Tíminn - 28.01.1989, Síða 9
Laugardagur 28. janúar 1989 HELGIN ® 19
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ
Wu Tun flæktist í samsæri sem
átti upptök sín í öðrum heims-
hluta en lauk í Bandaríkjunum.
Texas, en hinn „Hvíti úlfurinn" í
Los Angeles.
Einn æðsti maður gengisins,
„Ramma öndin" var talinn hafa
verið í heimsókn í Bandaríkjunum
um miðjan október og þá komið til
San Francisco. Ekki var talið útilok-
að að rétt nafn mannsins væri einmitt
Sjen Sji-Li og ekki heldur að hann
hefði lagt á ráðin um að myrða
Henry Liu.
Jafnvel meðal austurlenskra má
gera ráð fyrir að einhver innan jafn
stórra samtaka kjafti frá og það var
fyrir tilstilli slíks „leka“ að Warren
frétti að ekið hefði verið með morð-
ingjana og reiðhjólin til Daly City í
bílaleigubíl.
Warren og Habemas þræddu nú
bílaleigur sem em allt umhverfis
flugvöllinn í San Francisco og höfðu
á endanum uppi á leigu sem hafði
leigt manni að nafni Woo Hoo bíl
þann 15. október. Hann hafði fyrst
tekið sendiferðabfl en skipt yfir í
skutbfl.
Nú var farið með myndir af Tung,
Wu og Hoo til Daly City og fólk
spurt hvort það þekkti aftur hettu-
mennina. Níu ára drengur var sann-
færður um að hann hefði séð Tung á
bekk á klettinum rétt áður en Liu
var myrtur. Hann var alveg handviss
því hundurinn hans stakk af frá
honum og fannst þar sem hann var
að sleikja sig upp við tvo Kínverja í
hettupeysum á klettinum.
Þegar drengurinn nálgaðist og
greip í ól hundsins, bauð annar
Kínverjinn honum piparmyntukúlu.
Drengurinn hafnaði boðinu en
mundi atvikið vel og sá framan í
manninn. Það var Tung Kuei-Sen.
Sumirtalaof mikið
Nokkrir íbúar í húsinu við 19.
stræti minntust þess að hafa séð
Woo koma í heimsókn til Tungs og
Wus þar. Aðrir höfðu séð hann við
gjafabúð í borginni. Frá Monterey
Park komu þær upplýsingar að Woo
hefði sagt fólki þar að hann hefði
verið bílstjórinn þegar morðið var
framið og komið morðingjunum
undan. Hins vegar hefðu Tung og
Wu hleypt af skotunum. Að baki
öllu saman stæði síðan maður að
nafni Sjeng Sju-Li. Dulnefni hans
innan gengisins var Ramma öndin
og hann var yfirmaður allra yfir-
manna í Bandaríkjunum.
Með fjögur nöfn og eitt heimilis-
fang í fórum sínum fóru Reece
lögregluforingi og menn hans heim
til Woos í Monterey Park með
húsleitarheimild. Þar fundust gögn
sem sönnuðu að Woo hefði verið í
San Francisco í nokkra daga, um
sama leyti og Liu var myrtur.
Sannfærður um að Woo Hoo væri
sekur um aðild að morðinu, útvegaði
Warren sér handtökuheimild, fór
suður eftir og handtók hann. Þó
Woo hefði talað af sér við austur-
lenska kunningja sína, ætlaði hann
augljóslega ekki að ræða við banda-
ríska lögreglumenn af neinu tagi,
því hann sagði ekki orð.
Þegar hér var komið taldi lögregl-
an sig hafa nægar sannanir til að
réttlæta handtöku fjögurra manna,
Tungs Kuei-Sen og Wus Tun, sem
myrtu Liu, Sjengs Sji-Li sem lagði á
ráðin fyrir hönd Bambusgengisins
og svo Woos Hoo. Boðað var til
fundar með fréttamönnum.
Tveimur dögum fyrir fundinn til-
kynnti ríkisstjómin á Taiwan að þar
hefðu Sjeng Sji-Li og Wu Tun verið
handteknir, svo og tveir háttsettir
leyniþjónustumenn, Wang Hsi-Lin,
flotaforingi og Sjen Hu-Min, hers-
höfðingi.
Pólitískt reiptog fylgdi í kjölfarið.
Beðið var um framsal morðingjanna
tveggja en það vildu yfirvöld á
Taiwan ekki heyra nefnt og tilkynntu
þrátt fyrir gagnkvæman sáttmála um
framsal glæpamanna að morðingj-
amir kæmu fyrir rétt á Taiwan. Tung
Kuei-Sen notaði tækifærið og stakk
af til Filippseyja þegar hann frétti af
handtökunum.
Sjeng Sji-LI, öðru nafni „Ramma
öndin“ var lykilmaðurinn. Hann
átti sér líka yfirmenn...
Segulbandsspóla sannar
Reece lögregluforingi var við-
staddur réttarhöldin á Taiwan. Þar
reyndi saksóknari allt til að hreinsa
stjómina af sökinni en koma henni
á Bambusgengið í staðinn. Sakbom-
ingamir spilltu þessu nokkuð með
því að halda stöðugt fram að þeir
væm aðeins föðurlandsvinirsem tek-
ið hefðu af lífi mann sem yfirvöld
teldu óæskilegan. Þeir voru sekir
fundnir og dæmdir í lífstíðarfangelsi
í heimalandi sínu.
