Tíminn - 25.02.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.02.1989, Blaðsíða 15
p,86i leúidöl .68 iugBbiBQUBJ Tíminn 27 nnimiT 08 Kristján Karl Pétursson frá Skammbeinsstöðum Þann 13. febrúar s.l. lést á Sjúkra- húsi Suðurlands Kristján Karl Pét- ursson frá Skammbeinsstöðum í Holtahreppi. Hann verður jarðsung- inn frá Marteinstungukirkju í dag klukkan 14.00. Karl Pétursson fæddist á Skamm- beinsstöðum þann 27. nóvember árið 1909, sonur hjónanna Péturs Jónssonar frá Stokkalæk á Rangár- völlum og Guðnýjar Kristjánsdóttur frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi, en sagt er nánar frá ættboga hennar í bókinni um Víkingslækjarætt. Þau Pétur og Guðný fluttust að Skammbeinsstöðum árið 1900 og bjuggu þar allan sinn búskap. Þeim varð 10 barna auðið; einn son, Kristján, misstu þau í frumbernsku hans en hin nfu komust til efri ára. í aldursröð var systkinahópurinn frá Skammbeinsstöðum þessi: Jón Óskar, bóndi á Skammbeinsstöðum, Kristrún, húsfreyja í Reykjavík, Guðjón, húsgagnasmiður í Reykja- vík, en þessi þrjú elstu af systkinun- um eru öll látin. Guðrún Sigríður er húsfreyja í Reykjavík og á Hrafnistu í Hafnarfirði býr Sigurður Helgi gerlafræðingur. Sjötti í röðinni var Kristján Karl, sem hér er kvaddur. Yngstu systkinin þrjú eru Ágúst, húsgagnasmiður, Ármann, skrif- stofumaður í Reykjavík, sem látinn er fyrir nokkru, og Helga, sem býr í Reykjavík. Karl Pétursson ólst upp í glöðum systkinahóp hjá foreldrum sem með eljusemi komust í bærileg efni þrátt fyrir ómegð. Karl naut farkennslu eins og þá var títt en ekki annarrar formlegrar skólagöngu. Hann stund- aði fiskvinnslustörf í Vestmannaeyj- um sem ungur maður en vann heimili foreldra sinna á sumrin. Karl kynnt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sól- veigu Eysteinsdóttur, í Vestmanna- eyjum. Þau giftust 2. júní 1938 og gekk Karl eftir það tveimur ungum sonum Sólveigar, þeim Ottó Eyfjörð og Elt'asi Eyberg, að mestu í föður- stað. Saman eignuðust þau hjónin tvö börn, Auði og Pétur Viðar. Einnig ólu þau upp dótturson sinn, Karl Lúðvíksson. Karl og Sólveig tóku við búskap á Skammbeinsstöðum árið 1939. Auk þeirra voru tveir aðrir ábúendur á Skammbeinsstöðum flest þeirra bú- skaparár. Var Jón Óskar, bróðir Karls, annar þeirra og bjuggu þeir bræður í svokölluðum austurbæ en í vesturbænum bjó Sigurður J. Sig- urðsson. Ég, sem þessa grein rita, kynntist Karli Péturssyni fyrir 27 árum, þegar ég gekk að eiga Auði dóttur hans. Það er mér dýrmæt reynsla að hafa kynnst Karli. í viðkynningu vakti athygli hve Karl var vel heima í hinum margvíslegustu málum og úrræðagóður var hann svo af bar. Hann var einnig ósérhlífinn og ætl- aði sjálfum sér síst minna en öðrum. Hann reyndist vel mönnum sem málleysingjum. Hvað búskap snerti þá lét honum skepnuhirðing óvenju vel og hann var jafnan hagsýnn og fljótur að tileinka sér nýjungar. Framsýnn var Karl einnig í betra lagi. Við tengdafeðgar vorum mjög samrýndir og fann ég aldrei til þess að á okkur væri sá aldursmunur sem raun bar vitni. Hjá Karli og Sólveigu voru jafnan mörg börn viðloðandi yfir sumartímann og tel ég víst að þau börn hafi ekki farið tómhent frá Skammbeinsstöðum, ef svo má segja, því bæði hjónin þar voru mjög barngóð. Þau voru líka samhent að öðru leyti og hjónaband þeirra virtist mjög hamingjusamt. Karl var mikill kirkjunnar maður og söng, ásamt konu sinni, í kirkju- kór Marteinstungukirkju í fjölda