks til
Jötunheima
Mál og menning hefur sent frá
sér bókina Ferð Eiriks til
Jötunheima eftir Lars-Henrik
Olsen. Þetta er seinni hluti
verðlaunasögu hans um ferðalag
Eríks, 14 ára, til goðheima. Fyrri
sagan, Ferð Eiríks til Ásgarðs,
sem kom út í íslenskri þýðingu á
síðastliðnu ári, segir frá því þegar
þrumuguðinn Þór sækir Eirík til
mannheima og tekur hann með
sér til Ásgarð. í þessum hluta
tekst hann ferð á hendur til
Jötunheima til að frelsa þaðan
Iðunni með lífseplin. Þrúður,
dóttir Þórs, fer með honum og er
ferð þeirra barátta upp á líf og
dauða því að í Jötunheimum
leynast ótrúlegar hættur.
Guðlaug Richter þýddi báðar
bækurnar og er þessi síðari 210
blaðsíður. Prentun fór fram í
Danmörku og er bókin fáanleg
bæði innbundin og sem kilja í
flokknum MM UNG. Bækurnar eru
myndskreyttar ef Erik Hjort
Nielsen.
Forboði
glundroðans
Mál og mennina hefur sent frá
sér skáldsöguna Á VEGI ÚTI (On
the Road) eftir bandaríska
rithöfundinn Jack Kerouac. Bókin
kom fyrst út árið 1957 og þykir
lýsa vel rótleysi þeirrar kýnslóðar
sem ólst upp eftir seinna stríð og
stundum hefur verið kölluð
„beatkynslóðin". Sögusviðið eru
Bandaríkin þver og endilöng og
andrúmsloftið er forboði þess
glundroða sem átti eftir að setja
mark sitt á öll Vesturlönd áratug
eftir útkomu bókarinnar. Enda sló
bókin rækilega í gegn og hefur
verið þýdd á fjölda tungumála.
Hraðinn er aðalsmerki þessarar
bókar. Fólk brunar upp og niður
síður hennar, persónur koma og
fara, atvikin þjóta hjá og
uppákomurnar reka hver aðra —
undir dunar djassinn og sífellt er
haldið af stað á nýjan leik til að
bruna um þjóðvegina á bílum og
finna nýjan sannleik, nýtt fólk,
nýja fyÚingu eða einfaldlega
ærlegt fjör. Stíllinn á þessari
frásögn af ævintýrum Deans
Moriarty og Sals Paradiso
snemma á 5. áratugnum er hraður
og innblásinn.
Ólafur Gunnarsson rithöfundur
íslenskaði söguna og skrifaði
eftirmála um höfund hennar og
baksvið. Bókin er 284 bls., prentuð
i Prentsmiðju Guðmundar
Benediktssonar.
JACK
Nýjasta bók Jack Higgins:
Nótt refsins
er komin út hjá Hörpuútgáfunni.
HúnkomfyrstútíBretlandi 1987
og var mánuðum saman í efstu
sætum metsölulistans þar í landi.
Innrás Bandamanna í Normandi
var vandlega undirbúin. Á meðan
heræfingar stóðu sem hæst, var
innrásarprammi með hundruðum
hermanna skotinn niður af
þýskum kafbáti. Flestir
drukknuðu samstundis. Hugh
Keslo ofursti, einn af lykilmönnum
herstjórnarinnar, bjargaðist á
land á eynni Jersey í Ermasundi,
sem var undir yfirráðum
Þjóðverja. Bandamenn áttu tvo
valkosti, annan að freista þess að
ræna Keslo frá Jersey, hinn að láta
taka hann af lífi.
Bókin örnin er sestur gerði
Jack Higgins á svipstundu að
metsöluhöfundi. Þúsundirmanna
lásu bókinna og sáu samnefnda
kvikmynd hér á íslandi. Aðrar
bækur hans hafa flestar orðið
metsölubækur.
„Higgins fær hárin til að rísa á
höfði lesandans." Publishers
Weekly.
