Tíminn - 11.01.1989, Side 12

Tíminn - 11.01.1989, Side 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM - Fyrrum yfirmaöur leyniþjónustu ísra- elska hersins hélt því fram á fréttamannafundi er ríkisstjórn ísraels boöaöi til að George Bush myndi að öllum líkindum láta gera árás á meinta efna- vopnaverksmiöju Líbýu- manna. Muammar Gaddafi hefur þó aðrar væntingar til Bush því hann segist þess fullviss aö samskipti sín og Bush veröi mun vinsamlegri en samskiptin hafa verið viö Ronald Reagan. Gaddafi sagöi í blaöaviötali aö meö Bush kæmu tímar skynsemi í Hvíta húsiö í stað heimskunnar sem ríkt heföi á forsetatímabili Re- agans. BÚDAPEST — Ungverska þingiö hóf umræðu um nýja löggjöf sem ætlaö er aö undir- búa komu fjölflokkakerfis í landinu og leyfa pólitíska mót- mælafundi. Þá bárust þær fréttir frá Moskvu aö herlið Sovétmanna í Ungverjalandi veröi kallaö heim á næsta ári. WASHINGTON - Ríkis saksóknarinn í New York, Ru- dolph Guiliani, hefur nú sagt starfi sínu lausu. Hann hefur stýrt rannsóknum á meintum fjármálasvikum í Wall Street, aögerðum aegn eiturlyfjasölu og fleiri þjóoþrifamálum. Taliö er næsta víst að hann hyggist bjóða sig fram til embættis borgarstjóra í New York, enda hefur maðurinn staðið sig vel í starfi. LUANDA — Fyrstu hermenn Kúbumanna héldu heim á leiö frá Angóla í samraemi við friöarsamning sem undirritaöur var fyrir stuttu. Alls eru 50 þúsund kúbanskir hermenn í Angóla. Fjöldi fólks kom og kvaddi dátana er þeir stigu upp í herflutningavél er flaug meö þá heim. PARÍS — Á efnavopnaráö- stefnunni í París héldu Jórdan- ar uppi þrýstingi arabaríkjanna á israel um að Israelar undirriti alþjóöasamning frá því áriö 1968 um kjarnavopn. Sam- kvæmt samningnum myndu ísraelar heita því að beita ekki kjarnavopnum aö fyrra bragöi. Jórdanar sögöu aö kjarna- vopnaógnun Israela væri ást- æöa þess aö efnavopn breidd- ust nú út um miðausturlönd. BEIRÚT - Haröir bardagar héldu áfram milli Amalliöa og skæruliða Hizbollah í Líbanon. Hizbollasamtökin berjast nú fyrir síðustu stöövum sínum í fjöllunum suður af Beirút. Miðvikudagur 11. janúar 1989 ÚTLÖND íiilllll Sovéski herinn ekki á brott frá Afganistan á réttum tíma: Skæruliðar vilja ekki ræða málin Engar viðræður við Sovétmenn fyrr en Kabúlstjórnin er fallin. Þetta er viðhorf afganskra skæruliða eftir tvo árangurslausa fundi með sendinefnd Sovétmanna. Afganskir skæruliðar hyggjast ekki þekkjast boð Sovétmanna um að sendi- nefnd á þeirra vegum komi til Moskvu til viðræðna um málefni Afganistan eftir að sovéski herinn hefur yfirgefið landið. Þá hafa Sovétmenn nú lýst því yfir að enginn möguleiki sé á að herlið þeirra verði fariö frá Afgan- istan fyrir 15.febrtiar eins og samiö var um. Kenna þeir árásum skæruliða þar um. -Það er engin |rörf á frekari við- ræðum, sagði Sibghalullah Mojadd- idi sem nú situr í forsæti Mujahidd- cen skæruliðasamtakanna sem berst gegn afganska stjórnarhernum. Sovésk sendinefnd hefur í tvígang átt viðræður við leiðtoga skæruliða í Afganistan undanfarnar vikur, en ekkert hcfur komið út úr þeim viöræðum. Mojadiddi sagði á blaðamanna- fundi fyrr í vikunni að Mujahiddcen hefði ekkert við Sovétmenn að ræða fyrr cn þeir hefðu dregiö herlið sitt útúr Afganistan og eftir að Muja- hiddeen hafi'unnið fullnaðarsigur á núverandi ríkisstjórn Afganistan og herjum hennar. Mojtididdi sagði að Yuli Voront- stov aðalsamningamaður Sovét- manna hefði útilokað viðræður fyrir þann tíma þegar hann lýsti því yfir opinberlega að Sovétmenn myndu áfram styðja Lýðræöislega þjóðarf- lokkinn í Afganistan eftir að sovéskt herlið hefði yfirgefið landið. Lýð- ræðislegi þjóðarflokkurinn er upp- istaðan í