Tíminn - 22.11.1988, Qupperneq 16
16 Tíminn
Þriðjudagur 22. nóvember 1988
ÚTVARP/SJÓNVARP
Hallgrímskirkja
-Starf aldraðra
Opið hús verður haldið í safnaðarsal
Hailgrímskirkju á morgun, miðvikud. 24.
nóv. Hefst það kl. 14:30. Sýndar verða
myndir úr 5 daga ferðalagi um Norð-
Austurland, sem farið var á sl. sumri.
Einnig verða kaffiveitingar.
Kvöldvaka Ferðafélags íslands
Á morgun, miðvikud. 23. nóv. verður
fyrsta kvöldvaka F.í. á þessum vetri í
Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Efni
kvöldvökunnar verður eftirtaka af kvik-
mynd sem Guðmundur Einarsson frá
Miðdal tók á árunum 1944-’54 og er nú í
eigu Ferðafélagsins. Þetta er merkileg
heimildarmynd um fjallaferðir á þessum
árum. Myndin er þögul, en Ari Trausti,
sonur Guðmundar, mun útskýra hana.
Guðmundur var einn af stofnendum
„Fjallamanna”, en það félag var stofnað
til þess að iðka fjallaíþróttir og glæða
áhuga á þeim.
Guðmundur var í stjórn Ferðafélags
íslands frá 1930 og til dauðadags 1963.
Hann teiknaði félagsmerki F.Í., vörðu á
fjallvegi. Hann skrifaði lýsingu Suður-
jökla í árbók F.í. 1960, prýddi hana
Ijósmyndum og fjölda teikninga. Guð-
mundur var ekki einungis góður liðsmað-
ur í Ferðafélagi Islands, hann var lista-
maður, landsfrægur. Hann dvaldist við
nám í sex ár í Kaupmannahöfn og
Munchen og lagði jöfnum höndum stund
á höggmynda- og málaralist.
Kvöldvakan hefst kl. 20:30 og að
lokinni sýningu kvikmyndarinnar verður
myndagetraun og verðlaun veitt fyrir
réttar lausnir.
Ferðafélag íslands
Spilakvöld Snæfellinga
Félag Snæfellinga og Hnappdæla í
Reykjavík minnir á annað spilakvöldið í
þriggja kvölda keppninni, sem verður
fimmtudagskvöldið 24. nóv. kl. 20:30 að
Hótel Lind við Rauðarárstíg.
Stofnun félags
eldri borgara í Kópavogi
Að undanförnu hefur hópur eldri borg-
ara í Kópavogi unnið að undirbúningi
stofnunar hagsmunafélags aldraðra í
Kópavogi, 60 ára og eldri. Stofnfundur
félagsins er ákveðinn laugardaginn 26.
nóv. kl. 14:00 í Félagsheimili Kópavogs á
2. hæð. Þar mun undirbúningsnefndin
leggja fram tillögu að stofnun slíks félags
og einnig drög að samþykktum fyrir það.
Á fundinum verða flutt ávörp og um-
ræður munu fara fram um málefni aldr-
aðra.
Bergsteinn Sigurðarson, formaður Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni, flytur ávarp á fundinum.
Undirbúningsnefndin væntir þess að
sem allra flestir Kópavogsbúar, 60 ára og
eldri, komi á fundinn og taki þátt í
stofnun þessara samtaka.
Listasafn ASÍ:
Sýning Kristínar
Sýning Kristínar Jónsdóttur frá
Munkaþverá í Listasafni ASÍ verður
framlengd til 27. nóvember. Sýningin er
opin alla virka daga kl. 16:00-20:00, en
laugardag og sunnudag kl. 14:00-20:00.
BÓKAVARÐAN
— GAMLAR BÆKUR OG NYJAR —
VATNSSTlG 4 - REYKJAVlK - SlMI 29720
ISLAND
Ný bókaskrá Bókavörðunnar
- yffir 2000 titlar í bókaskránni
Bókavarðan gefur reglulega út bóka-
skrár með nokkrum hluta þeirra bóka
sem til sölu eru hverju sinni. Að þessu
sinni er skránni skipt í flokka eftir efni:
íslensk fræði og norræn, héraðasaga,
ættfræði, íslenskar og erlendar skáldsög-
ur, trúarbrögð og dulfræði, ferðabækur
um fjarlæg lönd, mannkynssaga o.fl.
