Tíminn - 25.02.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.02.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. febrúar 1989 Tíminn 9 Kvikmyndir eru dýrar. Leikstjórar í þroti Hverri viðleitni til verndar tungunni er tekið tveimur höndum. Svo var um hið síðara upphaf kvikmyndagerðar í land- inu. Það var alveg augljóst mál, að kvikmynd sem byggð var á íslensku efni og þar sem töluð var íslenska var mikilsverð við- bót við málsvið okkar, og því mikilsvert að auka vöxt hennar og viðgang. Þá var hér um að ræða forvitnilega og næsta ný- stárlega listgrein, sem útlit var fyrir að ætti nokkra framtíð fyrir sér. Efniviður var nægur fyrir í landinu, ef menn kærðu sig um að vinna úr því sem þegar hafði verið ritað. Og ætla mátti að skáldskapargáfan væri næg til að búa til alveg nýja hluti fyrir kvikmyndir, einkum þegar haft er í huga að um þrjú hundruð manns munu nú vera í Rithöf- undasambandi íslands einu saman. Því miður gekk lítið af þessu eftir. Kvkmyndirnar breyttust fljótt í einskonar einkamál, þar sem leikstjórar voru gerðir að höfuðpaurum hvers verks, þótt öll vinna sem unnin er við kvik- myndagerð sé hópvinna fjölda fólks. Nú er þessi leikstjóra- stefna að komast í þrot, eigin- lega áður en kvikmyndirnar náðu sæmilegri fótfestu. ístöðu- leysi íslenskra kvikmynda birtist meðal annars í stöðugri þörf leikstjóranna á að ná samvinnu og hljóta viðurkenningu erlend- is. Meðan svo er verður aldrei til íslensk stefna í kvikmyndagerð, heldur einskonar óskapnaður sem engum þjónar í þeim sæg tylftarvöru sem kvikmyndaverin og sjónvarpsstöðvarnar spúa úr sér svo að segja á degi hverjum. Þetta kemur meðal annars framm í snarminnkandi aðsókn að íslenskum myndum. Sam- dráttur í aðsókn ætti að færa leikstjórunum heim sanninn um að þeir eru ekki guðir, sprottnir alskapaðir úr höfði Seifs. Þjóðernislaus meðalmennska Á meðan hugmyndir leik- stjóra um að verða íslenskir Ingmar Bergmann eða Federico Fellini og draga íslenskar kvik- myndir niður á svið þjóðernis- lausrar meðalmennsku, eykur Alþingi fjárveitingar til kvik- mynda, og heldur við í gegnum Kvikmyndasjóð bæði leikstjóra- gloríunni og meðalmennskunni. Alþingi gerir þetta eflaust í þeirri vissu að það sé að gera íslenskri tungu og kvikmyndun- um gagn. Ekki skal dregið í efa að leikstjórar kunni sitt fag, þótt einn helsti þeirra hafi aðeins verið á „kursus“ í Svíþjóð. Það er ekki meginmálið heldur sú árátta þessara leikstjóra að vilja sjálfir vera smiðir allrar myndar- innar, þannig að þeir vilja semja söguna, handritið og stýra myndinni. Nú er það alveg ljóst, að þeir sem semja sögur eða þætti láta sér aldrei detta í hug, að því fylgi að þeir geti orðið kvikmyndaleikstjórar. Og komi fyrir að leikstjóri noti efni, sem aðrir hafa samið, þá hræra þeir saman óskyldum verkum og búa til kvikmyndir sem eru einskon- ar súpa úr mörgum verkum. Aðeins ein heilleg mynd hefur verið gerð úr fortíðinni og tókst sæmilega. Nú snýst málið um að taka einhver fornaldarminni sitt út hvorri áttinni og gera úr því kvikmynd. Þá fá „höfundarhæfi- leikar" leikstjóra að njóta sín til fulls. Leikfangasjóður eða alvara Þótt enn þyki íslenskum leik- stjórum henta mestanpart að láta tala íslensku í