„Harðsoðin spennubók, eins og
þær gerast bestar. “ The New
York Times.
„Nótt refsins er 203 bls.
Þýðinguna gerði Gissur Ó.
Erlingsson. Setning og prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar.
Bókband: Arnarfell hf.
Káputeikning: Kristján
Jóhannsson.
Sígild
unglingasaga
Anna í Grænuhlíð er sígild
unglingasaga sem Mál og
menning hefur sent frá sér.
Höfundur bókarinnar, Lucy Maud
Montgomery, var kanadísk og
hlaut hún heimsfrægð fyrir þessa
bók eftir að hún kom út 1908
vegna þess að sagan þótti
nýstárleg og hugljúf. Enn í dag er
hún gefin út aftur og aftur út um
allan heim.
Anna er munaðarlaus stúlka
sem er tekin í fóstur í Grænuhlið
af gömlum systkinum. Hún er full
uppátektarsöm og hugmyndarík
að þeirra áliti en ekki líður á löngu
uns þau sjá ekki sólina fyrir
fjörkálfinum Önnu því jafnframt er
hún skynsöm og hjartahlý.
Þýðing Axels Guðmundssonar
kemur hér út í fjórða sinn og má
segja að hún sé orðin sígild hér á
landi eins og sagan. Bókin er 190
síður og gefin út bæði innbundin
og í kiljuformi í flokknum MM
UNG. Brian Pilkington teiknaði og
hannaði kápu.
Jón Dan.
Önnur útgáfa:
Atburðirnir
á Stapa
- eftir Jón Dan
Skáldsagan Atburðirnir á Stapa,
sem kom út árið 1973, er nú komin
í annarri útgáfu. Sagan fjallar um
grallarann Stapajón og furðulega
viðburði sem tengjast honum.
Á bókarkápu segir um
Stapajón:
Hann er ólíkindatól og
útsmoginn í kvennamálum.
Yfimáttúrulegir atburðir gerast
og verða hugðarefnum hans til
framdráttar á því sviði. öllum
þjóðlegum fróðleik snýr hann sér
í vil enda em hæg heimatökin,
hann er fræðimaður á íslenska
visu og brot af skáldi.
Stapajón á móður sem tignar
hann eins og guð, eiginkonu sem
stenst honum ekki snúning og son
sem verður fulltrúi nýrra tíma og
ris úr öskustónni þegar mest á
ríður.
Atburðimir á Stapa er full af
kímni og lúmsku háði en umfram
allt sönn lýsing á ákveðnum
þáttum í mannlegu eðli.
Auðfræði
Arnljóts
Út er komin á vegum Fjölsýnar
Forlags endurútgáfa á bók séra
Arnljóts Ólafssonar, Auðfræði,
sem er fyrsta hagfræðiritið á
íslensku. Auðfræði kom
upphaflega út árið 1880 á vegum
Hins íslenska bókmenntafélags.
Formála að Auðfræði ritar dr.
Gylfi Þ. Gíslason, prófessor. í
formála segir Gylfi Þ. Gíslason:
„Merkasta rit Arnljóts Ólafssonar
er tvímælalaust bók hans
Auðfræði..Arnljótur Ólafsson
verður ekki talin höfundur
íslenskrar hagfræði í þeim
skilningi að hann hafi hugsað eða
skrifað fyrstur um þau efni, sem
við nú nefnum hagfræði. En hann
er fyrsti íslendingurinn, sem
semur vísindarit um fræðilega
hagfræði".
Fyrir utan merkilega innsýn
höfundar í hagfræðileg efni tekst
honum listavel að skrifa lipran og
læsilegan hagfræðitexta, svo þess
eru tæplega önnur dæmi í íslensku
máli.
Bókin er 220 blaðsíður í
vönduðu máh.
Ostalyst
Handbók fyrir sælkera
Út er komin matreiðslubókin
Ostalyst, handbók fyrir sælkera.
