Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.02.1989, Blaðsíða 19
I.KIKi'f'IAC 2ál Rf-AKJAVlKlJK SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Laugardag 25. febr. kl. 20.30 örfá sæti laus Miövikudag 1. mars kl. 20.30 Laugardag 4. mars kl. 20.30 Örfá sæti laus Sunnudag 5. mars kl. 20.30 eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartima I kvöld kl. 20.00. Uppselt Sunnudag 26. febr. kl. 20.00. Uppselt Þriðjudag 28. febr. kl. 20.00. Fimmtudag 2. mars kl. 20.00. Uppselt Föstudag 3. mars kl. 20.00 Uppselt Miðvikudag 8. mars kl. 20.00 Laugardag 11. mars kl. 20.00 Þriðjudag 14. mars kl. 20.00 ÉRDÍN4- lAA Barnaleikrit eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir Leikmynd og búningar: Hlin Gunnarsdóttir Tónlist: Soffía Vagnsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Margrét Árnadóttir Lýsing: Lárus Björnsson og Egill Örn Árnason Aðstoð við hreyfingar: Auður Bjarnadóttir Leikendur: Kjartan Bjargmundsson, Margrét Árnadóttir, Edda Björgvinsdóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Stefán Sturta Sigurjónsson, Valgerður Dan Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Arnheiður Ingimundardóttir, Ólöf Söebech, Margrét Guðmundsdóttir, Kristján Franklin Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir. Frumsýnt í Iðnó laugardaginn 25. febrúar kl. 14 Sunnud. 26. feb. kl. 14 Laugard. 4. marskl. 14 Sunnud. 5. mars kl. 14 Miðasala i Iðnó sími 16620 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 9. apríl 1989. barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Ath! Sýningar um helgar hefjast kl. tvö eftir hádegi. Laugardag kl. 14.00 Uppselt Sunnudag kl. 14.00 Uppselt Fimmtudag kl. 17.00 Laugardag 4.3. kl. 14.00. Uppselt Sunnudag 5.3. kl. 14.00. Uppselt Laugardag 11.3. kl. 14.00. Uppselt Sunnudag 12.3. kl. 14.00. Uppselt Laugardag 18.3. kl. 14 Sunnudag 19.3. kl. 14.00 Sunnudag 2.4. kl. 14.00 Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna: 3f\S*>mh;rt ibo)fmctnn$ ópera eftir Offenbach I kvöld kl. 20.00. Næstsíðasta sýning. Örfá sæti laus Sunnudag kl. 20.00. Síðasta sýning. örfá sæti laus Ath! Myndbandsupptaka fer fram á föstudagssýningunni. Háskaleg kynni leikrit eftir Christopher Hampton byggt á skáldsögunni Les Liaisons Dangereuses eftir Laclos Laugardag 4. sýning. Fáein sæti laus Föstudag 3.3.5. sýning Laugardag 4.3.6. sýning Laugardag 11.3.7. sýning Miðvikudag 15.3.8. sýning Kortagestir ath.l Þessi sýning kemur i stað listdans í febrúar. London City Ballet gestaleikur frá Lundúnum Föstudag 31.3. kl. 20.00 Laugardag 1.4. kl. 20.00 MtlYfft nýtt leikrit eftir Valgeir Skagfjörð Sunnudag kl. 20.30. Frumsýning Fimmtudag 2.3. kl. 20.30 Sunnudag 5.3. kl. 20.30 Miðvikudag 8.3. kl. 20.30 Föstudag 10.3. kl. 20.30 Sunnudag 12.3. kl. 20.30 Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20.00. Símapantanir einnig virka daga frá kl. 10-12. Sími 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. SAMKORT NEMENDA LEIKHUSIÐ ILBKUSTABSKÓU tSCANOS UNDARBÆ sjm 21971 „Og mærin fór í dansinn...“ eftir Debbie Horsfield 15. sýning í kvöld kl. 20.00 Siðasta sýning Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 21971. KVIKMYNDIR Y.FöstudagUr'24.'féBrúfetr'1989 Laugarásbíó: Vargens Tid ★1/2 Skálmöld eður ei? Laugarásbíó hefur hafið sýningar á sænsku myndinni Vargens Tid, sem hlotið hef- ur íslenska nafnið Skálmöld. Eftir myndinni hefur aðallega verið beðið vegna þátttöku Gunnars Eyjólfssonar, en hann leikureitt aðalhlutverk- anna í myndinni. Myndin segir frá ungum aðalsmanni, lénsherrasynin- um Inga Úlfstönn, sem held- ur upp í leiðangur að leita að tvíburabróður sínum, Arild, sem hvarf að heiman. f leit sinni rekst hann á flokk síg- auna. Þar var Inga tekið með kostum og kynjum. En það var