Tíminn - 15.02.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.02.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Miðvikudagur 15. febrúar 1989 Miðvikudagur 15. febrúar 1989 Tíminn 11 FÉLAGSMÁLASKÓLI Gissur Pétursson Egiil H. Gíslason Finnur Ingólfsson Arnar Bjarnason Hrólfur Ölvisson Helgi Pétursson Samband ungra framsóknarmanna og Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sem boðið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeið í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerð, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiöbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill Heiðar Gísla- son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur Ölvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauð- árkróki, (safirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarp. Undirstöðuatriði í frétta- og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er aö því að halda námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aðila: Reykjavík: Skrifstofa Framsóknarflokksins, s. 91-24480 Reykjanes: Ágúst B. Karlsson, sími 91-52907 Vesturland: Bjarni Guðmundsson, sími 70068 Vestfirðir: Sigurður Viggósson, sími 94-1389 Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 95-71527 Norðurland eystra: Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645 Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760 Suðurland: Guðmundur Búason, sími 98-23837' Samband ungra framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins Guðjón B. Ólafsson Árnesingar Framsóknarfélag Árnessýslu boöar til félagsfundar um málefni samvinnuhreyfingarinnar miövikudaginn 15. febrúar kl. 21 að Eyrar- vegi 15, Selfossi. Frummælandi verður Guöjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS. Félagsmenn og aðriráhugamenn um málefni samvinnuhreyfingarinn- ar eru hvattir til aö mæta. Stjórnin. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudagaog miövikudagakl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattirtil aö x líta inn og taka meö sér gesti. Eflum flokksstarfiö. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 17. febrúar kl.20.30. Framsóknarfélag Borgarness. (ÞRÓTTIR lllillli Hllllllll Fyrsti leikurinn í dag gegn Búlgörum B-keppnin Búlgarar verða fyrstu mótherjar íslendinga í B-keppninni í hand- knattleik sem hefst í Frakklandi í dag. Leikurinn hefst kl. 19.30 að íslenskum tíma. íslendingar verða að teljast niun sigurstranglegri í þessum leik og það væri mikið áfall fyrir íslenska liðið ef það ynni ekki öruggan sigur. A morgun fimmtudag verður leikið gegn Kúvait kl. 17.30. Á föstudag á íslenska liðið frí, en á laugardag verður leikið gegn Rúmenum og verður það væntanlega úrslitaleikur- inn í riðlinum. Leikir íslenska liðsins, sem leikur í C-riðli keppn- innar, fara fram í borginni Cher- bourg sem stendur við Ermarsund. Verði íslenska liðið í einu af 3 efstu sætunum í sínum riðli, sem verður að teljast öruggt, þá leikur liðið í milliriðli í Strasbourg. Mót- licrjar okkar þar verða V-Þjóðverj- ar, Svisslendingar, Norðmenn eða Hollendingar. Ein þessara þjóða kemst þó ekki í milliriðilinn og leikur um botnsætin í borginni Dijon. I A-riðli keppninnarleika Pólverj- ar, Danir, Kúbumenn og Egyptar og í B-riðlinum leika Spánverjar, Frakkar, Austurríkismenn og Brasilíumenn. Sé spáð í mótherja fslands í milliriðlinum, þá er best að byrja á því að áætla hvaða lið komist þangað ekki. Líklegast er að það verði Kúvaitmenn, Egyptar, Hol- lendingar og Brasilíumenn. Gangi það eftir þá mæta íslendingar V- Þjóðverjum, Svisslendingum og Norðmönnum í milliriðlinum. ís- lendingar þurfa að nú einu af þremur í handknattleik hefst í Frakklandi í dag efstu sætunum í milliriðlinum til þess að komast í A-keppnina. Það þarf engum blöðum um það að flett að íslenska liðið hefur burði til þess að ná því takmarki. Eitt af sex efstu sætunum í B-keppninni er ekki óraunhæft markmið, þvert á móti mjög raunhæft. Verði liðið ofarlega, jafnvel í verðlaunasæti þá væri það vissulega gaman. Reynslan hefur hins vegar sýnt að best er að setja