Tíminn - 30.04.1988, Blaðsíða 1
HELGIN
Laugardagur 30. apríl
1988
ÚR DAGBOK ÆÐSTA MANNS
NYLENDUNNAR ÍSLANDS í
KONUNGSGARÐI 1825-1826
Tveir hlauparar, 8
lakeyar og 2 skyttur
þjónuðu til borðs
Magnús Stephensen, konferensráð.
Það er hinn 7. september árið
1825 að briggskipið Þingeyri dregur
upp akkerið á legunni úti fyrir
Reykjavík og vindur upp segl. Þetta
er allmikið skip, eign Bjarna riddara
Sívertsen, og er förinni heitið til
Kaupmannahafnar. Vindur stendur
af austnorðaustri og nú er stefnt á
Gróttutanga. Við hlið kapteins í
lyftingunni stendur lágvaxinn maður
og spengilegur, búinn þykkum
frakka. Nefið er hvasst, en andlitið
annars kringluleitt, hárið snögg-
klippt og greitt fram, hálsinn stuttur.
Hann ber dálítinn svip af Napóleon
keisara og fer vel á því, þar sem
þetta er valdamesti maðurinn á ís-
landi, Magnús Stephensen, konfer-
ensráð og dómstjóri. Hann horfir
aftur um skut á lítinn árabát, sem
tveir menn róa í humátt á eftir
skipinu. Þar sjást smáar hendur
veifa í ákafa - það eru ungir frændur
Magnúsar, Þorvarður, Magnús og
Eyjólfur heita þeir. En brátt verða
þeir að snúa við, báturinn verður að
örlitlum depli sem senn hverfur
undir Viðey.
Þessi Kaupmannahafnarför
Magnúsar Stephensens, sem hér
verður sagt frá, var kannske ekki
ákaflega merkilegur viðburður í
sjálfu sér, en hún var merk að því
leyti fyrir síðari tímann að í ferðinni
hélt konferensráðið dagbók, sem er
einstök lýsing á lífi heldra fólks í
Höfn á ofanverðum dögum Friðriks
sjötta, síðasta einvaldskonungsins
af gamla skólanum, en hann hafði
ríkt í fjóra áratugi er hér var komið
sögu og átti eftir að ríkja í fjórtán ár
enn. Því merkilegri er frásögnin, þar
sem Magnús var æðsti maður hinnar
dönsku nýlendu og hitti konung og
drottningu iðulega að máli, sem og
prinsa og mestu valdsmenn danska
ríkisins. Dagbókin er og sérlega
skemmtileg vegna þeirra nákvæmu
lýsinga á veisluhöldum og hirðlífi
sem hún geymir og má vera að
sumum þyki Magnús karlinn stund-
um ofur hégómlegur. En þetta voru
tímar þar sem alls konar titlatog og
seremóníur voru ekkert gamann-
mál, heldur háalvarleg atriði í sam-
keppni um áhrif og völd og ber að
hafa það í huga.
LAGAVERKIÐ
Erindi Magnúsar til Kaupmanna-
hafnar var í rauninni tvíþætt. Hann
hugðist vinna að útgáfu Jónsbókar.
sem var orðið mjög brýnt, þar sem
ekkert haldgott rit var um þetta leyti
til yfir íslensk lög, sem gerði dóm-
stólum iðulega mjög erfitt fyrir. Þá
vonaði hann að fá Ólaf son sinn
ráðinn aðstoðarmann sinn við dóm-
stólinn á Islandi. Er skemmst frá því
að segja að botninn datt úr þessu
hvoru tveggja. Jónsbókarhandrit
hans var aldrei gefið út og erindið
vegna sonarins gekk ekki fram nema
að litlu leyti. Þessir hlutir eru að
vonum fyrirferðarmiklir í dagbók-
inni, en um þá fjöllum við ekki hér,
heldur höldum okkur meir við
skondin atvik í daglega lífinu og
samskiptin við heldra fólkið.
Magnús hreppti hið versta veður
á útleið og það var ekki fyrr en hinn
24. október að skipið tók land í
Noregi, svo siglingin varði í 47 daga.
