Tíminn - 28.01.1989, Blaðsíða 10
20
HELGIN
Laugardagur 28. janúar 1989
iHlllll í TÍMANS RÁS lllHllllll 11111 1111 llllllllill 111111111
Atli
Magnússon:
GETTU NÚ
hjá
garði
Fyrir skemmstu leit útgáfa á
Nýja testamenti Odds Gottskálks-
sonar dagsins ljós, en þcssi víð-
kunna bók, sem hvert barn lærir
um. á fyrstu skólaárum, hafði þá
ekki veriö aögengileg nema í myrk-
ustu skúmaskotum Landsbóka-
safns. Pví var hér þarfaverk unnið.
Hæpiö er að margir verði til þess
að lesa hið mæta rit spjalda á milli,
en þaö er aukaatriði - þjóðarmetn-
aðar vegna þurfti að láta prenta
hana upp á nýtt og i sjálfu sér
merkilegt hve lengi menn gátu
verið án þess að eiga þetta rit innan
seilingar. Mikið hefur verið harm-
að að síðasta eintak Nýja testa-
mentisþýðingar Jóns biskups Ara-
sonar á llólunt hvarf í gröfina með
gamla Brynjólfi biskupi, en
kannske væri ekki búið að gefa þá
bók enn út, þótt til hefði verið,
hver veit um það?
Vissulega er það ekki alltaf
áhlaupaverk að gefa út gömul rit
og merk - þaö er ekki eins og það
dugi að slengja hverjum gulnuöum
doöranti fyrir sctjarann og pressa
| svo í hvellinum. Að mörgu er að
gætii og ekki skal látið hjá líða að
kannast við að margt hefur verið
ágætlega gcrt í þessum sökum,
þótt margt hafi hljótt fariö, einsog
útgáfa á bréfabókum biskupa, svo
lítið dæmi sé nefnt. En útgáfa
ágætra, eldri rita hér á landi er
mjög gloppótt og má spyrja hvar
nálgast eigi t. d. Heilagra manna
sögur og Maríu sögu. rit sem vel
ætti að vera þorandi að gcfa út
kostnaðar vcgna, þar sent þau
mundu vísast hljóta góðar viðtök-
ur. Þessi rit eru einungis til í útgáfu
frá áttunda áratug síðustu aldar.
Og sitthvað sem nær okkur er
eftir Pope. Eða þá þýðingu Bene-
dikts Jónssonar Gröndals eldra á
Musteri mannorðsins eftir þann
síðastnefnda? Hér er látið hjá líða
að minnast á þörf á útgáfu Ijóða-
safna þeirra þriggja, sem nú eru
ncfndir.
Og fyrst minnst er á þýðingár, þá
er enn gloppóttara það -sem gefið
liefur verið út á íslensku af megin-
ritum, einkum frá 18. og 19. öld.
Látum nútímabókmenntir liggja
ntilli hluta. En þaö vantar þýðingu
á Ferðum Gullivers eftir Swift,
Ævi Johnsons eftir Boswell, Tom
Jones efir Fielding, svo þrjú dæmi
séu nefnd af handahófi Irá Bret-
landi. Ekkert að marki hefur verið
snert á'Goethe og Schiller síðan
aldamótamennirnir hurfu af sjón-
arsviðinu. nema hvað Gísli Ás-
mundsson þýddi Werther fyrir
skömmu. Enginn hefur sncrt á
Lessing og aðeins Gunnar Gunn-
arsson snarað stuttri sögu eftir
Kleist. Svona má hlaupa land úr
landi og grípa niður blindandi.
Vitanlega er svona upptalning
metnaðarfull, en það er heilbrigður
metnaður að eiga á málinu sem
flest þeirra rita sem aldirnar hafa
vígt eilífu lífi. Pað er Iangt frá
ofvaxið svo mjög prentandi þjóö
að gera reka að því að koma
einhverju af þessu út. Og til eru
fögurfordæmi, sem fylgjabereftir:
Þannig verður ekki borið of mikið
lof á Ingibjörgu Haraldsdóttur fyrir
þýðingar hennar úr rússnesku og
vel sé Silju Aðalsteinsdóttur fyrir
bók Jane Austin. Marga aðra mætti
sem betur fer nefna, en dæmin hér
eru aðeins „pars pro toto“ og meir
vegtia meiningarinnar.
liggur óbætt hjá garði. Hvar eru
Stellurímur Sigurðar Péturssonar,
sem fjöldinn allur kann glefsur úr,
en sára fáir hafa séð í heild sinni.
Hvaö dvelur útgáfu á margrómaðri
þýðingu Jóns á Bægisá á Paradís-
armissi Miltons, Messíasar Klop-
stocks og Tilraunar um manninn
Það var Laxárvirkjun sem
við sýndum í gátunni hér á
dögunum.
En nú er það norðlenskt
mektarbýli sem spurt er um.
Þar stendur minnisvarði um
Jón biskup Arason, sem var
þar ungur maður. Þar lést og
Sveinn lögmaður Sölvason.