Tíminn - 02.02.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.02.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 Tíminn 7 Seólabankinn - gengi fellt um 22% á ellefu mánuöum: Verðbólga 12% til vors án frekari kauphækkana T nvínm HfiotíAinHiim £f>ftlatiankanc pr rifÍQr^ nnn qA nftir í nýjum Hagtíðindum Seðlabankans er rifjað upp að eftir að hafa búið við nær stöðugt gengi í meira en þrjú ár (nóv. 1984 til febr. 1988) hafa nú fjórar gengisfellingar skollið á landsmönnum á minna en ellefu mánuðum. Þessar gengis- fellingar hafa hækkað verð erlendra gjaldmiðla um 28,1% að meðaltali og lækkað gengi krónunnar um 21,9% samtals. Gengi Kanadadollars hækkaði mest, um 45,8%. Á sama tíma hækkaði yen um 35,1%, Banda- ríkjadollar um 33,7%, og steri- ingspund um 31,4%. Norrænir gjaldmiðlar utan EB hækkuðu um 29%, en EB gjaldmiðlarnir í kring um 22% á tímabilinu, þ.e. frá 29. febrúar 1988 til 3. janúar 1989. Frá því að verðstöðvun hófst í september og þar til í byrjun janúar svaraði hækkun framfærslu- vísitölunnar til 6% á ársgrundvelli samanborið við 23% verðbólgu næstu fimm mánuði þar á undan. Vegna hækkunar á óbeinum sköttum, gengisfellingar krónunn- ar og lögbundinna launahækkana 15. febrúarn.k. segirSeðlabankinn að verðlag komi hins vegar til með að hækka nokkuð á fyrrihluta þessa árs. Einnig megi búast við ein- hverjum verðhækkunum í kjölfar meira frelsis í verðlagsmálum frá 1. mars n.k. „Samkvæmt útreikningum Seðla- bankans verður verðbólga a.m.k. 12% á fyrsta þriðjungi ársins 1989, ef miðað er við framfærslukostnað. Við þessa útreikninga eru aðeins þegar ákveðnar launabreytingar lagðar til grundvallar", segir í Hagtíðindum. f>á segir Seðlabankinn gengis- fellinguna 3. janúar s.l. gefa tilefni til að endurskoða nýlega birt mat á raungengi og saamkeppnisstöðu. Gengisfellingin valdi því að raun- gengi krónunnar lækki enn frekar og verði á fyrsta ársfjórðungi 1989 svipað og það var um mitt ár 1987. Raungengi krónunnar hafi því lækkað umtalsvert frá því það stóð hæst um áramótin 1987/88. Sú lækkun sé nær 9% miðað við verðlag og rúmlega 13% ef miðað er við launakostnað. Vegna þess hve þróun afurða- Gengisbreyting Gengisbr. frá árslokum 1987 lækkun hækkun lækkun hækkun 1988: krónu gjaldm. krónu gjaldm. 29/2 6,00% 6,38% 6,0% 6,4% 16/5 10,00% 11,11% 15,4% 18,2% 28/9 1989: 3,00% 3,09% 17,9% 21,9% 3/1 4,88% 5,13% 21,9% 28,1% Vísitölur samkeppnisstöðu 1979 = 100 Sjávar- Útfl.- Samk,- Vegið útvegur idnaður iðnaður meðaltal 1980-831' 94,5 95,3 97,2 95,2 1984-861' 104,5 96,5 101,4 103,2 1987 104,1 76,5 95,1 99,9 19882> 97,7 77,6 93,3 95,1 19893) 99,4 81,0 97,8 97,6 1) Meðaltal 2) Áætlun 3) Janúar-júní, spá. verðs hafi verið sjávarútvegi óhag- stæð að undanförnu hafi sam- keppnisstaða hans þó ekki batnað jafn mikið og lækkun raungengis bendir til. Hins vegar séu horfur á að minna framboð botnfiskafurða úr Norður-Atlantshafi ásamt al- mennum hagvexti í helstu við- skiptalöndum komi til með að valda einhverjum verðhækkununt á sjávarafurðunt á næstu misserum. Gangi þetta eftir gæti hagur sjávar- útvegs vænkast enn frekar á þessu ári, að því tilskildu að fiskvinnslu- fyrirtækjum lakist að draga úr tilkostnaði á móti minnkandi afla. Þó samkeppnisstaða úttlutning- siðnaðar hafi heldur skánað frá 1987 segir Seðlabankinn hana hins vegar cnn mun erfiðari en hjá sjávarútveginum og spáir því að svo verði áfram þetta ár. Seðlabankamenn taka fram að í útreikningum hans sé hvorki reikn- að með áhrifum vaxta á samkeppn- isskilyrði, né heldur með ónotaðri afkastagetu framleiðslutækja, heldur sé gert ráð fyrir að hlutað- eigandi aðilar beri ábyrgð á að aðlaga afkastagetu að framleiðslu- möguleikum. - HEI 2. áfangi boðinn út Ákveðið hefur verið að bjóða út 2. áfanga íþrótta- húss íþróttafélags fatlaðra, en í þessum áfanga felst að reisa húsið tilbúið undir málningu, ráðgert er að þeim áfanga verði Iokið í desember á þessu ári. íþróttahúsið verður