Tíminn - 31.01.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.01.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3T. jánúár '1989 Tíminn 5 Litla kaupmáttarrýrnun að finna í kjarakönnun Félagsvísindastofnunar: Meðalfjölskyldan með 150.000 kr. á mánuði Heildartekjur fjölskyldna í landinu, á aldrinum 18—75 ára, voru í kringum 150.000 kr. að meðaltali í nóvember s.l. Hækkun þeirra frá sama tíma árið áður (1987) var hlutfallslega sú sama eða heldur meiri en hækkun fram- færsluvísitölunnar á sama tíma (24,8%), þannig að kaup- máttur fjölskyldutekna er u.þ.b. sá sami og ári áður. í Ijósi langvarandi umræðna um kaupmáttarrýrnun og frystingu kjarasamninga með bráðabirgðalögum, ásamt árstíma, vekur kannski sérstaklega athygli að umtalsvert fleiri kváðust ánægðir með fjárhagslega afkomu sína og sinna í nóvember s.l. (63% alls vinnandi fólks) heldur en voru sama sinnis í maí s.l. vor. (Skammdegið virðist því síður en svo auka svartsýni með landsmönnum.) Fimmti hver á fleiri en einum vinnustað Þessar upplýsingar er m.a. að finna í könnun sem Félagsvísinda- stofnun hefur gert misserislega (maí og nóv.) á atvinnu og tekjum landsmanna og eru nú birtar í fyrsta sinn. Samanburður er þar fyrst og fremst gerður milli nóvem- ber 1987 og 1988. Þessi könnun er m.a að því leyti frábrugðin launakönnun Kjara- rannsóknarnefndar, að hún byggist á upplýsingum frá starfandi mönn- um sjálfum og nær því einnig til vinnu utan fastra vinnustaða. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir t.d. til að nær fimmtungur vinnandi fólks stundi launuð auka- störf hjá öðrum en aðalvinnuveit- endum sínum. Hlutastörfin lengjast Vegna styttingar vinnutíma karla og kvenna í fullu starfi (um 1,3 st./viku) hækkuðu heildartekj- ur þeirra heldur minna en vísitalan, eða 21% (sem þýðir um 3% kaup- máttarrýmun en ekki 15% eins og segir í skýrslu Félagsvísindastofn- unar). Þar á móti hafði fólk í hlutastarfi lengt sinn vinnutíma. Meðalvinnutími alls hópsins var því jafn langur og ári áður og tekjur fyrir þann jafn langa vinnu- tíma höfðu á árinu hækkað jafn mikið og framfærsluvísitalan, þannig að kaupmáttur meðaltekna stóð í stað. Fjölskyldutekjur alls hópsins hækkuðu hins vegar um 27,6%, sem þýðir þá rúmlega 2% hækkun fjölskyldutekna, að með- altali. 74 stunda vinnuvika Vinnutími er í þessari könnun talinn öll viðvist á vinnustað. Heildarvinnutími fullvinnandi fólks hafði styst um 1 stund á viku frá því ári áður, var um 55 stundir að meðaltali hjá körlum og um 46 stundir hjá konum. Sjómenn og bændur höfðu 74 stunda meðal- vinnuviku. Þeir eru ekki taldir með í meðaltalstölum um vinnutíma og laun. Rúmlega 88% allra karla á aldr- inum 18-75 ára reynast í launaðri vinnu en um 72% kvennanna. Utan vinnumarkaðar, m.a. vegna náms, heimilisstarfa eða annarra ástæðna voru 8% karlanna og 22% kvennanna. Þá eru ótaldir atvinnu- lausir, veikir og þeir sem voru í fríi þegar könnunin var gerð í nóv. Láglaunafólk = konur Verkakarlar í fullu starfi (innan við fjórðungur alla karlanna) höfðu að meðaltali 89.000 kr. heildartekjur í nóv. s.l. Meðaltekj- ur allra annarra fullvinnandi karla voru frá 110 til 144 þús. krónur í nóvember - hæstar hjá sérfræðing- um og atvinnurekendum. Meðaltekjur fullvinnandi verka- kvenna voru 57.000 kr. en kvenna í skrifstofu- og þjónustustörfum um 75.000 krónur. Nær 9 af hverj- um 10 konum teljast til þessara tveggja stétta, en aðeins rúmlega þriðjungur karlanna. Verkamannafjölskyldur skera sig úr Fjölskyldum var skipt í stéttir eftir starfi þeirra karla og kvenna sem lentu í úrtakinu. Miðað við þannig skiptingu voru fjölskyldu- tekjur sem hér segir: Fjölskyldutekjur nóv. 1988 Verkafólk 119.000 kr. Iðnaðarmenn 153.000 kr. Skrifst./þjónust. 162.000 kr. Sérfr./atvinnurek. 