Tíminn - 11.02.1989, Side 9

Tíminn - 11.02.1989, Side 9
Laugardagur 11. febrúar 1989 HELGIN 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁI Barbara Cook (t.v) og Kevin sonur hennar tókust á hendur langferð til að fagna afmæli Danae Cook (t.h.) og systur hennar. Dauðinn beið á áfangastað. þau dveldu. Systirin taldi enga á- stæðu til að hafa hann grunaðan um neitt misjafnt. Þá var rætt við pilt sem Danae hafði verið töluvert með undanfarið. Hann gat gert grein fyrir ferðum sínum á sunnudagsmorgun um það leyti sem morðin voru framin. Hann vissi um manninn sem deildi íbúð- inni með Danae og sagði samband þeirra nánast eins og systkina. Hann vissi ekki um neinn sem væri iíklegur til að eiga harma að hefna á Danae. Farið var á vörubílastöðina en þar fengust þær upplýsingar að maður- inn hefði tekið sér frí í nokkra daga og farið úr bænum, meðan móðir og bróðir herbergisfélaga hans væru í heimsókn. Enginn minntist þess að hann segði hvert hann ætiaði en gert var ráð fyrir að hann kæmi fljótlega aftur. Þrátt fyrir mikia leit að bíl Danae, fannst hann ekki. Einn bíli afgangs Krufning leiddi í ljós að fórnar- lömbin þrjú höfðu látist af höfuðá- verka, veittum með sljóu, þungu áhaldi. Fjöldi högganna og þyngd benti til að verknaðurinn hefði verið framinn af ofsa. Konurnar höfðu ekki verið áreittar kynferðislega. Haglabyssa fannst í íbúðinni en hún hafði ekki verið notuð sem barefli og var talin í eigu leigunautar Danae. Þegar hér var komið, stöðv- aði Roberts allar upplýsingar til fjölmiðla. Hann vildi að aðeins lög- reglan og morðinginn vissu hvert morðvopnið væri, þar sem slíkt gæti auðveldað málið til muna ef einhver félli undir grun. Við útförina voru rannsóknarlög- reglumenn á ferli með tökuvélar, ef vera kynni að einhver hagaði sér óeðlilega. Án nokkurra vísbendinga batt lögreglan nú vonir sínar við bíl Danae í von um að þar fyndust fingraför eða eitthvað annað markvert. Húsvörðurinn í leiguhúsinu kvaðst hafa veitt athygli nýlegum, japönskum pallbíl sem staðið hefði við húsið í nokkra daga. Hann var númeralaus og enginn í húsinu kann- aðist við hann. Verið gat að bílnum hefði verið stolið og hann skilinn eftir þarna. Ekkert benti til að bíll þessi tengd- ist morðunum en vélarnúmeri hans var rennt gegnum töivu og þá kom í ljós að eigandi hans var Patrick Hankins,maðurinn sem deildi íbúð- inni með Danae Cook. Hann var enn í fríi og vel gat verið að hann hefði skilið bílinn þarna eftir á meðan. Morðinginn gat hins vegar hafa tekið af honum númerin og sett á bíl Danae og þess vegna fyndist hann ekki. Nú var númerum jap- anska bílsins bætt við lýsinguna á bíl Danae og það bar árangur. Strax daginn eftir kom tilkynning frá ríkislögreglu Nýju Mexikó í Tuc- umari. Hún hafði fundið bíl Danae en ekki ökumann hans. Maðurinn hafði tekið bensín klukkan hálf níu að morgni en ekið burtu án þess að borga það. Afgreiðslumaðurinn hringdi á lögregluna og gaf lýsingu á bílnum. Hann sást fljótt en ökumað- ur vildi ekki stansa. Þá bað lögreglan um vegartálma framundan. Ökumaður á fflótta Eltingaleikurinn barst áieiðis til Santa Fe en þar beygði ökumaðurinn skyndilega út á moldarslóða, en missti brátt stjórn á bílnum og festi hann í sandi. Þá stökk hann út og hvarf út á svæði með háum klettum, gjám og runnaþykkni. - Við náum honum, sagði lögreglumaðurinn sem hringdi. - Þarna er ekkert vatn og ekkert ætilegt. Hann verður að koma fyrr eða síðar og þá grfpum við hann. Roberts sendi tvo menn sína til Tucumari til að sækja bílinn og reyna að komast að hver hafði ekið honum. Þegar þeir komu til Nýju Mexíkó, var enn ekki búið að ná manninum og hans var leitað með sporhundum og þyrlum. - Hver sem hann