Tíminn - 30.04.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.04.1988, Blaðsíða 7
HELGIN Laugardagur 30. apríl 1988 Laugardagur 30: apVíl 1988 ' ‘ HELGIN m 17 Hvenær og hvers vegna giftar konu halda framhjá -1.000 amerískar konur gefa svör um hjúskaparbrot Bandaríska blaðakonan Joyce Maynard hefur lagt spurn- ingar fyrir um 1.000 konur sem varða hjónabandið og framhjáhald. Svörin voru góð og einlæg og er ekki ósennilegt að þau eigi við konur af fleiri þjóðernum. Kannski þekkir einhver íslensk kona sjálfa sig í því sem fram kemur hér á eftir. Hvers konar konur? Hvers konar konur eru það sem standa í ástarsamböndum utan hjónabands? Því er fljót- svarað: Konur sem búa í smá- bæjum, og þær sem búa í stór- borgum, ungar konur, konur á miðjum aldri, konur með börn og barnlausar konur. Uppeldi og menntun virðast hafa lítil áhrif á það hvort kona leggur í það að eiga í ástarsam- bandi utan hjónabands. En trú hefur áhrif. Það leikur enginn vafi á því að trúarsannfæring á mestan þátt í því hvort kona, sem annars slægi ekki hendinni á móti ástarævintýri, ákveður að láta það vera. Ekki ein einasta þeirra kvenna sem tók þátt í könnun- inni sagðist hafa sjálf leitað eftir ævintýri utan hjónabands. „Það bara gerðist,“ segja þær. U.þ.b. þriðjungur þeirra kvenna sem áttu að baki ástar- ævintýri, eða stóðu í ástarsam- bandi þegar könnunin var gerð, og hafði gifst á aldrinum 18-22 ára, gaf þær upplýsingar að hún hefði aðeins haft sáralitla eða enga reynslu af kynlífi fyrir hjónaband. Hvaða áhrif hefur öll umræðan um „kyn- lífsbyltingu“ haft? Hin svokallaða „kynlífsbylt- ing“ og allur gauragangurinn í fjölmiðlum um yfirburði hennar hefur vakið vissa forvitni meðal margra kvenna. Ein kona í Kali- forníu, móðir tveggja barna á forskólaaldri útskýrði hvers vegna hún hefði átt í ástarævin- týri. „Ég hafði það á tilfinning- unni að ég væri eina manneskjan á jarðríki sem ennþá stundaði kynlíf bara með einum manni, alltaf í sömu stellingu og alltaf í sama herberginu.“ Þó að nokkrar konur gæfu þær upplýsingar að þær hefðu átt í ástarævintýrum þegar á fyrstu árum hjónabandsins héldu langflestar konurnar því fram að þetta hefði ekki komið fyrir þær fyrr en a.m.k. sjö ár voru liðin frá brúðkaupinu, og jafnvel mun lengri tími, og al- gengast var að þær væru orðnar hálffertugar til rúmlega fertug- ar. Starfsfélagar og gamlir kærastar koma oftast við sögu Þrír fjórðu kvennanna höfðu átt í ástarævintýrum með starfs- félaga. Ein konan skrifaði: „Ég snyrti mig alltaf vel áður en ég fer í vinnuna. Vinnufélagar mín- ir sjá mig aldrei með rúllur í hárinu einsog maðurinn minn.“ Margar kvennanna áttu í ást- arsamböndum við menn sem þær höfðu kynnst þegar í gagn- fræðaskóla eða menntaskóla. Algengt var að endurfundir gamalla skólafélaga leiddu til ástarævintýris. í augum sumra kvennanna var vinur frá unglingsárunum tákn um æsku, fyrstu æskuást- ina, miklar vonir og drauma. í öðrum tilfellum urðu endur- fundir til að koma á föstu sam- bandi. Ein konan skrifaði að eftir 40 ára óhamingjusamt hjónaband með orðfáum og sjúkum eiginmanni hefði hún hitt aftur fyrstu æskuástina sína, sem þá var orðinn sextugur ekkjumaður. Næstu 5 árin eftir endurfundinn hittust þau á laun einu sinni eða tvisvar í viku, og það geri þau ennþá. Konan skrifaði: „Mér finnst eins og við höfum þekkt hvort annað alla okkar ævi og að vissu leyti er það sennilega rétt.