íslenskum myndum, sem kostaðar eru að hluta úr Kvikmyndasjóði, verð- ur þess ekki langt að bíða að hér verði farið að taka kvikmyndir á ensku, eða einhverju öðru „selj- anlegu“ máli, vegna þess að kvikmyndir eru gerðar pening- anna vegna, og frægðar leik- stjóranna vegna. Ekki er vitað til að þá varði sérstaklega um íslenska tungu. Þá mun væntan- lega þyngjast brúnin á Alþingi, þegar kemur þar í messunni að veita þurfi fé í leikfangasjóð leikstjóranna, Kvikmyndasjóð íslands. Um þær mundir færi þá sögu íslenskrar kvikmyndagerð- ar að ljúka í bili. En kjósi menn . að hafa einhver afskipti af þeirri þróun í kvikmyndun, sem þegar er hafin hér á landi, væri hægt að hugsa sér að í staðinn fyrir Kvikmyndasjóð yrði komið á fót kvikmyndastofnun, sem réði til sín leikstjóra eins og venjan er að gera hjá öðrum þjóðum, en verkefnaval yrði á höndum sérstakra manna, sem annað tveggja fengi höfunda til að semja kvikmyndahandrit eða samþykkti handrit, sem þeim bærist. Með því móti væri að minnsta kosti komið í veg fyrir þær ógöngur, sem leikstjórarnir hafa lent í ofar byggðum. En að leggja til að hér verði sett á laggirnar Kvikmyndastofnun til að bjarga íslenskri kvikmynda- gerð er kvíðvænlegt. Yfir svona stofnun þyrfti að setja hálfgerð- an harðstjóra, sem gerði sér grein fyrir því að hér yrði að taka upp mikið harðari stefnu um val á viðfangsefnum til að skapa að nýju áhugann á inn- lendum kvikmyndum. En auð- vitað þýðir ekki um slíkt að tala. Nú kæmu flokksskírteinin og samböndin til sögunnar og ein- hver gagnslaus dillibossinn yrði settur yfir þessa þýðingarmiklu stofnun. Hin árlega steik Þótt Alþingi íslendinga sé allt af vilja gert til að styðja við margvíslega menningarstarf- semi og fari þar að heppilegum borgaralegum sjónarmiðum, mun ekki linna gagnrýni þessara með flokksskírteinin. Lista- mannalaun er mál þingsins, þótt t.d. „kúltúrblað" eins og Dag- blaðið Vísir segi að listamönn- um sé lítill greiði gerður með dilkadrætti, og á þar við lista- mannalaun. Blaðið forðast að geta starfslauna listamanna og sjóða, sem þeir geta sótt til og eru auðvitað listamannalaun. Vel má vera að DV hafi ráðist á listamannalaun af því blaðið var sjálft með dilkadrátt á lista- mönnum daginn eftir og hafði þar þekktan kirkjugarðshöfund og flokksskírteinismann fremst- an í flokki. Með afskiptum sínum af list- um á Alþingi sammerkt með mikíum meirihluta þjóðarinnar að vilja hlúa að því sem verið er að gera í listum, hvað sem líður tali rauðvínsstráka sem bjóða úr dilkadrætti sínum í steikur einu sinni á ári. Auðvitað er hægt að segja með sanni að öflugt menn- ingarlíf styðji að viðhaldi tung- unnar. Sá hængur er þó á því, að í vaxandi mæli rembast menn við að hljóta viðurkenningar erlendis. Það er ekki nema mannlegt og við höfum dæmi um það að oft hefur vel tekist til, þótt ekkert af þessu erlenda brölti, sem mest miðast við hin Norðurlöndin komi við því menningarlífi, sem hér þarf að rækja. Nóbelsverðiaunin ber hæst í þessu efni. í þeim fólst mikil viðurkenning fyrir tungu okkar og þjóðina, enda var í tilvitnunarorðum getið sam- hengis og endurnýjunar sagna- listar frá Snorra til Halldórs Laxness.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.