í bókaskránni er að finna yfir 500
íslenskar skáldsögur frá þessari öld, og
cinnig hundruð þýddra skáldsagna eftir
þekkta höfunda. Þá eru íslenskar fræði-
bækur í mörgum greinum, m.a. rit eftir
Nordal, Einar Ólaf, Ólaf Briem, Stein-
grím J. Þorsteinsson o.m.fl.
Auk þess eru í skránni hundruð fágætra
og áhugaverðra bóka.
Bóksöluskráin er send ókeypis öllum
sem þess óska utan Stór-Reykjavíkur-
svæðis, en áhugamenn geta vitjað hennar
í verslunina á Vatnsstíg 4 í Reykjavík.
VIKAN - Síðara afmælisblað
25. tbl. 50. árg.
í þessu síðara afmælisblaði Vikunnar,
vegna 50 ára afmælisins nú í nóvember,
eru bæði viðtöl, sögur, þættir alls konar
og margt flcira.
M.a. erfrásögn af lífi ArnórsGuðjohnsen
knattspyrnukappa í Belgíu og Ólafar
Einarsdóttur, konu hans.
Dómsmál er nýr efnisflokkur í Vik-
unni, en hann byrjaði í síðasta blaði. Þá
er sagt frá söngskemmtun á Hótel íslandi:
Rokkskór og bítlahár.
Heimsótt eru hjón, sem um þessar
mundir eiga gullbrúðkaup, en þau voru
fyrstu „brúðhjón VIKUNNAR".
Vinsælasta rokksöngkona er heimsótt í
Moskvu, viðtöl eru við 3 fyrrv. ritstjóra
Vikunnar á fyrri árum.
Sagt er frá 25 ára spádómum þekktra
íslendinga fyrir árið 1988. Kynnt er
Kristín Helga Gunnarsdóttir, sem flytur
stutta fréttapistla á Bylgjunni. Þá eru
matarþættir, myndasögur, sparipeysu-
uppskrift, pósturinn, krossgátur o.fl.
Á forsíðu þessarar Viku er mynd, sem
Magnús Hjörleifsson tók af Hendrikku
Waage.
Skipadeíld Sarabandsins:
Áætlun á Vestfirði
og Norðurland
Skipadeild Sambandsins hefur hafið
reglubundnar áætlunarsiglingar á Vest-
firði og Norðurland.
Skipið fer frá Reykjavík á fimmtudags-
kvöldum, eftir að hafa lestað framhalds-
frakt úr millilandaskipum félagsins.
Strandferðin tekur 7 daga og er skipið
aftur komið til Reykjavíkur á miðviku-
degi, þannig að framhaldsfrakt til útlanda
utan af landi heldur viðstöðulaust áfram
með millilandaskipunum, sem sigla á
miðvikudögum.
Meginhafnir fyrst um sinn verða ísa-
fjörður, Húsavík, Akureyri og Dalvík.
Þjónustuhafnir verða Patreksfjörður,
Þingeyri, Suðureyri, Sauðárkrókur,
Siglufjörður og Grundarfjörður/Ólafs-
vík.
Þá mun skipið ennfremur annast frakt-
flutninga innanlands.
Frjáls verslun
8. tbl. 1988
Meðal efnis í þessu hefti Frjálsrar
verslunar er: Brunninn gróði, sem er
forsíðugrein. Margvíslegar fréttir eru
fremst í blaðinu. Þá er sagt frá Gallerí
Borg og málverkasölu. Ólafur Örn Ing-
ólfsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Landsbanka íslands setur fram spurningu
í grein sinni: Eru heimilin hætt að spara.
Viðtal er við Pál Kr. Pálsson, forstjóra
Iðntæknistofnunar um þróun íslenskra
efnahags- og atvinnumála.
Aukið samstarf háskólans og atvinnu-
veganna, er fyrirsögn á grein um Tækni-
garðana, en húsið er nýrisið á Háskóla-
lóðinni.
Þættir eru um ráðgjöf og rætt við
Gunnar Maack og Reyni Kristinsson.
Kynntar eru þjófavarnir. Sagt er frá
iðnaði í Hafnarfirði, nýjungum hjá VISA
og margt fleira efni er í blaðinu.
Ritstjóri er Kjartan Sefánsson. Útgefandi
er Frjálst framtak hf.
