Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. febrúar 1989 Tíminn 3 Bjórinn gerir kröfu um bætta salernisaðstóðu Ölstofur og veitingastaðir mega vænta þess að þurfa að fjölga salernum sínum þegar endurskoðuð heilbrigðisreglu- gerð lítur dagsins Ijós, en búast má við að það verði upp úr næstu áramótum. Tímanum er kunnugt um áhyggjur manna þess efnis að með tilkomu bjórsins verði þörfin fyrir. fleiri salerni á bjórstofum og smærri veitingahúsum meiri, en sem kunnugt er hefur bjór, sem og annað áfengi, þvagræsandi áhrif. Nú er gert ráð fyrir að 50 gestir séu um hvert salerni, en í endurskoðaðri reglugerð er lagt til að fjögur salerni verði á hverja hundrað gesti. Tryggvi Þórhallsson hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavfkur sagðist aðspurður ekki hafa heyrt að gerðar yrðu auknar kröfur um salernisað- stöðu á veitingahúsum, með tilkomu bjórsins. Hann sagði að reglan um hversu mörg salerni ættu að vera væri þannig að gert væri ráð fyrir að fimmtíu gestir væru á hvert salerni og ef um þvagskálar væri að ræða, er gert ráð fyrir að 25 gestir deili með sér hverri þvagskál. Heilbrigðiseftirlitið er umsagnar- aðili áður en stöðum er veitt veit- ingaleyfi hjá lögreglustjóra. Pá er meðal annars litið eftir þeirri salern- isaðstöðu sem til staðar er fyrir leyfisveitingu og fjöldi salerna mið- aður við þann gestafjölda sem hús- inu er ætlað að rúma. Halldór Runólfsson hjá Hollu- stuvernd ríkisins og formaður nefnd- ar sem vinnur að endurskoðun heil- brigðisreglugerðar sagði í samtali við Tímann að vinnureglan væri sú að eitt salerni jafngilti tveim þvag- skálum og kröfur væru gerðar um __ 37. þing Norðurlandaráðs: Efnahags- og umhvemsmáí ákveðinn fjölda salerna miðað við fjölda fólks sem húsnæðinu er ætlað að rúma. Hann sagði að heilbrigðis- nefndir hefðu heimild til að krefjast þess að fleiri en tvær þvagskálar konti í stað eins salernis, í sérstökum tilfellum, td. á bjórstöðum. í heilbrigðisreglugerðinni sem verið er að endurskoða er sérstakur kafli um salerni og frárennsli þar sem reglur um fjölda salerna eru hertar til muna frá því sem áður var. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að á hverja 100 gesti skuli koma tvö salerni fyrir karla og tvö fyrir konur. Þetta þýðir að 25 manns verði um hvert salerni. „Þó er gert ráð fyrir að salernum fari stigfækk- andi þegar um stærri samkomuhús er að ræða, til að það verði ekki bara eintóm röð af salernunt," sagði Halldör, „allavega fyrir fyrstu hundraö gestina skulu vera fjögur salerni, tvö á hvort kyn og annað karlasalernið má vera í tveim þvag- stæðum eða fleirum.“ Þar sern reglugerðin hefur ekki fengið endanlega afgreiðslu ráðu- neytis þá geta orðið breytingar á þessum tillögum nefndarinnar. -ABÓ Þegar bjórinn segir til sín getur verið erfítt að halda í sér langtímum saman. Viðbúið er að slíkar biðraðir sjáist víða á öldurhúsum borgarinnar verði ckki liugað að salernismálum. Tímumynd: Arni Bjurna Þrítugasta og sjöunda þing Norðurlandaráðs verður haldið í Stokkhólmi dagana 27. feb. til 3. mars n.k. íslenskir fulltrúar á þingið eru 7 þingmenn sem eiga sæti í Norðurlandaráði, 7 ráðherrar, 7 frá ungliðahreyfingumstjórnmálaflokk- anna og 13 starfsmenn. Búist er við að umhverfismál og efnahagsmál verði áberandi á þing- inu. Sameiginlegur markaður EB og viðbrögð Norðurlandanna við þeirri breytingu er mál sem kemur til kasta þingsins og einnig má búast við umræðum um hertar reglur varðandi umhverfismál. Fulltrúar íslands er hafa atkvæðisrétt á 37. þingi Norður- landaráðs eru, Páll Pétursson, Ólaf- ur G. Einarsson, Eiður Guðnason, Valgerður Sverrisdóttir, Þorsteinn Pálsson, Óli Þ. Guðbjartsson og Hjörleifur Guttormsson. - ág Dæmdur fyrir tilraun til manndráps: SEX ÁRA FANGELSI Tuttugu ogfimm áragamall Reyk- víkingur, Víðir Kristjánsson var í fyrradag dæmdur í sex ára fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur fyrir mann- drápstilraun. Víðir stakk fjörutíu og eins árs gamlan mann með hnífi í kviðarhol þann 13. nóvember sl. á heimili hins særða og hlaut hann af miklar inn- vortis blæðingar sem voru stöðvaðar með skurðaðgerð. Víðir hefur borið að húsráðandi hafi sýnt sér kynferð- islega tilburði og við það hafi hann misst stjórn á sér. Til frádráttar refsingu Víðis kem- ur 99 daga gæsluvarðhald. Þá er honum gert að greiða allan sakar- kostnað, samtals 195 þúsund krónur. Þar sem Víðir Kristjánsson var í Sakadómi dæmdur í meira en fimm ára fangelsi fer dómurinn til Hæsta- réttar lögum samkvæmt. Dóminn kvað upp Sverrir Einars- son sakadómari í Sakadómi Reykja- víkur. -ABÓ Sauðárkrókur - Akureyri - Reykjavík STÓRSÝNING UM HELGINA Veitum styrkþegum Tryggingarstofnunar ríkisins sérstakan afslátt. Við aukum styrk þeirra um 10% með aukaafslætti m.a. á NISSAN MICRA og NISSAN SUNNY 89, sjálfskiptum. NISSAN SUNNY 4 dyra SEDAN NISSAN MICRA 3 dyra GL Sýnum einnig hjá umboðsmönnum okkar á Sauðárkróki og á Akureyri. veríð veikomin. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 3560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.