Tíminn - 22.11.1988, Page 15
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
Tíminn 15
Bítlavinafélagið sendir frá sér nýja plötu:
TÓNLIST SEM
GAMAN ER AÐ
Eins og þeir sem fylgjast eitthvað
með tónlist hafa eflaust tekið eftir
hefur ákveðið afturhvarf átt sér
stað í popptónlist að undanförnu.
Jafnt íslenskir sem erlendir tónlist-
armenn hafa í síauknum mæli feng-
ið „lánuð“ eldri lög og tekið þau til
flutnings. Nýjasta plata Bítlavina-
félagsins er einmitt full af lögum
sem fengin eru að „láni“.
Bítlavinafélagið samanstendur
af hóp manna sem virðast vita
nákvæmlega hvað þá langar að
gera, í tónlist að minnsta kosti.
Það verður aftur til þess að þeim
félögum tekst að mínu mati vel að
koma gömlu íslensku „bítlalögun-
um“ til skila, eins og þau voru í
„den“. Það gerist til dæmis með
sömu hljóðfæraskipan og tíðkaðist
áður fyrr, þ.e. tveir gítarar, bassi
trommur og píanó sem meira að
segja er í tekk-umgjörð sem þótti
rosalega flott þegar þessi tónlist
var sem vinsælust. Þá hafa þeir
blessunarlega látið það ógert að
útsetja lögin á þann hátt að þau
falli betur að þeirri tónlist sem nú
er hlustað á, líkt og gömlu dægur-
lögin voru gjarna „poppuð upp“ í
diskótakt fyrir nokkrum árum. Ég
býst svo sem við að sumir hefðu
frekar kosið að heyra Gluggann í
annaðhvort „Rap“ eða „Hiphop"
stíl, en ekki ég, takk samt.
Lagavali plötunnar er reyndar
þannig háttað að sem ein heild
stendur hún fyllilega fyrir sínu þó
að innan um leynist lög sem eru
heldur þung fyrir minn smekk,
svokölluð „sýra“, en það hugtak
verður ekki útskýrt frekar hér.
Þau lög sem ég spái mestum
vinsældum eru reyndar ótrúlega
mörg og segir það kannski meira
um plötuna en mörg orð. Þar má
nefna Gluggann, Gvendur á Eyr-
inni, Vetrarnótt, Léttur í lundu,
Það er svo undarlegt með unga
menn, Ertu með, Leyndarmál og
Ég er frjáls. í hinum hópnum, ef
hóp skyldi kalla, eru lög eins og
Dimmar rósir, Skuldir og Kling
klang. Þessi hópur minnir reyndar
á máltækið, „Einn í hóp og annar
í biðröð“. (Útúrdúr höfundar).
Bítlavinafélagið er hljómsveit
sem á undanförnum misserum hef-
Hugleiðingar
UMSJÓN:
Arni______
Magnússon
BLAÐAMAÐUR
ur að mínu mati verið að gera hluti
sem fæstir hefðu þorað. Á meðan
menn hafa verið að koma fram
með „framsækna” tónlist af öllum
gerðum, tónlist sem var jafnvel
ætluð fyrir erlendan markað, en
seldist ekki einu sinni á íslandi, þá
hefur Bítlavinafélagið t.d. verið að
gefa út lög eftir gömlu meistarana
Lennon og McCartney. Á meðan
að það þótti flott að vera ýmist
rakinn kommi, (eða „úlpa“ eins og
það ergjarnan kallað), íhalds-uppi
eða krataglenna fór Bítlavinafélag-
ið hringferð um landið með Stein-
grími Hermannssyni og er þó ár og
dagur síðan það þótti „töff“ að
vera framsóknarmaður.
Jón Ólafsson lá á bakinu í
„stúdíói" og söng um rúllukraga-
peysu á meðan aðrir sungu um
sætar stelpur og Eyjólfur Kristjáns-
son brá sér í gervi systur sinnar í
laginu Þorvaldur á meðan margir
aðrir rembdust eins og rjúpan við
staurinn við að sanna karlmennsku
sína.
