Tíminn - 31.01.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.01.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. janúar 1989 Tíminn 7 Aðgerðir til stuðnings loðdýrabændum: Fóður lækkað, oglán lengd Ríkisstjórnin hefur fjallað um erfiða stöðu loðdýrarækt- arinnar að undanförnu og hefur nú verið ákveðið að verja 55 milljónum til að greiða niður fóður til greinar- innar, Framleiðnisjóður taki 60 m.kr. lán til skuldbreyt- inga og lengingar lána loð- dýrabúa, frestað verði af- borgunum á lánum og fleira. Sú ákvörðun að verja 55 milljón- um til lækkunar á framleiðslukostn- aði minka- og refaskinna samsvarar því að fóðurverð lækki um það bil um 3 kr. á hvert kíló. Það jafngildir um 165 króna lækkun á hvert minka- skinn og um 400 króna lækkun á hvert refaskinn. Samfara þessu er í athugun að koma á fót sérstökum verðjöfnunarsjóði fyrir loðdýrarækt- ina, eða sambærilegu fyrirbrigði sem gæti auðveldað loðdýrabændum að mæta verðsveiflum á framleiðslu þeirra í framtíðinni. Til þessa hafa íslensk skinn verið boðin upp á mörkuðum í Danmörku og eins og stendur er verðið mjög óhagstætt, bæði á minka- og refaskinnum og er skemmst að minnast 30% verðfalls er varð á janúaruppboðinu í s.l. viku. Byggðastofnun hefur frá því í sumar haft frumkvæði að því að aðstoða fóðurframleiðslustöðvar loðdýrabænda við að breyta skamm- tímaskuldum í langtímalán og auka hlutafé í viðkomandi fyrirtækjum. Petta hefur verið gert í samráði við fyrirtæki er tengjast fóðurstöðvun- um, s.s. viðskiptabankana, kaupfé-- lögin á staðnum og fiskvinnslufyrir- tæki er selja úrgang sem nýttur er í fóðrið. Nú er þeirri vinnu að mestu lokið. Til þess að sú skuldbreyting sem hefur átt sér stað hjá fóður- stöðvunum glatist ekki verður að skuldbreyta hjá loðdýrabænd- um,viðskiptavinum stöðvanna, en þeir eru margir illa staddir og sjá ekki fram á að geta staðið í skilum með skuldir sínar við stöðvarnar. Til að auðvelda Framleiðnisjóði að koma til móts við loðdýrabændur hefur verið ákveðið að Seðlabankinn fresti afborgunum af lánum til sjóðs- ins og verði hluta af því fé varið til að greiða út á árinu 1989 framlög til búháttabreytinga innan greinarinnar sem boðið var uppá s.l. haust. Frá þessum búháttabreytingum var skýrt í Tímanum fyrir skemmstu, en um var að ræða að veittur var 10.000 kr. styrkur á hverja refalæðu til að breyta úr ref í mink, en einnig gátu bændur þegið fjárhæðina sem rek- strarstyrk og búið við refi áfram. í>á mun Stofnlánadeild landbún- aðarins einnig fresta afborgunum af lánum til loðdýraræktarinnar í þeim tilfellum þar sem þess reynist þörf vegna fjárhagslegrar endurskipul- agningar. - ág PLASTPOKAR Magnús E. Finnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna hafði samband við Tímann vegna greinar sem birtist í blaðinu á föstudag. í greininni er haft eftir starfsmanni Kaupmannasamtakanna að formleg beiðni um undanþágu frá verðlags- lögum sem banna samráð um vöru- verð vegna sölu á plastpokum hafi ekki verið send verðlagsráði. Magn- ús gerði athugasemd við þetta og sagði beiðni þessa efnis hafa verið senda í byrjun mánaðarins. jkb NYTT! AUKABUNAÐUR ADSOPSHJOL A SÓPVINDU AUTO-WRAP1200 MÆTTIR TIL LEIKS INNIFALID í VERÐI M.A.: ■ Hjólin auka vinnubreidd sópvindu og raka heyinu inn fyrir sópvinduhorniö. • Baggasparkari • Tvöfaldur hjöruliður í drifskafti • Sjálfvirk þræðing á garni ' • Sjálfvirkt smurkerfi á drifkeðju • Vökvalyft sópvinda • Yfirstærð af dekkjum 11.5/80-15.3 • Grind yfir sópvindu fyrir smágert hey • Vökvadeilir til tengingar á einvirkt vökvaúrtak FULLTVERÐ KR. 633.000.- SÉRSTAKUR AFSLÁTTUR V/HAGSTÆÐRA SAMNINGA VIÐ FRAMLEIÐANDA KR. 73.000.- TILBOÐSVERD KR. 560.000.- VERÐ KR. 27.000.- Vegna mikillar eftirspurnar eftir þessum vélum frá framleið■ anda biðjum við bændur að gera pantanir sem fyrst G/obus? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 Rúllupökkunarvél ■ Alsjálfvirk pökkunarvél ■ Ein og sama vélin tekur upp baggana, pakkar og staflar í þrjár hæðir án þess að ökumaður þurfi að yfirgefa dráttarvélina ■ Norska Auto-Wrap 1200 rúllubindivélin er prófuð af opinberum prófunarstöðvum í Noregi og Bretlandi og hefur fengið ein- staklega góða dóma. ■ Auto-Wrap 1200 rúllupökkunarvélin fékk 1987 og 1988 fyrstu verðlaun á Royal Show, stærstu landbúnaðarsýningu Breta, sem merkasta nýjungin í vélum til með- höndlunar á rúlluböggum. ■ Auto-Wrap 1200 rúllupökkunarvélin er sett framan á ámoksturstæki dráttarvéla og býður upp á þægilega vinnustellingu fyrir ökumann. ■ Áuto-Wrap 1200 rúllupökkunarvélina má einnig setja á þrítengibeisli. Rúllubindivél Welgererfrumherjinn í smíði rúllubindivélaog er mest selda rúllubindivélin í V-Evrópu. Margir aðrir framleiðendur smíða sínar rúllubindivélar eftir framleiðsluleyfi frá Welger. i ví =i i n =i n TILBOÐ TIL 10. FEBRÚAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.