Bókin, sem er 144 blaðsíður,
samanstendur af 147 uppskriftum
með osti og smjöri auk kafla um
ost í matargerð og ágrips af sögu
ostagerðar. Litmynd er af hverjum
rétti.
Matreiðslubók þessi er gefin út
í tilefni af 30 ára afmæli Osta- og
smjörsölunnar sf.
í þessa bók höfum við valið
úrval uppskrifta sem allar hafa
verið margreyndar bæði af
tilraunaeldhúsi Osta- og
smjörsölunnar sf. og af
ostadýrkendum um land allt.
Bókin verður til sölu um allt land
og kostar u.þ.b. 990,- kr.
Nánari upplýsingar veitir
Dómhildur A. Sigfúsdóttir,
forstöðumaður tilraunaeldhúss
Osta- og smjörsölunnar sf.
Páll i.índal
REYKJAVIK
Sögustaóur viö Sund
Reykjavík
Sögustaður við Sund
Þriðja bindi R-Ö
Saga Reykjavíkur sögð í
markvissum texta og um
tvöþúsund myndum. Hver gata,
hvert sögufrægt hús og hvert
örnefni er uppsláttarorð. Ritverkið
er byggt eins upp og hið vinsæla
rit Landið þitt ísland.
Haustið 1916 birtist svofelld
auglýsing frá Sveini Björnssyni,
síðar forseta Islands, sem þá bjó
á Sóleyjargötu 1 (Staðastað): 3
kindur eru geymdar hjá mér, voru
teknar í kálgarði mínum í
gærkvöldi. Eigandi getur vitjað
þeirra gegn uslabótum. Sveinn
Björnsson, Staðastað.
Frá þessum atburði og
hundruðum annarra segir í þriðja
bindi bókarinnar Reykjavík —
sögustaður við Sund — eftir Pál
Líndal sem nú er komin út hjá Emi
og Örlygi. Fyrri tvö bindin tóku
yfir bókstafina A-P en í þessu
bindi lýkur stafrófinu. Hér er um
uppsláttarrit að ræða með líku
sniði og hinar geysivinsælu bækur
Landið þitt ísland. Fyrsta
uppsláttarorð þriðja bindis er
Rafstöðvarvegur en síðasta
uppsláttarorðið öskjuhlíð.
Gífurlegur fjöldi mynda er í
bókinni. Þar er bæði um að ræða
gamlar og nýjar ljósmyndir,
málverk, teikningar, kort og
uppdrætti. Undirbúningur þessa
ritverks er búinn að standa árum
saman og hvað myndefnið snertir
þá hefur þess verið aflað jafnt
erlendis sem hérlendis.
Trúin. ástin
og efinn
Minningar séra Rögnvalds Finn-
bogasonar
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér bókina Trúin, ástin og
efinn—minningar s éra Rögn valds
Finnbogasonar á Staðastað. Þar
rifjar hann upp æsku sína í
Hafnarfirði, námsárin í
guðfræðideild Háskóla íslands og
fyrstu prestskaparár í Bjarnanesi
í Hornafirði. Hér er brugðið upp
eftirminnilegum myndum af
íslensku þjóðlífi kreppuára og
síðar stríðsára að ógleymdum
fyrstu embættisárum ungs prests
á árum kalda stríðsins.
í fréttatilkynningu útgáfunnar
segirm.a.: „Séra Rögnvaldur
ræðir hispurslaust um þær
róttæku Ufsskoðanir sem hann
hlaut í veganesti í foreldrahúsum
og leit sína að leið til samrýma þær
hlutverki drottins þjóns í íslensku
þjóðkirkjunni. Hann rekur
efasemdir sínar og innri togstreitu
er hann stendur reynslulaus
framm fyrir ábyrgð sálusorgarans
uns hann sannfærist um að ekkert
er tilviljun, og honum er ætlað að
takast á við hlutskipti prestsins.
Inn í þessa margslungnu sögu
fléttast ástir og tilfinningamál
næmgeðja manns og
tæpitungulausar lýsingar á
samferðamönnunum —
ávirðingum þeirra og
mannkostum.
