Tíminn - 11.02.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 11.02.1989, Qupperneq 2
12 HELGIN Laugardagur 11. febrúar 1989 Verkstjóri í járniðnaði Kaupfélag Rangæinga vill ráða verkstjóra til starfa á vélsmiðju félagsins á Hvolsvelli. Starfið er fólgið í því að stjórna framleiðslu- og þjónustuverkefnum. Umsækjandi þarf að hafa faglega þekkingu og reynslu í stjórnun. Umsóknir sendist til Ólafs Ólafssonar kaupfélags- stjóra sem veitir upplýsingar um starfið. Kaupfélag Rangæinga Nýtt símanúmer Iðnaðarráðu- % neytisins verður frá og með mánudegi 13. febrúar 609420 Iðnaðarráðuneytið Bókin er í tveimur bindum og fæst ó forlagsverði ó skrifstofu Hreyfils, Fellsmúlo 24-26, sími 685520 eðo 685521. SAMVINNUFELAGID HREYFILL-SAGA OG FELAGATAL-1943-1988 Myndir og myndmál • Sigurður Óskar Sigvaldason FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða læknafulltrúa I á röntgendeild er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 15. febrúar n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 9622100 Hann fór í Kanalinn athygli fyrir gáfur hans og mann- kosti. Varð hann efstur skólapilta veturinn 1745 við miðsvetrarprófin, sem Harboe stýrði sjálfur, og tók Harboe hann nú í hús til sín og lofaði að annast uppfóstur hans og frama. Haustið 1745 er Harboe hafði lokið ætlunarverki sfnu hér, tók hann Jón með sér utan. Mun hann rétt hafa fengið færi á að kveðja foreldra sína, áður en látið var í haf með Hólms- skipi frá Reykjavík. Nú voru heldur en ekki orðin umskipti á högum hins fátæka drengs, frá því hann braust einn sins liðs um brekkur og klungur til móð- urbróður síns, fáum árum áður. Hann fór með Harboe í fyrirmann- legum vögnum til foreldra hans í Slésvt'k um veturinn 1746 og þaðan að nýju til Kaupmannahafnar. Næsta sumar lá leiðin til Niðaróss í Noregi, þar sem Harboe beið bisk- upsembætti, en um þetta leyti var Noregur undir danskri stjórn. Var Jón Eiríksson nú settur í skóla í Þrándheimi undir leiðsögn þess mæta skólamanns, Dass rektors, sem kominn var af Peter þeim Dass er orti „Norðurlandstró- met.“ Jón kunni vel að meta þetta menntatækifæri og náði brátt hylli læriföður síns vegna óvanalegra framfara í grísku. Varhann „dimitt- eraður" úr skólanum sumarið 1748 og ritaðist inn í Kaupmannahafnar- háskóla hið sama haust. Háskólaár í upphafi lagði Jón Eiríksson sig eftir grísku og heimspeki við skólann og líkt og Dass áður, fékk grísku- kennari hans hið mesta álit á honum, svo fádæmi voru. Jafnframt sótti hnn fyrirlestra í ýmsum fleiri grein- um, svo sem rökfræði, stjörnufræði og náttúrufræði hjá fremstu lær- dómsmönnum í þessum greinum við skólann. Jón hafði nú sökkt sér svo mjög niður í erlend mál að þcgar hann kom inn á „Regensinn“ eða stúd- entagarðinn, sem íslendingar áttu fremur öðrum aðgang að samkvæmt konungsboði, þá fannst samstúdent- um hans sem hann hefði fullmjög týnt niður móðurmálinu og höfðu hann að spotti fyrir vikið. Féll Jóni þetta þungt og varð það til þess að hann sótti eftir að komast inn á fornritasafn Árna Magnússonar á bókasafni háskólans og lesa þar íslensk fræði. Var þetta í fyrstu til þess gert að firra sig vömm en fyrr en varði tók hann að sökkva sér niður í þessi fræði af miklum ákafa og hélst þessi ást hans á fornum fræðum til dauðadags. Jón sótti námið við háskólann af fyrri ástundun og ákafa og er sagt að oft hafi hann gengið um gólf í herbergi sínu og rökrætt við fram- liðna höfunda fornaldarinnar á grísku eða latínu, til þess að liðka sig í þessum málum. Gerðist hann enda svo fær í fræðum sínum að hann gat unnið sér inn aukaskilding með því að taka saman ræður og ritgerðir fyrir þá stúdenta sem miður sóttu nántið. í upphafi var það ætlun Jóns að leggja stund á guðfræði og verða prestur eða skólameistari, en frá því hvarf hann, þar sem hann sagði að sér ægði sú ábyrgð og vandi, sem prestar og kennendur þyrftu að axla. Mun það hafa gert hann enn frá- hverfari guðfræðinni að hann hafði hlotið nokkra reynslu af