Tíminn - 30.04.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.04.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. apríl 1988 HELGIN 19 AMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKA Tidaholm glertrefja ini oft hótað öllu illu svo menn heyrðu til. Fleiri gátu svo sem fallið undir grun, til dæmis menn sem Lanzolla hafði átt viðskipti við, einkum gripa- sölu. Flestir þeirra reyndust þó hafa örugga fjarvistarsönnun fyrir tímann milli kl. 4 síðdegis, þegar Lanzolla var myrtur og um kvöldið, þegar eldurinn var kveiktur. Myrtur eftir ástarleik í skýrslu slökkviliðsstjórans um eldinn sagði, að hann hefði verið kveiktur milli 22.30 og 23.30, ein- faldlega með því að opna lokann á gaskútnum og bera eld að. Kúturinn lá á hliðinni og stóð því eldstrókur- inn beint í logt upp en sprengingin varð seinna, þegar kúturinn var orðinn nógu heitur. Skýrsla læknisins staðfesti, að fleiri að einn aðili hefði átt hlut að máli. Sýni af kynfærum líksins bentu til að Lanzolla hefði haft samfarir rétt fyrir andlátið. Hann hafði verið myrtur, áður en hann gat þvegið sér og farið í buxur. Þetta auðveldaði lögreglunni eilít- ið störfin. Ljóst var að morðingjarnir höfðu verið að minnsta kosti tveir: kona, sem fór með Lanzolla í rúmið og karlmaður með krafta til að brjóta á honum höfuðið með þungu sveðjunni. Þarna komu Daniella Marinelli og Pietro Caraballo vissu- lega til greina, en einnig grannhjón- in, Júlía og Giovanni Venturini. í báðum tilvikum voru konurnar að- laðandi og karlar þeirra kraftalegir. Vissulega komu fleiri til greina, en ekki var auðvelt að hafa uppi á þeim. Einn var fyrrum félagi Lan- zollas, sem hafði flutt inn til hans 1973, skömmu eftir dauða konu hans. Vændiskona í Colle, hin46 ára Maria Mastrofrancesco hafði búið með Lanzolla í átta ár, fram í febrúar 1981, þegar hann kom að henni í rúminu með öðrum og fleygði henni á dyr. Hún fór til Bari og ekkert hafði frést af henni síðan. Maria var falleg kona og vinsæl í starfi sínu í Colle. Hún hafði oftsinn- is tekið á móti viðskiptavinum í svefnherbergi Lanzollas, meðan hann þrælaði á ökrunum. Hún fór ekki í launkofa með að hún yrði að gera þetta, því annars hefði hún ekki í sig, vegna nísku LanzoIIas. Auk þess þyrfti hún að fullnægja sérlega miklum hvötum hans, iðulega fram á miðjar nætur, en fara svo á fætur klukkan sex að morgni til að annast heimilisverkin, launalaust. Illa svikin ráðskona Áður en Maria flutti inn á býlið, hafði hún talið að sér veittist auðvelt að mýkja Lanzolla með fjölbreyttum atlotum sínum, en hann hafði allan tímann verið þiggjandi og ekkert látið í staðinn. Er tímar liðu, sótti þetta svo á Mariu, að hún sagði hverjum sem heyra vildi, að hún myndi með glöðu geði drepa karlinn, ef hún hefði burði til þess. Þau átta ár, sem Maria bjó á Santeramo-býlinu, hafði fjöldi vinnumanna komið og farið. Enginn tolldi til lengdar, því launin voru hrein smán. Talið var víst að Maria hefði sængað hjá þeim öllum, enda nefndi hún það stundum. Gat verið að hún hefði gert sam- komulag við einhvern þessara manna, um að þau snéru aftur og reyndu að koma höndum undir fjár- sjóð Lanzollas? Hún hafði áreiðan- lega svipast um eftir aurunum, á meðan hún bjó í húsinu og þótt súrt í broti að finna ekkert. Viletti taldi þessa tilgátu eins góða og hverja aðra og leitaði aðstoðar Bari-lögreglunnar við að hafa uppi á Mariu, sem hann taldi að væri á skrá yfir vændiskonur í Bari. Hvert sem starf Mariu var, reynd- ist hún ekki skráð vændiskona og Bari-lögreglan fann hana ekki í snatri. Þó fengust upplýsingar um hana, sem leiddu til þess að grunur- inn styrktist. Hún hafði seinast sést með Carlo nokkrum Sollazzo, 42 ára heljarmenni, sem látinn var laus úr fangelsi fyrir bílþjófnað í mars 1980. Hann hafði yfirgefið Bari skömmu síðar og nú var að vita, hvort hann hefði komið til Colle. Síðan kom hann aftur til Bari tæpu ári síðar, ásamt Mariu, en það var um sama leyti og Lanzolla fleygði henni á dyr. Líklegt var að þau hefðu kynnst skömmu áður. Síðasti vinnumaðurinn Svo sannarlega höfðu þau það og meira að segja á Santeramo-býlinu sjálfu. Þar hafði Sollazzo leitað sér vinnu, þegar hann kom úr