Guðbergur Bergsson skráir
sögu séra Rögnvalds af þeim
djúpa og næma skilningi sem
honum er gefinn. Hann víkur
hiklaust af troðnum slóðum
íslenskra ævisagna þegar
söguefnið gefur tilefni til og fylhr
frásögnina ólgandi fjöri og
kankvísi þótt undiraldan sé þung
og alvörþrungin," segir að lokum
í frétt Forlagsins.
Trúin, ástin og efinn er 214 bls.
Bókina prýðir mikill fjöldi mynda.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Björn Jónsson/AUK hf. hannaði
kápu.
Rögnvaldur og Guðbergur.
frttyifvr
farvitn!
frifþ/Sfttr farvito!
».* •»>
Friðþjófur api
Hjá Máli og menningu eru
komnar út tvær litmyndabækur
um Friðjóf forvitna, Friðþjófur
forvitni og Friðþjófur forvitni á
hjóli, eftir ameríska höfundinn
H.A. Rey.
Friðþjófur er api sem á heima í
Afríku. Einn góðan veðurdag
kemur maður með gulan hatt og
tekur Friðþjóf með sér til
borgarinnar. Friðþjófur er
ógurlega forvitinn og þarf sífellt
að prófa eitthvað nýtt. Ekki síst
þess vegna lendir hann í
ótrúlegustu ævintýrum og alls
konar klandri.
Þessar gamansömu
fjölskyldubækur hafa lengi verið
vinsælar viða um lönd, m.a. í
Danmörku undir nefninu Peter
Pedal. Þórarinn Eldjám þýddi
báðar bækurnar sem eru hvor um
sig u.þ.b. 45 bls. Bækurnar voru
prentaðar í Portúgal.
Þórður Tómasson
safnstjóri á Skógum:
Þjóðhættir
ogþjóðtrú
Skráð eftir Sigurði Þorsteinssyni
frá Brunnhól
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur sent frá sér bók um
þjóðhætti og þjóðtrú sem Þórður
safnstjóri í Skógum skráði eftir
Sigurði Þorsteinssyni frá
Brunnhól á Mýrum í Hornafirði.
Á bókarkápu segir m.a.: Hér
greinir frá lífi og starfi, þjóðsiðum
og þjóðtrú í afskekktri byggð,
einstæð heimild og
fróðleiksnáma. Efni til áþekkrar
bókar verður ekki framar upp
tekið á íslandi.
Þórður í Skógum segir m.a. í
formálabókarinnar: „Verkmitter
aðeins endurskin af frásögnum
gamals sagnamanns. Hreimur og
hrynjandi talaðs orðs hjá honum
gæddu það lífi sem aldrei getur
færst yfir á bók eða blað. Enn er
sem ég sjái hann fyrir mér, hinn
gamla þul, álútan í sæti, horfandi
í gaupnir sér, líkt og úti á þekju
eða með hugann viðs fjarri, en allt
í einu er litið upp með glampa í
augum, spurn eða athugasemd er
færð fram og fróðleikur látinn í té
með eftirminnilegum málhreim og
sérkennilegum áherslum. Bókin
er vitni um trú, hugsunarhátt og
venjur horfinnar aldar. Hún er
einnig vitni um mann sem ekki
sigldi þann byr að vera eins og
fjöldinn, mann sem var mótaður
fjarri þeirri öld sem hann þó lifði
og hrærðist í. Hún fellur ekki undir
það sem nefnt er bókmenntir,
réttur hennar, ef einhver er, felst
í því að hún geti orðið síðari
rannsókn íslenskrar
þjóðmenningar að einhverjum
notum. Framan af þessari öld
hefði verið hægt að taka saman
bók sambærilega við þessa í
flestum sveitum landsins. Nú er
það liðin tíð og önriur áþekk
þessari mun ekki síðar sjá dagsins
ljós.
íslensk þjóðfræði standa í mikilli
þakkarskuld við Sigurð Þórðarson.
Hann á langa lífdaga fyrir
höndum.