ekki vegna eigin verðleika heldur tvíburabróður síns. Sígaunarnir héldu einfaldlega að þar væri Arild sjálfur á ferðinni, en hann hafði verið á ferð með sígaununum skömmu áður, en horfið frá þeim. Þar unir Ingi sér mjög vel, spákona hópsins sér fyrir grimm forlög og verður þeim ekki forðað. Myndin á að lýsa aðbúnaði sígauna á 16. öld. þar sem þeir hröktust undan konungs- mönnum og voru nánast rétt- dræpir hvar sem er. En þetta líf sígaunanna er leikstjóri myndarinnar langt frá því að ná að túlka, heldur hefur maður á tilfinningunni að um rólega skógarferð hjá nokkr- um vísitölu-sígaunafjölskyld- um sé að ræða. Þá er myndin ákaflega langdregin og fjöl- mörg atriðin þar sem persón- ur fara háfleygum orðum um raddirnar og augun í skógin- um fara algerlega fyrir ofan garð og neðan. Gunnar Eyjólfsson fer með hlutverk sígaunakonungsins Horats, sem er eitt aðalhlut- verkanna í myndinni. Leikur Gunnars er frekar látlaus, en í heildina kemst hann ágæt- lega frá hlutverkinu. En upp- runinn leynir sér ekki í sænsku Gunnars. Aðrir leikarar sýna engan snilldar- leik, en eru þó allt í lagi.. Kvikmyndatakan er þó eitt af því sem vel er gert í myndinni og notfæra töku- menn sér vel þá möguleika sem náttúran býður upp á. í heildina er myndin ekki góð þar sem leikstjóra mis- tekst mjög ætlunarverk sitt, en fyrir skemmtilega mynda- töku og leik sem var allt í lagi fær myndin eina og hálfa stjörnu af fjórum möguleg- um. Pétur Sigurðsson NAUST VESTURGÚTU 6-8 Borðapantanir 17759 Eldhús 17758 Símonarsalur 17759 Fjölbreyttur matse&ill um helgina. Leikhúsgestir fá 10% afslátt af mat tyrir sýningu. Slmi18666 John Nettles Tíminn 19 £l ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Óvitar JERSEY Gulleyjan hans Breski leikarinn John Nett- les fluttist búferlum til eyjar- innar Jersey, því að þar vann hann árum saman að mynd- unum um leynilögreglumann- inn Jim Bergerac, sem elti uppi glæpamenn og illvirkja og kom þeim í hendur réttvís- innar. Þegar leikari er í einhverju vissu hlutverki um langan tíma, þá fer oft svo að fólk fer að ruglast á leikaranum og persónunni sem hann er að túlka. John Nettles kippir sér ekkert upp við það þó að hann sé ávarpaður sem Jim, hvort sem hann er á gangi á götu eða að versla í stórmark- aði í St. Hélier á Jersey. Hann er lögreglumaðurinn Jim Bergerac í augum fólks, og segist vera farinn að ansa því nafni. „Sem betur fer hef ég þó ekki verið beðinn að upplýsa neina glæpi, - enda yrði lík- lega lítið úr mér við slík störf,“ segir hinn vinsæli John Nettles. En það sem hann stendur sig vel við er að vera „ferðamálaundur" eyjarinnar nr. 1. Eftir því sem ferða- málamenn á Jersey segja, þá spyrja flestir túristar sem þangað koma eftir því „hvar hann Jim Bergerac búi“, og vilja ólmir sjá húsið hans, sem er gamall bóndabær. „Við höfum reiknað út, að 7-10 % af ferðamannastraum hingað til Jersey má reikna hinum fræga leikara til tekna,“ sagði ferðamálastjór- inn. Um síðastliðin jól breytti John Nettles til og fór að leika á leiksviði við Konung- lega leikhúsið í Plymouth. Hann lék eitt aðalhlutverkið í ævintýraleiknum Robinson Crusoe. „Þetta er mér skemmtilegt og nauðsynlegt frí frá vini mínum Jim Berge- rac,“ sagði John Nettles, en hann bætti við, að hann væri alls ekki orðinn leiður á Jim ennþá. John Nettles fær mörg bréf frá aðdáendum sínum á hverri viku, - en Jim Berge- rac fær þó fleiri! Úr lciksýningunni „Robinson Crusoe" í Plymouth: John Nett- les og Ruth Madoc í aðalhlutverkum leiks- John Nettles á strönd- inni á Jersey. Þar býr hann með Emmu, 18 ára dóttur sinni frá fyrra hjónabandi, og svo kemur vinkona hans, Judi Millcr, ■ heimsókn þegar hún má vera að frá störfum sínum við leikhús ■ London.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.