Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Föstudagur 24. febrúar 1989 MINNING Þorvaldur Elísson Fæddur 29. júní 1948 Dáinn 5. febrúar 1989 Með þessum fáu línum langar okkur að minnast vinar okkar, Þor- valdar Elíssonar. Hvað er það sem gerist þegar fólk á besta aldri er kallað héðan svona snögglega? Þessi spuming leitaði á hugann þegar við fréttum lát Valda. Hann sem átti svo margt ógert, enda bara fertugur. Fátt er um svör. En huggun er í orðunum „Þeir sem Guð elskar deyja ungir“. Þó kynni okkar væru ekki löng, fundum við að þarna áttum við góðan vin. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda. Barngóður var Valdi, það fann Óli fljótt og var mikið heima hjá honum. Stundum sagði Óli okkur frá glettnum athuga- semdum Valda. Svo sem þegar hann klappaði á koll Óla og talaði um litla framsóknarandlitið. Oft sátum við og ræddum þjóðmálin og voru ekki allir á sama máli um þau. Valdi var þá óragur að verja sínar skoðanir, þó hann væri kannski einn á móti öllum. En aldrei var kvaðst nema gera örlítið grín að öllu saman. Nú er komið að hinstu kveðjum og viljum við þakka þér samveruna með þessum ljóðlínum: Daprast hugir, dauðinn kallar, drjúpa tár og væta kinn. Kæri vinur, höfði haliar heim þig leiði frelsarinn. Pökkum liðnu æviárin, áttum saman marga stund. í blóma lífsins birtust sárin, er hrakinn sofnar hinstu stund. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Eddu, börnunum og öðrum ættingjum. Blessuð sé minning þín. Kolbrún og Sigurður Einir. Sigurvin Össurarson Einn hinn ötulasti af liðsmönnum Kommúnistaflokks íslands, Sigurvin Össurarson, lést í Reykjavík 5. febrúar 1989. - Sigurvin var fæddur 28. mars 1907 í Kollsvík í Rauða- sandshreppi. Foreldrar hans voru Össur bóndi þar Guðbjartsson, einn- ig bónda þar, Ólafssonar, og eigin- kona hans Anna Guðrún Jónsdóttir bónda á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Kona Guðbjarts Ólafssonar, amma Sigurvins, var Magdalena Halldórsdóttir, Einars- sonar Jónssonar hreppstjóra í Kollsvík, sem Kollsvíkurætt er af komin (sjá „Kollsvíkurætt“, eftir Trausta Ólafsson, Rvk. 1960, bls. 276). Sigurvin ólst upp við hin daglegu störf til sjávar og sveita, en ekki aðra skólagöngu en þriggja vikna setu í farskóla í fjóra vetur. Þeirrar tilsagn- ar minntist Sigurvin með glettnis- kenndri hlýju, en kennari var sr. Þorvaldur í Sauðlauksdal. Á ung- lingsárum fór Sigurvin til sjós, á sjó var hann lengstum tvo áratugi. Tví- tugur fluttist hann með foreldrum sínum að Mýrum í Dýrafirði. Um það leyti kvæntist hann (fyrra sinni) og stofnaði heimili. Sigurvin Össurarson fluttist bú- ferlum til Reykjavíkur um 1930. Tók hann þá vinnu, sem til féll, á stundum atvinnubótavinnu. Gekk hann þá til liðs við Kommúnistaflokk íslands. Hann var við „Gúttó“, þeg- ar átök urðu þar, meðan fundur í borgarstjóm stóð yfir 9. nóvember 1932, og tók hann þá nokkrar ljós- myndir. Litlu síðar var hann ráðinn á b/v Geir, það mikla aflaskip, og naut þess, að hann var góður flakari. Á Geir var hann í 10 ár. Þess má geta, að hann hafði jafnan með sér kennslubók í ensku og las í henni, þegar hann kom því við, og náði hann góðum tökum á málinu. Fyrstu stríðsárin sigldi Sigurvin þannig til Englands á b/v Geir. Eins og kunnugt er, var b/v Geir í 60-70 sjómílna fjarlægð, þegar þýskur kaf- bátur sökkti b/v Reykjaborg, stærsta fiskiskipi landsins, á leið til Fleet- wood. Á bakaleiðinni stöðvaði kaf- bátur b/v Geir og beindi að honum fallbyssu. (Frá því atviki sagði Matt- hías Johannessen í „Morgunblað- inu“ 12. apríl 1968.) I land mun Sigurvin hafa farið 1941. Um það leyti kynntist ég honum í félagsstarfi Sósíalista- flokksins, sem hann lét mjög til sín taka. Tók ég eftir, að Sigurvin var flestum betur að sér um gang styrj- aldarinnar, en vissi þá ekki, hve mjög hann lagði sig fram um það. Hefur Halldór Kiljan Laxness sagt svo frá: „ „Undursamlegt, að þessi íslenski verkamaður skuli hafa verið við hlið mér skref af skrefi, frá einni dagstund til annarrar, allan tímann sem ég var að berjast við Hitler," sagði Boris Polevoj, þegar ég kom til hans í Moskvu eftir íslandsferð- ina, sýndi mér gjöf vinar síns Sigur- vins Össurarsonar: Evrópukort, þar sem Sigurvin og félagar hans höfðu dregið strik og fært til flagg oft á dag, eftir því, hvar fréttirnar sögðu, að Rauði herinn stæði þá, uns yfir lauk fyrir Hitler og fáninn með hamri og sigð var dreginn að hún yfir Berlín." (Formáli að Saga af sönnum manni eftir Boris Polevoj.) Þá er þess að geta, að Sigurvin lagði jafnframt stund á rússnesku og innan tíðar las hann rússneskar bækur og blöð sér til ánægju. í hálfan annan áratug frá stríðs- lokum viðhafði Sigurvin starfsheitið