Skinfaxi
5. tbl. Skinfaxa, tímarits ungmennafé-
laganna, er komið út. Skinfaxi er nú að
nokkrum hluta tileinkaður ungmennafé-
laginu Tindastóli á Sauðárkróki, en
íþróttafólk þaðan stendur nú framarlega
á landsvísu. Nefna má meistaraflokkslið
Tindastóls í körfuknattleik, sem komið er
í úrvalsdeild, en í blaðinu eru viðtöl við
Val Ingimundarson, þjálfara og leikmann
með liðinu, og Eyjólf Sverrisson. Knatt-
spyrnumenn Tindastóls eru í 2. deild, -
og síðast en ekki síst má nefna Lilju
Maríu Snorradóttur, sem stóð sig frábær-
lega vel fyrir stuttu á Olympíuleikum
fatlaðra í Seoul.
í blaðinu er einnig sagt frá undirbúningi
fyrir 20. Landsmót UMFÍ, sem verður
haldið að Varmá í Mosfellsbæ árið 1990.
Skákþáttur Jóns L. Árnasonar er á sínum
stað og margt fleira er í blaðinu.
Ritstjóri er Ingólfur Hjörleifsson. For-
síðumynd er af körfuknattleiksmönnum
úrTindastól, ljósm., GunnarSverrisson.
Aðventuferð F.í. í Þórsmörk
Helgina 25.-27. nóv. verður farin „að-
ventuferð” til Þórsmerkur. Gist verður í
Skagfjörðsskála í Langadal. Þar cr stór
setustofa fyrir kvöldvökur, góð
svefnpláss, tvö eldhús og miðstöðvarhit-
un.
Fararstjóri skipuleggur gönguferðir. Á
laugardag verður kvöldvaka og jólaglögg.
Fararstjóri er Kristján Sigurðsson. Upp-
lýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferða-
félags íslands, Öldugötu 3.
Aðventuferð Útivistar
í Þórsmörk
25.-27. nóvember verður farin hin ár-
lega og hefðbundna aðventuferð í
Þórsmörk. Næg gistirými í svefnpoka-
plássi í skálum Utivistar í Básum. Ný
viðbygging með eldhúsi og borðstofu.
Miðstöðvarhitun. Skipulagðar göngu-
ferðir á daginn.
Aðventukvöldvaka laugardagskvöld
með góðri dagskrá. Fararstjóri: Kristján
M. Baldursson og Fríða Hjálmarsdóttir.
Áramótaferðin í Þórsmörk verður í 4
daga. Farið verður 29. des.
Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni
Grófinni, símar: 14606 og 23732. Skrif-
stofan er opin 09.30-17.30.
Rás I
FM 92,4/93,5
Þriðjudagur
22. nóvember
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Halldóra Þorvarðar-
dóttir flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta-
yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn. „Vaskir vinir“ eftir Jennu
Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson. Þórunn
Hjartardóttir les (2). (Einnig útvarpað um kvöldið
kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfími. Umsjón: Halldóra Bjöms-
dóttir.
9.30 í pokahorninu. Sigríður Pétursdóttir gefur
hlustendum holl ráð varðandi heimilishald.
9.40 Landpósturinn - Frá Suðurnesjum.
Umsjón: Magnús Gíslason.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sigurðar-
dóttir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn. Umsjón: Steinunn Harðar-
dóttir.
13.35 Miðdegissagan: „Örlög í Síberíu" eftir
Rachel og Israel Rachlin. Jón Gunnlaugsson
þýddi. Elísabet Brekkan les (7).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Djassþáttur - Jón Múli Ámason. (Endurtek-
inn þáttur frá miðvikudagskvöldi).
15.00 Fi ‘r.
15.03CwStastofan. Stefán Bragason ræðir við
áhugatónlistarfólk á Héraði. (Frá Egilsstöðum).
(Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi).
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Kristín Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Hartmann, Alfvén,
Sibelius og Grieg. a. Þrjú lög op. 81 fyrir
strengjasveit eftir J.P.E. Hartmann. Strengja-
sveit undir stjóm Emils Télmanyi leikur. b.
Sænsk rapsódía eftir Hugo Alfvén. Hljómsveitin
Fíladelfía leikur; Eugene Ormandy stjómar. c.
„Finlandia", sinfónískt Ijóð eftir Jean Sibelius.
