Tíminn - 22.11.1988, Side 20

Tíminn - 22.11.1988, Side 20
RIKISSKIP NIJTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Átján mán. binding q l B I L A S 7~ SAMVINNUBANKINN ÞROSTUR 685060 VANIR MENN Tíininn Hugsanleg kaup á hlutabréfum ríkisins í Útvegsbanka: | nn: stór e inkal janki ra unh æfur r nögu leiki? „Þeir kostir, sem Verslunarbankinn hefur, eru í aðalatriöum tveir. í fyrsta lagi getur bankinn einn eða í samvinnu við aðra aðila á fjámagnsmarkaði leitað eftir kaupum á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbankanum með sameiningu í huga. í öðru lagi getur bankinn haldið sjálfstæði sínu og þróað áfram þann grundvöll sem hann byggir á.“ Þannig segir m.a. í nýlegu bréfi sem banka- stjórn Verslunarbankans ritar undir í nýlegu fréttabréfi til hluthafa í bankanum og fjallar um hugsanleg kaup Verslunarbankans á hlutabréfum í Útvegsbankanum hf. Bankamenn sögðu Tímanum í gær að svo virtist sem næstum tveggja ára gömul tillaga Seðla- bankans um að steypa saman í öflugan einkabanka Iðnaðar- bankanum, Verslunarbankanum og Útvegsbankanum ætti efnis- lega enn nokkurn hljómgrunn. Slíkur einkabanki yrði þá á milli Búnaðarbanka og Landsbanka hvað stærð snertir og kæmi í kring hinni margumtöluðu upp- stokkun og hagræðingu í banka- kerfinu. Hugsanlegt er talið að til viðbótar þessum þremur bönkum kæmu fleiri aðilar inn í slíkar sameiningarviðræður. Sem kunnugt er skipaði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, starfshóp sem á að undirbúa sölu hlutabréfa ríkisins í Útvegsbank- anum hf. Nefndin hefur þegar kynnt hugmyndir sínar um sóluna fyrir fulltrúum banka og spari- sjóða. Er það vilji nefndarinnar að heldur verði valinn fyrri kost- urinn af þeim tveim sem banka- stjórn Verslunarbankans nefnir í bréfi sínu til hluthafa og vitnað er til hér að ofan og er hugmyndin að eftir að slíkur hópur aðila á fjármagnsmarkaði hefur myndast muni lormlegar viðræður um söluna hefjast. Bjöm Friðfinnsson sagði að engin formleg svör hafi borist nefndinni frá bönkum eða spari- sjóðum og sagðist því lítið um málið geta sagt. Höskuldur Ólafs- son í Verslunarbankanum kvaðst ekki geta sagt neitt umfram það sem kemur fram í bréfi banka- stjórnar, að bankaráð og banka- stjórn hefðu fylgst með málinu og „iagt vinnu í athuganir á þeim tækifæmm sem bankanum bjóðast". í>au tækifæri sem einkum hafa verið rædd eru samkvæmt heim- ildum Tímans einkum fólgin í sameiningarhugmyndinni við Iðnaðarbanka og Útvegsbanka og e.t.v. fleiri T einn öflugan einkabanka. í bréfi bankastjómar Verslun- arbankans er talað um að „mikil- væg ákvörðunartaka sé framund- an njá Verslunarbankanum eins og hjá öðrum bönkum og spari- sjóðum“. Jafnframt er á það bent að tilboð nefndarinnar um að taka upp samningaviðræður við hóp innlánsstofnana um hluta- bréfakaup í Útvegsbankanum „knýr á um mikilvægar ákvarðan- ir“. Ekki er búist við að nefnd sú sem viðskiptaráðherra skipaði krefji banka og sparisjóði svara á allra næstu dögum en búast má við því á allra næstu vikum. - áma/-BG Eyjaferöir sf. hefja áætlunarsiglingar milli Akraness 05 Reykjavíkur: T uttugu með fyrstu f erð Hafrún, bátur Eyjaferða, í Reykjavík í gær. Akraborgin í baksýn. Tímamynd: Pjeim Eyjaferðir sf. í Stykkishólmi hófu í gærmorgun reglubundnar siglingar milli Akraness og Reykjavíkur. Eig- endur Eyjaferða ætla að láta næstu tvo mánuði skera úr um það hvort rekstur sem þessi sé arðbær og í framhaldi af því taka ákvörðun um hvernig og hvort haldið verði áfram reglubundnum siglingum milli Akra- ness og Reykjavíkur. Með fyrstu ferðinni, klukkan 7.15 í gær, fóru um 20 Akurnesingar með Hafrúnu, ferju