Þegar Reece kom heim aftur, var
honum tjáð að Warren hefði haft
samband við Hvíta úlfinn í Los
Angeles. Hann vísaði á Gula fuglinn
í Houston sem dró upp úr skúffu hjá
sér segulband sem morðingjamir
gerðu áður en þeir fóm frá Banda-
ríkjunum.
Þeir höfðu afhent bandið yfir-
mönnum Bambusgengisins sem áttu
að gera það opinbert ef yfirvöld á
Taiwan styddu þá ekki. Þeir hefðu
farið til Los Angeles eftir morðið
með hreina samvisku, enda ekki
gert annað en hlýða skipun ríkis-
stjómar sinnar um að taka manninn
af lífi. Þegar þeir sáu úlfaþytinn sem
málið olli í blöðum, gerðu þeir
myndbandið sér til vemdar.
Warren hlustaði á bandið og
heyrði hvemig morðið var framið og
einnig hvers vegna. Þar skýrðu Tung
og Wu reiðhjólakaupin, lýstu dvöl
sinni í San Francisco og áætlunum
um að myrða Liu í verslun hans.
Hins vegar hefði alltaf verið of
margt fólk á ferli þar og því ákveðið
að grípa til annarra ráða.
í Daly City vom aðstæður aliar
hentugri, umhverfið rólegt og lifnað-
arhættir allir í föstum skorðum. Frú
Liu ók syni hjónanna í skólann
daglega og Henry flokkaði vömr í
bílskúmum. Dymar voru yfirleitt
opnar. Klukkan átta að morgni var
besti tíminn.
Þeim var ekið til Daly City og þeir
settir úr bflnum skammt frá. Síðan
hjóluðu þeir heim til Lius sem var í
bílskúmum. Wu stökk af hjólinu,
hljóp að Liu og skaut hann í ennið.
Tung hljóp inn í bílskúrinn og skaut
tveimur skotum til viðbótar í kvið
hins óæskilega rithöfundar.
Morð að skipun
stjómvalda
Því næst hjóluðu þeir til baka
þangað sem bíllinn beið og ók þeim
á markaðstorgið þar sem þeir skiptu
um bíl og fóm heim í 19. stræti.
Um þessar mundir vom yfirmenn
Bambusgengisins allir á varðbergi
því FBI og lögreglan í New York
hafði verið óþarflega forvitin um
aðild þess að fíkniefnasölu. Þeir
urðu því uggandi þegar morðið á
Henry Liu vakti jafn mikla athygli
og raun varð á.
Nú bámst boð frá Hvíta úlfinum
um að einhverjir aðilar á Taiwan
hefðu lagt fé til höfuðs Tung Kuei-
Sen, þess eina sem enn gekk laus af
þeim sem stóðu fyrir morði Lius'.
Úlfurinn vildi semja um að lífi
Tung Kuei-San var lýst þannig að
hann hefði „ósýniiegar hendur".
Hann skaut þó með sinni eigin.
Tungs yrði bjargað með því að hann
færi í fangelsi í staðinn, en ekki
lengur en 10 ár. Lögreglan hafnaði
því og samningaviðræðum var hætt.
Leitað var nú að Tung um allar
jarðir. Fyrst fréttist af honum í
Thailandi en þar var sagt að hann
hefði farið til Brasilíu. Nú var rann-
sóknin farin að beinast öllu fremur
að heróínsmygli en morði og vitað
var að eitur fyrir milljarða dollara
hékk á spýtunni. Brasilísk lögregla
handtók Tung og sendi hann þegar í
stað heim til réttvísinnar í San
Francisco.
Reece og menn hans höfðu unnið
hörðum höndum að því að afla máli
sínu sannana og orðið vel ágengt.
Flutningabílstjórar fundu tvær byss-
ur við hraðbrautina að Daly City og
þegar búið var að hreinsa af þeim
ryðið og gera þær þannig úr garði að
hægt var að skjóta úr þeim, kom í
ljós að kúlurnar sem urðu Henry Liu
að bana, komu einmitt úr þeim. Það
sem meira var: hægt var að rekja
byssurnar skriflega til Wus og Tungs.
Inni í aftara aurbrettinu á öðru
hjólinu fannst síðan fmgrafar eftir
Sjeng Sji-Li.
Tung Kuei-Sen var sekur fundinn
um morð að yfirlögðu ráði þann 17.
mars. Hann fékk 27 ára til iífstíðar-
fangelsi. Hann neitaði aldrei glæpn-
um en kvaðst aðeins vera heiðarieg-
ur hermaður í þjónustu föðurlands
síns og framfylgdi skipunum yfir-
manna sinna. Hann bar sig líka
saman við Oliver North en það er
önnur saga. Hann afplánar nú dóm
sinn.
fjármálimum á þínu heimili
Það er í þínum höndum hvað
verður um peninga heimilísins.
Þegar kemur að afborgunum
lána, er því undir
þér komíð að borga
á réttum tíma.
''Éáfmeð spararþú óþarfaútgjöld
vegna dráttarvaxta, svo ekki
sé talað um innheimtukostnað.
"" Og getur notað pening-
ana þína tíl mun
gagnlegri hluta,
ekkí satt?
húsnæðíslána.
16. febfúar. Eindagi lána með láhskjarávísítölu.
1. mars. Eíndagi lána með byggingarvísitölu.
Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar - 1. maf-1. ágúst - 1. nóvember.
Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. Merktu gjalddaga þíns Iáns inn á
dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu.
Greiðsluseðlar fyrir 1. febrúar hafa verið sendír gjaldendum og greiðslur
má inna af hendí í öllum bönkum og sparísjóðum landsins.
Sparaðu þér óþarfa útgjöíd af dráttarvöxtum.