fangelsinu og orðið sá seinasti í röð vinnu- manna, sem störfuðu fyrir Lanzolla og sváfu hjá ráðskonu hans. Handtökuskipanir á Sollazzo og Mariu voru þegar gefnar út, en áður en til þeirra náðist, varð annað hneyksli í Colle, sem talið var geta tengst morðinu. Að kvöldi 2. janúar 1983, reyndi granninn Venturini, sem eldað hafði grátt silfur með Lanzolla, að myrða konu sína. Ástæður voru ekki fylli- lega ljósar, en frú Júlía, notalega þybbin kona, hafði hlaupið til næsta býlis, allsnakin, með eiginmanninn, froðufellandi á hælunum. Fólkinu þar tókst með naumindum að koma í veg fyrir að hann kyrkti hana á þröskuldinum. Farið var með Júlíu inn fyrir, hún vafin teppum og gefið koníak. Ná- grannarnir voru vissir um að í fátinu nefndi hún nafn Lanzollas og auðséð var að hún var komin eina fimm mánuði á leið. Þar sem fólkið lagði saman tvo og tvo, þótti því ráðlegast að hringja til Vilettis. Það var þó ekki gert fyrr en daginn eftir, en þá var Júlía búin að jafna sig og farin heim. Þegar lög- reglan kom, virtist allt í besta lagi og hjónin neituðu að neitt væri að. • Viletti var ekki viss um réttmæti þess, enda höfðu þau verið eins og fest upp á þráð og sagt nei við jafnvel saklausustu spurningum. Nágrann- arnir þóttust vissir um að Lanzolla væri faðir ófædda barnsins og að Veturina hefði drepið hann fyrir vikið. Gallinn á kenningunni var bara sá, að hefði Venturina verið að komast að þessu núna, hvers vegna hefði hann þá myrt Lanzolla í októ- ber? Götóttar kenningar Viletti taldi sig geta svarað því. Venturini hafði ef til vill komið að konu sinni með Lanzolla og drepið hann í reiði sinni. Þá hafði hann ekki vitað að Júiía var ófrísk, en sæi það núna og tengdi það Lanzolla. Eins og svo margt annað í málinu, voru þetta getgátur einar og studdust ekki við neinar áþreifanlegar sann- anir. Lögreglan hafði þegar farið fýluferð til að rannsaka hagi Dan- iellu Marinelli og Pietro Caraballo, sem virtust lifa notalegu lífi á skika, sem dygði ekki einu sinni kú. Rosk- inn bóndi hafði Iofað þeim peningum fyrir blíðu Danielle, sem hann fékk ekki, en þau kúguðu ef honum peninga, í skjóli þess að Daniella væri aðeins 15 ára, annars kærðu þau hann fyrir áreitni við barn. Þá var það loks í júní 1983, að Carlo Sollazzo og Maria Mastro- francesco voru handtekin í Bari, eftir misheppnað innbrot. Hvorugt þeirra stóðst nema hálftíma yfir- heyrslu, þá játuðu bæði morðið á Lanzolla. Hann hefði fleygt þeim á dyr eins og þau stóðu og síðdegis 11. október 1983 höfðu þau farið þangað til að reyna að fá laun sín og eigur aftur. Lanzolla svaraði því til, að þau fengju allt, ef Maria kæmi með sér í rúmið í síðasta sinn. Þau samþykktu það, en þegar karlinn hefði lokið sér af, hefði hann harðneitað að afhenda þeim nokkuð. í hita rifrildisins hefði Solazzo gripið sveðjuna, sem stóð í eldhúsinu og keyrt hana í höfuð Lanzollas. Réttarhöld fóru fram í janúar 1984 og fékk Sollazzo 14 ára fangelsi, en Maria 6 ár. Pietro Caraballo og Daniella Marinelli voru fljótlega grunuð um morðið á hinum sextuga, kvensama nirfli. Flaggstengur Sterkar - viðhaldsfríar með öllu tilheyrandi BYGGIR h/f Grensásvegi 16. - Sími 91-37090 i Breyttur opnunartími í sumar Frá 1. maí til 1. september verður skrifstofa Rauða kross íslands að Rauðarárstíg 18 opin frá kl. 08.00 til kl. 16.00. uJ -á Rauði kross íslands III REYKJKJÍKURBORG HHI __________ _______1% H T Aau&vi Stó4u>i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Sjúkraliða við heimahjúkrun á fastar næturvaktir og til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri og hjúkrunar- framkvæmdastjóri heimahjúkrunar í síma 22400. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar fyrir kl. 16.00 mánudaginn 9. maí n.k. 1« REYKJÞMIKURBORG 111 >^ +** H___________ ____ >»» •<> J.auwt Stöeávi Skrifstofumaður Óskast hjá Húsatryggingum Reykjavíkurborgar. Starfið er fólgið í almennri afgreiðslu og færslum á tölvu. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 18000. Jiamvinnufi focj in áma vmumíi fvfíi tií ójávar ocj jmta aífrn fuiífa á faráttu-ocj mtiéiócíccji affjjóifccjrar ircrfafijéófimjjiníjar. @ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.