Eyjaferða, til Reykjavíkur og tekur siglingin um hálftíma. Eyjaferðir festu kaup á bátnum í vor og er hann að sumarlagi notaður til siglinga á Breiðafirði, ásamt öðrum minni bát fyrirtækisins. Svanborg Siggeirsdóttir fram- kvæmdastjóri Eyjaferða sagði í sam- tali við Tímann að til að byrja með yrðu famar tvær ferðir á dag á virkum dögum. Fyrsta ferðin er klukkan 7.15 frá Akranesi og frá Reykjavík klukkan 8.15. Þá er ætl- unin að fara frá Akranesi klukkan 12.15 og til baka klukkan 18.00. Svanborg sagði að ætlunin væri að athuga hvort ekki væri áhugi hjá ferðaskrifstofum, hótelum eða þeim sem standa að ráðstefnum að nýta bátinn á meðan hann væri í Reykja- vík um eftirmiðdaginn og bjóða fólki að sigla með gesti sína um nágrenni Reykjavíkur. „Það er verið að skipuleggja þetta þessa dagana og við höfum skrifað ferðaskrifstof- unum, en erum ekki búin að leita eftir viðbrögðum frá þeim,“ sagði Svanborg. Þá eru einnig fyrirhugað- ar ferðir um helgar. Á laugardag verður farið frá Akranesi klukkan 10.00, en til baka verður farið um kl. 11 á sunnudagskvöld. Aðspurð sagði Svanborg að þau gerðu þetta aðallega til þess að nýta bátinn í stað þess að láta hann liggja verkefnalausan. Aðallega sagði hún að verið væri að höfða til þeirra sem sækja vinnu og jafnvel nám til Reykjavíkur. Ef framhald verður á þessum ferðum eftir reynslutímann, verður að öllum líkindum gert hlé á siglingum milli Akraness og R.eykja- víkur í byrjun maí og báturinn notaður til ferða á Breiðafirði yfir sumarmánuðina. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi sagði í samtali við Tímann að formleg afstaða til ferða Eyjaferða hefði ekki verið tekin, hvorki í hafnarstjórn né bæjarstjórn. „Reyndar litum við svo á að þeir hafi ekki verið að leita til bæjarins beint fyrr en nú upp á síðkastið, þegar beðið var um aðstöðu í höfninni. Að sjálfsögðu fá þeir þar sömu aðstöðu og aðrir, þá bestu sem við getum boðið,“ sagði Gísli. Eyjaferðir leit- uðu eftir samvinnu við útgerð Akra- borgar í ágúst, en henni var hafnað þar sem um tilraunasiglingar var að ræða. „Miðað við þær undirtektir sem þetta hefur fengið í dag, þá er þetta meira en maður hefði átt von á. Það sýnir sig þá að hér er a.m.k. þessi hópur sem hefur þörf fyrir að komast til Reykjavíkur fyrr en Akraborgin getur þjónustað. Það sem við ótt- umst er að Akraborgin verði að hafa sig vel við til þess að hafa upp í sinn rekstrar- og stofnkostnað og óttumst að þetta verði til að draga úr tekjum Skallagríms. Ef þetta getur borið sig hjá þeim án þess að skaða rekstur Akraborgar, þá er sjálfsögðu ekkert nema gott eitt um þetta að segja,“ sagði Gísli. -ABÓ íslensku skákmenn- irnir á ólympíumótinu Þrjú jafntefli og ein biðskák Þær fréttir bárust af skák- mönnunum íslensku, sem nú tefla á ólympíumótinu í skák sem fram fer í Þessalóníku í Grikklandi þessa dagana, að okkar menn gerðu þrjú jafntefli á móti Búlg- örum auk þess sem ein biðskák verður leikin á morgun. Það voru þeir Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson sem gerðu jafntefli en Margeir Pétursson stendur höllum fæti í skák sinni sem er farin í bið og verður tefld á morgun. -áma Árekstur á brú Harður árekstur varð milli stórrar jeppabifeiðar og flutningabíls á brúnni yfir Mýrarkvísl við Laxamýri skammt frá Húsavík á sunnudag. Mikil hálka var þegar áreksturinn varð og tókst ökumönnum ekki að forða árekstri og skullu bílamir saman á miðri brúnni. Flytja þurfti ökumann jeppabifreiðarinnar á sjúkrahús, en hann mun ekki hafa verið mikið slasaður. -ABÓ STRUMPARNIR HRESSA KÆTA Heildsala stmi . 91-39550

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.