Hljómsveitin Fíladelfía leikur; Eugene Ormandy
stjórnar. d. Tveir sinfónískir dansar eftir Edvard
Grieg. Hljómsveit Bolshoj-leikhússins í Moskvu
leikur; Fuat Mansurow stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangl. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá - Rússlands þúsund ár. Ðorgþór
Kjæmested ræðir við Árna Bergmann ritstjóra
og séra Rögnvald Finnbogason í framhaldi af
frásögn sinni af ferð í tengslum við þúsund ára
afmæli rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í ágúst
sl. Fimmti og lokaþáttur. (Einnig útvarpað nk.
föstudagsmorgun kl. 9.30).
20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Kirkjutónlist. a. Paraphrase nr. 1 eftir Peter
Dickinson. Jennifer Bate leikur á orgel Hafnar-
fjarðarkirkju. b. Fjórir þættir úrtónverkinu „Fæð-
ing frelsaransu eftir Olivier Messiaen. Ragnar
Bjömsson leikur á orgel Dómkirkjunnar í
Reykjavík. c. „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“, eftir
Pál Isólfsson við sálm Hallgríms Péturssonar.
Kristinn Hallsson og Ljóðakórinn syngja; Guð-
mundur Gilsson stjómar og leikur með á orgel.
21.00 Kveðja að austan. Urval svæðisútvarps-
ins á Austuriandi í liðinni viku. Umsjón: Haraldur
Bjamason. (Frá Egilsstöðum)
21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinnar44 eftlr
Jón Bjömsson. Herdís Þorvaldsdóttir les (5).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Leikrít: „Frystikista og svo falleg auguu
eftlr Nínu Björk Ámadóttur. Leikstjóri: María
Kristjánsdóttir. Leikendur: Hanna María Karis-
dóttir, Guðrún Gísladóttir og Hjálmar Hjálmars-
son. (Endurtekið frá laugardegi).
23.05 Tónlist á síðkvöldi. a. Sónata fyrir fiðlu og
píanó í a-moll op. 23 eftir Ludwig van Beet-
hoven. Yehudi Menuhin leikur á fiðlu og Wilhelm
Kempff á píanó. b. Seranaða fyrir tenór, hom
og strengjasveit eftir Benjamin Britten. Peter
Pears tenór, Barry Tuckwell homleikari og
Enska kammersveitin flytja; Benjamin Britten
stjómar.
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
01.10 Vökulögin. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar
fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00
og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Ölöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um
land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar
dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og
Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laustfyrirkl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu Dægurmálaútvarpsins.
14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Andrea Jónsdóttir segir frá nýjum plötum
á fimmta tímanum og Ingvi Örn Kristinsson
flytur hagfræðipistil á sjötta tímanum.
19.00 Kvöldfréttir
19.33 Áfram ísland. islensk dægurlög.
20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnemann er
Vernharður Linnet.
21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum ensku. Kennsla
í ensku fyrir byrjendur, fimmtándi þáttur.
Umsjón: Valtýr Valtýsson og Garðar Björgvins-
son.
22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass
og blús.
01.10 Vökulögin. Að loknum fréttum kl. 2.00
verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn
„Ljúflingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur.
Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægur-
málaútvarpi þriðjudagsins. Fréttir kl. 2.00 og
4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá
Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30,
9.00, 10.00,11.00,12.00,12.20,14.00,15.00,
16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
SJÓNVARPIÐ
Þriðjudagur
22. nóvember
18.00 Villi spæta og vinír hans. (28). Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Þýðandi Sigurgeir Stein-
grímsson.
18.25 Berta (5). Breskurteiknimyndaflokkur í þrett-
án þáttum. Leikraddir Sigrún Waage og Þór
Tulinius. Þýðandi Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir.
18.40 Á morgun sofum við út (5). (I morgon er
det sovemorgon) Sænskur teiknimyndaflokkur
í tíu þáttum. Sögumaður Kristján Eldjám. Þýð-
andi Þorsteinn Helgason. (Nordvision-Sænska
sjónvarpið)
18.55 Táknmálsfréttir
19.00 Poppkom - Endursýndur þáttur frá 16. nóv
. Umsjón Stefán Hilmarsson.
19.25 Ekkert sem heitir. Endursýndur þáttur frá
18. nóv. Umsjón Gísli Snær Erlingsson.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson.
20.45 Á því herrans ári 1966. Atburðir ársins
rifjaðir upp og skoðaðir í nýju Ijósi. Umsjón Edda
Andrésdóttir og Árni Gunnarsson.
