Tíminn - 21.02.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.02.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 21. febrúar 1989 Jón Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, er fimmtugur í dag. en þess munu vinir hans og vanda- menn minnast með því að halda honum veislu í Þórscafé síðdegis. Jón Baldvin er formaður Al- þýðuflokksins sem kunnugt er, og fyrir utan þá gagnrýni sem hann er skyldugur að bera sem einn al ráðherrum núverandi ríkisstjórn- ar, er hann einnig gagnrýndur í kyrrþey af sumum flokksbræðra sinna, en slíkur er cflaust gangur- inn í lífi allra flokksformanna. Scgja má að Jón Baldvin sé með nokkrum hætti borinn til for- mennsku í Alþýðuflokki. Hann heitir í höfuðið á virtasta formanni flokksins, Jóni Baldvinssyni, og í móðurætt kominn frá Strandselj- um við Djúp, þar sem Jón Bald- vinsson var fæddur og uppalinn. En Jón Baldvin tók einskonar pólitískt hliðarspor á námsárum sínum og var þá róttækur mjög og starfaði eitthvað með Alþýðu- bandalaginu. Þaðan er eflaust kominn sú samræða sem þeir eiga nú um stundir, Ólafur Ragnar Grímsson og hann, en Ólafur Ragnar er svo kominn úr öðrum flokkum til Alþýðubandalagsins. Úr deiglu þessara tveggja manna gæti eflaust orðið sambræðslu- flokkur ef kjarnar beggja flokka leyfðu. Á fimmtugsafmæli Jóns Baldvins er ástæða til að rifja upp, að þótt hann hafi alla tíð verið pólitískur hefur hann gegnt ópólitískum störfum lengst af starfsævinni fram til 1979 er hann var kjörinn á þing í Reykjavík. Þá hafði hann bæði verið kennari í Reykjavík og skóla- meistari á ísafirði. Pólitískur ferill Jóns Baldvins síðan er um margt merkilegur, eins og þau dæmi sanna, að hann hefur frá 1979 orðið formaður Alþýðuflokksins, fjármálaráðherra og nú utanríkis- ráðherra. Fyrri formenn flokksins áttu löngum í harðvítugri baráttu við Alþýðubandalagið, en frá 1938 voru kommúnistar einskonar erfðaféndur Alþýðuflokksins. Nú er þetta allt breytt og um sinn ríkir sæmilegur friður á milli A-flokk- anna. Jón Baldvin þarf því ekki að eyða orku sinni scm formaður í varnarræður um hve hann sé léleg- ur sósíalisti. Formennska Jóns Baldvins hefur breytt yfirbragði Alþýðuflokksins. Nú er fjör í flokknum, og hann cr mikið yfirlýsingagreiðari en hann var áður. Fyrri formenn áttu við þungan róður að etja bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og síðan við höfuðandstæðinga, svo hlálegt sem það var, kommúnista, sem gerðu að minnsta kosti tvær meiri háttar atlögur til að eyðileggja flokkinn. Þess vegna varð mál- flutningur Alþýðuflokksins um tíma eins og hann kæmi upp úr skotgröfum. Jón Baldvin hefureytt þessum vandkvæðum. Hann talar af hólum og hefur boðið Alþýðu- bandalaginu upp í dans, sem er hættulegri því en Alþýðuflokkn- um. Miðað við fyrri sögu má segja að Jón Baldvin hafi komið í for- mannsstól á réttum tíma. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn eiga sér langa sam- starfssögu allt frá tímum Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Jóns Bald- vinssonar. Öðru hverju síðan hefur samstarfsþörf þessara flokka skot- ið upp kollinum, síðast í kosning- unum 1956, og svo nú við myndun ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Engu að síður hefur Alþýðuflokkurinn hvað eftir annað vilja slíta þau gömlu bönd, sent tengdu flokkana saman í upphafi, en tekist misjafnlega. Jón Baldvin er sjálfur höfundur að riti, „Hverjir eiga ísland," frá 1985, þar sem vegið er að því eignaskipulagi á landi, sem á rót að rekja allt til landnámsaldar. Vel má vera að við sem lifum á tuttugustu öld segjum sem svo, að óhætt sé að skoða skipulag sem gilt hefur í ellefu aldir. En landeign verður ekki með Ðaldvin fimmtugur Jón Baldvin og Vigdís forseti. Myndin er tekin er hann fékk umboð til stjórnamyndunar sumarið 1987. góðu móti lögð undir ríkið með tilskipunum, enda hefur hvort sem er sú breyting orðið á, að dómar falla nú gegn eignarétti á al- menningum, lendi slík