Tíminn - 11.01.1989, Síða 8

Tíminn - 11.01.1989, Síða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 11. janúar 1989 Tímimi MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson. ÉggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Aðstoð við fátækar þjóðir Alþingi hefur nýlega staðfest samning, sem Norðurlönd hafa gert sín á milli um stofnun sérstaks þróunarsjóðs, sem hafi það markmið að veita fátæktarþjóðum hagstæð lán til langs tíma til framfara ýmiss konar og fjárfestinga í þróunar- löndum, sem svo eru nefnd. Með staðfestingu samningsins er íslenska ríkið formlegur aðili að sjóði þessum og verður að leggja fram fé til hans að þeim hluta, sem stofnsamningur hans ákveður. Hlutur íslands er lítill miðað við heildarfjármagn sjóðsins, nemur eigi að síður 54 millj. ísl. króna, sem greiða skal á næstu árum. Á fjárlögum fyrir þetta ár er áætlað að verja 11 milljónum króna, sem greiða skal á árinu til sjóðsins. íslendingar eru óumdeilanlega í hópi mestu velsældarþjóða heims, þegar þjóðum er raðað í flokka eftir þjóðartekjum á mann. Miðað við þá staðreynd er ekki áhorfsmál að íslendingum ber að taka þátt í þróunarsamvinnu við fátækar þjóðir, enda formlega viðurkennt af íslenskum stjórnvöld- um. í rauninni er það svo að íslendingar eru siðferðislega skuldbundnir til þess að leggja fram 1% af þjóðartekjum sínum til þróunarsamvinnu, ef miðað er við samþykkt allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna, sem Islendingar hafa gengist undir. Hins vegar skortir mjög á að Alþingi hafi veitt fé eða gert aðrar ráðstafanir til þess að slíku marki hafi verið náð. Er langt í land að íslenska þjóðin standi undir skyldu sinni hvað þetta varðar. Hins vegar hafa Norðurlönd að öðru leyti sýnt í þessu efni mikið örlæti, svo og aðrar evrópskar velmeg- unarþjóðir. Aðild íslands að norræna þróunarsjóðnum breytir þessu hlutfalli ekki að ráði, en eigi að síður er þátttaka íslands mikilvæg viljayfirlýsing um að íslendingar stefni að því að auka hlut sinn í virkri þróunarsamvinnu í samstarfi við Norðurlönd. Ein af stofnunum íslenska ríkisins nefnist Þróun- arsamvinnustofnun íslands. Henni er ætlað að hafa með höndum stjórn á því fjármagni sem Alþingi veitir beint til þróunarmála í fátæktarlöndum. Þessi stofnun hefur starfað u.þ.b. átta ár. Vegna ónógra fjárframlaga hefur þessi stofnun orðið að sníða sér stakk eftir vexti og takmarka verkefnin við getu sína fjárhagslega og tæknilega. Megin- verkefni hennar hefur verið að vinna að eflingu fiskveiða, fiskvinnslu og hafrannsókna á Græn- höfðaeyjum, litlu eyjasamfélagi undan vestur- strönd Áfríku. Pessu meginverkefni mun ljúka á þessu ári. Endanlegt mat á því, hver árangur hefur orðið af þessu íslenska framtaki á Grænhöfðaeyjum liggur ekki fyrir. Ljóst er þó að margt hefur þar vel tekist. Sannleikurinn er sá að íslendingar eru að stíga sín fyrstu spor í þróunarsamvinnu. Gagnleg reynsla er fengin, sem nýta má í framtíðarverkefn- um á þessu sviði. lllllllllllllllllll GARRI : ' Erlendir pakkar Eins og tryggir lesendur Garra cflaust muna hefur hann af og til minnst á þá einstaklega lciAinlegu þjónustu sem viðgengst gagnvart því fólki sem verður það á að panta sér Inekur eða aðra smáhluti frá útlöndum. Þessi þjónusta er í Reykjavík veitt í pósthúsinu við Ármúla, en þar virðist þaö enn þann dag í dag vera talin góö og gild starfsregla að stefna fólki í tvær eða þrjár ferðir á staðinn áður en pakkar þess fást afhentir. Nú hefur Víkverji Morgunblaðs- ins lent í þessu, og um það fjallur pistill hans á laugardaginn. Að því er þar segir varð Víkverji að eyða rúmum hálftíma í tilgangslausa bið* og í að útfylla flókið eyðublað. Og ekki nóg með það, heldur var hann að því loknu sendur af staðnum og mátti koma aftur n;esta dag til að sækja pakka sinn. Allt var þetta út af því að honum hafði í mesta saklcysi orðið það á að láta senda scr nokkrar bækur frá Englandi. En gefum Víkverja orðið: Hálftími og á morgun „ Víkverji fékk scndan heim lil sín miða um uð hann ælti sendingu á Ármúlapóslhúsinu. Við miðann var festur reikningur frá bóka