Kabúlstjórninni. Yuri Vorontsov sem kom heim til Sovétríkjanna í gær eftir að hafa rætt við leiðtoga afganskra skæruliða í Pakistan og fran ítrekaði stuðning Sovétmanna við Lýðræðislega þjóð- arflokkinn. Hann sagðist ekki geta sagt um hvenær herlið Sovétmanna yrði allt á brott. Pað færi eftir aðgerðum skæruliða í Afganistan. Hann benti á að Sovétmenn og afganski stjórnarherinn hefðu ekki staðið í neinum hernaðaraðgerðum frá því 1 .janúar á meðan skæruliðar hefðu gert ítrekaðar árásir. Á meðan svo væri gætu Sovétmenn ekki flutt hersveitir sínar heim. Þrátt fyrir þetta var Vorontsov sæmilega bjartsýnn á að viðræður gætu haldið áfram og orðið árangurs- ríkar. Hins vegar væri ljóst að ríkis- stjórn á breiðum grundvelli yrði ekki mynduð fyrr en blóðbaðinu í Afganistan linnti og friður kæmist á. Mojaddidi leiðtogi skæruliða sagði hins vegar að einu viðræðurnar sem mögulegar væru lytu að fanga- skiptum. -Þar sem Sovétmenn beita hótun- um, leita stríðs frekar en friðar og óvirða rétt Afgana til að ákveða framtíð sína sjálfir, þá teljum við samningaviðræður einskis nýtar og óþarfar, sagði meðal annars í yfirlýs- ingu Mujahiddeen. Benazir Bhutto í pílagrímsför Það fer vel á því að fyrsta utan- landsför Benazirs Bhutto forsætis- ráðherra Pakistans skuli vera píla- grímsför til Mekka, en Benazir er fyrsta konan sem kjörin er til svo valdamikilsembættis í ríki múslima. Benazir hélt í gær til Saudi Arabíu ásamt eiginmanni sínum Asif Ali Zárdari. Þar munu þau dvelja í þrjá daga. Þau munu biðjast fyrir við Itinn heilaga stein Kaaba í Mecca sem er allra helgasta vé múslima. Eftir það mun Benazir ræða við lciðtoga Saudi Araba, en Pakistanar og Saudi Arabar liafa haft náin tcngsl undanfarin ár. Er jafnvel talið að hún muni hitta Fahd konung að máli. í yfirlýsingu Benazirs sem birt var rétt fyrir brottför forsætisráðherra- hjónanna sagði að Bhutto og ríkis- stjórn hennar vildu rækta og styrkja samband ríkjanna enn frekar en orðið er. í för með Benazir og Asif Ali eru ættingjar nokkurra manna er hengd- ir voru vegna stjórnmálaskoðana sinna í ellefu ára stjórnartíð Zia ul- Haq og um það bil sextíu stjórnmála- menn er fangelsaðir voru vegna stjórnmálaskoðana sinna á því tíma- bili. Zia lét einmitt hengja Ali Bhutto föður Benazirs. - Sendinefnd okkar er samansett af fátækum fjölskyldum sem stóðu frammi fyrir harðræði og færðu mikl- ar fórnir í baráttunni fyrir samein- ingu þjóðar okkar, fyrir lýðræðis- þróun og endurrcisn mannréttinda, sagði í yfirlýsingu Benazirs. - Við erum hér á leið í pílagríms- för til að þakka almættinu fyrir að hafa blessað baráttu okkar. Næsta utanlandsför Benazirs verður til Kína. Andspyrnuhreyfingin í íran sakar klerkastjórnina um alvarlega glæpi: 12.0C 10 teknir af lífi frá i því í ágúst Helsta andspyrnuhreyfingin í. íran, Mujahideen-e Khalq, fullyrðir að klerkastjórnin í íran hafi tekið 1107 pólitíska fanga af lífi frá því er samið var uni vopnahlé í Persaflóa- stríðinu í ágústmánuði. Þetta kemur fram í skeyti sem Masoud Rajavi leiðtogi andspyrnu- hreyfingarinnar hefur sent Javier Perez de Cuellar aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. - Þessar sláandi tölur eru þó ein- ungis lítill hluti hinna tólfþúsund pólitísku aftaka sem írönsk stjórn- völd hafa fyrirskipað undanfarna fimm ntánuði, sagði einnig í skeyt- inu. Rajavi vísaði í vitnisburði sjónar- votta og sagöi: - Mikill fjöldi pólitískra fanga hefur verið myrtur með eitruðu gasi undanfarnar vikur. Rajavi hvatti Perez de Cuellar til að senda sérstaka rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna til „fangelsa Khomeinis í Iran".

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.