Tíminn - 25.02.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.02.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. febrúar 1989 Tíminn 25 ED AÐ UTAN Vegna mótmæla dýravina - dregur úr notkun dýra við rannsóknir - leitað annarrar tækni ítalska tískufyrirtækið Benetton hefur nú tilkynnt að þar verði ekki framar gerðar öryggisprófanir á nýjum snyrti- og hreinlætisvörum með aðstoð dýra. Vísindamaður við læknadeild Cornell-háskóla hefur afsalað sér 600.000 dollara ríkisstyrk til rannsóknar á ávanabindingu barbítúr- Iyfja. Við rannsóknina notaði hún ketti. Noxell-fyrirtækja- samsteypan, framleiðendur Noxzema húðsnyrtivara og Cover Girls snyrtivara segist héðan í frá notast við músavefi sem ræktaðir eru á rannsóknastofum í stað tilrauna með kanínur til að ákvarða hvort framleiðsluvara þeirra skaðar mannsaugað. Þeir sem berjast fyrir góðri með- ferð á dýrum líta á allar þessar nýlegu yfirlýsingar sem sigur sinn. Og ákvarðanir Benettons og Cor- nells bera reyndar vott um vaxandi áhrif þeirra. En hugarfarsbreyting- in hjá Noxell er dæmi um þær umbætur sem framleiðendur eru að reyna að koma á varðandi meðferð dýra á rannsóknastofum með því að einbeita sér að þrem atriðum, þ.e. fækka dýrum sem notuð eru við tilraunir, endurbæta aðferðirnar svo að þær séu sárs- aukaminni og, í þeim tilfellum þar sem hægt er að koma því við, taka upp aðra aðferð þar sem ekki þarf að notast við dýr. Noxell ákvað að reyna að aðlaga prófun sem þegar er til, fremur en að þróa nýja, sem hluta af átaki sem helstu snyrtivörufyrirtækin standa nú að til að finna aðra kosti en Draize-prófunina, þar sem not- uð eru augu úr lifandi kanínum. Nýja Noxell-prófunin hefur verið í notkun yfir 20 ár við að meta öryggi lækningatækja úr plasti, sem komið er fyrir í líkamanum. Nú eru allmörg fyrirtæki að gera tilraunir til að ná sama árangri og Noxell en með fjölbreyttari vörur. „Höfum ekki efni á að taka heljarstökk í vitlausa átt“ „Við viljum gera það sem er rétt, en við erum í viðskiptum og við höfum ekki efni á að taka heljarstökk í vitlausa átt,“ sagði dr. Ronald Wolfe, yfirmaður í rannsóknardeild Avon-fyrirtækis- ins. „Ef í ljós kemur að hér er um léleg vísindi að ræða hafa þeir sóað heilmiklum tíma og fé.“ Avon sendir nú 100 tegundir til rann- sóknarstofunnar sem gerði prófan- irnar fyrir Noxell til að ganga úr skugga um hvort aðferðin með ræktaða vefinn gefur svipaðan árangur og Draize-prófanirnar. Nú er meiri vinna lögð í að leita annarra kosta en dýratilrauna en áður. Procter & Gamble segist hafa eytt 3,2 milljónum dollara í slíkar tilraunir á sl. ári. Könnun sem gerð var á tilraunum tii að draga úr notkun dýra við 20 eitur- efnarannsóknastofúr í iðngrein- inni, sem var skipulögð af vísinda- mönnum frá ýmsum stórfyrirtækj- um, var lokið fyrir skemmstu og verður gerð opinber í vor. Erfitt að fá aðra kosti viðurkennda En viðurkenning á öðrum kost- um hefur gengið hægar en skyldi vegna þess að samkomulag vantar um hvemig staðfesta megi gildi nýrra prófunaraðferða. Einnig hafa reglugerðarsmiðir verið tregir til að samþykkja þær og svo bætist ótti við lögsókn við. Ákvörðun Noxells var merkileg að því leyti að hún var tilkynnt án þess að alríkisreglusmiðir eða dómstólar hefðu sýnt þess nokkur merki að þeir myndu líta á vefjarræktunar- prófunina sem sönnunargagn þess að fyrirtækið virti