er, er hann greinilega vanur útivist, sagði starfs- félagi þeirra. - Hann felur sig fyrir flugvélunum undir runnum og notar bursta til að fela slóð sína í sandin- um. En hann neyðist til að koma fljótlega. Fingraför fundust í bílnum en ekkert sem benti til hver ökumaður- inn væri. Bensínafgreiðslumaðurinn sagði að hann væri ungur. Nú var óttast að hann kynni að leggja á eyðimörkina og farast þar úr þurrki. Ef hann fyndist ekki fljótlega yrði útilokað að komast að hver hann væri. Á sunnudagsmorgun kom ungur maður sem tekið hafði sér far með vörubíl inn á veitingastað í AmariIIo í Texas. Hann pantaði tvöfaldan skammt af skinku og eggjum og drakk mikið kaffi. Að því loknu bað hann stúlkuna um að fá að hringja til lögreglunnar. Hún spurði því hann vildi gera það. Hann svaraði því til að hann hefði enga peninga til að borga matinn og ætlaði bara að spara henni ómakið. Hún bauð honum að vaska upp fyrir matnum, en þá bætti hann við að hann væri líka eftirlýstur í Nýju Maxíkó fyrir að stela bensíni. Hann fékk að hringja. Þegar farið var með manninn á lögreglustöðina, reyndist hann vera Patrick Hankins. Hann kvaðst halda að hann hefði drepið fólk í Omaha. Hringt var til iögreglunnar í Omaha sem bað um að Hankins yrði haldið, þar til maður yrði sendur á staðinn með morðákæru upp á vasann. Brjálaður eða ekki? Þegar Hankins var kominn í fang- elsi í Omaha, játaði hann framan við myndbandsupptökuvél. Hann sagð- ist hafa komið heim til Danae á laugardagskvöldið og sagt henni að hann gæti hvergi sofið. Hún bauð honum þá að sofa á gólfinu í stofunni hjá Kevin. Hann sagði að þegar hann hefði vaknað um morguninn, hefði hann náð sér í felgujárn og barið Kevin til bana með því. Síðan fengu Danae og móðir hennar sömu útreið. Spurður um ástæðuna, var Hank- ins ekki mjög greinargóður. Hann nefndi að sér hefði ekki verið boðið í afmæiisveisluna og hann sakaður um að hafa ekki skilað 20 dollurum sem voru afgangs þegar hann keypti bjór fyrir Danae. -Eg var fullur af hatri, miður mín og ringlaður, sagði hann. Eftir verknaðinn kvaðst Hankins hafa þvegið blóðið og fingraförin af felgujárninu og farið burtu á bíl Danae. í Nýju Mexíkó varð hann peningalaus og lýsti eltingaleiknum og flóttanum í óbyggðunum. Hann sagðist hafa farið fljótlega út að þjóðveginum og falið sig í ræsum, þar til hann fékk far með vörubíl til Amarillo. Þar varð hann leiður á flóttanum og kallaði á lögregluna. Hankins var úrskurðaður í geð- rannsókn og niðurstaðan var sú að hann væri fyllilega sakhæfur og gæti staðið fyrir máli sínu. Verjandi hans hélt því samt fram að hann væri saklaus og hefði framið verknaðinn í stundarbrjálæði. Ákærandinn sagði að hann hefði samt verið nógu vel með sjálfum sér til að þvo morðvopnið, svo og að aka bíl alla leið frá Omaha til Nýju Mexíkó og stinga lögregluna af þar, að ekki væri minnst á játninguna. Vörnin byggðist á því áliti sálfræð- ings að Hankins væri geðbilaður og klofinn á geði. Sækjandi kallaði til tvo sálfræðinga sem staðhæfðu hins vegar að Hankins væri andlega heil- brigður. Eftir hálfs mánaðar þref um geð- heilsu Hankins varð ljóst að kvið- dómendur töldu hann nógu heil- brigðan til að hljóta þann úrskurð að vera sekur um þrjú morð að yfir- lögðu ráði. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguieika á náðun. HT1RANNSÓKNARAÐ ríkisins I auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1989 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni, - fiskeldi, - upplýsinga- og tölvutækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - matvælatækni, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, - líkindum á árangri. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.