Tíminn - 28.01.1989, Qupperneq 11
Laugardagur 28. janúar 1989
HELGIN 21
Áramótamyndagátan
m
Sirkus -
Drauma
landsins
Eins og fugl úr fjarlægum heimi
þenur sig vœngjað ský
yfir svarbláum sandi.
Og sigurglöð nóttin svefni lofar
að sundruðum degi.
En í hljóðlátu húmi nœtur
lœðist draumurinn í vitund þína
og víkur burt veröld
sem var.
Og sjá, þér opnast nýr heimur
heimur ó raunveruleikans
í undirdjúpi vitundar,
sem svefninn tók með sér
í sirkus drauma landsins.
Mörgum árum síðar
skýtur upp í huga þínum
minningu maí kvöldsins,
þegar lífið var ungt,
og það lék við lokka þína
í Ijóma hnígandi sólar.
Og þú spyrð hvað sá ég,
hvað sá ég.
kr. 89.
Höfundur er verkamaður í Reykjavík.
í>á hefur verið dregið úr réttum
lausnum áramótamyndagátu
Tímans. Margar lausnir bárust, en
þó færri en oft áður, sem bendir til
að gátan hafi þótt í þyngra lagi. Þess
betur mega þeir una við sinn hlut
sem hnútinn leystu og það með
prýði.
Rétt er lausn gátunnar þessi:
Loks er Albert viss í sinni sök og
sest að í París. Hugsa menn að
bráðum sendi Borgaraflokkur þá
Sólnes og Óla Þ út af örkinni að
bjóða liðsinni við landstjórnarmálin.
Ráðuneyti heimta höfðingjarnir
samt. Án Alberts er flokkurinn
höfuðlaus og óljós stefnumiðin. Ingi
Björn kveður hulduherinn til á ný og
Helena hringir.
Verðlaun eru tíu þúsund krónur
og kom upp nafn Þórunnar Eiríks-
dóttur, Kaðalstöðum, Mýrasýslu.
Við óskum Þórunni til hamingju
með verðlaunin og þökkum þátttak-
endum þrautseigju þeirra.
TILBOÐ TIL 10. FEBRUAR
IHHIFAUD í VERDI M.A.:
★ Baggasparkari
★ Tvöfaldur hjöruliöur í drifskafti
★ Sjálfvirk þræöing á garni
★ Sjálfvirkt smurkerfi á drifkeöju
★ Vökvalyft sópbinda
★ Yfirstærö af dekkjum 11.5/80-15.3
★ Grind yfir sogbindu fyrir smágert hey
★ Vökvadeildir til tengingar á innvirkt vökvaúrtak
VERÐ KR. 560.000,-
G/obusf
okkar heimur snýst um gxði
Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555