öryggisstaðla, ef til þess kæmi að neytandi kærði Noxell vegna skaða sem vara frá fyrirtækinu hefði valdið. Baráttumenn fyrir réttindum dýra hafa stillt í hóf hóli sínu í garð Noxeil sem enn notar kanínur til að athuga hvort vörurnar kunni að erta hörundið og rottur til að komast að hvort afurðir sem á að nota innvortis geti verið ban vænar. „Þeir hafa hlýtt á raddir fólksins og brugðist við á einhvern hátt,“ segir talsmaður félagsskapar sem nefnist „People for the Ethical Treatment of Animals" (fólk sem berst fyrir siðlegri meðferð á dýrum) og hefur aðsetur í Wash- ington. „En við höfum ekki á tilfinningunni að fyrirtækin leggi sig almennilega fram við að fá viðurkenndar rannsóknaraðferðir þar sem dýr koma ekki við sögu.“ Baráttufólk fyrir rétti dýra hefur fleiri skotspæni en tilraunastofurn- ar. En það hefur komist að raun um að það er ákaflega áhrifamikið að beina sjónum almennings að rannsóknastofunum vegna þeirra óhugnanlegu ljósmynda þaðan sem allir geta séð, sérstaklega af köttum, hundum og öpum. Al- mennt er fólk líka ekki sátt við að dýrum sé misþyrmt í svo óþörfum tilgangi sem að framleiða snyrti- vörur. Snyrtivöruframleiðendur nota ekki mikið af tilraunadýrunum Samkvæmt síðustu opinberum tölum, frá 1983, er álitið að 17 milljónir til 23 milljónir tilrauna- dýra séu notuð á ári í Bandaríkjun- um. Snyrtivöruiðnaðurinn hefur verið tíður skotspónn baráttufólks fyrir dýraréttindum, en staðreynd- in er sú að hann nýtir aðeins örlítið brot af tilraunadýrunum, og þeim fer sífellt fækkandi. T.d. segjast talsmenn Avon nú ganga úr skugga um öryggi 90% nýrra framleiðslu- tegunda án þess að notast við tilraunadýr og að í fyrra hafi fyrir- tækið fækkað dýrunum um 40%, niður í 2.423. Þeir sem gagnrýna notkun til- raunadýranna segja hana bæði sið- lausa og byggða á misskilningi. Dýravinir halda því t.d. fram að í rannsókninni við Cornell, sem áður var nefnd, hafi 14 ára tilraunir á köttum ekki gefið neinar skýring- ar sem ekki hefði mátt komast að skjótar, örugglegar og á ódýrari hátt með athugunum á mannlegum fórnarlömbum og tilraunum á rannsóknastofum þar sem ekki væri notast við dýr. Þeir halda því fram að tilraunir á dýrum beini yfirleitt fjármunum frá betri rann- sóknaraðferðum og í mörgum til- fellum gefi þær ekki nákvæma vísbendingu um hvaða áhætta bíði mannfólksins. Vísindamenn segja tilraunadýr nauðsynleg Vísindamenn segja að tilraun- irnar við Cornell og flestar aðrar tilraunir með dýr hafi gefið ómetanlegan árangur. Þeir segja nauðsynlegt að nota dýr vegna þess að líffræðileg kerfi mannsins séu of flókin til að líkja eftir á tilraunastofum. Engu að síður sýna nýlegir at- burðir að stofnanir eins og Cornell og fyrirtæki eins og Benetton, sem láta sér annt um þá mynd sem almenningur gerir sér af þeim, eiga erfitt með að standast þrýsting réttinda hefur sérhver tegund, hvort heldur er um að ræða snák, rottu, kött eða mann jafnmikið náttúrlegt gildi. Þeir sem ekki eru alveg eins æstir eru „tegundasinn- ar“, þ.e. þeir gera upp á milli dýrategunda eins og kynþáttahat- ari gerir kynþáttunum mishátt und- ir höfði. Hugmyndin, sem ástralski heimspekingurinn Peter Singer hefur sett fram í umfjöllun sinni um tengsl manns við önnur dýr, er megintónninn í hreinstefnu hreyf- ingarinnar. Höfðar til hjartans fremur en hugsunarinnar En Það er erfitt að fá