versl- un í Englandi, og kom þur fram að nokkrar hækur hiðu afgreiðslu í pósthúsinu. Fór Víkverji með mið- unn og afhenli hann afgreiðslu- slúlku. sem hvurf á brotl með skjalið. Síðan beið Víkverji í rúm- legu fínunlán mínútur. Þá var nafn hans kullað upp. Honum varafhent eyðuliluð og sagt að fylla það út. Þetta var innflutningsskýrsla með yfírskriftinni Tollstjórn. Vikverji hefur aldrei stunduð innflutning, þunnig að hann veit ekki hvernig á að fylla slík skjöl út. Afgreiðslu- stúlku sagði að einstaklingum væri veitt hjálp við að útfylla slík skjöl, en i þann mund hur bjargvætt að garði, bókumnnn sem rétti Vík- verja hjálparhönd. Var hunn með litfylltu skýrslu sem Víkverj/ gat notuð sem fyrirmynd. Með aðstoð þessu góða manns voru færðar nlls kyns tölur inn á fjölmarga reiti á skýrslunni, og einnig var með að- stoð reiknivélar á staðnum reynt nð reikna út prósentur og breyta pundum í krónur. Gekk heldurilla að glíma við þunn opinbera reikni- grip. Allt tókst þettu þó uð lokum og var rúmlegu hálftimi liðinn frá því að Vikverji kom á pósthúsið, þegar hunn ufhenti síðan gjaldkeru skýrslu sínu, en samkvæmt útreikn- ingum virtist Vikverja sem linnn ætti að greiða um 1700 krónur til hins opinberu eðu um 30% af verði bóknnnn. Gjuldkerinn tók við skýrslunni og sugði: Þetta verður tilbúið á morgun'. Víkverji hváði og spurði hvort ekki væri unnt uð fá bækurn- ur strnx. Nei, hér cr svo mikið uð gera uð það tekur sólarliring að ufgreiðu svona pakku, varsvarið. “ Hroðaleg þjónusta Það lýsir vissulega nokkurri fá- visku Víkverja að honum skuli yfirleitt detta í hug að búast við mannsæmandi þjónustu í sam- handi við mál sem þetta. Kunnugir vita nefnilega að á þcssum stað geta menn ekki vænst þess að fá lipra og skjóta þjónustu. Þvcrt á móti er þjónustan þarna hroðaleg og hcfur verið undanfarin ár, hverju eða hverjum sem er um að kenna. Það er löngu liðin tíð að tak- markanir séu lagöar hér á frelsi fólks til að bregða sér til útlanda. Það er líka löngu liöin tíð að ferðalangar megi ekki kaupa sér ýmsa smáhluti í útlöndum, til dæm- is bækur eða annan álíka smávarn- ing. Meöan slíkt fer ekki úr því hófí að greinilega sé um hluti til einka- nota að ræða er ekki við því amast af tollgæslu að fólk taki þess háttar með sér inn í landið. Það er líka skiljanlegt að tollayf- irvöld þurfí að kanna innihald pakka sem til landsins berast. Þó ekki neina sé til þess að reyna að koma ■ vcg fyrir að citurlyfjum sé smyglað hingað. Það er líka meir en skiljanlegt að fólk þurfí að grciða sambærileg gjöld af slíkuin varningi og tíðkast í búðuin hér heima, svo sem söluskattinn. Og skiptir þá ekki máli hvort mönnum þykir það súrt í broti eða ekki, því að lög eru nú einu sinni lög. En liitt cr gjörsamlega ótækt að fólki skuli núna á síðari hluta tuttugustu aldar vera gert að hanga þarna tímunum saman i tilgangs- lausri bið yfír engu, og að síðan sé það rekið út eins og glæpamenn og leyft fyrir náð og miskunn að koma kannski næsta dag til að sækja pakka sína. Hér fer ekki á milli mála að vcrður að breyta kerfínu. Það er lágmark að þcgar fólk keinur að sækja slíka pakka þá sé búið að tollskoða þá og reikna út gjöldin af þeim. Tilgangslausir snúningar, eins og þeir sem lýst var í pistli Víkverja, ganga ekki nú á dögum. Garri VÍTTOG BREITT w Löngu er liðin sú sælutíð þegar fimmþúsundkrónuskáld svívirti annað fimmþúsundkrónuskáld fyr- ir að lenda líka í þeim vesæla fimmþúsundkrónuflokki. sem var í rauninni ekki annað en viður- kenning fyrir að vera þriðja flokks listamaður. Eða þannig litu fyrsta flokks listamenn á þegar þeim var vísað á fimmþúsundkrónubekk með leirskáldum og klessumálur- um. Þegar fimmþúsundkrónuskáldin voru og hétu var úthlutun lista- mannalauna ávallt kærkomið krydd í tilveruna. Fáeinir þroskað- ir listamenn voru heiðraðir með heiðurslaunum og afgangnum var raðað í flokka eftir verðleikum sem enginn hefur skilið fyrr né síðar nema þeir sem sátu í úthlut- unarnefndum, en þeir sem hlutu þá upphefð fengu samstundis völd og vit. Eftir hverja úthlutun þökkuðu kúnstnerarnir fyrir sig með