21.55 Hverjir myrtu Kenndedy? Ný, bresk heim-
ildamynd sem leiðir getum að því að atvinnu-
morðingi á vegum mafíunnar hafi myrt Kennedy
Bandaríkjaforseta en ekki Lee Harvey Osvald.
Mynd þessi hefur vakið mikla athygli og umtal
þar sem hún hefur verið sýnd, en í dag 22. nóv.
eru liðin 25 ár frá morðinu á Kennedy.
23.00 Seinni fréttir.
23.10 Hverjir myrtu Kennedy? framhald.
23.55 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
22. nóvember
15.55 Hinsta óskin. Garbo Talks. Kona, sem
haldin er banvænum sjúkdómi, biður son sinn
að uppfylla sína hinstu ósk: Að fá að hitta
átrúnaðargoð sitt Gretu Garbo. Aðalhlutverk:
Anne Bancroft, Ron Silver og Carrie Fisher.
Leikstjóri: Sidney Lumet. Framleiðandi: Elliott
Kastner. Þýðandi: Sigríður Magnúsdóttir. MGM
1984. Sýningartími 100 mín.
17.45 Feldur. Foofur. Teiknimynd með íslensku
tali um heimilislausa en fjöruga hunda og ketti.
Þýðandi: Ástráður Haraldsson. Leikraddir: Am-
ar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Saga Jóns-
dóttir, Sólveig Pálsdóttir o.fl.
18.10 Drekar og dýfllssur. Dungeons and
Dragons. Teiknimynd. Þýðandi: Ágústa Axels-
dóttir.
18.35 Ljósfælnir hluthafar. Run from the Morning.
Framhaldsmynd í 6 hlutum. 1. hluti. Spennu-
myndaflokkur um endurskoðanda sem kemst í
hann krappann þegar vinnuveitendur hans fela
honum að rannsaka bókhaldsbækur hjá risa-
vöxnu fyrirtæki. Hann fær viðvörun frá félaga
sínum þess eðlis að varasamt sé að bianda sér
um of í málefni þessa vafasama fyrirtækis.
Endurskoðandinn lætur sór ekki segjast og
hyggst bjóða eigendum fyrirtækisins byrginn.
Aðalhlutverk: Michael Aitkens, Ray Burrett, Bud
Tingwell og Bill Kerr. Leikstjóri: Cari Schultz.
Framleiðandi: Eric Tyler. Þýðandi: ömólfur
Ámason. ABC Australia.
19.1919.19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og
veður ásamt fréttatengdum innslögum.
20.45 Frá degi til dags. Day by Day. Breskur
gamanmyndaflokkur. Aðalhlutverk: Doug
Sheehan, Linda Kelsey og C.B. Bames. Þýð-
andi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Paramount.
21.15 íþróttir á þríöjudegi. Blandaður íþróttaþátt-
ur með efni úr ýmsum áttum. Umsjónarmaður
er Heimir Karlsson.
22.15 Suðurfaramir. The Harp in the South.
Framhaldsmyndaflokkur í 6 hlutum um fátæka
innflytjendur sem flykktust til Sydney í Ástralíu
á árunum 1930-40. 5. hluti. Aðalhlutverk: Anne
Phelan, Martyn Sanderson, Anna Hruby og
Kaarin Fairfax. Leikstjóri: George Whaley.
Framleiðandi: Anthony Buckley. Þýðandi: Ást-
hildur Sveinsdóttir. Quantum Films 1987.
23.00 Strætl San Fransiskó. The Streets of San
Francisco. Bandarískur spennumyndaflokkur.
Aðalhlutverk: Michael Douglas og Karl Malden.
Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. Worldvis-
ion.
23.50 Póstvagninn. Stagecoach. Endurgerð sí-
gilds vestra sem John Ford leikstýrði árið 1939.
Póstvagn á leið frá smábændum Dryfork til
Cheyenne í Woyoming er gætt af riddaraliði
sem ætlar að freista þess að handsama útlag-
ann og ræningjann Ringo Kid. En hætturnar
leynast í óbyggðum villta vestursins. Aðalhlut-
verk: Ann-Margret, Red Buttons og Bing
Crosby. Leikstjóri: Gordon Douglas. Framleið-
andi: Martin Rackin. Þýðandi: Margrét Sverris-
dóttir. 20th Century Fox 1966. Sýningartími 95
mín.
01.40 Dagskrárlok.