Tíminn - 11.02.1989, Page 6
Elísabet Bathory varð undirrót hinna frægu sagna
um Dracula greifa
Elísabet Bathory, grelfynja. Sagt var að hún hef&l líf 600 ungra stúlkna á samviskunni.
Elísabet Bathory, greifynja, sem uppi var á 16. öld suður í
Karpatafjöllum, var með réttu fyrirmynd hinna alræmdu
blóðsuga, sem urðu Bram Stoker kveikjan að sögunni um
Dracula, sem gengið hefur aftur í óteljandi hryllingssögum
og kvikmyndum.
Elísabet þessi var ungversk og talin hafa fæðst 1561. Sem
ung stúlka var hún hin laglegasta, með sítt, Ijóst hár og
fallegan vöxt. Hún giftist aðalsbornum herforingja fímmtán
ára gömul og gerðist húsfrú í kastalanum Csejthe í Karpata-
fjöllunum.
Maður hennar var löngum í her-
leiðöngrum og lífið í þessum dimma
og drungalega kastala varð henni í
meira lagi leiðigjamt. Hún vildi þvf
lífga upp á hversdagslífið.
Hún byrjaði á að safna að sér
skuggalegum hópi noma, særinga-
karla og gullgerðarmanna, sem
kenndu henni svartagaldur. Sökkti
hún sér nú niður í fræðin og varð sér
úti um tengur til þess að klípa hold
úr mönnum og önnur tól, sem lýst
var í handbók um pyndingar í eigu
manns hennar og komið hafi honum
að góðu gagni í styrjöldum við
Tyrki. Frænka hennar, sem náttúruð
var fyrir húðstrýkingar, lá og ekki á
kunnáttu sinni.
Þegar bóndi hennar lést árið 1604,
var hún komin á erfiðan aldur, 43ja
ára. Hún vildi gjarna ná sér í nýjan
mann en duldist ekki er hún leit í
spegilinn að aldur hennar og lífemi
hafði ekki bætt útlitið. Sagt er að dag
einn hafi hún löðrungað eina þjón-
ustumær sína og rifið hana til blóðs
með nöglunum, svo hún ataðist
blóði. Taldi hún sér trú um að sá
hluti líkama síns sem blóðið hafði
komið á, liti miklu unglegar og
frísklegar út en aðrir líkamspartar.
Gullgerðarmennirnir sannfærðu
hana um að hún hefði kórrétt fyrir
sér og hún taldi að með því að
drekka og lauga sig í blóði hreinna
meyja mundi hún varðveita æsku
sína til eilífðamóns.
Því lagði greifynjan og hyski henn-
ar af stað árla morguns einn daginn
og riðu um nágrennið, þar sem þau
söfnuðu saman ungum stúlkum,
drógu þær til kastalans og færðu í
hlekki. Var blóðið úr þeim notað til
þess að þvo greifynjunni með, en
hluta þess drakk hún.
Þetta iðkaði þessi skelfilega
kvensnift í fimm ár, en þá fór henni
að verða ljóst að yngingaráhrifin af
blóði sveitastúlknanna vom hverf-
andi. Þess vegna var nú röðin komin
að 'yngismeyjum úr stétt heldra
fólks. Hún lét boð út ganga um að
hún tæki ungar stúlkur í hús til sín
að kenna þeim hannyrðir og aðrar
kvennalistir og brátt var blómleg
menntastofnun komin á fót í kastal-
anum með 25 námsmeyjum.
Með aðstoð ráðskonu sinnar,
Dorottu Szentes, sem kölluð var
Dorka, fór hún senn að beita nem-
endur sína sömu grimmd og alla
aðra, sem hún umgekkst. En nú
gekk hún of langt. Hún hafði látið
fleygja líkum fjögurra af stúlkum
sínum út fyrir kastalavegginn. Áður
en hún gat séð sig um hönd höfðu
íbúar næsta þorps fundið líkin. Þeir
tóku þau og fengu borin kennsl á
fómarlömbin. Leyndarmál greifynj-
unnar var afhjúpað.
Fregnir um grimmdarverk hennar
náðu um síðir eyrum keisara Ung-
verja, Matthíasar II. Hann mælti
svo fyrir að greifynjan skyldi dregin
fyrir rétt. En af því að hún var
aðalborin var ekki hægt að handtaka
hana og varð þingið því að semja
sérstök lög, svo hún gengi réttvísinni
ekki úr greipum. Segja sagnir að við
yfirheyrslurnar hafi komið fram að
hún hefði myrt 600 stúlkur.
Dorka og nornalið hennar voru
brenndar á báli. En sjálf var hún
dæmd til þess að dragast upp lifandi.
Hún var múruð inni í þröngum klefa
í sínum eigin kastala og matarleifum
skotið inn til hennar í gegn um op
með rimlum fyrir. Hún lést fjómm
ámm síðar og til þess tekið að henni
hafði ekki fallið iðrunarorð af
vörum.
Hvalrengi
Bringukollar
Hrútspungar
Lundabaggar
ISviöasulta súr
Sviðasulta ný
Pressuð svið
ISvínasulta
Eistnavefjur
Hákarl
Hangilæri soðið 1.555
Hangifrp.soð. 1.155
IÚrb. hangilæri 965
Úrb. hangifrp. 721
Vlarðfiskur 2.194
Flatkökur
Rófustappa 130
Sviðakjammar 420
Marineruð síld 45
Reykt síld 45
Hverabrauð
Seytt rúgbrauð 41
Lifrarpylsa 507
Blóðmör 427
Blandaður súrmatur
í fötu 389
Smjör15gr. 6.70
KjötetöðiR
168 5168.
kr.kg
flakið
kr.stk.
16 1- HELGIN
SMJÖRLÍKISGERÐ
Laugardagur 11. febrúar 1989
Laugardagur 11. febrúar 1989
RM
óðsvelgt
nn í Karp
itafjöllum
HELGIN W 17
Það er í þínum höndum hvað
verður um peninga heimilisins.
Þegar kemur að afborgunum
lána, er því undir þér komið að
borga á réttum tíma.
Þar með sparar þú óþarfa útgjöld
vegna dráttarvaxta, svo ekki sé
talað um innheimtukostnað.
Greiðsluseðlar fyrir 1. febrúar hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
ár óþalfa útgjöld af dráttarvöxtu
Ráða vel við alls konar snjó. Fást í mörgum gerðum
og með fjölbreyttum tengibúnaði. Snigilbúnaðurinn
malar og matar snjóinn inná kasthjólið semhendir
honum af heljarafli.
KAUPFÉLÖGIN OG
BÚNADARDEILD
ÁRMÚLA 3 * REYKJAVÍK - SÍMI 38900