ára. Hann vann einnig margvísleg störf í þágu sinnar sveitar. Karl var einn af þeim mönnum sem láta verkin tala en gerði minna af að halda ræður út um borg og bý. Þegar komið er að kveðjustund finn ég að Karl tengdafaðir hefur kennt mér margt, en hvernig nem- andi ég reyndist honum veit ég hins vegar ekki fyrir víst. Síðustu 5 árin bjuggu þau Karl og Sólveig í húsi sem þau reistu sér við Dvalarheimil- ið Lund á Hellu. Þar undu þau sér vel meðan heilsan var bærileg. Þó fátt væri sagt var skylduliði Karls eigi að síður ljóst að hann leið oft á tíðum mikið s.l. tvö ár, vegna illvígra veikinda sinna. Nú þegar hann er allur kveðja eiginkona hans, börn, fóstursynir, barnabörn, barnabarna- börn og vinir með söknuði góðan mann. Sveinn M. Andrésson lllllllllllllllll SAMVINNUMÁL ... ::::l!llillllli: -!lllllllli:i!'1 ''.|lllllllllllllll|l|l!l" ■■::llllllllllll!l' ^lllllllllllllllll.:. ■ ísraelska SÍS í vanda Síðastliðið ár, 1988, var erfitt Hevrat Ha’Ovdim, 65 ára gömlu, en það er eignarhaldsfélag sambands verkalýðsfélaganna í ísrael, Hista- drut. Iðnsamsteypa þess, Koor, var hætt komin, þegar Bankers Trust of New York hótaði henni aðför vegna vanskila á $ 20 milljónum. En árleg velta Koor nemur $ 3 milljörðum. Að Hevrat Ha’Ovdim eiga sam- yrkjubúin aðild, 300 kibbutzim og 400 moshavim, en þau hafa líka safnað skuldum undanfarin ár. Þau leggja til 80% af landbúnaðarfram- leiðslu Israels. Skuldum hlaðið er líka Kupat Holim, sjúkrasamlag Histadrut, en í því eru þrír af hverj- um fjórum Israelsmanna. Skiptar skoðanir eru um orsakir erfiðleika þessara. Verkamanna- flokkurinn rekur þá til Likud-banda- lagsins. Eftir sigur Likud í kosning- unum 1978, gerði ríkisstjórn þess Histadrut að verja helmingi tekna lífeyrissjóða sinna til kaupa á skuldabréfum ríkisins. Áður höfðu þær farið til fjárfestingar. í öðru lagi nefnir Verkamannaflokkurinn til nær fastskráð gengi shekels við 16% verðbólgu á ári. Aftur á móti segir Likud, að Hevrat Ha’Ovdim hafi úrelta, eða öllu heldur „boljéviska”, rekstrarhætti. Hverjar sem rætur vandans eru, fækkaði Koor í fyrra starfsmönnum sínum úr 30.000 í 27.000 og seldi nokkrar verksmiðja sinna. Þá hafa líka dregist saman umsvif Solel Bonch, bygginga-verktaka þess, sem áður kvað að á alþjóðlegum vett- vangi. Virkjun Bláár við Gljúfrin þrjú f lok nóvember 1988 skilaði áliti í Kína nefnd sú, sem í tvö ár hefur kannað skilyrði til virkjunar Jang- tse-fljóts við Gljúfrin þrjú. Formað- ur nefndarinnar var Jao Ji-lin vara- forsætisráðherra, en nefndarmenn voru 412. Fjallaði nefndin um 14 svið, sem svo jarðlög, jarðhræringar, vatnasvæði, vistfræði, umhverfis- mál, byggðaröskun, væntanleg mannvirki, rafmagnsvélar, lögn háspennulína, tilkostnað og arð- semi. Leggur nefndin til, að orkuver- ið verði byggt. Þriggja gljúfra virkjunin í Jang-tse verður væntanlega stærsta vatnsafls- virkjun í heimi. Bygging þess mun taka um 20 ár og kosta árlega að jafnaði um 1,23 pro mille af kín- verskum þjóðartekjum. Vinnslugeta þess verður 17,68 milljónir kíló- watta, en árleg vinnsla 84 milljarðar kílówattstunda. Uppistöðulón verð- ur að baki stíflu, 185 m hárrar, 2,8 km langrar. f orkuverinu verða 26 hreyfla-samstæður. Af himnum ofan Á vettvangi auglýsinga, jafnvel enn frekar en í daglegu lífi, boðar sjónvarp um gervihnetti breytingar. Nýr sjónvarpshnöttur, Astra, var nýlega hafinn á loft, en hann er í eigu félags með lögheimili í Luxem- borg. Af honum verðurendurvarpað á 16 rásum á PAL, og mun í ráði að á 10 eða 11 þeirra verði mælt á ensku. Á fjórum þeirra hóf Sky Television, stjónvarpsstöð Ruperts Murdoch endurvarp 4. febrúar 1989, en tekna aflar stöðin með auglýsing- um og áskriftum. Rásirnar fjórar eru: (I) Sky News, sem flytur hálf- tíma fréttir á hverri klukkustund, en þær leggja Visnews og NBC til. II Sky Movies, sem flytur kvikmyndir, nær látlaust og án auglýsinga. 