því að skemmta þjóðinni með óbóta- skömmum í blöðum og á mann- fundum um úthlutunarnefndina og hvern annan. Rifrildisefnið var náttúrlega hvernig nefndarskömm- inni hafi tekist til við að setja leirskáldin í fyrsta flokk en góð- skáldin í þann þriðja eða alveg út af sakramentinu. í þessum árlegu rispum kom í Ijós að mörgum málurum var miklu betur lagið að fara með stílvopn en pensil og liti og tónlistamenn náðu miklu betur til þjóðar sinnar með orðgnótt og ófögrum lýsingum á kollegunum en með tónsmíðum og spilverki. Og orðsins menn fóru á liprari kostum í þessum skemmtilcga darrðardansi en sumum þeira tókst nokkru sinni í skáldskap. Alþingi á engu að ráða En þetta er sem sagt liðin tíð. Ekki þar fyrir að ekki sé enn rifist um ríkisframlög til listamanna, því það ergert. En listamenn nútímans eru svo vel upp aldir og penir með sig að þeir láta öðrum eftir að Utangarðsmennimir Atli Heimir og Thor sem samanlögð ríkisstjórn og Alþingi megna ekki að koma í heiðurslaunasæti. upphefja sig og rífast hátt og snjallt um hverjir eigi að vera á hærra ríkisframfæri en aðrir. Og þeir sem hæst gala eru stjórn- málamenn á vinstri væng og málg- ögn þeirra og er þetta satt best að segja ekki skemmtilegur kór. Moldviðrið sem þyrlað er upp um hverjir eigi að vera jafnari en aðrir þegar skipað er til heiðurs- launasæta hófst með því að foryst- usauður menningarmála fékk ekki einn að ráða vilja Alþingis og ætlaði því með atfylgi fjármálaráð- herra að fjölga í flokki og lenti þetta allt í klúðri, ekki síst fyrir þá sök að kyngreining listamannanna var ekki eins og öðru kyninu á þingi þóknaðist. Hið illa vald Ráðherra menntamála lét sam- þingsmenn sína heldur betur fá að heyra það þegar allt var komið í þvælu og flækj u fyrir honum. Hann hótaði að taka fjárveitingavaldið frá Alþingi og ætlar að beita sér fyrir að klíkur, væntanlega honum þóknanlegar. fari að ráðskast með skattpeninga og úthluta eftir hent- ugleikum. Undarleg er sú árátta að telja öll þau völd sem kjörnum fulltrúum eru fengin séu af hinu illa og að nefndir og ráð sem Alþingi kýs séu óalandi og óferjandi. Það kemur úr hörðustu átt þegar Svavar stór- pólitíkus vill færa völdin frá Al- þingi til einhverra ótilgreindra hópa. eins og til að úthluta ríkisfé til listamanna eða ráðskast með Ríkisútvarpið. Erfitt er að sjá hvað svona menn eru yfirleitt að gera í stjórnmálaflokkum ef klíkur úti í bæ eiga að fara að taka við hlut- verki almannavaldsins. Leiðari Alþýðublaðsins í gær er ein upphrópun um að Alþingi sé með öllu ófært um að fara með úthlutunarvald úr ríkissjóði og eru allir heiðurslistamenn úthrópaðir sem „pólitískir skjólstæðingar flokkakerfisins." En hinirgjörsam- lega ópólitísku og skoðanalausu „utangarðsmenn“ sem ekki var hægt að bæta á listann að þessu sinni eru líkast til bornir fram af ópólitískum flokksleysingjum á Alþingi, að því er helst verður skilið. Alþýðublaðið vill leggja nið- ur heiðurslaunin og koma á „viðun- andi“ launakerfi listamanna. Það felst væntanlega í því að 800 félagsmenn í BÍL fari sjálfkrafa á ríkisjötuna og þá verður nú lag á listinni. Alþingi verður skyldað til að útvega peningana með góðu eða illu en huldumenn a-flokka og vinstri pressunnar munu úthluta af menningarlegu réttlæti. Þjóðviljinn er fullur upp með vandlætingu á svívirðunni sem Al- þingi sýndi listamönnum og er Hjörleifur farinn að rífast við rit- stjórnina um menningarpeninga og verði aðilum að góðu, sem og lesendum. Leiðarahöfundur Þjóðviljans flækir málin enn með því að halda fram aðeins öðrum utangarðs- manninum sem verðugum til heið- urslauna, hinn getur beðið, enda á framboðslista kratanna. Það skal tekiðfram aðþettaerekki pólitík. Meðan öllum þessum leiðindum fer fram þegja allir almennilegir listamenn þunnu hljóði, og áreið- anlega hafa þeir Atli Heimir og Thor sitthvað þarfara að iðja en að Icggja stjórnmálamönnum og menningarlega sinnuðum ritstjór- um lið við að færa völdin úr hönduin Alþingis í hendurnar á hagsmunaklíkum, sem enginn treystist til að skilgreina. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.