Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 16
■i X íi?t.r.i| j 16 Tíminn lllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Alþýðuleikhúsið: Koss Kóngulóarkonunnar Vegna mikillar aðsóknar verða enn aukasýningar á leikriti Manuels Puig, Kossi Kóngulóarkonunnar, á föstudag (í kvöld) og á sunnudag, kl. 20:30 bæði kvöldin. Miðasalán er opin kl. 16:00-18:00. Aðalfundur Kvenfélags Neskirkju Áðurboðaður aðalfundur Kvenfélags Neskirkju verður haldinn mánudags- kvöldið 27. febrúar kl. 20:30 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Kynningarfundur um öldrunarfræði Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið og Samstarfsnefnd um málefni aldraðra efna til kynningarfundar um öldrunarfræði, öldrunarfræðslu og menntun í öldrunarþjónustu á Islandi í dag, föstud. 24. febr. að Borgartúni 6 í Reykjavík (4. hæð). Fundurinn er opinn öllum og hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 16:00. Þátttakendur greiði fyrir hádegisverð og morgun- og síðdegiskaffi. (1500 kr.) Framsögn á fundinum hafa dr. Andrew Blaikie og frú J. Cridon, sem bæði koma frá Lundúnaháskóla, svo og Guðrún Jónsdóttir frá Félagsvísindadeild Háskóla Islands og Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Hópvinna verður um fyrirspurnir til frummælenda. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra Samverustund verður á morgun, laug- ardaginn 25. febrúar, kl. 15:00 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Björn Jónsson skóla- stjóri sýnir myndir. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 25. febrúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Með hækkandi sól gefur náttúran tóninn um undanhald vetrarins. Njótið þessara litbrigða í skemmtilegum félags- skap í upphafi góðrar helgi. Nýlagað molakaffi," segir í fréttatilkynningu frá Frístundahópnum „Hana nú“. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist á morgun, laugard. 25. febr. í Húnabúð, Skeifunni 17, og hefst spila- mennskan kl. 14:00. Nú er 5 daga keppni að hefjast. Frikirkjufólk Messa kl. 14:(M) í Háskólakapellunni á sunnudag. Sr. Gunnar Björnsson predik- ar og þjónar fyrir altari. Organisti er Jakob Hallgrímsson. Sr. Gunnar Björnsson Aðalfundur kjötiðnaðarmanna Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna heldur aðalfund laugardaginn 25. febrúar á Hótel Holiday Inn kl. 13:30. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Nýlistasafnið: Sýning Kristjáns Steingríms Kristján Steingrímur opnar sýningu á málverkum sínum laugardaginn 25. febrúar kl. 16:00. Sýningin er í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3B í Reykjavík. Opið er virka daga kl. 16:00-20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00. Sýningin stendur til 12. mars. Gítardúett í Kristskirkju Laugard. 25. febrúar kl. 15:30 munu Torvald Nilsson frá Svíþjóð og Símon (varsson halda tónlcika í Kristskirkju. Á efnisskrá eru verk frá endurreisnar- tímanum og allt fram til okkar daga. Þeir leika ýmist saman (dúetta) eða einleik. Verkin eru m.a. eftir Vivaídi, Dowland, Sor, Torroba og Albeniz. Torvald Nilsson cr kcnnari í klassískum gítarleik við Sundsgardens Folkhögskola, við Tónlistarskóla Helsinki og við Tónlist- arháskólann í Malmö, auk tónleikahalds og fjölþættra annarra tónlistarstarfa. Símon fvarsson nam í Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og tók lokapróf frá gítarkennaradeild skólans 1975, og sama ár hóf hann nám í einleikaradeild prófessors Karls Scheit við Tónlistarhá- skólann í Vínarborg. Hann lauk einleik- araprófi vorið 1980. Símon hefur starfað sem gítarkennari við Tónlistarskólann í Luzern í Sviss. Hann hefur undanfarin ár starfað sem gítarkennari við Tónskóla Sigursveins, en kennir einnig kennslu- fræði við sama skóla. Símon hefur farið margar tónleikaferðir um ísland og einnig leikið í Austurríki og Svíþjóð. Hann hefur gefið út hljómplötu ásamt dr. Orthulf Prunner orgelleikara. Um sl. helgi hélt Torvald Nilsson námskeið í Reykjavík fyrir gítarleikara úr Reykjavík og utan af landi, bæði nemendur og kennara. Egill Ólafsson og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum í leikritinu „Brestir". Leikrit Valgeirs Skagfjörð „BRESTIR" frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins Nýtt leikrit eftir Valgeir Skagfjörð verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins sunnud. 