Tíminn - 11.01.1989, Side 15

Tíminn - 11.01.1989, Side 15
Tíminn 15 Miðvikudagur 11. janúar 1989 tveggja byggingaráfanga höfðu yfirvöld ríkjanna breytt um stefnu í húsnæðismálum. í stað þess að veita ódýr lán til íbúöabygginganna var farið að veita leigustyrk. Hann var í því fornii að með vissu fyrirfram ákveðnu millibili fór hann minnkandi. I sömu áföngum fór leigan hækkandi, sömuleiðis skv. áætlun. Upphafsmenn þessarar áætlunar voru í góðri trú. Þeir ályktuðu sem svo að hagvöxtur færi sívaxandi og laun manna myndu því líka fara síhækkandi, því mætti augljóslega réttlæta aukinn kostnað við hús- næði. En raunin varð önnur. Eftir að olíuverð rauk upp úr öllu valdi á áttunda áratugnum varö hagvöxtur hægari og stóð jafnvel í stað, rauntekjur féllu m.a.s. íbúðirnar í háhýsunum urðu alltof dýrar fyrir það fólk sem þær voru upphaflega hugsaðar fyrir. Þegar kom að byrjun þessa ára- tugar voru allir pólitískir flokkar í landinu á sama máli um að í óefni væri koniið. Hins vegar drógu þeir mismunandi ályktanir af ástand- inu. Byggingaherrar sósíaldemó- krata leituðu betri leiða, markviss- ari og sóunarminni til aðstoðar við félagslegar byggingar. Stjórn kristilegra og frjálslyndra demó- krata í Bonn leit hins vegar svo á að rétti tíminn væri runninn upp til að láta kenninguna um frjálst fram- boð og eftirspurn njóta sín á hús- næðismarkaðnum. foreldrahúsin. Efnahagsleg frarn- tíð var í margra augutn eftir seinna olíuverðsáfallið einfáídlega of óviss. Það lá hins vegar í augum uppi að að því hlyti að koma að eftir- spurn eftir húsnæði ykist á ný. Það gerðist á árunum 1986-87 þegar launahækkanir skutust greinilega l'ram úr vísitöluhækkunum. Nú virtist aftur atvinna tryggari en á undanförnum árum og þess vegna hófst fólk nú handa um að útvega sér betri og, umfram allt, stærri íbúð. Hver sá sem hafði efni á því stækkaði við sig. Litlum íbúðum var steypt saman í stærri. uppgerð- ar og endurnýjaðar íbúðir í göml- um húsurn seldar einstaklingum. Leigusalar brugðust við eftirspurn- inni eins og við var búist, en það átti bara við í efri verðstigum. Á markaði ódýrra íbúða varð sífellt færra um fína drætti. Það hefur þess vegna komið í Ijós að pólitíkusar tóku vitlausan pól í hæðina þegar þeir vísuðu markaðslögmálunum á íbúða- markaðinn. Komið er í Ijós að bygging leiguíbúða gengur ekki af sjálfri sér og nú hallast æ fleiri að því að til þurfi að koma ríkisaf- skipti til að bæta úr þeim húsnæðis- skorti sem nú er í Vestur-Þýska- landi. Ríkisstjórnin hefur líka lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að gera ástandið verra. Á árunum 1983-86 dró hún mikið úr byggingu félags- legra bygginga og frá og með 1986 búið að afsala sér húsnæði. Það er liðin tíð að ekkjur leigi námsmönn- um eitt til tvö herbergi. Þegar reiknaðir eru 20 fermetrar á hvern fjölskyldumeðlim eru heimili ein- staklinga að meðaltali 50 fermetr- ar. Þeir hærra launuðu tryggja sér nteira íbúðarými. Tvíbýlishús verða í æ meiri mæli sameinuö í einbýli og leigjendaíbúðir standa óleigðar. Algengt er að tveggja manna fjölskyldur með tveim fyrir- vinnum búi í 150 fermetra íbúöum í stórborgunum og reyndar gengur tilhneigingin í átt til tveggja manna fjölskyldna. Sumir breiða úr sér, aðrir verða að þrengja að sér eins og á eftir- stríðsárunum. Um ein milljón vest- ur-þýskra borgara er í bráða- birgðahúsnæði. 700.000 er komið fyrir í alltof litlunr og ófulinægjandi íbúðum, 200.000 búa í neyðarskýl- um og rúmlega 100.000 hafa yfir- leitt ekkert þak yfir höfuöiö. Þau tugþúsund námsmanna sem dveljast við þriðja mann í herbergi eða í fjöldasvefnsal á stúdenta- heimilum eru ekki teknir með í reikninginn í tölfræðinni, ekki frekar en tyrknesku fjölskyldurnar í eldgömlu byggingunum sem hefði fyrir löngu átt að vera búið að rífa. Til ársins 1990 verður að hafa til reiðu húsnæði fyrir 600.000 inn- flytjendur frá öðrum löndum en af þýsku bergi brotnir. Fjármálaráð- herrann Gerhard Stoltenberg hef- ur lofað einum milljarði marka til aðstoðar þessum þjóðfélagshópi. Markaðurinn átti að rétta hús- næðismarkaðinn af. En í þetta sinn hefur markaðurinn brugðist. Ríkisstjórn Kohls setti lög sem áttu að auka framboð á leiguíbúð- um en gerðu húseigendum það auðveldara og hraðvirkara að hækka leiguna. Og þetta var líka tilgangur laganna. Röksemda- færsla stjórnvalda var á þá leið að þegar húsnæðiseigendum væri gert kleift að græða almennilega, þ.e. þegar höfuðstóll í fasteign fær að bera góða ávöxtun, þá verða loks aftur byggðar fleiri íbúðir. Hins vegar er enginn annar hemill betri til að halda aftur af leiguverði en mikið framboð af íbúðum. Þarna er augljóst samhengi og ekki var annað að sjá framan af en að það bæri góðan árangur. Sá árangur varð hins vegar