Tíminn - 28.01.1989, Qupperneq 1

Tíminn - 28.01.1989, Qupperneq 1
„Þar eru rauðkemb- ingar oft að skeinast" Rifjaðar upp sögur af illhvelum í aldanna rás „Það er með ósómann hjá ríka fólkinu, eins og sjóinn - ef menn vissu um allt það sem í honum býr mundi enginn þora að dýfa hendi sinni niður í hann,“ sagði kerlingin í Sölku Völku. Nú hafa menn að vísu orðið allgóða mynd af flestu því sem hafdjúpin byggir, eftir að vísindamenn hafa með góðum tækjakosti og dýrum rannsóknaleiðöngrum plægt öll heimsins höf. En fyrr á öldum var því auðvitað öðru vísi farið. Langt fram eftir öldum trúðu menn á „hafsauga“, svelg sem gleypti hvert það skip sem nærri því kom og menn trúðu að sjórinn væri fullur af risavöxnum kynjadýrum, sem sóttust eftir að granda fleyjum sjómahna. Þessi trú var vissulega ekki síður lífseig á íslandi en annars staðar. Sérstaklega hafa hinar ýmsu hval- tegundir sem veltu sér í sjávarborð- inu ýtt undir ímyndunaraflið, því oft var ekki létt að gera sér grein fyrir hvað upp sneri eða niður, aftur eða fram á þessum skepnum og létt að ímynda sér að þarna væru hin við- sjár'verðustu skrímsli á ferð. Þessa trú má sjá endurspeglast á fornum landakortum, þar sem risavaxnar slöngur og skoltvíð skrímsli teygja hausinn upp úr sjónum með öllum ströndum. Þjóðsögur og munnmæli geyma sagnir um fundi manna við þessar skrímslaættir og hér mun nú dvalið við ýmsar þeirra um stund og rauðkembingurinn hafður sem sam- nefnari. Hann hefur enda komið á gamansaman hátt upp í hinni pólit- ísku umræðu að undanförnu. eftir að Sverrir Hermannson prýddi þá formenn A-flokkanna svonefndu þessu nafni. Fjarri fer að þessi upprifjun hafi nokkurt pólitískt markmið, en þó má segja að þeir Jón og Ólafur séu ekkert barnameðfæri ef líking Sverris er í einhverju raun- hæf. Það verður samt að draga í efa, þó ekki væri nema vegna þess að rauðkembingur þjóðsögunnar fór hringinn í kringum allt Island á tveimur sjávarföllum, svo var hann fljótfara. Ekki leika formennirnir það eftir. Rauðkembingur Rauðkembinginn álitu feður vorir einn af tannhvölunum og var hann sagður allra hvala grimmastur og harðfærastur. Hann var stærstur allra tannhvala og sagður sækja mjög í að granda bátum. Eins og rétt í þessu var nefnt, þá fór hann hringinn í kringum landið á tveimur sjávarföllum og er hann þreytti þessa sundþraut var hann jafnan ofansjáv- ar og freyddi hvítur brimboðinn á bringunni. Nafnið dró hann af því að fremst á bakinu hafði hann rautt fax eða uggagarð. Ekki er að kynja að þegar hann sást eða heyrðist við hafsbrún þótti sjómönnum meira en mál til komið að róa að landi. Höfðu menn spurnir af því á íslandi að amerískur hvalveiðimaður hefði skutlað einn slíkan við Noreg, en þakkað sínum sæla er hann gat losnað við hann og hét sér því að glettast ekkert við slíka oftar. Fræg saga er til af því er rauðkembingur elti þá Hafnarbræður á Héraðsflóa og hélt þeim í fleiri dægur uppi við sanda. „Þar eru rauðkembingar oft að skeinast," sagði einn bræðranna, Hjörleifur. Runólfur í Fagradal, hetjumenni og forneskjukarl á sinni tíð, fékk eitt sinn hákarlshaus á gangvað. Þá kom að honum rauðkembingur. Lét Run- ólfur aðra róa, en sýndi honum hákarlshausinn. Það leist hvalnum ekkert á og lét Runólfur því hausinn leika með borðum meðan róið var og slapp þannig. Jafnan fylgir náhveli (mjaldur) rauðkembingnum, til þess að hirða mennina af skipum þeim sem hann grandar. Er rauðkembingurinn af- rekameiri, en hinn hægfara og notar sér af dugnaði hans. Einn dag sást úr Grindavík að rauðkembingur renndi meðfram landi og freyddi sjávarlöðrið með- fram honum. A eftir fylgdi mjaldur- inn. Leist engum ráðlegt að róa úr þeim klákum, því menn töldu víst að þeir félagar mundu á veiðum eftir bátum. Enda reyndist það svo að til þeirra sást víða um land og allt austur hjá Mýrum. Þar hittu þeir loksins bát og grandaði rauðkemb- ingurinn honum þegar og var það um nón sama daginn! Lífróður við Dyrhólaey Útræði var við Dyrhólaey eða úr Dyrhólmahöfn, eins og það hét á fyrri tíð. Var það eitt sinn að enginn þorði að róa þar um slóðir, því rauðkembingur svamlaði í sjónum úti fyrir og varnaði þeim útkomu. Loksins réð einn hugaðasti formað- urinn til og komst út og á fiskimið. En rauðkembingurinn varð hans þegar var. Elti hann bátinn svo að hann hlaut að láta undan og hörfaði upp að landinu. Reru hásetarnir lífróður, en það dugði ekki, því hvalurinn lá í kjölfarinu, búinn til að færa þá í kaf og brjóta bátinn. Bergbrík gengur fram í sjóinn við Dyrhólaey, sem kunnugt er og gegn um hana göng eða