26. febrúar. Brestir er spennuverk sem lýsir sam- skiptum tveggja bræðra og atvikum sem leiða til uppgjörs milli þeirra. Þeir Egill Ólafsson og Pálmi Gestsson fara með hlutverk bræðranna. Leikritið gerist í sumarbústað ei fjarri höfuðborginni. Leikstjóri er Pétur Einarsson. Úr nýja ævintýraleikriti L.R. „Ferðin á heimsenda“. Nýtt barna- og fjölskylduleikrit. FERÐIN Á HEiMSENDA í Iðnó Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýtt barna- og fjölskylduleikrit eftir Olgu Guðrúnu í Iðnó laugardaginn 25. febrúar kl. 14:00. Ferðin á heimsenda er ævintýraleikur. Þetta er fyrsta leikrit Olgu Guðrúnar sem sett er upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en hún hefur samið leikrit fyrir útvarp og barnaleikrit hennar „Amma þó“ var leik- ið í Þjóðleikhúsinu 1984. Auk þess hefur Olga Guðrún sungið inn á hljómplötur. Kjartan Bjargmundsson leikur Hrapp galdrakarl, Margrét Árnadóttir leikur Skottu. Aðrir leikarar eru Edda Björg- vinsdóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgerður Dan Jóns- dóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Arnheiður Ingimundar- dóttir, Ólöf Söebeck, Margrét Guð- mundsdóttir, Kristján Franklín Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Leik- mynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir, tónlist Soffía Vagnsdóttir, aðstoðarleik- stjórn: Margrét Árnadóttir, lýsing: Egill Örn Árnason og Lárus Björnsson, og dansar og hreyfing: Auður Bjarnadóttir. Ferðin á heimsenda verður sýnd alla laugardaga og sunnudaga kl. 14:00 í IÐNÓ. „Þetta leikrit er það síðasta sem Leik- félag Reykjavíkur setur upp í IÐNÓ. Með þessu verkefni lýkur 92 ára sögu Leikfélagsins í þessu gamla vinalega húsi,“ segir í lok fréttatilkynningar frá Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Sýning í Fjóibrautaskóla Vesturlands á Akranesi ( dag, föstud. 24. febr. verður opnuð sýning á grafíkmyndum íslenskra lista- nianna í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Alls eru á sýningunni 56mynd- ir eftir 11 listamenn. Myndirnar eru keyptar á sl. ári fyrir fjárveitingu sem skólinn fékk úr Listskreytingasjóði ríkis- ins til að skreyta heimavist skólans. Verður myndunum komið fyrir á heima- vistinni að sýningu lokinni. Þeir listamenn sem eiga myndir á sýningunni eru: Baltasar Samper, Hall- dóra Gísladóttir, Ingiberg Magnússon, Ingunn Eydal, Jóhanna Bogadóttir, Jón Reykdal, Ragnhciður Jónsdóttur, Rík- harður Valtingojer, Sigrid Valtingojer, Vignir Jóhannsson og Þórður Hall. Sýningin verður opin föstud. 24. febr. kl. 16:00-20:30, laugard. 25. febr. kl. 14:00-20:30, sunnud. 26. febr. kl. 14:00- 20:30 og föstud. 3. mars kl. 16:00-20:30. Nokkrir aðstandenda Magnavökunnar. MAGNAVAKA í Hafnarborg Laugardaginn 25. febrúar gengst Mál- fundafélagið Magni í Hafnarfirði fyrir svonefndri Magnavöku í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Á vökunni koma fram ýmsir listamenn og flytja fjölbreytta dagskrá í tali og tónum. Vakan hefst kl. 14:00 og mun standa yfir í u.þ.b. 2 klukkustundir. Öllum er heimill ókeypis aðgangur, en á vökunni verður tekið á móti frjálsum framlögum í menningar- og listasjóð Magna. Að þessu sinni mun það fé sem safnast í sjóðinn renna til kaupa á „kons- ertflygli“ fyrir Hafnarborg. > \'j *f l'V'-t -> X ' i ( I | I ■> 2 - Föstudagur 24. febrúar 1989 llllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP lilllllllllllllllllllllÍllllHllllll Föstudagur 24. febrúar 6.45 Veöurtregnir. Bæn, séra Kristinn Ágúst Friö- finnsson flylur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Sögur og ævintýri". Höfundurinn, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, hefur lesturinn. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Kviksjá-Hrollvekjuri íslenskumfrásögn- um. Umsjón: Matthías Viöar Sæmundsson. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudegi). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Erna Indriðadóttir. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Kynntur tónlistarmaður vik- unnar: Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Einnig útvarpað eftir fréttir á miðnætti). 11.53 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Blóðbrúðkaup“ eftir Yann Queffeléc. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Þórarinn Eyfjörð les (22). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt - um snjóflóðahættu. Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá miðvikudagskvöldi). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin.Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Símatími. Umsjón: Kristin Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. Leikin tónlist eftir Johan Svendsen, Charles Gounod, Georges Enesco og Johann Strauss. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Arnar Páll Hauksson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn - „Sögur og ævintýri". Höfundurinn, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, hefur lesturinn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.00 Kvöldvaka. a. Þáttur af Sveini í Firði. Vilhjálmur Hjálmarsson flytur síðari hluta frá- sagnar sinnar um Svein Ólafsson alþingismann í Firði í Mjóafirði. Einnig verður flutt brot úrerindi Sveins frá 1940. (Úr safni Útvarpsins). b. Róbert Arnfinsson syngur lög eftir Gylfa Þ. Gíslason í raddsetningu Jóns Sigurðssonar. c. Ævintýri og furðusögur. Kristinn Kristmundsson les ur Þjóðsögum Jóns Árnasonar. d. Stúdenta- kórinn syngur lög eftir Þorvald Blöndal, Ólaf Þorqrímsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Pállsólfsson. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. 22.07 Frá alþjóðlega skákmótinu í Reykjavík. Jón Þ. Þór segir frá gangi skáka í tíundu umferð. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægisdóttir les 29. sálm. 22.30 Danslög. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlistarmaður vikunnar - Gunnar Guð- björnsson tenórsöngvari. Umsjón: Anna Ing- ólfsdóttir. (Endurtekinn Samhljómsþáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin. 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tiðinda víða um land, tala við fólk i fréttum og fjalla um málefni liðandi stundar. Jón örn Marinósson segir ódáinsvallasögur kl. 7.45. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9>.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur. Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Margrét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldartónlist. 14.05 Milli mála, Óskar Páll á útkikki og leikur ný og fín lög. - Útkikkið kl. 14 og Arthúr Björgvin Bollason talar frá Bæheimi. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. - lllugi Jökulsson spjallar við bændur á sjötta timanum. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. - Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu að loknum fréttum kl. 18.03. Málin eins og þau horfa við landslýð, sími þjóðarsálarinnar er 38500. - Hugmyndir um helgarmatinn og Ódáinsvallasögur eftir kl. 18.30. 19.00 Kvöldfréttir. 19.33Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir kynnirtíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarp- að á sunnudag kl. 15.00). 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum þýsku. Þýsku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Bréfaskólans. Áttundi þáttur endur- tekinn frá mánudagskvöldi. 22.07 Snúningur. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 23.45 Innskot frá Alþjóðlega skákmótinu i Reykjavík. Jón Þ. Þór skýrir skák úr tíundu umferð. 