bílstjóri, þótt verkamannavinnu og grásleppuveiðar legði hann ekki síð- ur fyrir sig en akstur vörubíls. En á sjötta áratugnum stofnaði hann og fleiri ístorg hf. Flutti ístorg hf. inn ýmsa muni frá Ráðstjórnarríkjunum og Kína og öðrum sósíalískum lönd- um og hafði opna sölubúð á Hall- veigarstíg. Um 1965 fór Sigurvin að flytja inn Hellesen-rafhlöður, sem hann seldi í fyrstu í búðir úr bíl sínum. í kringum þann innflutning stofnaði hann Hnitberg hf. Fékkst hann sfðan við innflutnings-verslun til dauðadags. Fyrri kona Sigurvins var Guðrún Helga Kristjánsdóttir frá Kollsvík. Eignuðust þau sex börn. Hana missti Sigurvin. Liðlega sextugur giftist hann Zítu Kolbrúnu Benediktsdótt- ur og eignuðust þau þrjú börn. - Sigurvin þótti góður meðalmaður að hæð, var vel að manni og hinn röskvasti maður, hreinskiptinn og einarður. Hann var líka glöggur maður og víða vel heima. Reykjavík 18. febrúar 1989 Haraldur Jóhannssun SAMVINNUMAL Jllll................................................. .......Illllllllllll....... .......................................................................Illlllllll........ ""illlllllll.............................Illllll...................... Samkortið breiðist út „Þetta gengur hægt og bítandi,“ sagði Halldór Guðbjarnason frkvstj. Samkorts hf. aðspurður um hvernig gengi með hið nýja greiðslukort samvinnufélaganna. Hann sagði að núna þessa dagana væri verið að vinna í því að velja út fyrirtæki á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, sem boðið yrði að taka við kortinu. Síðan væri ætlunin að taka fleiri landshluta fyrir, og meðal annars væru Akureyri og Húsavík framund- an á næstunni. Korthafar eru núna komnir á þriðja þúsundið. Nánar til tekið sagði Halldór að það væru kaupfélögin og önnur sam- vinnufyrirtæki, og þar að auki fjöldi annarra þjónustuaðila, sem tækju við kortinu. Það væri stefnan að velja mörg fyrirtæki inn í þennan hóp og við það miðað að kortið gæti veitt korthöfum alhliða þjónustu. Nú þegar er búið að semja við nokkra tugi fyrirtækja í Reykjavík og á suðvesturhorni landsins um kortaviðskipti, og þeim fjölgar dag frá degi. Áð þessu máli er unnið þannig að teknir eru fyrir einstakir landshlutar og valin þar út fyrirtæki til viðskiptanna. Samkort hf. var stofnað s.l. haust af Sambandinu, kaupfélögunum og samstarfsfyrirtækjum þeirra. Hægt er að nota kortið hjá nánast öllum samvinnufyrirtækjum í landinu, þar á meðal öllum stærri kaupfélögunum og að heita má öllum hinum smærri. Núna eru um það bil þrír mánuðir síðan kortið var fyrst tekið í notkun. og korthöfum fjölgar stöðugt. -esig Auglysing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir, sem öölast vilja réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost aö gangast undir próf, er haldin veröa í mars-apríl, ef þátttaka verður nægjanleg. Þeim, sem hyggjast þreyta slíkt próf, gefst kostur á að taka þátt í undirbúningsnámskeiði, sem hefst 6. mars nk. Frestur til að tilkynna þátttöku í því námskeiði er til 3. mars nk. Námskeiðsgjald er kr. 5.000. Frestur til innritunar í próf rennur út 14. mars nk. og skal þájafnframtgreiða prófgjaldið, kr. 20.000. Skráning þátttöku í undirbúningsnámskeiðinu fer fram í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sími 609010. Umsóknum um þátttöku í prófinu skal skila til ráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. febrúar 1989. Styrkur til Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1989. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda íslend- ingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipulegum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna, t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkj- um til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilurn." í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæð sem farið er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 20. mars 1989. Vegna útfarar Eiríks Briem fyrrverandi framkvæmdastjóra verður skrifstofa Landsvirkjunar í Reykjavík lokuð eftir hádegi föstudaginn 24. febrúar. L LANDSVIRKJUN t Emilía Albertsdóttir frá Sléttu, Sléttuhreppi Hraunbraut 14, Kópavogi er látin. Börnin. Innilegar þakkir færum við þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur okkar, móður, ömmu, dótturdóttur og systur Áróru Sjafnar Ásgeirsdóttur hjúkrunarfræðings Helgi Grétar Kristinsson Lára Herbjörnsdóttir Ásgeir Ármannsson Kjartan Sveinsson Ásgeir Sveinsson Hanna Lára Sveinsdóttir Þórhiidur Sif Jónsdóttir óskirðGunnarsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir ÁsgerðurÁsgeirsdóttir Guðbjörn Ásgeirsson Árný S. Ásgeirsdóttir Einar Ásgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.