almenning til að aðhyllast slíka hreinstefnu. Þegar baráttufólk fyrir réttindum dýra er að leita stuðnings meðal almennings, höfðar það til hjartans frekar en hugsunarinnar með því að beina athyglinni að þeim dýrum sem fólki þykir vænt um. „Það safnar ekki peningum til að bæta kjör snáka,“ segir talsmaður stofnana sem nota dýr við vísinda- rannsóknir. „Því finnst það vera að mennta almenning stig af stigi. Það byrjar á því að ná honum á sitt band með því að sýna hvað er verið að gera við gæludýr fólks.“ Sumir vísindamenn segja t.d. í einkaviðræðum að þeir vildu held- ur nota smáapa en sjimpansa við tilraunir, vegna þess að sjimpans- arnir séu líkari mönnum. En þegar til kastanna kemur taka þeir flestir þá afstöðu að allar dýrategundir séu jafnmikilvægar. Tímamót þegar mótaðilinn gafst upp fyrir dýravinum Steve Siegel, sem hafði forystu um herferðina gegn dr. Okamoto, segir: „Ég hef heyrt fólk segja að nagdýr séu ógeðsleg, því þyki vænt um hunda og ketti en hati rottur. En þannig hugsum við öll í byrjun. Ég hugsaði sjálfur þannig fyrst en það þarf ekki mikla fræðslu þar til maður skilur hvað þetta er rangur hugsunarháttur.“ Hvað varðar nýju rannsóknirnar sem dr. Okamoto er byrjuð á segir Siegel: „Að sumu leyti líður mér eins illa vegna þeirra. Það skiptir engu máli hvort hún notar ketti eða rottur.“ „En“, bætir hann við, „það eru tímamót að mótaðilinn hefur nú brugðist við þrýstingi frá okkur og gefist upp“. dýraverndunarmanna. Benetton neitaði að tala við dýravinina fyrst þegar þeir tengdu þróun nýrrar iínu hreinlætis- og snyrtivara fyrirtækisins við tilraun- ir við Biosearch Inc., rannsókna- stofu í Philadelphia sem var tekin til rannsóknar hjá skrifstofu sak- sóknara eftir að dýravinir höfðu kvartað undan því að þar væru brotin lög sem vörðuðu meðferð á tilraunadýrum. Benetton linaðist í afstöðu sinni eftir að mótmæli höfðu verið höfð í frammi í sjö löndum. Baráttufólk fyrir dýraréttindum viðurkennir að ekki sé líklegt að beinir árekstrar verði til þess að bjarga mörgum dýrum í flýti. Þannig er t.d. vísindamaðurinn við Cornell, dr. Michiko Okamoto, nú tekinn til við rannsóknir á ávana- fíkn fólks í áfengi, og notar við það dýr sem dýravinir eru ekki eins viðkvæmir fyrir, þ.e. rottur! Er ekki sama hvert tilraunadýrið er? Mánuðum saman hefur baráttu- fólk fyrir góðri meðferð á dýrum tekið sér mótmælastöðu, hringt og skrifað bréf til að fordæma tilraunir dr. Michiko Okamoto, vísinda- manns við læknadeild Cornell-há- skóla. Þegar hún hætti tilraunum sínum, þar sem hún hafði notað ketti til að rannsaka lyfjavanabind- ingu, lögðust mótmælin niður. En dr. Okamoto, sem lagði rannsóknir sínar á hilluna í nóvem- ber sl. til að uppfylla það loforð yfirvalda háskólans að tilraunum á köttum yrði hætt í ár, hætti ekki að nota dýr við rannsóknir sínar. Hún er byrjuð á nýju verkefni og notar nú rottur við rannsóknir á áfeng- isvanabindingu. Lævíst hreinstefnufólk Hvers vegna hefur baráttufólkið fyrir réttindum dýra nú ekkert látið til sín heyra? Svarið er að finna bæði í hugmyndafræði hreyf- ingarinnar og í tilraunum hennar til að gera málstaðinn meira aðlað- andi í augum almennings. í augum æstustu málsvara dýra- Alls kyns mótmæli eru nú höfð í frammi. Hér er verið að mótmæla notkun á tilraunadýrum til rannsókna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.