markið ekki of hátt. Vonbrigð- in eftir Ólympíuleikana í Seoul eru nrönnum enn í fersku minni. í kvöld hefst keppnin og Búlgarar verða mótherjar Islendinga eins og áður er sagt. Nokkrir leikmenn ís- lenska liðsins eiga við meiðsl að stríða og þeir Alfreð Gíslason og Bjarki Sigurðsson verða ekki með í leiknum í kvöld. Leiknum verður lýst á Rás 2 Ríkisútvarpsins, það er Samúel Örn Erlingsson íþrótta- fréttamaður, sem staddur er í Cher- bourg, sem lýsa mun leiknum. Lýs- ingin hefst kl. 19.30. ________BL Körfuknattleikur - NBA: Vesturliðið vann öruggan sigur Störnuleikur bandaríska körfu- knattleiksins var háður í Astrodome höllinni í Houston á sunnudags- kvöld. Þessi leikur er árlegur við- burður í Bandaríkjunum og mikið er um dýrðir í kringum hann og það sem honum fylgir. Það var lið vesturstrandarinnar sem bar sigur úr býtum að þessu sinni. Liðið leiddi í hálfleik 87-59 og vann síðan öruggan sigur 143-134. Stigahæstur í vesturliðinu var Karl Malone frá Utah með 28 stig og var hann valinn maður leiksins. Félagi hans úr liði Utah, John Stockton, lék mjög vel ásamt Dale Ellis frá Seattle. 1 liði austurstrandarinnar Islenskar getraunir: var Michael Jordan stigahæstur með 28 stig, Isiah Thomas, Detroit skor- aði 19 stig og Charles Barkley, Philadelphiu gerði 17 stig. Larry Bird, Boston, gat ekki leikið með vegna meiðsla og svo fór einnig um Magic Johnson frá Los Angeles Lakers. Félagi hans Kareem Abdul- Jabbar tók stöðu hans og lék sinn 19. og síðasta stjörnuleik. Þriggja stiga keppni fór einnig fram samhliða stjörnuleiknum. í henni sigraði Dale Ellis frá Seattle, en Kenny Walker frá New York sigraði í troðkeppninni. Michael Jordan og Dominique Wilkins tóku hvorugur þátt í keppninni að þessu sinni. BL Skilafrestur á handboltaseðlinum rennur út í dag Islenskar getraunir hafa efnt til getraunar í tengslum við B-keppnina í handknattlcik sem hefst í Frakk- landi í dag. Á seðlinum eru 12 leikir úr riðlakeppni B-keppninnar, en skilafrestur á þessum seðli rennur út í dag kl. 18.45. SeðiIIinn er að öllu leyti eins og venjulegi seðillinn sem notaður er Klippið hér fyrir knattspyrnugetraunirnar. Sömu tákn og merkingar eru í gildi að undanskildri merkingu fyrir hópnúmer. Seðillinn er í beinlínu- kerfi getrauna eins og aðrir seðlar, og gaman verður að fylgjast með getspeki landans á handknattleiks- sviðinu. BL Körfuknattleikur: Si 11111! llilllllllllllllllUllllllllllllllll lllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIII llllllllllll Karl og Jón Örn í stuði gegn KR Karl Malone, eða „póstmaðurinn“ var valinn besti leikmaður stjörnu- leiksins. Sturla Örlygsson sækir að körfu KR-inga í leiknum í gær. Frjálsar íþróttir: Bubka setti met Sovéski stangarstökkvarinn, Sergei Bubka, var ekki lengi að endurheimta heimsmet sitt í stangarstökki innanhúss. Bubka missti metið þann 4. febrúar s.l. er Radion Gautaullin fór yflr 6,02 m. Á móti í Japan um síðustu helgi stökk Bubka yfir 6,03 m og endurheimti því heimsmetið. Hann á einnig heimsmetið utanhúss. BL Knattspyrna: Cantona seldur Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona, sem bæði hefur verið scttur í leikbann af franska Iandsliðinu og félagsliði sínu Marseille, hefur verið scldur til Bordeaux. Cantona kom til Marseille í upphafi yfirstandandi keppnistímabils frá Auxerre, en óstýrilæti hans mun ástæðan fyrir sölunni nú. Cantona fór úr treyju sinni og henti henni í dómara í góðgerðaleik í síðasta mánuði, að því búnu gekk hann af leikvelli. í fyrra var Cantona útilokáður frá franska landsliðinu fyrir að segja að þáverandi landsliðsþjálfari, Henri Michel, væri drullu- sokkur. BL Tímamynd Pjetur. ÍR-ingar lögðu KR-inga að velli nokkuð örugglega, er Iiðin mættust í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöld. Lokatölur leiksins voru 91-80, eftir að staðan í hálfleik var 48-36. Það voru KR-ingar sent byrjuðu ívið betur í gærkvöld og Birgir Mikaelsson gerði 9 fyrstu stig þeirra. Staðan um miðjan fyrri hálfleik var 13-19 fyrir KR og skömmu síðar var munurinn 7 stig, 21-28. Þá sögðu ÍR-ingar stopp og tóku öll völd á vellinum. Þeir breyttu stöðunni í 38-36 og gerðu síðan 10 síðustu stigin í hálfleiknum og höfðu yfir 48-36. ÍR-ingar höfðu orðið fyrir því áfalli í fyrri hálfleik að Jóhannes Sveinsson fékk 5 viliur á 3 mínútum, þar af 2 tæknivillur. Það kom ekki að sök og munurinn jókst í síðari hálfleiknum. Mestur var hann 19 Staðan Keflavík .. 