Þeir hafa sjaldnast farið troðnar
slóðir meðlimir Bítlavinafélagsins,
enda hafa þeir einstakt lag á að
hrífa áheyrendur jafnt sem áhorf-
endur með sér þegar lög þeirra
hljóma. Það sem er þó kannski
mest um vert er; að þó að Bítla-
vinafélagið sé „Band sem brosandi
er að“, virðist það ekki bitna á
gæðum tónlistarinnar. Spilagleðin
einfaldlega skín í gegn og í svoleið-
is hljómsveit hlýtur að vera gaman
að spila.
I örfáum orðum má segja að
nýjasta plata Bítlavinafélagsins sé
eitthvað sem hverjum sem er hefði
getað dottiö í hug en er aðeins á
fárra færi að framkvæma. Bítla-
vinafélagið fyllir þann hóp.
- Árni Magnússon.
Tónlist Valgeirs Guöjónssonar við söngleikinn Síldin er komin
Gæðatónlist
í góðu lagi
Sem betur fer koma sumar plöt-
ur manni stundum á óvart fyrir þær
sakir að þær eru betri en reiknað
var með fyrir hlustun. Það er nú
einu sinni svo að mannskepnan er
með þeim ósköpum gerð að þurfa
sífellt að vera að mynda sér
skoðanir um alla skapaða hluti,
stundum án þess að hlutirnir séu
rannsakaðir áður. Þannig var með
mig þegar ég ákvað að fjalla um
plötu þá sem Valgeir Guðjónsson
sendi nýlega frá sér með tónlist úr
söngleiknum Síldin er komin, titill
hennar er Sannar sögur.
Það verður víst að segjast eins
og er að undirritaður nýtti sér
all-snarlega rétt sinn til að skipta
um skoðun eftir að umrædd plata
hafði fengið að snúast í nokkur
skipti. Ástæðan? Jú platan er
hreint ágæt.
Valgeiri tekst að mínu mati vel
að koma til skila þeirri stemningu
sem ku hafa verið til staðar í
síldarævintýrinu hér forðum. Það
var að vísu löngu fyrir mína ti'ð og
þar af leiðandi getur vel verið að
þetta sé ímyndun ein. Engu að
síður mín tilfinning.
Lögin á plötunni eru nokkuð
ólík, þarna eru hressilegustu rokk-
lög í bland við lög í þessum sígilda
millitakti og meira að segja er
þarna ein vögguvísa. Þar er á
ferðinni gullfallegt lag, að vísu við
nokkuð óvenjulegan texta. Hér er
brot úr honum:
Maldaðu ekki í móinn
elsku litla skarnið
því mamma þarf að komast
á ærlegt fyllerí.
Þeir sem fylgjast með tónlist hafa
eflaust veitt athygli lögum eins og
Ógeðslega ríkur og Koffort þungt
sem blý. Þau lög eru góð en þó eru
að mínu mati þarna lög sem að
standa þeim ekkert að baki, nema
síður sé. Þar á ég til dæmis við
lögin: Á Laugarvatni sem er þræl-
hressilegt lag, Brennsa segjum
stríð á hendur en þar finnst mér
sterkasti texti plötunnar vera og
Sjenever þar sem sameinast skond-
ið lag og enn broslegri texti. Dæmi:
/ holti er oftlega heyrandi nær
höndla mcð gætni skal stóðhesta
karga.
Á sundlaugarbarminum sitjandi
glær
Sinatra málunum víst kann að
bjarga.
Þó að hér að ofan hafi verið tínd lil
lög sem undirrituðum þykir standa
vel fyrir sínu er það eins með þessa
plötu og svo margar aðrar að ekki
er hún hnökralaus. Þarna eru lög
sem ekki eiga upp á pallborðið hjá
mér, kannski sumpart vegna þess
að þau eru samin með leikhús í
huga. Það getur heldur varla talist
óeðlilegt þó einhver laganna
hljómi þannig.
Á þessari plötu koma fram marg-
ir flytjendur og margra þeirra
minnist ég ekki að hafa áður heyrt
getið í tengslum við tónlist. Þetta
finnst mér gefa plötunni aukna
vídd og þar með aukið gildi. Þarna
eru mismunandi raddir, mismun-
andi „góðar“, og útkoman verður
betri plata. Söngurinn er minni
söluvara, sem að mínu mati skilar
sér sem persónulegri tengsl hlust-
andans við flytjanda.