kennslu, er hann tók að segja til stúdentum í ýmsum heldri manna húsum í Kaup- mannahöfn. Eftirlæti stórhöfðingja Löngum varð það lykill að frama Jóns og örlagavaldur í lífi hans hve hann hreif ýmsa hina bestu og vold- ugustu menn með gáfum sínum og persónutöfrum. Þegar hefur verið sagt frá Harboe, en nú kom annar maður til skjalanna, sem ekki reynd- ist Jóni síðri haukur í horni. Árið 1750 bar svo til að Bolle Willum Luxdorph, sem síðar varð riddari og leyndarráð konungs, stór- höfðingi, alþekktur að lærdómi og göfugleik, mæltist til að Harboe útvegaði sér íslenskan stúdent, sem bæði gæti komið sér niður í hinni gömlu, norrænu tungu og líka um- gengist hið ágæta bókasafn sitt. Benti biskup honum strax á Jón. Tók hann boðinu allshugar feginn og segir í æviágripi sínu: „Það er ekki þar með búið að Luxdorph tók við mér til áður- nefndra starfa, heldur lét hann mig matast við sitt eigið borð og hélt því fram við mig frá þvf um haustið 1750, þar til ég var kallaður burtu frá Höfn á 9. ár. Það væri skylda mín að halda á lofti þeim margföldu vel- gjörningum, hverja ég á þessum manni að þakka, ekki einungis um tiltekna tíð, heldur æ síðan... “ Að ráði Luxdorphs lét Jón nú til leiðast að hefja laganám og hlaut hann í byrjun að kennurum nafntog- aða lögfræðinga, þá Stampe og Kofoed Ancher, þótt ekki nyti hann handleiðslu þeirra allan námstíma sinn, en það harmaði hann stórum síðar. Gerði Kofoed Ancher hann loks að meðkennara sínum við skól- ann til að halda opinbera fyrirlestra. Þegar Jón loks tók lagaprófið voru það þeir Stampe og Kofoed Ancher sem báðir komu sérstaklega til að yfirheyra hann, þótt báðir hefðu þeir þá látið af slíkum störfum fyrir lasleika sakir og aldurs. Ráku þeir þannig smiðshöggið á þá velvild sem þeir báru tii Jóns og sannar þetta enn í hvílíkum dáleikum hann var meðal fyrirmanna sinnar tíðar. Jón var nú þrítugur að aldri. Þegar hér var komið sögu hafði orðstír hans borist til íslands fyrir löngu og hann varð bréfavinur Finns biskups Jónssonar, sem valdi Jón fyrir leiðbeinanda og fjárhaldsmann Hannesar, sonar síns, þegar sá síðarnefndi kom til Hafnar. Prófessor í Sórey Eftir að hann hafði lokið lagaprófi bárust Jóni ýmis tilboð um embætti, þar á meðal dómarastarf í nýlendum Dana í Vestur - Indíum, en hann taldi sig of linan til heilsu svo hann gæti tekið því boði. Vinir hans hvöttu hann til að gerast advokat í Hæstarétti, en Jón kaus síður að gegna embætti, sem gjarna bakaði mönnum óvild og stríð. Helst vildi hann fá eitthvert embætti við sjálfan háskólann, en það lá ekki á lausu um þessar mundir. Ekki leið þó á löngu þar til úr rættist, því Juel leyndarráð ákvað að ráða hann sem prófessor í lögspeki við riddaraháskólann í Sórey. Samt var Jón á báðum áttum: Frést hafði að samkomulaginu milli kennara og prófessora í Sórey væri afar ábóta- vant. En þar sem Harboe eggjaði hann að taka tilboðinu lét hann undan. Kappkostaði hann að blanda sér ekki í deilurnar innan skólans og mun honum hafa tekist að sigla milli skers og báru, þótt tvö fyrstu árin muni hafa orið honum að mörgu leyti angursöm. Var Jón prófessor í Sórey til ársins 1771, eða í ellefu ár. Er það mál manna að á meðan hann dvaldi þar prófessor hafi skólinn staðið í meiri blóma en nokkru sinni með tilliti til lærdóms og vísindaiðk- ana. Árið eftir að hann kom til Sóreyj ar kvæntist hann jómfrú Kristínu Mar- íu Lundgaard frá Kaupmannnahöfn, en þau höfðu þá lengi þekkst. Varð sambúð þeirra löng og eignuðust þau tíu börn og lifðu sjö þeirra að komast á fullorðinsaldur. Voru í hópi þessum fimm piltar og tvær stúlkur. Afþakkaði gott boð Þegar Jón Eiríksson hafði verið fimm ár prófessor f Sórey fékk hann bréf þann 16. júní 1764 frá yfirhirð- marskálkinum A.G. Moltke um að hans hátign, Friðrik 5., hefði ákveð- ið að gera hann að kennara sonar síns, Friðriks erfðaprins, sem hann hafði átt með síðari konu sinni, Juliane Marie. En þar sem honum sýndist að tekjur sínar mundu ekki batna að marki