Tíminn - 11.02.1989, Page 12
22
i
HELGIN
Á FJORUM HJÓLUM:
Laugardagur 11. febrúar 1989
Reynsluakstur
Topaz er dæmigerður
fyrir Norður-Ameríku
* Við reynum nú eitt af hinum
I sönnu afkvæmum Norður-Amer-
íku, ósvikinn Ford Mercury Topaz
I með fjórhjóladrifi og hlaðinn
l svona nokkurn veginn öllum helstu
I græjum. Nóg var af lúxus og eigin-
■ lega um of miðað við að hér er
* aðeins á ferðinni bíll sem á vel að
I geta talist bifreið almennra borg-
* ara. Hann er með frekar lítilli
| fjögurra strokka vél, sem þó skilar
■ ágætri vinnslu en hann er umfram
I allt afar stöðugur og ríkulega
I breiður um sig miðað við venjuleg-
I an fjölskyldubíl. Þetta er hinn
I dæmigerði ameríski draumur
1 venjulega mannsins, án þess að hér
I sé á ferðinni einhver verulegur
. „olíuprammi" eins og þessir allra
| stærstu voru stundum kallaðir í
■ mínu ungdæmi. Þeir þarna í vestr-
I inu kunna bara ekki við sig í mikið
I smærri farartækjum og kemur það
til góða í þungri borgarumferðinni
hérlendis.
í slóðinni
Topazinn hefur verið fluttur inn
. við góðan orðstír um nokkurt
| skeið, en það er aðcins nýlega að
i farið var að bjóða hann með fjór-
I hjóladrifi í öllum útfærslum. Þetta
| var auðvitað orðið aðkallandi þar
I sem útlit var fyrir að nær allir léttir
| fjórhjóladrifnir fólksbílar kæmu
I frá Japan. Nú er öldin önnur og
| fleira kemur í þessum flokki en
■ aðeins þessi gamli þungi AMC-
I Eagle, er þótti þó mikil bylting. Nú
I er farið að bjóða upp á geysilegt
' úrval fjórhjóladrifinna fólksbíla frá
I Ameríku og Evrópu og þannig
■ geta íslenskir kaupendur nú haft
I fyrir framan sig eitthvað meira
I úrval en var hér fyrir aðeins örfáum
' árum, þegar nánast var ekki um
I annað að ræða en Subaru-station.
Sá bíll hefur vissulega rutt veginn
í orðsins fyllstu merkingu en nú
■ eru fleiri komnir í slóðina.
Þessum bílum má í stórum drátt-
■ um skipta upp í nokkra flokka.
I Flestir eru þeir þannig útbúnir að
I ekki er ætlast til að farið sé um
I verulegar vegleysur eða um illfæra
I fjallvegi, þótt við höfum'verið því
1 vönust að geta farið hverja veg-
það er nú bara skoðun meirihlutans
og því ekki endilega nógu vel
ígrunduð. Þetta hlýtur alltaf að
vera spurningin um yfirstýringu og
undirstýringu og vald bílstjórans
yfir þessum tveimur ólíku eigin-
leikum Nóg um það síðar og
auðvitað má taka það fram að
vitanlega eru framhjóladrifsbílar
ólíkir að upplagi og láta misvel að
stjórn í mismikilli yfirstýringu
sinni.
Topazinn lét vel að stjórn. Það
sem skyggði þó aðeins á reynsluna
Okkur á Tímanum þótti við hæfi að mynda þennan bíl við eðlilegar
aðstæður og upplýsa með þeim hætti að hann fékk laglega til
tevatnsins VÍð ÍSlenskar aðstæður. Timamynd Árni Bjarna
leysu á enda, ef bíllinn er á annað
borð með drifi á öllum hjólum.
Það sjónarmið mótaðist á tímum
herjeppanna á árunum eftir stríð.
Nú er runnin upp sú tíð fyrir
nokkru að þessi nýi flokkur hefur
hlotið viðurkenningu almennings.
Menn geta nú komist leiðar sinnar
þótt rigni og snjói, skafi í troðninga
og blotni á túnum úti. Nú er runnin
upp sú tíð að menn viðurkenna að
ekki er alltaf þörf á jeppum á
risastórum dekkjarblöðrum. Það
er til millistig sem þjónað getur
sem fágaður fólksbíll á borgar-
strætum, en samt komist upp
Breiðholtsbrautina þegar vinnu-
degi lýkur, án þess að heimilisfaðir-
inn, sem í minni fjölskyldu sér um
allan akstur við erfið skilyrði, þurfi
að blána við stýrið af skömm með
svellhindranir einar fyrir hjólum.
Framdrif - aldrif
Hvað sem því líður þykir nú
tilhlýðilegt að snúa sér að því að
fjalla um þennan Topaz sem Tím-
inn tók að sér að reynsluaka. Þetta
er eins og að framan greinir frekar
venjulegur amerískur bíll. Akst-
ursreynslan er reyndar ekki í nein-
um stórum dráttum frábrugðin því
sem gerðist í sex strokka, sjálf-
skipta, Ford Mercury árgerð 74.
Það var ágætur bíll í akstri og það
"verður einnig sagt um Topazinn.