fyrsta sérhannaða íþróttahúsið fyrir fatlaða á Norðurlöndum. íþróttafélag fatlaðra lauk við grunninn að húsinu 1984. Fram- reiknað til dagsins í dag er áætlað að heildarkostnaður við hann sé um 4 milljónir króna. Síðan þá hafa fram- kvæmdir legið niðri, fyrst og fremst vegna þess að félagið var að safna fyrir þeim skuldum sem það hafði stofnað til. Félagið varð skuldlaust vegna íþróttahússins á árinu 1986. Nú er hægt að ráðast í að bjóða út 2. áfanga byggingarinnar vegna þess að eftir árangur fatlaðra íþrótta- manna á Olympíuleikum fatlaðra í Seoul vænkaðist verulega fjárhagur félagsins. Byggingasjóðurinn hefur nú til ráðstöfunar 19 milljónir króna. Munar þar mest um fjáröflun sem Rás 2 gekkst fyrir meðal almennings í landinu föstudaginn 28. október s.l. en þá söfnuðust um 6 milljónir króna. Einnig fær félagið 5 milljónir af aukafjárveitingunni sem ríkis- stjórnin veitti íþróttasambandi fatl- aðra og borgarráð Reykjavíkur hef- ur lofað 5 milljóna framlagi á fjár- hagsáætlun 1989. Að auki kemur til annar fjárstuðningur og gjafir sem félaginu hafa borist. Hvenær hægt verður að ráðast í lokaáfanga byggingarinnar liggur ekki fyrir. I þeim áfanga felst frá- gangur á gólfi, loftræstingu, innrétt- ingar og allur lokafrágangur. Bygg- inganefnd vonast til að það geti orðið á árinu 1990. Að lokum má geta þess að íþrótta- félag fatlaðra verður 15 ára í vor og félagsmenn eru um 600 talsins í dag. SSH Hér má sjá aðstoðarfólk tannlækna kynna tannvernd og tannheilsu, en slík kynning mun fara fram í stórmörkuðum á tannvemdardaginn, sem er á morgun, fÖStudag. I'imamyad: \mi RJini Tannverndarráð gegn óhóflegu sælgætisáti Tannverndarráð mun standa fyrir tannverndardegi á morg- un,föstudag.Fram hefur komið að íslensk börn og unglingar borða og drekka mikið meira af sælgæti og gosdrykkjum en jafnaldrar þeirra í Finnlandi. Tannverndardagur er sá sjötti sem haldinn er allt frá upphafi. í tengsl- um við hann verður lögð aðaláhersla á umfjöllun um matarvenjur íslend- inga og fluortannkrem. Aðstoðarfólk tannlækna mun veita fræðslu um varnir gegn tann- skemmdum í stórmörkuðum og tannfræðingar heimsækja sjúkra- stofnanir. Áletrun kostuð af viðkomandi sveitarfélögum verður sett á strætis- vagna Reykjavíkur og Kópavogs. Einnig verða birtar greinar í fjöl- mtðlum skrifaðar af lækni, næring- arfræðingi og tannlæknum. Eru kennarar hvattir til að nota greinarn- ar við kennslu í skólum landsins. „Meira en helmingur íslenskra barna og unglinga borðar sælgæti og drekkur gos daglega eða oftar á móti 7% daglegu sælgætisáti og 15% gos- drykkju finnskra barna og unglinga" sagði Magnús R. Gíslason yfirtann- læknir í samtali við Tímann. Hann sagði Tannverndarráð ekki beita sér sérstaklega fyrir minnkuðu áti sæt- inda á bolludag eða öðrum hátíðum. „Pað sem við viljum sporna gegn er þetta sífellda sælgætisát í tíma og ótíma." Magnús sagði það samt ekki svo vitlausa hugmynd að leiða hugann öðru hvoru að magni sælgætis sem íslendingar borða. Hann nefndi sem dæmi áætlaða sölu á páskaeggjum sem mun vera yfir 400 þúsund hér á landi um hverja páska. Samkvæmt útreikningum þjóð- hagsstofnunar var keypt hér á landi árið 1987 sælgæti fyrir 3,6 milljarða króna. Pá keyptum við gosdrykki fyrir 2,4 milljarða króna. Samtals gerir þetta rúma 6 milljarða króna sem er meira en öll lán Húsnæðisstofnunar ríkisins það sama ár. Meira en helmingi fleiri tennur skemmast í Islendingum en í öðrum Norðurlandabúum og Bandaríkja- mönnum. Árið 1987 þurfti Trygg- ingastofnun ríkisins að greiða 330 milljónir fyrirtannlækningaþjónustu landsmanna. Þetta er ef til vill ekkert undarlegt sé mið tekið af því að hér á landi er ein sjoppa fyrir hverja 300 til 400 íbúa. Sumstaðar eru þær jafnvel helmingi fleiri eða ein sjoppa á hverja 150 til 200 íbúa. Til saman- burðar má geta þess að í Helsingfors er að meðaltali ein sjoppa fyrir hverja 1200 íbúa. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.