Hrjáði lélegt mataræði og vosbúð
skipsfólkið mjög, en kojurnar fyllt-
ust iðulega af sjó í verstu hryðjunum
á leiðinni. Má því nærri geta að hann
var feginn er hann eftir siglingu frá
Noregi til Sjálands gat „lent niður
undan Maríenlysts dýrðlega, af feg-
urstu stórskógum og lystigöngum
umskyggða lystisloti." Var nú ekið
til Kaupmannahafnar „framhjá slot-
um og herragörðum, og í gegn um
dásamlegustu eikar, beyki og alls-
háttar skóga,“ eins og Magnús kemst
að orði. „Land fullt af alls háttar
fénaði og nægtum, sem fólk þá var í
mestu önnum með að plægja og
grafa upp kartöflur úr... Hér var
sauðfé stærra en í Svíaríki og eins
t nautpeningur og allur fjöldi hesta
miklu. Merkur og betur dýrkaðar og
svo fagurgrænar, sem nýhirtar væru,
allt fjaður og annað fé sjálfala á
völlum úti þann 29. október, þá naut
flest eru fyrir fullum mánuði lokuð í
fjós á íslandi, merkur hvítvisnaðar,
líklega freðnar íullar af snjó eða
haustforarflóðum. Hvílíkur sorgleg-
ur mismunur sjónar!"
Á KONUNGSFUND
Magnús fékk híbýli hjá ágætum
hjónuni á horni Skoboegötu og
Skindergötu 28, þar sem Steingrím-
ur biskup hafði búið árinu áður og
var viðurgjörningurinn þar allur
hinn besti. Þótt regn væri og óveður
daginn eftir, sem var sunnudagurinn
30. október, lét hann ekki hjá líða
að skunda í Trinitatiskirkjuna að
þakka guði föðurlega handleiðslu
yfir hafið. Þar predikaði prófastur-
inn Öllengaard, „gamall, sköllóttur,
með svarta silkihúfu yfir skallann,
ófagra. Predikunin sæmileg, samt
fannst mér lítt til hans. Til miðdags
trakteruðu þau hjón oss vegna minn-
ar komu með 4 bestu réttum matar.
Ég sendi nú boð skraddara og skó-
makara, sem tóku mælir af mér til
fatnaðar og stígvéla. Pantaði uni-
formsbroderingu gjörða og uniform,
til þessaðgeta komið fyrir kóng...“
Það er svo hinn 7. nóvember að
Magnús heldur á fund konungs síns,
Friðriks hins sjötta með því nafni:
„Manadagur. Keyrði ég orðinn
betri af hæsi í nýrri uniform upp til
að heilsa: 1. Statsminister Kaas, sem
talaði vinsamlega við mig. 2. Kon-
ungi. Var þar í forsali hans mesti
grúi prinsa og hermanna. Komst eg
þar í kynni við marga, heilsaði
general Bulow, kammerherra Haff-
ner og Wickfeldt, prinsi Kristjáni,
sem talaði þar góðsamlega við mig,
áður en við komum á kóngs fund.
Þegar ég eftir rang (stöðu) minni,
kom fyrir kóng, þekkti hann mig
undir eins, heilsaði mér allranáðug-
ast með nafni og titli, spurði mig um
ferð mína, aldur og embættisár. Ég
tjáði honum hverttveggja og að þau
síðari væru 43 frá 1783, einu ári fyrr
en hann tók hlut í ríkisstjórn, og
minntist á gæsku hans jafnan við
mig. Hann kvaðst muna að eg þá
hafi verið sendur í eldinn eystra.
Spurði um ástand á íslandi, hvað
langt væri síðan ég seinast kom,
hvert hreindýrin væru orðin skað-
lega mörg og hvert þau ekki yrðu
tamin; hvað biskupshúsinu liði og
hvar hann væri. Hvert ég væri búinn
með undirbúning Jónsbókar útgáfu,
hvað langt væri síðan hún var scinast
prentuð, hvert almúginn æti smjör
eða lifði á öðru en fiski dýfðum í
súrmjólk eða skyr. Upp á þetta
ansaði ég allt. Hann sagði mig orðinn