Tíminn - 02.02.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.02.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISS^IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúslnu v/Tryggvogötu. S 28822 _liánnéi^*larfaa' © VERÐBRÉFAVIÐSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Q rjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til afgreiöslu í dac 3 l Þar fii r borgarl búa vegi ■ I þvngra en minnismerki Nokkrir borgarfulltrúar kynntu í gær tillögur sínar um fjárhagsstjórn borgarinnar. í tillögun- um er gert ráð fyrir annarri forgangsröðun verkefna hjá borginni þannig að 600 milljónir króna verði færðar milli útgjaldaliða frá því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun meirihlutans. Gert er ráð fyrir að færa 600 milljónir frá gæluverkefnum meirihlutans. Þannig verði fram- lög til hringleikahúss á Öskjuhlíð skorin niður, hætt verði við að taka lán fyrir Bílastæðasjóð til byggingar bílageymsluhúss og hætt verði við byggingu ráðhúss- ins að öðru leyti en því að lokið verði við bílageymsluna á tjarnar- botninum, hún gerð vatnsþétt og vatninu síðan fleytt yfir þannig að hún verði undir vatnsyfirborð- mu. Borgarfulltrúarnir; þeir Sigrún Magnúsdóttir Framsóknarflokki, Bjarni P. Magnússyni Alþýðufl., Elín G. Ólafsdóttir Kvennalista, Guðrún Ágústsdóttir, Alþ- bandal. og Kristín Á. Ólafsdóttir Alþbandal. gagnrýndu fjárhags- áætlun meirihlutans og sögðu að í henni væru tekjur verulega vanáætlaðar. Það alvarlegasta við hana væri þó hve lítið tillit til íbúa borgarinnar og félagslegra þarfa þeirra ætti að taka. Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi framsóknarmanna greindi frá tillögum sínum um að borgin keypti lítil snjóruðningstæki til að hreinsa snjó af gangstéttum. í samtali við Tímann sagði hún að fráleitt væri að íbúar norðlægrar borgar skyldu þurfa að eiga í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar fótgangandi um leið og snjór félli. í borgum nágranna- landanna gengi það fyrir að ryðja snjó af gangstéttum. Hér væri hins vegar farið þannig að snjó er rutt af akbrautum upp á gang- stéttir. Bæklunarlæknar segðu að um leið og færð versnaði á gangstétt- um vegna snjóa og hálku, þá fjölgaði beinbrotum verulega og samhengið þar í milli væri aug- Ijóst. Því mætti hiklaust gera ráð fyrir að þótt varið yrði tíu milljón- um til þessa, þá yrðu tækin fljót að borga sig þegar beinbrotum fækkaði. Sigrún gerði einnig grein fyrir tillögu sinni um að umhverfis- málaráði yrði falið að gera merkta gönguleið úr miðbænum og upp í Heiðmörk sem nýta mætti sem gönguskíðaleið að vetrinum. Jafnframt verði gert ráð fyrir reiðgötu og gætu hesta- menn þá riðið í bæinn á tyllidög- um og auðgað og gefið mannlíf- inu lit. Þá sagði Sigrún frá tillögu um að auka viðhald skólahúsa sem er í mörgum tilfellum afar ábóta- vant, enda vantaði nú a.m.k. 180 milljónir til að forða eignunum frá frekari skemmdum. í tillög- unni er gert ráð fyrir að árlega verði varið til þessa 60 milljónum. Þá er í tillögum borgarfulltrú- anna gert ráð fyrir að forsendur fjárhagsáætlunar meirihlutans standist í höfuðatriðum en athug- unarefni sé hvernig verja á fjár- munum borgarbúa. Borgarfulltrúarnir vilja að fjár- veitingar til dagvistunar verði stórauknar. í stað 67,7 milljóna meirihlutans verði varið 172,6 milljónum úr borgarsjóði. Ekki veiti af því dagvistunarmál séu nú í ólestri og vanrækslu hjá meiri- hlutanum og 2 þúsund börn á biðlistum. Þá skal hefja undirbúning að byggingu tveggja tilraunaskóla í Grafarvogi en í skólunum skal fara fram skólahald, rekstur dag- heimilis og dagvistunar. Nokkrir borgarfulltrúar kvnntu breytingartillögur við fjárbagsáætlun Reykjavíkur á fúndi með fréttamönnum í gaer. Frá vinstri; Guðrún