“ Vilja oft halda hjónabandinu gang- andi - en... Margar þeirra kvenna, sem áttu í ástarævintýri, sögðu að þær elskuðu mennina sína og vildu halda áfram að vera giftar þeim. fyrst og fremst nreð tilliti til kynlífs. Konur aftur á móti leita helst eftir samböndum sem byggjast á gagnkvæmum skiln- ingi og vináttu. En, þó að kynlíf ráði ekki mestu í byrjun um að gift kona fer út í slíkt ævintýri eru líkurnar þó miklar á að kynlífsfullnæging haldi lífi í sambandinu þegar til lengdar lætur. Kona undir fer- tugt sem hafði átt í ástarsam- bandi í nokkur ár við tuttugu árum eldri rnann skrifaði: „Það var þráin eftir öryggi sem leiddi mig út í þetta ævintýri í upphafi. Síðan var það kynlífið sem leiddi til þess að ég hélt því áfram.“ Margar konur nefndu sem eina ástæðuna til þess að þær leiddust út í ástarævintýri utan hjónabands þá staðreynd að í hjónabandinu fengju þær enga kynlífsfullnægingu. Þær urðu forvitnar um að komast að raun um hvort þær fyndu þessa full- nægingu með öðrum manni. Nokkrar þeirra héldu því fram að þær hafi fundið slíka fullnæg- ingu í fyrsta sinn með öðrum manni en eiginmanninum. Fleiri kvennanna skýrðu hins vegar frá fyrirbæri sem sál- fræðingar kalla „madonnu/ hóru“duld, þ.e. að maðurinn sem var ástríðufullur elskhugi fyrir hjónaband en er ófær um að líta á eiginkonu sína eða móður barnanna sinna sem þá persónu sem ástríða hans beinist að. Kona um þrítugt segir svo frá: „Þegar ég var orðin ófrísk var allt kynlíf í hjónabandinu úr sögunni. Áður hafði maðurinn minn kallað mig „elskuna sína“. Nú kallaði hann mig „mömmu“!“ Fundu konurnar það sem þær leituðu að? En fundu þá eiginkonurnar sem lögðu út í ástarævintýri það sem þær leituðu að? Meira en helmingur kvennanna sagði að upplifuninni og reynslunni sem þær hefðu hlotið í ævintýrinu hefðu þær aldrei kynnst í hjóna- bandinu. Kona í Ohio skrifaði um elskhuga sinn: „Það mál er ekki til sem ég get ekki rætt við hann. Hann tekur mig einsog ég er. Núna get ég ekki hugsað mér lífið án hans.“ Nokkrar konur sögðu frá því að ævintýrin hefðu haft góð áhrif á kynlífið í hjónabandinu. Aðrar sögðu aftur á móti að sú tilfinning að hjónabandið væri þeim ófullnægjandi hefði bara Þá er eðlilegt að spurt sé hvers vegna kona setji í hættu hjóna- band sem er henni mikilvægt. Kona frá Vermont svarar þessari spurningu á þennan veg: „Tím- arnir sem ég eyddi í hótelher- bergi með elskhuga mínum, litlu gjafirnar sem hann færði mér, voru einu ljósu augnablikin í lífi mínu á tímabili sem hjónaband- ið var undir sérlega miklu álagi vegna fjárhagsáhyggja." Kona, sem átti að baki mörg ástarævintýri og skildi ekki fyrr en eftir 15 ára hjónaband, skýrði framferði sitt með því að „Eg var alltaf bara kona mannsins míns, móðir barnanna minna eða einkaritari yfirmannsins. Það var ekkert eftir fyrir sjálfa mig.“ Hvað margar konur varðar hafði ævintýrið meira að segja en bara staðfesting á því að þær hefðu ennþá líkamlegt aðdrátt- arafl á karlmenn. Hálffertug móðir tveggja barna skrifaði: „Ég gat aldrei gert manninum mínum til hæfis. Þegar einn vinnufélagi minn talaði um hvað ég væri dugleg og sló mér gull-' hamra fyrir hvernig ég leit út, gat ég varla trúað því. Hann er núna ástmaður minn.“ Algengasta ástæðan: Einmanaleiki í hjónabandinu Algengasta ástæðan fyrir framhjáhaldinu sem konurnar tiltóku var einmanaleikinn sem þær bjuggu við í hjónabandinu. 46 ára húsmóðir og fjögurra barna móðir orðar það svo: „Ég vildi bara vera með einhverjum sem ég gæti talað við.