Tíminn - 11.02.1989, Side 5

Tíminn - 11.02.1989, Side 5
Laugardagur 11. febrúar 1989 HELGIN 15 Nokkrir þeirra starfsmanna sem vinna að verkefnum fyrir Orðabók Háskólans í tölvumiðstöðinni við Sigtún. Þetta eru þau Sveinn Clausen, Vilhjálmur Bergsteins- son, Dagný B. Þórgnýsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir og Hreinn Pálsson. hægt sé að ljúka þessu verki áður en ný kynslóð með ný áhugamál tekur við starfinu. Þetta fer þó auðvitað allt eftir því hversu miidum mann- afla við höfum á að skipa. Yfirlitsská um aðalseðiasafnið Við biðjum Jón Aðalstein að bera starfsemina nú saman við fyrri tíð, þegar hann hóf störf á Orðabókinni. „Breytingarnar eru gífurlega miklar, einkum nú síðustu árin. Áður hvíldi svo til allt starfið á örfáum mönnum sem lengi vel urðu að sinna nánast öllu sem orðabókarvinnu tilheyrir. Nú er sérhæfingin orðin meiri og tölvutæknin hefur stórlega auðveld- að mörg störf og gert ýmisiegt mögu- legt sem menn sáu naumast fram úr efni sem unnið er upp úr textanum, svo sem listi um íslensku þýðingar- orðin sem notuð eru í bókinni. Enn fremur er unnið að gerð orðabókar um tíðni orða í íslensku nútímamáli sem fyrirhugað er að út komi á næsta ári.“ Söguleg orðabók um sagnorð Við beinum þeirri spurningu til þeirra nafna hverju þessi verkefni breyti um útgáfu þeirrar stóru sögu- legu orðabókar sem stofnunin hefur verið að safna efni til um áratuga- skeið, hvort ekki eigi lengur við að spyrja hvenær „orðabókin" komi út. „Ég átti eftir að bæta einu útgáfu- verkefni við upptalninguna áðan,“ segir Jón Aðalsteinn, „sem er lang- umfangsmesta verkefnið sem ákveð- ið hefur verið að ráðast í hér á stofnuninni og markar upphafið að gerð þeirrar stóru sögulegu orðabók- ar sem þið voruð að nefna. Hér er um að ræða mjög efnismikla sögu- lega orðabók um íslensk sagnorð sem samin verður á grundvelli þess efnis sem söfn okkar hafa að geyma. Jón Hilmar hefur haft umsjón með undirbúningi þessa verks og ritar um það í yfirlitsgrein í Orði og tungu, svo að það er rétt að hann skýri nánar frá þessi verkefni." Við biðjum Jón Hilmar að lýsa því hvernig þetta orðabókarverk er hugsað. „Þessi afmörkun kemur trúlega nokkuð á óvart, því að auðvitað vilja menn fá í hendur orðabók sem tekur til orðaforðans í heild og allra orðflokka. En þegar stórt sögulegt orðabókarkver er ann- ars vegar er ekki hlaupið að því að gera öllum orðaforðanum skil. Þar sem ráðist hefur verið í slík stórvirki með öðrum þjóðum hefur útgáfan staðið yfir í langan tíma, jafnvel í heila öld eða lengur, þannig að menn fá stafkaflann a í hendur áratugum áður en von er á staf- kaflanum v. Þetta fyrirkomulag er óheppilegt, bæði fyrir þá sem að orðabókargerðinni standa og lesend- urna sem vilja hagnýta sér efnið. Við höfum hvergi nærri þeim mannafla á að skipa að við gætum lokið slíku heildarverki á fyrirsjáanlegum tíma. Hér er því vænlegra að leita leiða til afmörkunar, velja afmarkaða heild sem staðið gæti sjálfstætt sem orða- bókarverk og hægt væri að ljúka innan tiltölulegra fárra ára, en væri jafnframt áfangi að því marki að lýsa öllum orðaforðanum. Út frá þessu sjónarmiði var ákveðið að binda fyrsta áfangann við lýsingu sagn- orða. Sagnorðin eru tiltölulega lítið brot af orðaforðanum, en mjög svo fyrirferðarmikil í mæltu og rituðu máli og lýsing þeirra því margbrotin og rúmfrek í orðabókum. Með því að gera þessum orðflokki skil sér- staklega aukast einnig líkur á að samræmi náist í lýsingu einstakra orða. f húsakynnum tölvudeildar. Frá vinstri: Stefán Briem, Jörgen Pind, deildarstjóri, og Björn Þór Svavarsson. (Timamynd Ámi) Undanfari orðabókargerðar- innar er umfangsmikil tölvuskráning og greining á þeim notkunardæmum og umsögnum sem við höfum um orðin hér í söfnunum. Dæmin eru greind með tilliti til ýmissa einkenna, svo sem beygingar, setningargerðar, aldurs og merkingar, og síðan eru valin þau dæmi sem birtast eiga í orðabókartextanum. Greiningin fer fram í sérstöku gagnasafnskerfi sem við höfum aðlagað þessu verkefni. Tölvunni eru gefin fyrirmæli um tiltekna flokkun og framsetningu* greiningarþáttanna, og með því að bæta við fyrirmælum um leturskipan og umbrot er fyrir því séð að orða- bókartexti hverrar sagnar skili sér að mestu leyti í fullbúinni mynd. Efnis- skipan textanna er mjög fastbundin svo að auðvelt er að finna þau efnisatriði sem leitað er að hverju sinni. f Orði og tungu eru birt sýnishorn af orðabókartextanum