dyr, vel lengd báts og aðeins árafrítt. Tók formað- urinn það nú til bragðs að láta menn sína róa í dyrnar og það gerðu þeir, en við lá að þeir brytu bátinn fyrir súg og skakkafall í dyrunum, en árar tóku í bergið báðum megin. En með hvatleik og kunnáttu komust þeir lífs í land. Rauðkembingurinn þorði ekki að fara þetta á eftir þeim og sneri við er hann missti sjónar á þeim. Lónaði hann lengi þarna úti fyrir, en hvarf svo að lokum. Oft deildu menn um það hvort telja ætti að hvalur sá sem hrosshval- ur nefndist væri sama skepna og rauðkembingurinn eða þá hvalteg- und út af fyrir sig. En víst er um að þessi skepna var mjög lík rauðkemb- ingnum í útliti og háttum. Hross- hvalur fór leitandi um öll höf innan eftir skipum til þess að granda þeim, því þeir urðu aldrei saddir á mann- drápum. Þeir hlupu á skipin og mölvuðu þau, svo allt sökk í sjó og týndist. Þeir voru þannig ákvarðaðir óvinir öllu mannlegu kyni. Þeir voru óætir, 30 álna langir og 40 álna þeir stærstu. Maður sá er Rauðalækjar- Sigurður var nefndur kvaðst einu sinni hafa séð hrosshveli. Sýndist honum það með fax rauðhálsótt og með rauðan skjöld á bakinu. Það var í vöðu mikilli. Talið var ráðlegt er þessir hraðfara og illu hvalir eltu skip að róa í hringi, svo hnútur yrði á skipsbrautinni, því þeir syntu jafn- an beint. Mest sóttu hvalirnir í skip úr þinilsviði og þess vegna forðuðust Sunnlendingar eins og heitan eldinn að hafa hann í skipum sínum. Leikið á óvættina Nærri má geta að lýsingar manna á rauðkembingi og fleiri illhvelum voru með ýmsum hætti og áttu menn í flestum verstöðvum hægt með að auka í myndina af þessari voða- skepnu með einhverjum nánari atriðum. Þannig hermir ein frásögn að rauðkembingurinn sé söðulbak- aður sem hestur og fari jafn skyndi- Lybikumenn í hafsnauð við ís- land varpa tunnum fyrir illhvelin. Einn skipverja blæs í lúður. lega og sár álft á flugi. Þeirri frásögn fylgir og sú saga að úr verstöð nokkurri reru átján skip einn fagran morgun. En formaður á einu skipi vildi ekki róa. Nauðuðu hásetar hans þó í honum fram eftir degi. En þegar þeir fóru að heimta hlut sinn um nónbil lét hann til leiðast, en tók um borð í skipið trébút sem í fjörunni lá, klæddi sig úr ullarkoti sínu og vafði um tréstubbinn. En þegar á fiskimiðin kom sáust engin skip - aðeins mölbrotnir flekar og sprek úr þeim og í sama bili sáu menn hvar rauðkembingur kom upp úr sjónum og sem vænta mátti fylgi- fiskur hans, náhvelið, ekki all fjarri. Skipverjar urðu sem lamaðir af skelfingu, en formaður greip áður- nefndan trébút og kastaði að hvalnum. Þá greip hann öxi, reiddi hana upp og hótaði að færa hana í höfuðið á þeim sem ekki dygði við róðurinn. Tóku þeir nú að róa til lands, en rauðkembingurinn var stöðugt að kljást við klædda staurinn að kaffæra hann og gaf sig því ekki að því að elta skipið. Þá kvað formaður að nú hefði það komið sér að hann var í tveimur kotum! Sög- unni fylgdi og að hittu sjómenn rauðkembing væri ráð að róa undir sól til að forðast hann og að óþolandi ódaunn kæmi jafnan upp ef þessar skepnur væru í nánd. Náhvelið Viðeigandi er að segja hér nokkuð frá náhvelinu, sem er svo hænt að rauðkembingnum, og hér hefur ver- ið getið um. Náhvelið, stundum nefnt narval og enn sverðhvalur, er sagt ekki mjög stórt, hvítbleikt á litinn. Náhvalur er svo sólginn í bátstapa og mannsnái að furðu gegn- ir og hefur skepnan þar af nafnið. Er sú sögn að þar sem hann kemst á ná eða missir báts, svamlar hann í grenndinni ekki aðeins vikum og mánuðum saman, hcldur árum saman. Oftast er náhvalurinn hæg- fara, en varast skal að reita hann til reiði með hávaða eða slæmu orð- bragði, því mjaldurinn skilur mannamál og er bráðlyndur og hefnigjarn. Því segir svo: „Sjaldan bregður mjaldur af miði.“ Er til sú saga að bóndi einn, mesti gárungi og ærslabelgur, reri til fiskj- ar og sá hvar mjaldur kom upp. Hæddist hann að hvalnunt og hló að honum. Mjaldurinn reiddist og sótti svo fast að bátnum að þeir hlutu að flýja til lands. Reru þeir á miðin daglega í heila viku, en mjaldurinn sótti óðara að þeim, svo þeir hlutu að hörfa til lands. Var sama á hvað mið þeir sóttu. Var bónda nú ráðið til þess að hætta allri sjósókn í 20 ár. Flutti hann sig þá á sveitajörð og bjó þar í 19 ár, en þá þreyði hann ekki lengur, því hann kunni illa við sig í landi og langaði á sjóinn. Flutti hann þar með á sína gömlu sjávarjörð og reri á hin fornu mið, sem voru einkar fiskisæl. En um leið og hann og skipverjar hans höfðu rennt færum kom mjald-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.