111 Sky Channel sem flytur blandaða dagskrá. IV Eurosport, sem að hluta er á vegum European Broadcasting Union. - Afruglari verður af Pal- crypt-gerð. Aðrar hinna enskumælandi rása Astra munu W.H. Smith og Robert Maxwell hafa leigt. Mun W.H. Smith í þann veginn að hefja endur- varp á tveimur rásum, „Lifestyle" og „Screensport". f fyrstu verður endurvarp þeirra á PÁL, en í haust fara þær á D-MAC, sem bresk stjórnvöld mæla með. Afruglari verður af Eurocrypt-gerð. Síðla sumars mun BSB senda sinn gervihnött á loft, víðs fjarri Astra. Á rásum hans verður endurvarpað á D-MAC, en afruglari verður af Eurocypher-gerð. Áskriftargjald verður £ 10 á mánuði. Endurvarp hans næst ekki á diska, sem beint er að Astra. Að meðtöldum rásum BBC og ITV verður valið um 15 eða 16 sjónvarpsrásir á Bretlandi í árslok. Hyggst BSB „selja“ 3 milljónir mót- töku-diska fyrir árslok 1991, en Sky Television kveðst munu selja 2 millj- ónir diska á þessu ári, helming þeirra á Bretlandi. Stígandi Laugardagur 25. febrúar 1989 Útboð Bæjarverkfræðingur Kópavogs fyrir hönd bæjar- sjóðs Kópavogs óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnavinnu í Suðurhlíðum, D reit (Hjallar). Helstu magntölur eru: Götur 1465 m, skolplagnir 1309 m, regnvatnslagnir 1464 m. Verkinu skal skila fullkláruðu 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, gegn 10 þús. kr. skilatryggingu, frá og með mánudegi 27. febrúar n.k. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. mars 1989 kl. 11.00 f.h. Irmilegar þakkir færi ég öllum þeim sem heiöruðu mig og glöddu með heimsóknum, símskeytum, símtölum, ræðum og gjöfum á sjötíu ára afmæli mínu 15. febrúars.l. Sérstakar þakkir færi ég Kirkjukór Akraness fyrir ógleymanlega heimsókn og söng. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Guðbjartsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Sigurðar Sigurðssonar frá Veiöilæk Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Hólmfríður Sigurðardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Björns Ásgeirssonar Reykjum, Lundarreykjadal og umhyggju honum sýnda. Fyrir hönd aðstandenda Leifur Ásgeirsson Sigurður Ásgeirsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður Guðbjargar Ketilsdóttur Kópavogsbraut 20. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki deildar A-4 Borgarspítalanum. Sveinn Gamalíelsson Sólveig Sveinsdóttir Gamalíel Sveinsson Vilborg Gunnlaugsdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Kristófers Guðleifssonar Hjallaseli 29 Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Borgarspítalans deild B6 og A3. Guðrún Guðmundsdóttir Valgerður Eygló KristófersdóttirBjörn Sigurðsson Guðmundur I. Kristófersson Guðríður Kristófersdóttir Sigurður Kristófersson Ingveldur Þ. Kristófersdóttir Hannes Kristófersson Helgi Kristófersson og barnabörn. Ósk Davíðsdóttir Hallgrímur Jónasson Hjördís Arnadóttir Helgi Guðjónsson Guðríður Ólafsdóttir Guðrún Eysteinsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.