við þetta og hugur hans stóð ekki til hirðglaums, þá afþakkaði hann gott boð. Veitti Moltke honum því lausn frá tignar- stöðu þessari nokkrum dögum síðar. En fleira kann að hafa búið undir. Konungurinn, Friðrik 5. var veik- geðja ofdrykkjumaður, sem á þess- um tíma var andlega og líkamlega niðurbrotinn. Hann hélt ýmsa mis- indismenn í þjónustu sinni sem höfðu lagt sig alla fram við að hafa áhrif á Kristján krónprins, (sem síðar varð Kristján 7.) sem satt að segja var næmari á lesti og lausung en hverskyns fræði. Áttu kennarar krónprinsins ekki sjö dagana sæla og er ótrúlegt að Jóni Eiríkssyni hefði orðið kennarastaðan hjá Friðrik hálfbróður hans til meiri gleði, eins og til háttaði við hirðina. Áður- nefndur A. G. Moltke varð raunar einn af fyrstu gæðingum Friðriks 5. sem Kristján 7. vísaði frá hirðinni. Að Moltke verður vikið nánar hér á eftir. Vegtyllur þyrpast að En vegtyllurnar þyrptust að Jóni eigi að síður. Árið 1769 var hann gerður að meðlimi Kgl. norska vís- indafélagsins og sama árið meðlimur Kgl. danska vísindafélagsins. Árið 1770 lá við að hann yrði gerður að stiftamtmanni yfir íslandi, þótt ekki yrði úr því. Þess í stað var hann skipaður í landsnefndina, en heimilishagir og heilsufar leyfðu ekki að han legði á sig stranga ferð til íslands, þótt hann feginn hefði viljað. Hins vegar var hann nefnd- inni ráðgefandi um þau verkefni, sem henni voru fengin. Það var svo árið 1771 að Jón Eiríksson var leystur frá störfum við Sóreyjarháskóla og uppálagt að taka sæti í hinu þá nýstofnaða norska kammeri eða ráðneyti. Aliar ofan- greindar vegtyllur bar mjög óvænt að höndum og svo óðfluga að Jón vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Er talið að sá sem að baki þessu stóð hafi enn verið A. G. Moltke, sem um árabil var voldugasti maður í ríkinu að konungi undanskildum. Sannast hér enn sem fyrr hve miklar mætur mestu gáfumenn höfðu á Jóni, því embættismaður einn sem árið 1816 hitti A. G. Moltke að máli, löngu eftir dauða Jóns, sagði að þessi aldni og eitt sinn svo valdamikli maður hefði brostið út í „viðkvæma lofræðu" um Jón, þegar hann af tilviljun bar á góma. Þessi orð hefur mátt marka, því Moltke var prýðis vel að sér um málefni íslands og bar 1816 hæstu nafnbætur allra manna í ríkinu. Lýsing Jóns Eiríkssonar Sveinn Pálsson lýsir Jóni á þessa leið: „Meðalmaður var hann á hæð, beinn og nokkuð flatvaxinn, grann- limaður að öllum vexti, þunnleitur og holdlítill hvarvetna og á efri árum mjög úttærður að sjá, alla tíð glað og skarpeygur. Rómurhans varnokkuð mjóraddaður, þó skýr, ei mjög hár og glaumlaus, þó hann talaði nokkuð fljótt. Málfæri og tungutak var sér- lega liðugt, bæði af náttúru og sí- felldri iðkun. Viðmót hans var hið alúðlegasta, þýðasta og einlægasta mót æðri og lægri og allatíð eins. Jók það ásamt með öðrum fullkomleg- heitum hans virðing, vinsæld og þann ylþokka, sem flestir báru til hans... í klæðaburði skartaði hann sem minnst mátti vera, valdi jafnan hina skrautlausustu liti og sniðin mitt á milli eldri og nýrri móðs. Aldrei bar hann gull á hatti né klæðum, er á þeim tíðum var títt, jafnvel hjá stúdentum og handverks- sveinum.“ Rentukammerið Árin 1769 - 1772 voru á margan hátt lævi blandin í Danmörku, þar sem hirðlæknir konungs, þýski læknirinn Struense, fór með hin raunverulegu völd í ríkinu og tók m.a. barnunga drottningu hins geð- veika konungs í sæng til sín og gat við henni barn. Eftir að Struense hafði verið settur af og drepinn komst ástandið í sitt fyrra horf að nýju. Var Jón Eiríksson í ársbyrjun 1773 settur inn sem „deputeraður" í vestur - indisku - gfneisku rentu og aðaltollskrifstofunni. í sama mánuði voru málefni íslands og Færeyja í verslunar og fiskveiðum einnig lögð undir hans stjórn. Má nærri geta að landar hans hugðust fá leiðrétting margra mála er svo voldugur íslend- ingur sat fyrir í Höfn og reyndist Jón Eiríksson þeim líka haukur í horni alla sína tíð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.