skammvinnur og nú vita menn að hann byggðist á því að eftirspurnin féll niður skamma hríð. Breyttar forsendur launamanna röskuðu áætlunum stjórnvalda Eftir að launþegar höfðu árum saman orðið að sætta sig við lækk- uð laun - miðað við vísitöluþróun - eða a.m.k. ekki fengið umtals- verðar launahækkanir, gáfu margir upp á bátinn hugmyndir sínar um að bæta híbýli sín. Jafnvel fjáðar fjölskyldur skutu á frest að stækka við sig húsnæði, búið var um rúm smábarna í svefnherbergi foreldr- anna og ungt fólk yfirgaf ekki Hvar sem fréttist af íbúð til leigu myndast biðröð húsnæðisleitenda. Myndin er frá Hamborg. hafa allar niðurgreiðslur til þeirra verið felldar niður. Það er einungis til örfárra íbúða fatlaðra og heimila í einkaeign sem ekkert lát er á straumi peninga úr opinberum sjóðum. Þannig hefur fjöldi íbúða sem byggðar eru á ári hverju minnkað um því sem næst helming síðan 1984. Enn stendur bygging íbúða í einkaeign í blóma. En sífellt færri leiguíbúðir eru byggðar. Nú er minna byggt en rifið Það gerir ástandið ekki skárra að á ári hverju eru 60.000 íbúðir rifnar og 10.000-20.000 breytt í skrifstofur, læknastofur, lögfræð- ingastofur o.s.frv. Auk þess hverfa á ári hverju smáíbúðir sem eru lagðar við nágrannaíbúðina. Allt í allt álíta sérfræðingar að neikvæð- ur mismunur á nýbyggingum og húsnæði sem hverfur sé tæpar 100.000 íbúðaeiningar á ári. Þjóðfélagsbreytingar hafa átt sinn þátt í að skerpa húsnæðis- skortinn. Að vísu fer þýsku þjóð- inni fækkandi en heimilum fjölgar, um 100.000 á ári allt til ársins 1995. Æ fleira ungt fólk stofnar eigin heimili og æ fleiri ellilífeyrisþegar búaeinirsér.oft ístórum íbúðum. Samtímis því sem kröfurnar auk- ast fer þverrandi að fólk sé reiðu- Styrkur, sem að meðaltali nemur 50.000 mörkum á íbúð, á að hvetja einkaaðila í byggingariðnaði til að reisa 45.000 íbúðir fyrir þessa inn- flytjendur. En þeirri spurningu er ósvarað hvar hinir eigi að koma sér fyrir. Auðar íbúðir, sem fasteignaeig- endur töluðu um fyrir aðeins tveim þrem árum fyrirfinnast varla lengur. Steyputurnarnir í fjölda- framleiddu ódýru hverfunum eru aftur fullsetnir. Sveitarfélögin eiga líklega eftir að leggja hald á fleiri leikfimisali og stilla upp fleiri flutn- ingagámum. Eða þau verða að borga okurleigu fyrir skjólstæðinga sína. í Munchen verður t.d. að borga 110 niörk á dag fyrir 5 manns í einu herbergi. Og félagsmála- stofnun pungar út með 2100 mörk á mánuði fyrir 20 fermetra hcrbergi á gistiheimili í Múnchen sem þrír hafa afnot af. Engin bót sjáanleg Ekkert bendir til að ástandið í húsnæðismálum í Þýskalandi skáni á næstu árum. Markaðslögmálin eiga eftir að senda leiguverð upp í hæðir eftir því sem framboð minnkar og eftirspurn eykst. Og það gerist fyrst og fremst á þeim stöðum þar sem atvinna stendur til boða. Þannig hjálpar lág leiga í Emsland ekkert þeim sem eru í íbúðarleit í Frankfurt. Og þar með eru orð pólitíkusanna marklaus þegar þeir vísa í tölfræðina um að enginn húsnæðisskortur sé í Vest- ur-Þýskalandi. Rangæingar Jón Guöni Unnur Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Samkomuhúsinu, Þykkvabæ, miðvikudaginn 11. jan. kl. 21.00. Allir eru boðnir velkomnir Suðurland Skrifstofa kjördæmissambandsins Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á fimmtudögum kl. 17-19 sími 98-22547. KSFS. Þorrablót framsoknarfelaganna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 21. janúar. Takið frá daginn. Nánar auglýst síðar. FR. Starfslaun handa listamönnum árið 1989 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum árið 1989. Umsóknir skulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar n.k. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfslaun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn og heimilisfang, ásamt kennitölu. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaöa hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1988. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna til úthlutunarnefndar. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1988 gilda ekki í ár. Menntamálaráðuneytið 9. janúar 1989. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir Hjalti Benediktsson fyrrverandi brunavörður Bústaöavegi 107, Reykjavík verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ingibjörg Stefánsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu Karólínu Pálsdóttur Borgarholtsbraut 45 Sérstakarþakkirtilstarfsfólkshjúkrunarheimilisaldraðra, Sunnuhlíð. Elín Jónsdóttir Lárus P. Ragnarsson Sigrún K. Ragnarsdóttir Halldóra B. Ragnarsdóttir Ásdís L. Ragnarsdóttir og barnabarnabörn Ragnar Lárusson Karlotta Aðalsteinsdóttir Haraldur Gunnarsson Þórður Magnússon Sigurður Adolfsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.