afnot og eign fyrir dómstólum. Og svo skað- ar ekki að geta þess að samyrkju- búin eru á útleið. Af þessu sést að Jón Baldvin verður ekki sakaður um að vera svo lélegur sósíalisti að hann vilji ekki breyta ríkjandi skipulagi. En það er erfitt að boða byltinga- kenndar skoðanir og bera ábyrgð á sama tíma. Sögulega séð stóðu Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn að mestu umbyltingu sem þessi þjóð hefur lifað á árunum 1934-38. Það voru stutt en öflug fjögur ár. Það var svo ekki fyrr en á Viðreisnarárunum sem raunveru- leg vík myndaðist á milli vina. Þótt Jón Baldvin væri ekki kom- inn til sögunnar í Alþýðuflokknum á Viðreisnarárunum, hefur sá tími haft mikil áhrif á stjórnmálaferil hans. Við myndun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar varð Jón Baldvin fjármálaráðherra. Það embætti getur orðið bæði hættulegt og erfitt öllum þeim, sem í eðli sínu eru ekki gjaldkerar og skuld- heimtumenn. Jón Baldvin er hvorugt. En áður en til þess kom að Jón Baldvin settist í stól gjald- kerans, hafði átt sér stað hinn undarlegasti draugagangur við myndun stjórnarinnar. Sjálfstæðis- flokkurinn tók Jón Baldvin í fangið og lét eins og nú væri tækifæri til að mynda nýja Viðreisn. Virtist engu skipta um tíma að meirihluta vantaði fyrir slíkri samsteypu. Þótt hryggðarmynd væri á þessum tví- hliða viðræðum gamalla samstarfs- aðila gekk ekki á öðru um hríð en tali um framsóknarfjós og fram- sóknarmennsku, sem var einskon- % J Brúðkaupsmyndin. Bryndís og Jón Baldvin giftust árið 1959. ar sveiattan-tal við flokk, sem gerði síðan mögulegt að hinir tveir fyrr- greindu elskuvinir gátu loks náð saman. En Viðreisnin gamla, sem byggðist meðal annars á vináttu tveggja manna, átti sér engar rætur í Jóni Baldvin. í ráðherraembætti beið hans stóll sem honum þótti vondur, og svo fór að lokum að hann gerðist harður stuðningsmað- ur nýrrar stjórnarmyndunar. Nú situr hið fimmtuga afmælis- barn sem utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn og unir hag sínum vel. Honum lætur vel að sitja á tali við höfðingja, enda er hann sjálfur með höfðinglegu yfirbragði eins og þeir eru margir Vestfirðingarnir. Hann segir „langur" og „gangur" á vestfirsku, þegar hann er ekki að tala í útlöndum á máli sem hann nam, þegar hann eins og hann segir var að læra til forsætisráðherra. Alkunna er hvað það þótti fyndið, þegar hann sagði við stjórnar- myndunarviðræður, að í þeim væri „rífandi gangur". En þótt Jón Baldvin sé utanríkis- ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, er grunnt á sósíal- ismanum í honum. Honum er ekk- ert ýkja hlýtt til ákveðinna og rótgróinna stofnana, og notar stundum tækifærið til að tala eins og sósíalisti um þær. Af þeim ábyrgðarlitlu rótum er runnin kenningin um blýantanagið í Seðlabankanum, sem þingmenn hafa rætt um af mikill alvöru og skaphita. Við sem þurfum að halda úti blöðum og skrifa í þau á hverjum degi, höfum ekkert nema gott eitt um utanríkisráðherrann að segja. Hann er góður viðskiptis, hreinn og beinn og lætur það fjúka sem honum sýnist. Þegar hann vill ekkert segja lætur hann ekki ná í sig. Eflaust verður fjölmenni hjá vin- um og velunnurum utanríkisráð- herra í dag. Þar verður Jón Baldvin hrókur alls fagnaðar eins og jafnan áður. Þar stendur Bryndís Schram kona hans við hlið hans og börnin fjögur, sem sum eru enn í námi. Bryndís er auðvitað alveg kapítuli út af fyrir sig, glæsileg kona og kunn úr fjölmiðlum. Þau hjón mega vita það að þau eiga marga vini. Auðvitað er það lífsins gangur í pólitík, að stundum er orðum hallað á flokksforingja, en við á Tímanum vitum að Jón Baldvin erfir það ekki lengi, enda myndi hann óðara segja að við værum farin að naga blýanta ef við létum hann í friði. Til hamingju herra utanríkisráð- herra með fimmtugsafmælið. Indriði G. Þorsteinsson Um borð í Gerpi 1958. Á námsárunum stundaði Jón Baldvin sjómennsku á sumrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.