02.05 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20,14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 24. febrúar 18.00 Gosi (9). (Pinocchio). Teiknimyndaflokkur um ævintýri Gosa. Leikraddir Örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Kátir krakkar. (The Vid Kids) Annar þáttur. Kanadískur myndaflokkur í þrettán þáttum. Um er að ræða sjálfstæða dans og söngvaþætti með mörgum af þekktustu dönsurum Kanada. Þýðandi Reynir Harðarson. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders) Sautjándi þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Meinlausi drekinn. (The Relucted Dragon). Bresk teiknimynd um lítinn strák sem finnur dreka í helli einum. Þorpsbúar vilja farga honum, en strákurinn reynir að vernda hann. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 19.54 Ævintýri Tinna. Krabbinn með gullnu klærnar (7). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Spurningakeppni framhaldsskólanna. Fjórði þáttur. Menntaskólinn í Kópavogi gegn Flensborgarskóla. Stjórnandi Vernharður Linnet. Dómari Páll Lýðsson. 21.15 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson. 21.35 Derrick. Þýskursakamálamyndaflokkurmeð Derrick lögregluíoringja. Þýðandi Kristrún Þórð- ardóttir. 22.35 Sniðug stelpa. (Funny Girl). Bandarísk kvikmynd frá 1968. Leikstjóri William Wyler. Aðalhlutverk Barbra Streisand, Omar Sharif, Kay Medford og Anne Francis. Myndin fjallar um Fanny Brice, ófríöa gyðingastúlku frá New York, sem einsetur sér að komast áfram í skemmtanaiðnaðinum. Brautin er þyrnum stráð en Fanny Brice lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Föstudagur 24. febrúar 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. 16.30 Uppgangur. Staircase. Gamansöm mynd um tvo homma og sambýlismenn sem komnir eru nokkuð til ára sinna. Aðalhlutverk: Richard Burton og Rex Harrison. Leikstjóri og framleið- andi: Stanley Donen. Þýðandi: PéturS. Hilmars- son. 20th Century Fox 1969. Sýningartími 90 mín. Lokasýning. « 18.10 Myndrokk. Góð blanda af tónlistarmynd- böndum. Stöð 2. 18.25 Pepsi popp. íslenskur tónlistarþáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum, viðtöl get- raunir, leikir og alls kyns uppákomur. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð þeirra. Umsjón: Helgi Rúnar Óskarsson. Kynnar: Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine. Dagskrárgerð: HilmarOddsson. Stöð2. 19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Klassapíur. Golden Girls. Þá eru klassa- píurnar frá Flórida komnar á skjáinn aftur. Walt Disney Productions. 21.00 Ohara. Bandarískur lögregluþáttur. Aðal- hlutverk: Pat Morita, Kevin Conroy, Jack Wall- ace, Catherine Keener og Richard Yniguez. 21.50 Anastasia. Saga myndarinnar er rakin til þess atburðar þegar öll rússneska keisaraættin var myrt árið 1918 og kunngjört var að leiðtogi fjölskyldunnar eða siðasti keisari Rússlands hefði skilið eftir kynstur auðæfa dóttur sinni Anastasíu, til handa, en hún átti einnig að hafa verið myrt. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman, Yul Brynner, Helen Hayes og Akim Tamiroff. Leik- stjóri: Anatole Litvak. Framleiðandi: Buddy Adler. 20th Century Fox 1956. Sýningartími 115 mín. Aukasýning 31. mars. 23.45 Fjarstýrð örlög. Videodrome. Myndin fjallar um hið ólíklegasta sem gæti hent nokkurn mann. Að þessu sinni býr hin illskeytta ofsóknar- vera í bandarískum sjónvarpsþætti en hann er þeim krafti gæddur að ná tangarhaldi álífi þeirra sem í þættinum birtast. Aðalhlutverk: James Woods og Deborah Harry. Leikstjóri: David Broenberg. Framleiöendur: Victor Solnicki og Pierre David. Universal 1982. Sýningartími 90 mín. Alls ekki við hæfi barna. Aukasýning 4. apríl. 01.15 Snerting Medúsu. Medusa Touch. í mynd- inni leikur Richard Burton mann meðyfirnáttúru- lega hæfileika. Með viljanum einum saman getur hann drepið fólk, orsakað flugslys og látið skýjakljúfa hrynja. Aðalhlutverk: Richard Burton, Lino Ventura og Lee Remick. Leikstjóri: Jack Gold. Framleiðendur: Arnon Milchan og Elliot Kastner. ITC1978. Sýningartími 105 mín. Alls ekki við hæfi bama. Lokasýning. 03.00 Dagskrárlok. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.