Það eina sem mér líkar ekki, og er
byggt í persónulegri afturhalds-
samri skoðun, er framhjóladrifs-
taktarnir. Bíllinn er í grunntýpu
framhjóladrifinn og það er kannski
það sem að mínu mati háir honum
mest. Flestir aðrir en ég eru þó
þeirrar skoðunnar að framhjóladrif
sé framför frá afturhjóladrifi, en
+
Vekur
öryggiskennd,
stöðugur,
grimmur í
ófærð, fer vel
með farþega.
Glannalega
yfirfljótandi í
búnaði og
. innréttingu, of
margir flug-
mannatakkar.
var sú staðreynd að bíllinn var á
svokölluðum heilsársdekkjum,
sem eru heldur afslepp í íslenskri
slydduófærð. Máégþáfrekarbiðja
um alvöru vetrardekk. Prufubíll-
inn var þó á þessum dekkjum og
varð hann að fá það fullkeypt í
snjósköflum fyrir vikið. Topazinn
er þeirrar gerðar að hann er hægt
að flengja áfram af miklu öryggi og
án þess að þurfa að óttast um veltu
eða óöryggi af völdum ójafnvægis.
Hann er pallstöðugur og það eitt
og sér veitir bílstjóranum nauðsyn-
legt öryggi til að hann þeyti bílnum
af kjarki í gegnum ófærur, en það
er gömul staðreynd að kjarklaus
maður fer skammt í ófærð, hversu
vel sem hann er annars akandi.
Öryggistilfinning þessi getur því
orðið til þess að komast má lengra
en annars.
Forc 1
IV lercury
Topaz GS 4x4
Umboð: Sveinn
Egilsson - Bílaborg hf.
Flugmannatakkar
Það sem hjálpar Topazinum
einnig mjög mikið er nokkuð klass-
ísk og örugg útfærsla á afldreifingu
í fjórhjóladrifinu. Það sem vekur
hins vegar furðu mína er afar
einkennileg staðsetning á hnappn-
um sem stutt er á til að setja
farartækið í aldrif. Takkinn er fyrir
ofan framrúðuna og á stað ekki
fjarri lestrarljósinu milli sólskyggn-
anna. Það sem ég leyfi mér að setja
alvarlega útá er að í hvert sinn sem
bíllinn er ræstur þarf að styðja á
hnappinn fyrir aldrifið. Sömu sögu
er að segja um aðalljós Topazins
og þetta gildir einnig um takka eins
og afturrúðuhitara. Þetta þýðir ein-
faldlega að bílstjórinn er eins og
flugmaður sem fara þarf yfir tékk-
lista sinn fyrir flugtak. Gallinn er
fólginn í því að þessi atrið þarf að
tékka af milljón sinnum á dag ef
verið er að skrölta í útréttingum í
þéttbýli og í ófærð. Sumir kunna
að hafa gaman af slíkum flug-
mannaleik, en ég fyrir mitt leyti
vil, að fikta þurfi við sem fæst atriði
þegar sest er undir stýri í þeim
tilgangi einum að flytja sjálfan sig
eða aðra milli nærliggjandi staða.
Stjórntæki eru að öðru leyti
nokkuð haganleg og hefur greini-
lega verið lögð nokkur vinna í
hönnun og frágang þeirra atriða.
Sömu sögu er að segja um hönnun-
aratriði hlutanna undir húddinu.
Þar bregður svo við að hvergi er að
sjá rými sem virðist vera ónýtt.
Vélin er hreinlega hnoðuð saman
til að passa ofan í vélarsalinn, sem
smækkaður hefur verið á róttækan
hátt. Það skemmtilega er þó að
vélaraflið og framlegð vélarinnar
(svo notuð séu orð hagfræðinnar)
er nánast það sama og forðum,
þegar fletirnir voru stærri.
Farþegar mínir
Farþegar mínir voru almennt
þeirrar skoðunar að vel færi um þá
í aftursætunum. Sjálfur sé ég enga
ástæðu til að setjast í aftursæti á bíl
sem ég er að prófa, en hef notast
við þá vinnureglu að trúa því sem
farþegar mínir segja. Það er þó
betri reynsla og ætti að gefa heilli
mynd af sem flestum kostum farar-
tækisins, en ef ég væri sjálfur að
hnoðast í aftursætin meðan bíllinn
er kyrrstæður. Niðurstaðan verður
því sú að hann er rúmgóður fimm
manna bíll og er það meira en sagt
verður um alla svokallaða fimm
manna bíla og á ég þar sérstaklega
við suma evrópska og japanska
bíla sem með réttu ætti ekki að
skrá nema fyrir tvo farþega í aftur-
sætum.
Heildarreynslan af Topazinum
var sú að þegar ég settist fyrst undir
stýri í akstrinum, fékk ég áfall
vegna þess hve mér fannst allt vera
svo ríkulega útilátið og yfirfljót-
andi. Þannig fannst mér takkarnir
tætingslegir og innréttingin um of
íburðarleg, eða einfaldlega of am-
erísk, en þettasjónarmið vék þegar
frá leið. Mér var farið að líka vel
við Topazinn, eftir einn lengsta
reynsluakstur í dögum talið frá
stofnun þessa fjögurra hjóla þáttar.
Undir lokin varð mér óljúft að láta
hann af hendi. Traustvekjandi
áhrif náðu yfirhöndinni og það er
einmitt sú tilfinning sem „Kaninn“
hefur alltaf lagt höfuð áherslu á í
framleiðslu sinni á bifreiðum.
Kristján Björnsson
J