í örfáum orðum má kannski
segja að þessi plata hafi orðið til
þess að ég hlakka enn frekar til
þess dags sem platan Góðir íslend-
ingar kemur út, en þeir sem heyrt
hafa segja að þar sé Valgeir fyrst í
essinu sínu. - Árni Magnússon
BÆKUR
SYNDIR
FEÐRANNA
III
Sagnir af gömlum
myrkraverkum
BÚKAUTGAFAN HIIOUH
Bókaútgáfan Hildur:
Syndir
feðranna
III. bindi
Þetta er nýjasta bindið í þessu
vinsæla safni um ýmsar misgerðir
og mannlega breiskleika ■ c "
genginna kynslóða. Gunnar
Þorleifsson hefur séð um útgáfu :
þessa bindis eins og hinna fyrri.
Nýjar sögur
um Kugg
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér bókína Kuggur til
sjávar og sveita eftir Sigrúnu
Eldjárn. Bókin hefur að geyma
nýjar sögur um snáðann Kugg og
hana prýða um 40 litmyndir eftir
höfundinn. Þessar sögur eru
sjálfstætt framhald bókarinnar
Kuggur og fleiri fyrirbæri sem út
kom í fyrra.
Kuggur til sjávar og sveita
segir frá kostulegum ævintýrum
semþaulendaí — Kuggur og vinir
hans. Það eru þær Málfríður og
mamma hennar - kostulegar
kerlingar sem ekki kalla allt ömmu
sína þegar taka skal til hendinni,
að ógleymdum Mosa - glaðlyndu
og hrekkjóttu kríli sem býr yfir
ótrúlegum hæfileikum. Þau eru á
eilífum þeytingi til sjávar og
sveita, bregða sér í útilegu, fara á
skak og stunda umsvifamikil
garðyrkjustörf - þó meir af kappi
en forsjá. Og síðast en ekki síst
bregða þau sér í geimferð til
annarrar stjörnu þar sem
Málfríður glatar pilsinu sínu og
kemur aftur til jarðarinnar í
brókinni, segir í frétt frá
Forlaginu.
Kuggur til sjávar og sveita er
32 bls. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði.
íslensk
ævintýrabók
Út er komin ný, íslensk
ævintýrabók, Óvænt ævintýri,
eftir Olaf M. Jóhannesson
kennara - heillandi og
skemmtileg bók við hæfi allra
þeirra er slíkum frásögnum unna.
Lesandinn er leiddur inn í heim
ævintýranna er koma einlægt á
óvart, hvort sem lesandinn
ferðast í fylgd með hjálpsama
hvita fuglinum, skapstyggu
geitinni hans Jósa,.
svartþrestinum í Blátannaborg,
Bangsa litla, töfrastafnum hans
afa, Dísu í eyðimörkinni eða
malaiístráknum sem villtist frá i
myllunni sinni.
Ævintýrin eru lituð á ljósu og
vönduðu máh og prýdd fjölda
mynda eftir höfundinn.
Ólafur M. Jóhannesson hefur
um árabil ritar greinar í dagblöð.
Sögur eftir hann hafa birst í
barnablöðum og verið fluttar í
hljóðvarpi og sjónvarpi. Ólafur er
afar vel ritfær og á auðvelt með að
skilja hugarheim barna.
Óvænt ævintýri er 80 bls.
Kápumynd er eftir höfundinn en
Almenna auglýsingastofan sá um
útlit. Bókin er prentuð í
Prentsmiðjunni Odda hf. en
filmuunnin í Offsetþjónustunni. —
Útgefandi er Æskan.
BÍLALEIGA
meö utibú allt í kringurri
landið, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bilaleiga Akureyrar
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Jón Ottesen
Ytra Hólmi
er lést hinn 12. nóvember 1988 var jarðsunginn frá Akraneskirkju
föstudaginn 18. nóvember.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð.
ArnfinnurOttesen
Petrína Ottesen
Brynjólfur Ottesen
PéturOttesen
Bryndís Guðmundsdottir
Lára Ottesen
HaukurJónsson
Kristín Ármannsdóttir
Þóra Jónsdóttir
og barnabörn