Agústsdóttir, Bjarni P. Magnússon, Sigurjón Pétursson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Elín G. Ólafsdóttir. Lagt er til að komið verði á unglingahúsi í miðbænum fyrir 15-18 ára unglinga sem rekið verði, að svo miklu leyti sem unnt er, á forsendum unglinganna og af þeim sjálfum. Starfsemi þess myndi draga úr reiðileysishangsi unglinga í miðbænum um helgar og vandræðum sem af því hljótast fyrir unglingana sjálfa og aðra. Félagsmiðstöðvum verði kom- ið á fót í Austurbæ og í Selja- hverfi, hjúkrunarheimili fyrir aldraða verði reist, komið verði á sambýli og dagvist aldraðra, hraðað verði framkvæmdum við B-álmu Borgarspítalans og heilsugæslustöð verði opnuð við Hraunberg. Fram kom að söluíbúðastefna meirihlutans væri nú búin að sanna ógagnsemi sína svo óyggj- andi væri. Með því að borgin keypti hús- næði til að leigja út og setti í það 20 milljónir eins og tillaga borg- arfulltrúanna gerir ráð fyrir, mætti koma flestöllum þeim fjöl- skyldum, sem leitað hafa til Fé- lagsmálastofnunar vegna hús- næðisleysis, í húsnæði. Þá telja fulltrúarnir að borgin skuli leita eftir samningum við Búseta um að Búseti byggi kaup- leiguíbúðir fyrir það fé sem borg- in fær til þessa frá Húsnæðisstofn- un. Til endurgjalds fái borgin bú- seturétt í húsunum til handa ein- stæðum foreldrum, fötluðum og námsmönnum eftir því sem við á hverju sinni. Sigrún Magnúsdóttir sagði að ljóst væri að meirihlutinn legði höfuðáherslu á að byggja fánýt minnismerki um stjórn sína eins og fram hefði margsinnis komið. Hins vegar þyrfti að leggja áherslu á að sameiginlegum fjár- munum borgarbúa verði varið til sameiginlegra þarfa þeirra og til ánægju og yndisauka. Viðhorf meirihlutans komi skýrt fram í fjárhagsáætluninni, meðal annars í málum sem skiptu afar litlu fjárhagslegu máli. Þann- ig hefur hann t.d. fellt niður lið eins og bókmenntakynningu í skólum og skorið niður lág fram- lög til æskulýðsmála. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar verður til síðari umræðu og afgreiðslu á fundi borgar- stjórnar í kvöld og þar munu þær tillögur lagðar fram, sem hér hafa verið nefndar, auk annarra til- lagna. Búast má við miklum og hörðum umræðum um áætlunina og einstök atriði hennar og h'klegt að umræður standi fram á morgun. -sá Flutningaskipiö Selnes í hættu um 140 sjómílur út af Ingólfshöfða: Sjór komst í jafnvægistank Flutningaskipið Selnes stefnir nú til Englands samkvæmt áætlun eftir að leki kom að skipinu í gærmorgun. Skipstjóri Selness óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar um klukkan 5 í gærmorgun og var þá komin tölu- verð slagsíða á skipið þar sem það var um 140 sjómílur út af Ingólfs- höfða. Ekki kom þó til að aðstoðar Landhelgisgæslunnar væri þörf og lenti þyrla gæslunnar í Eyjum og beið þar átekta og sneri síðar meir heim aftur. Þungur sjór var á þcssum slóðum og ein sjö til átta vindstig, svarta myrkur og reyndist því erfitt að átta sig á aðstæðum fyrsta kastið. Skipverjum tókst að dæla sjó úr einum jafnvægistanki skipsins og með því að rétta það á nýjan ieik. Þegar dælt hafði verið úr tankinum komust skipverjar að orsökinni fyrir því að sjór komst í tankinn. Innfallsventill mun hafa gefið sig og flæddi sjór inn í skipið. Aðstoð Landhelgisgæslunnar reyndist því óþörf en hún brást skjótt við þegar kallið kom. Tvö flutningaskip í nágrenni við Selnesið sneru af leið sinni til móts við skipið, þegar fréttist hvernig ástatt var, en þau tóku aftur upp fyrri áætlun sína þegar sýnt þótti að allt færi á besta veg. Selnesið er lestað vikri á leið til Englands. Þegar Tíminn ræddi við loftskeytastöðina í Vestmannaeyj- um seinnipartinn í gær hafði Selnesið tekið stefnuna á írland. - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.