Tíminn - 25.02.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.02.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn Laugardagur 25. febrúar 1989 Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúö og vinnustofa, sem ætluö er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykja- víkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefndist Cité Internationale des Arts og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvals- stofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvals- stofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuld- binda sig til þess að hlíta reglum Cité Internation- ale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu og jafnfram skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjórnin mun áfundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. júlí 1989 - 30. júní 1990. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna að Austurstæti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 22. mars n.k. Reykjavík, 22. febrúar 1989 Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu II! DAGVI8T BAKIVA Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtal- inna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. VESTURBÆR Hagakot Fomhaga8 s. 29270 AUSTURBÆR Hlíðarborg v/Eskihlíð s. 20096 Lækjarborg v/Leirulæk s. 686351 Nóaborg Stangarholti 11 s. 29595 Stakkaborg v/Bólstaðarhlíð s. 84776 Múlaborg v/Ármúla s. 685154 BREIÐHOLT - GRAFARVOGUR Bakkaborg v/Blöndubakka s. 71240 Foldaborg Frostafold 33 s. 673138 Jöklaborg v/Jöklasel s. 71099 HEIMAR Sunnuborg Sólheimum19 s. 36385 VETTVANGUR Gengisfellingar hafa leikið sparifjáreigendur grátt Oft heyrist það, að íslensk fyrir- tæki standi verr að vígi en erlendir keppinautar þeirra og sé ástæðan ekki síst sú, að eiginfjárstaða þeirra sé yfirleitt miklu lakari. Hvað veldur þessu? Sumir segja, að því valdi háir skattar, sem gleypi mikinn hluta þess arðs, sem fyrirtækin leggja fyrir. Staðreyndin er samt sú, að tekju- og eignaskatt- ar eru með lægra móti hérlendis. Meginástæða þess, að eigin- fjárstaða íslenskra fyrirtækja er léleg er allt önnur en skattarnir. Meginástæðan eru hinar miklu og mörgu gengisfellingar, sem beitt hefur verið sfðan 1960 sem bráða- birgðaráðstöfunum í efnahagsmál- um. Smátt og smátt hafa þær rýrt sparifé fyrirtækjanna og gerðu það næstum að engu. Glöggt dæmi um þetta eru sjóðir kaupfélaganna. Kaupfélagsmenn héldu, að með þeim væru þeir að tryggja framtíð félagsskapar síns. Raunin hefur orðið önnur. Sjóðirnir hafa fuðrað upp í báli gengisfellinganna. t>ess vegna hafa þeir eða þau, sem eru á svipuðum aldri og ég, orðið áhorfendur að því, að mörg þau fyrirtæki á landsbyggðinni, sem þóttu einna traustust fjárhags- lega fyrir 20-30 árum, hafa nýlega verið tekin til gjaldþrotaskipta og hafa því lokið sögu sinni. Rústir þeirra eru alvarleg áminning um afleiðingar gengisfellinga. Til eru fákænir hagfræðingar, sem segja að þessum afleiðingum gengisfellinga hafi mátt verjast með því að hækka vextina. Reynsl- an sýnir þó glöggt, að það er leiðin til fleiri gengisfellinga. Þegar fjármagnskostnaður eykst, fara margir atvinnurekendur að hrópa: Það verður að lækka gengið og skrá krónuna rétt. Þetta hrópa líka eigendur þeirra fyrirtækja, sem grætt hafa á okurlánum. Afleiðing er m.a. sú, að gengið hefur verið þrífellt á tæpu ári en efnahags- ástandið samt haldið áfram að versna. Flestir ættu að geta séð hvernig slík öfugþróun endar. Gengisfellingamar hafa gert meira en að eyða sjóðum traustra fyrirtækja. í raun hafa þær leikið enn verr efnalitla einstaklinga, sem hafa verið að safna smáupphæðum til efri áranna. Gengisfellingarnar þrjár að undanförnu hafa rýrt verð- gildi þessara litlu sjóða verulega á sama tíma og verðbólga hefur aukist. Nýlega hefur verið stofnað félag sparifjáreigenda, sem er ætlað það hlutverk að því sagt er, að sporna gegn rýrnun sparifjár. Fyrsta verk- efni slíks félagsskapar hlýtur að vera að hamla gegn frekari gengis- fellingum. Annað verkefni hlýtur að vera að tryggja hóflega raun- vexti, því að of háir raunvextir auka óeðlilega mikið fjármagns- kostnað fyrirtækja og leiða til kröfugerðar um gengislækkun. Mesta hagsmunamál sparifjár- eigenda er að raungildi krónunnar haldist stöðugt, líkt og t.d. sviss- neskur franki. í raun er það hags- munamál allrar þjóðarinnar, því að fyrr byggist ekki efnahagur hennar á öruggum grundvelli. Þórarinn Þórarinsson: Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni lokar á laugardögum kl. 14:45. X .21 8. LEJKVIKA- 25. FEBRÚAR 1989 111 Leikur 1 Aston Villa - Charlton Leikur 2 Derby - Everton Leikur 3 Millwall - Coventry Leikur 4 Norwich - Man. Utd. Leikur 5 Southampton - Tottenham Leikur 6 Wimbledoiv, - Sheff. Wed. Leikur 7 Bournemouth - Portsmouth Leikur 8 Barnsley - Blackburn Leikur 9 Brighton - Watford Leikur 10 Oxford - Ipswich Leikur 11 Stoke - Leicester Leikur 12 Sunderland - Hull Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -84464. Sprengipotturinn aekk ekki út, svo nú er pofiurinn : -ekki bara tvöfaldur! ITT lítasjónvarp er Qárfestíng ív-þýskum gæðumog fallegum ITTfitum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.