“ Og kona í Nýja Englandi sagði: „Á þeim 18 árum sem við höfum verið gift hefur maðurinn minn aldrei drukkið með mér kaffibolla, hvað þá meir. Hann nefnir mig aldrei mínu rétta nafni.“ (Tímamynd Pjctur) Hvaða sess skipar kynlíf í framhjáhaldinu? Hvaða sess skipar kynlíf í framhjáhaldinu? Reyndar ekki sérlega háan. Rannsóknir á ást- arævintýrum utan hjónabands sýna að karlar ganga til þeirra orðið sterkari. Tveggja barna móðir í Illinois sagði: „Ég reyndi að færa ástríðuna sem ég hafði fundið með elskhuga mínum yfir á sambandið við manninn minn. En að lokum var ég bara orðin enn reiðari og vonsvikn- ari.“ Oft hagnýtir kona sér ástar- ævintýri til að koma sér út úr hjónabandinu. Nokkrar konur skrifuðu því sem næst sam- hljóða: „Ástarævintýrið mitt veitti mér kraft til að fara út í skilnað“. Fjögurra barna rnóðir segir: „Mér fannst ég hjálparlaus í hjónabandinu. Ástarævintýrið gaf mér tilfinninguna um að ég gæti nú sjálf ráðið yfir lífi mínu“. Móðurhlutverkið Meirihluti kvennanna var þeirrar skoðunar áð ástarævin- týrin þeirra hefðu ekki dregið úr hæfileika þeirra til að gegna móðurhlutverkinu vel. Nokkrar þeirra skrifuðu m.a.s. að þessi ævintýri hafi verið sem öryggis- lokar. Þær hafi verið þolinmóð- ari heima fyrir og í meira jafn- vægi, og að þeim hafi orðið auðveldara að hafa skilning á öðru fólki. Meira en helmingur kvenn- anna sem tóku þátt í könnuninni sögðu að ástarævintýri þeirra hefðu staðið í frá þrem árum upp í fimmtán. Nokkrar stóðu enn í ástarsambandi þegar þær tóku þátt í könnuninni og höfðu ekki hugsað sér að hætta því. Fjöldi kvennanna hafði þó þá sögu að segja að fyrr eða síðar hefði verið komið að þeim punkti að þær urðu að taka ákvörðun, annað hvort að binda enda á hjónabandið eða ævintýr- ið. Sektarkennd Margar kvennanna þjást af sterkri sektarkennd vegna þess að þær hafa farið á bak við menn sína og börnin jafnframt. Aðrar sögðu að þær liðu fyrir það að hafa brotið gegn sannfæringu sinni. Ein kaþólsk kona skrifaði: „Ég glataði sjálfsvirðingunni“. Um eitt atriði voru þó allar konurnar á einu máli, að það sé ekki skynsamlegt að skrifta fyrir eiginmanninum. Kona frá New Hampshire skrifaði: „Ég hélt að hann liti mig öðrum augum þeg- ar hann kæmist að raun um hvað öðrum mönnum fyndist ég að- laðandi og eftirsóknarverð.“ Eiginmaðurinn fór fram á skilnað. Síamstvíburar heim af sjúkrahúsi Síamstvíburarnir Benjamin og Patrick Binder sem fyrir rúmum 7 mánuðum gengust undir aðgerð þar sem þeir voru skildir í sundur, útskrifuðust af sjúkrahúsinu í Baltimore fyrir skömmu, báðir við ágætis heilsu. Starfsfólk spítalans hélt kveðju- hóf fyrir Binderfjölskylduna og gáfu móðurinni bol með áletrun allra starfsmannanna og drengjun- um tuskubrúður. Tvíburarnir ásamt foreldrum sínum, nokkrum vinum þeirra og einum lækni héldu ti! Þýskalands sem er heimaland þeirra daginn eftir að þeir voru lausir af spítalan- um. Reynt var að hafa eins hljótt um þessa för þeirra, þar sem for- eldrar þeirra höfðu selt söguna til Vestur-þýsks tímarits og vildu fá sem mest næði fyrir utanaðkom- andi ágangi. OSLÓ 8 x í viku FLUGLEIDIR -fyrír þíg- Á Ótrúlega emíaldur M/S Esja er fjölhæfniskip sem hentar mjög vel til flutninga á vinnuvélum. Skipiö er búið öflugum krana, skutbrú og hliðaropi. Við keyrum t.d. allt að 50 tonna krana um borð og flytjum hann á Bakkafjörð sé þess óskað. Kynntu þér kosti M/S Esju við flutn- ing á vinnutækjum. RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 0 28822 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.