178.000 kr. Sjómenn/bændur 160.000 kr. Tekið var fram að meðaltekjur bænda voru töluvert lægri en sjó- manna. Um 67% karla yfir 90.000 Af konum á vinnumarkaði voru 62% í fullu starfí, en 96% karl- anna, sem virðist ótrúlega hátt hlutfall þegar litið er til þess að könnunin náði til fólks allt frá 18 og upp að 75 ára aldri. Af fullvinnandi körlum höfðu aðeins 7% undir 60.000 kr. mánað- artekjum, en 37% fulivinnandi kvenna. Með tekjur á bilinu 60.000 til 90.000 voru 27% karlanna en 40% kvennanna. Um tveir þriðju (67%) allra karlanna voru því yfir þessum Heildar- og fjölskyldutekjur í starfsstéttum. Karlar og konur saman. Nóvember 1988. 200000 Kr. á mán. 100000 0 Svörtu súlurnar sýna tekjur þeirra kvenna og karla sem lentu í úrtakinu, skipt eftir starfstéttum sem þau tilheyra. Strikuðu súlurnar sýna svo heildartekjur fjölskyldna þeirra, þ.e. þegar tekjur maka hafa bæst við. T.d. er athyglisvert, að þar sem sérfræðingar (háskólafólk) og atvinnurek- endur (sem nær eingöngu eru karlar) eru svarendur eiga makar hlutfallslega lítinn hlut í fjölskyldutckjunum. Þar sem svarandi vinnur við skrifstofu/þjónustustörf (mikill meirihluti konur) á maki hins vegar helming fjölskyfduteknanna. Þegar litið er á fjölskyldutekjurnar eru verkamannafjölsky Idurnar þær einu sem skera sig verulega úr - allar aðrar hafa yfír 150.000 mánaðartekjum úr að spila. % 50 Verkafólk IðnaBarmenn Skrifst.fólk Sérfr./atv.rek Bændur/sjómenn Verslunar- og skrifstofustörf eru að verða alger kvennagrein, samkvæmt könnuninni og í svipað horf virðist sækja með almenn verkamannastörf. Þótt karlar hafi ekki fagmenntun úr skóla fara þeir í störf verkstjóra, lögreglu og/eða annarskonar gæslu og stjórnun og fara þar með í hóp iðnaðarmanna í þessari flokkun. mörkum, en innan við fjórðungur (23%) fullvinnandi kvenna. Aðeins 3% kvennanna náðu yfir 150.000 kr. tekjur, en hins vegar 22% karlanna, hvar af nær helm- ingurinn var yfir 180.000 kr., en ekki ein einasta kona náði yfir það mark. -HEI Kellogg’s Crunchy Nut með óvæntri viðbót: Kornflögurnar kvikar Húsfreyjan tók fyrst eftir pöddunum á sínum diski og hrópaöi upp yfir sig, en þá hafði húsbóndinn þegar stungið upp í sig tveim skeiðum en þegar hann athugaði málið, sá hann þegar nokkrar pöddur á sínum diski líka. Þessi uppákoma varð í húsi í Reykjavík á föstudaginn var þegar hjón ein ætluðu að gæða sér á kornflögum. Pakkinn var keyptur á fímmtudag- inn var í matvöruversluninni í Aust- urstræti sem áður hét Víðir og var hann opnaður á föstudag og hellt úr honum á tvo diska og mjólk út á eins og gert er. „Það er erfítt að segja hvenær kvikindin komast í vöruna, hvort það er á lager, í verslun eða þegar vörunni er pakkað. Þegar svo mikið líf er orðið í pakkanum eins og raunin er, er það síðastnefnda líkleg- ast.“ Þetta voru orð Matthíasar Eydal skordýrafræðings á Keldum þegar blm. kom með pakka af Kellogg’s Crunchy Nut komflögum, en í inni- haldi hans var krökkt af brúnum kvikindum. Að sögn Matthíasar er um að ræða mjölbjöllu, Tribolium de- structor, en Danir kalla hana lýsól- bjöllu vegna þess að hún gefur frá sér vökva með mjög sterkri lykt sem minnir á lýsól. Kvikindið er upprunnið frá hita- beltislöndum Afríku og það var fyrst greint í Danmörku árið 1943 en er nú þekkt um mest allan heim. Bjallan er 5-6 mm löng, 2 mm breið og lirfurnar sem Iíkjast ormum eru um 10 mm á lengd. Bjalian er mjög lífseig og þrífst ágætlega í mjöli og mjölvörum, svo sem brauði og kexi og auðvita kornfleksi og nær háum aldri. Hún getur orðið allt að fimm ára gömul. Þróun hennar frá eggi til fullvax- innar bjöllu tekur við venjulega stofuhita (19-20 gráður C) um einn mánuð. Matthías sagði að til rannsókna- stofunnar að Keldum bærust árlega um eitt til tvö hundruð tilfelli af skordýrum í matvöru og væri nijöl- b'jallan eitt algengasta kvikindið. Bjöllurnar eru mikið á ferðinni og því erfitt að útrýma þeim. Ef þær komast í skápa þá er ráðið það að ryksuga skápana að innan og sprauta síðan með skordýraeitri. -sá Mjölbjallan - Tribolium destructor - er allstór og vel sjáanleg með berum augum. Það var heldur ókræsileg sýn sem birtist þegar hellt var úr pakkanum og pöddurnar hlupu fram og til baka til að leita skjóls undir kornflögunum. Tímamynd Pjetur NUT C0RN FLAKES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.