Tíminn - 15.02.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 15. febrúar 1989 Félagsmála- námskeið Ragnheiöur Grunnnámskeiö í fundarsköpum, ræöumennsku og eflingu sjálfs- trausts hefst þriöjudaginn 21. febrúar kl. 20.00 aö Nóatúni 21. Kennarar: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Ásdís Óskarsdóttir Getum enn bætt við örfáum þátttakendum Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK Framhalds- námskeið Baldvin Kristján Raddbeitingar og framsagnarnámskeiö hefst miövikudaginn 22. febrúar kl. 20.00 aö Nóatúni 21. Kennarar: Baldvin Halldórsson, leikari Kristján Hall Getum enn bætt viö örfáum þátttakendum. Uþplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK Fjölmiðla- námskeið Fjölmiölanámskeiðiö hefst fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 17.30 og stendur laugardaginn 25. febr. frá kl. 13.00 og sunnudaginn 26. febr. frá kl. 13.00 aö Nóatúni 21. Samtals 22 kennslustundir. Kennari: Arnþrúöur Karlsdóttir fjölmiölafræöingur. Getum enn bætt við örfáum þátttakendum. Upplýsingar í síma 24480. Stjórn LFK Áfram Forum Landssamband framsóknarkvenna og kvenfélagasamband íslands halda sameiginlegan fund um störf kvenna í dreifbýli aö Hallveigar- stööum 16. febr. n.k. kl. 20. Fundur þessi er einn í fundaröö meö efni frá Nordisk Forum s.l. sumar. Dagskrá: 1. Myndband frá Nordisk Forum. 2. Bjarney Bjarnadóttir rifjar upp efni frá LFK á Forum. 3. Ulla Magnusson flytur erindi sem nefnist: Konur hver er markaður- inn fyrir okkur? 4. Litskyggnurfrá Ki um konurog smáfyrirtæki sem sýnt var á Forum. Kaffiveitingar. Allir velkomnur og konur sem fóru til Noregs meö LFK sérstaklega hvattar til aö mæta meö gesti. Stjórn LFK Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miövikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra leggurtil hert eftirlit meö bankakerfinu: Verður stofnuð kvartanadeild? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði á hádeg- isverðarfundi Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík í gær tímabært að skoða þann möguleika að koma á fót embætti er taki við kvörtunum frá aðilum er telja sig hafa farið illa út úr samskiptum við íslenska bankakerfið og ætla það hafi brotið á rétti sínum. íslenska bankakerfið og aðlögun íslands að væntanlegum samræmd- um peningamarkaði Evrópu var eitt megin umræðuefni fundarins með forsætisráðherra. Steingrímur boð- aði hertar aðgerðir er veittu bönkum og peningastofnunum aðhald og stuðluðu að hagkvæmari rekstri þeirra og lægri mismunar milli inn- lánsvaxta og útlánsvaxta. Þetta er í samræmi viðefnahagsmálafrumvörp er ríkisstjórnin hefur lagt fram. Þar er m.a. lagt til að valdsviÖ bankaráða verði aukið til muna, en orðalag um völd bankaráðsmanna er í núverandi lögum um viðskiptabanka mjög loð- ið að sögn Steingríms. Hann boðaði strangari reglur um starfsemi við- skiptabankanna og nefndi sem dæmi að hér á landi væru mun opnari reglur um notkun greiðslukorta en tíðkaðist í öðrum löndum. Þá varp- aði hann fram þeirri hugmynd að ráðinn verði aðili er taki við kvörtun- um frá þeim sem eru óánægðir með samskipti sín við bankakerfið í land- inu og teldu það hafa brotið á sér. Steingrímur sagði þetta embætti geta verið svipað og embætti umboðs- manns Alþingis. I máli forsætisráðherra kom fram að hann óttaðist að veikburða og ófullkomið íslenskt bankakerfið verði gleypt á samræmdum peninga- markaði Evrópu sem nú eru uppi hugmyndir um að koma á fót. Hann tók fram að færi svo að erlendum bönkum yrði heimiluð starfsemi hér á landi yrði að vera a.m.k. einn sterkur ríkisbanki er þjónaði ís- lenskum atvinnuvegum. - ág Vottorð með tjónabílum Uppgerðir tjónabílar hafa oft reynst hinir mestu gallagripir og orðið eigendum sínum bæði til ar- mæðu og fjárútláta. Þetta á sérstak- lega við ef réttingarverkstæði eða bílskúrsbraskarar senda frá sér upp- gerða bíla sem eru skakkir á grind, eða bíla með vitlausan hjólhalla. Það er ekki ýkja langt síðan að fyrst komu til landsins bekkir eins og þessi hér á myndinni, en í þeim er unnt að mæla halla á hjólum og hvort bílinn er skakkur. Nú hafa tryggingarfélögin tekið upp þá ný- breytni að tryggja ekki bíla sem lent hafa í tjóni nema að þeir hafi verið skoðaðir í slíkunt bekk og úr- skurðaðir í lagi. Þetta ætti að koma í veg fyrir að í umferð séu vandræða- bílar, sem misslíta dekkjum, stýris- búnaði og ganga sífellt kaupum og sölum vegna þess að enginn vill eiga þá. Myndin er tekin á Lukasverk- stæðinu. Tímamynd:Árni Bjarna Bann viö notkun ósoneyöandi efna: Úðabrúsar bannaðir frá 1. júní 1990 ökum ávallt með tilliti til aðstæðna ekki of hægt — ekki of hratt. UMFERÐAR RÁÐ Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur gefið út reglu- gerð um bann við innflutningi og sölu úðabrúsa sem innihalda tiltekin ósoneyðandi efni, svokölluð drifefni eða úðaefni. Samkvæmt reglugerðinni verður heimilt fram til loka þessa árs að flytja inn úðabrúsa sem innihalda klórflúorkolefnissambönd sem úða- efni. Heimilt verður að selja þennan varning fram til 1. júní 1990 en þá er tilskilið að frá og með 1. júní 1989 verði varningurinn greinilega merkt- ur með áletruninni „Eyðir ósonlag- inu“. Bann þetta nær ekki til úða- brúsa sem innihalda lyf eða dýralyf. Reglugerðin er gefin út í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar og að fengnum tillögum Eiturefna- nefndar og Hollustuverndar ríkisins. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélag- anna, undir yfirumsjón Hollustu- verndar ríkisins, mun hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar, einnig mun það annast förgun á úðabrúsum í samráði við Hollustu- vernd ríkisins. í fréttatilkynningu frá Heilbrigðis- ráðuneytinu segir að með reglugerð- inni vilji íslensk stjórnvöld sýna í verki stuðning við alþjóðasamþykkt- ir, sem miða að því að draga úr eyðingu ósonlagsins, en Norður- landaþjóðirnar hafa ákveðið að minnka notkun ósoneyðandi efna um fjórðung fyrir árið 1990. Næsta skref verði það að takast á við ýmis konar önnur ósóneyðandi efni eins og freon sem meðal annars er notað í frystiiðnaðf, en nú þegar hafa verið tekin í notkun önnur efni í þeim iðnaði sem eru skaðlaus ósonlaginu. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.