21 16 5 1845-1555 32 KR...... 21 14 7 1657-1565 28 Haukar ... 22 12 10 1937-1834 24 ÍR ..... 2312 11 1811-1788 24 Tindastóll .21 5 16 1711-1838 10 Njarðvík .. 22 19 3 1935-1642 38 Grindavík . 22 14 81775-1659 28 Valur... 21 12 91791-1647 24 Þór..... 20 2 18 1552-1891 4 IS ..... 21 1 20 1345-1989 2 stig, 61-42, en með 5 þriggja stiga körfum og góðri pressuvörn tókst KR að minnka muninn niest í 7 stig 86-78. Það dugði þó engan veginn og ÍR-ingar unnu nokkuð öruggan og sanngjarnan sigur 91-80. Bakvarðadúettinn kunni. Karl Guðlaugsson og Jón Örn Guð- ntundsson fóru á kostum í þessum leik og gerðu 51 stig saman. Bragi Reynisson og Björn Steffensen áttu einnig góðan leik og þeir Sturla Örlygsson og Ragnar Torfason skil- uðu þokkalegum leik. Guðni Guðnason og Birgir Mikaelsson stóðu uppúr í slöku liði KR. BL Leikur: R-KR 91-80 Lið: KR Nófn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST stijj Gauti - 1-0 - - _ _ 1 0 Jóhannes 7-3 - - 2 2 - 1 11 ólafur 4-1 1-0 - 1 3 1 1 2 Lárus 2-1 1-0 1 2 2 - 3 2 Matthías 6-1 4-2 1 2 2 1 - 8 Birgir 7-5 1-1 - 1 2 - 1 20 ívar 5-2 - 1 8 - - - 7 Guðni 12-7 2-2 4 2 - - 1 30 Leikur: R-KR 91-80 Lið: ÍR Nófn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig BjörnSt. 11-5 - 1 1 _ _ 3 10 Karl 8-7 6-3 1 1 3 4 5 26 Sturla 4-3 - - 3 1 4 _ 6 Ragnar 5-3 - - 2 - 2 1 6 Jóhannes 1-1 - - - 1 - - 2 Gunnar - - - - - - - 0 Bragi 10-7 - - 1 - _ 2 14 Jón öm 13-10 - - - 1 1 3 25 Trmiiin □ ER ASKRIFANDI □ NÝR ÁSKRIFANDI Dags.: BEIÐNI UM MILLIFÆRSLU ÁSKRIFTARGJALDS mr:: □□□□□□□□□□□□□□□□ Gildir út: □□□□[ Nafnnr.: Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Tímans verði mánaðarlega skuldfært á VISA-greiðslukort mitt UNDIRSKRIFT. ÁSKRIFANDI:.............................................. HEIMILI:................................................ PÓSTNR. - STAÐUR:.................. SÍMI:............... SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK Staðgreiðslutilboð á búvélum JF FC 80 múgsaxari....................... verð kr. 368.200. Staðgreiðslutilboð............................. kr.225.000.' Howard 80" jarðtætari ....................verð kr. 226.400.- Staðgreiðslutilboð.............................kr. 203.760.- Howard 70" jarðtætari ....................verð kr. 209.800 - Staðgreiðslutilboð.............................kr. 188.820.- Howard 60" jarðtætari ....................verð kr. 202.000 - Staðgreiðslutilboð.............................kr. 181.800.- Fella TH 700 heyþyrla, 6 stjörnu, 6 arma, vinnslubreidd 7 metrar ...........verð kr. 214.200.- Staðgreiðslutilboð.............................kr. 192.800.- Fella TH 360 heyþyrla 4ra stjörnu, 4ra arma, vinnslubreidd 3,9 metrar..................verð kr. 97.800.- Staðgreiðslutilboð.............................kr. 88.000.- Fella TS 320 stjörnumúgavél vinnslubreidd 3,2 m ......................verð kr. 117.800.- Staðgreiðslutilboð.............................kr. 106.000.- Tilboðið stendur til 24. febrúar eða meðan birgðir endast. Gbbusj Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 ITT lítasjónvaip er fjárfestíng ív-þýskum gæöumog fallegum ITTfitum I I I I I kr.kg 295 _ 590 _ 570 _ 695 _ 821 _ 720 _ 379 _ 490 _ 1.590 _ I I Hvalrengi Bringukollar Hrútspungar Lundabaggar Sviðasulta súr Sviðasulta ný Pressuð svið Svínasulta Eistnavefjur Hákarl Hangilæri soðið 1-555 _ Hangifrp.soð. 1-155 _ Úrb. hangilæri 965 _ Úrb. hangifrp. 721 Harðfiskur 2.194 _ Flatkökur Rófustappa Sviðakjammar Marineruð síld Reykt síld Hverabrauð Seytt rúgbrauð Lifrarpylsa Blóðmör Blandaður súrmatur í fötu 389 - Smjör 15 gr. 6.70 kr.slk. 43 kr. 130 kr.kg 420 _ 45 flakið 45 kr.stk. 78 kr. 41 _ 537 kr.kg 427 _ THi IíjÖfcSfcÖÖÍR Glæsibæ ö 68 5168. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.