eins og við getum hugsað okkur að hann verði í stórum dráttum. Eitt af því sem kann að vekja athygli þar eru ábendingaratriði og millivísarnir sem við komum fyrir á spássíunum til að opna fleiri inngönguleiðir inn í lýsinguna." Hvenær gerið þið ráð fyrir að þessi orðabók komi út? „Um það er erfitt að segja, enda aðeins fáeinir mánuðir síðan form- lega var samþykkt í stjórn Orðabók- arinnar að hefja undirbúning að útgáfu sögulegrar sagnorðabókar. Við gerum okkur þó vonir um að Jón Aðalsteinn við skrifborð Sig- fúsar Blöndals, sem er í eigu Orðabókar Háskóla íslands. (Ttmamynd Ámi) áður fyrr. Tölvuskrár yfir orðasöfnin gera okkur kleift að skyggnast í söfnin á annan og fljótvirkari hátt en áður var unnt. Nú er nýlokið gerð yfirlitsskár yfir öll orðin í aðalsafn- inu þar sem eru dæmi um orð úr prentuðu máli. Þama eru skráðar nokkrar mikilvægar upplýsingar um hvert orð, hver orðflokkurinn er, hvort orðið er samsett eða ósamsett, frá hvaða tímabili dæmi eru um orðið í safninu, hve mörg dæmin eru og hver elsta heimildin er. í þessari skrá, sem komið hefur verið fyrir í gagnasafnskerfi, er hægt að leita upplýsinga á ýmsa vegu út frá þess- um atriðum. Þess má geta að alls eru orðin í þessari skrá rúmlega 600.000.“ „Við höfum í hyggju að auka þessa skrá smátt og smátt með því að bæta við fleiri þáttum,“ bætir Jón Hilmar við. „Það er rétt að vekja athygli á því að hér er verið að stíga fyrstu skrefin í þá átt að opna almenningi aðgang að söfnum Orða- bókarinnar með tölvusambandi, og hægt er að hugsa sér að aðgangurinn verði um símalínu til stofnunarinn- ar. Fyrst í stað verður Ritmálsskráin, eins og við köllum hana, þó fyrst og fremst aðgengileg á tölvum Orða- bókarinnar, m.a. í tölvu sem við ætlum gestum til afnota. Skráin mun koma að miklum notum við rann- sóknir á íslenskum orðaforða og íslenskri orðmyndun og greiða fyrir orðabókarstarfinu hér á ýmsa lund. “ Talmálssafnið Jón Aðalsteinn beinir samtalinu að öðrum söfnum Orðabókarinnar: „Önnur söfn bíða þess svo að vera tölvuskráð. Það á sérstaklega við um Talmálssafnið svokallaða þar sem eru dæmi úr mæltu máli sem að mestu leyti hafa safnast með fyrir- spurnum í útvarpsþættinum íslenskt mál. Dæmin í þessu safni eru nálægt 200.000 talsins, en erfitt er að segja um hversu mörg orð eru í safninu. En víst er um það að í Talmálssafn- inu er talsvert mikið af orðum, orðasamböndum og merkingum sem lítil eða engin dæmi eru um í prent- uðum ritum.“ „Vandinn við tölvuskráningu Tal- málssafnsins er m.a. sá,“ bætir Jón Hilmar við, „að þar er um svo margvíslegar upplýsingar að ræða. og breytilegar frá einni heimildar- umsögn til annarrar. En Talmáls- safnið er mikil fróðleiksnáma, ekki aðeins um orðaforðann í strangasta skilningi, heldur einnig um íslenska þjóðmenningu og áhuga almennings á íslensku máli.“ Frekari orðtaka og efnissöfnun Við beinum þeirri spurningu að lokum til Jóns Aðalsteins hvort orðasöfnun og orðtöku sé nú lokið og nægur efniviður sé fyrir hendi til orðabókagerðar. „Nei, þvíferfjarri. Orðtaka hefur haldið óslitið áfram þótt hún hafi ekki verið stunduð í sama mæli og áður. Að undanförnu hefur hin hefðbundna orðtaka tals- vert beinst að óprentuðum handrit- um frá fyrri öldum, en búið er að orðtaka mestallt prentað mál fram til síðustu aldamóta, og auk þess mjög mikið frá þessari öld, en þar verður auðvitað að velja og hafna. Sfðustu áratugum þarf þó að gera betri skil, t.d. máli blaðaogtímarita. Svo er tölvutæknin að opna nýjar leiðir á þessu sviði sem við höfum hug á að nýta okkur í framtíðinni. Við höfum þegar komið okkur upp allmiklu textasafni sem geymt er á tölvu og getum m.a. notað það til orðtöku. Flestir textarnir eru frá síðustu árum, en nokkuð er einnig um eldri texta. Þar á meðal er þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu, en Orðabókin tók að sér tölvuinnslátt á textanum vegna útgáfu Lögbergs á bókinni nú fyrir jólin. Þá má segja að orðtíðniverk- efnið sem fyrr var á minnst greiði fyrir orðtöku og orðaleik með ýms- um hætti." Við þökkum þeim Jóni Aðalsteini og Jóni Hilmari fyrir þessar upplýs- ingar um Orðabók Háskólans og þá margvíslegu starfsemi sem þar fer fram. Engum dylst hvílíka þýðingu þetta starf hefur fyrir íslenska tungu og menningu, og því er þess óskað að starfsmönnum Orðabókarinnar megi vel vegna við úrlausn þeirra verkefna sem á þeim hvíla.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.