Tíminn - 17.05.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn ■ • Miövikudagur 17. maí 1989 __Hugrún Linda Guðmundsdóttir, ungfrú Island: Fer í útskriftar- ferð til Rhodos Hugrún Linda Guðmundsdóttir sigraði í fyrrakvöld keppn- ina um fegurstu stúlku íslands. Hún hyggur á ferðalag til Rhodos en mun að því loknu taka til við að malbika vegi Iandsins. Hennar bíður nú að fara og taka þátt í samkeppni um alheimsfegurðardrottningu en hyggur að því loknu á frekara nám. „Mér brá náttúrulega alveg rosa- lega en róaðist fljótt niður. Annars leggst þetta allt saman mjög vel í mig,“ sagði Hugrún í samtali við Tímann. Hún sagðist ekki vita hvað tæki við í kjölfar kjörsins. „Ég hef ekki ennþá rætt við framkvæmdastjóra keppninnar en ég fer allavega í eina keppni erlendis. Þessa dagana eru kennararnir mínir í Menntaskólan- um við Sund í verkfalli og ef það leysist ekki fljótlega fer ég Ifklega að vinna. Annars er ég á leiðinni til Rhodos í útskriftarferð þann 29. þessa mánaðar. Við erum öll búin að borga ferðina og ætlum að standa saman hvað það varðar að fara þó próf yrðu ákveðin á sama tíma. Annað væri ekki hægt það myndi skemma svo mikið fyrir allt of mörgum," sagði Hugrún. í sumar ætlar hún í malbikunar- vinnu og stefnir síðan að því að vinna í eitt ár áður en hún heldur í frekara nám, en þar er matvæla- og næringarefnafræði einna líklegust eins og stendur. Að sögn var undir- búningur keppninnar geysilega erf- iður en álagsins virði. „Þetta er búið að vera mjög gaman en jafnframt því mjög erfitt og miklar æfingar. Maður öðlast mikla reynslu, betri framkomu og aukið sjálfstraust, lær- ir að bera sig vel og hugsa um líkamann," sagði Hugrún. Keppnin fór fram á Hótel íslandi og húsið var opnað klukkan hálf sjö. Lúðrasveit tók á móti gestum sem boðið var upp á sértilbúinn drykk við komuna. En ísinn í hann var sóttur sérstaklega í Vatnajökul vegna tilefnisins. Klukkutíma sfðar var fegurðardrottningunum ekið upp að húsinu í svörtum glæsivögn- um og þær kynntar. Að því búnu var borinn fram fjórréttaður kvöldverður, keppend- ur komu inn á sundbolum og f kvöldkjólum. Kynnar kvöldsins voru Sigrún Waage og Valdimar Öm Flygenring leikarar og inn á milli innkoma keppendanna var boðið upp á ýmis skemmtiatriði. Upp úr miðnætti fór síðan sjálf krýningin fram. í dómnefndinni áttu sæti Ólafur Laufdal formaður, Erla Haraldsdóttir, Sigtryggur Sigtryggs- son, Friðþjófur Helgason, Ingi Björn Albertsson, Anna Margrét Jónsdóttir og Sóley Jóhannsdóttir. Linda Pétursdóttir var heiðursgestur keppninnar og krýndi arftaka sinn, en auk hennar var ungfrú írland viðstödd. „Dagskráin var í sjálfu sér ekki mikið frábrugðin því sem verið hefur. En keppnin hefur verið svip- uð frá ári til árs eftir að byrjað var að leggja þetta mikið í hana. Nú var ef til vill lagt heldur meira upp úr skreytingum í salnum en áður,“ sagði Hörður Sigtryggsson aðstoðar- hótelstjóri Hótel íslands í samtali við Tímann. Hann sagði að alltaf væri jafn skemmtilegt að fást við undirbúning keppninnar og að keppendur virtust einnig hafa haft gaman af. jkb Hugrún Linda Guðmundsdóttir var kosin fegurðardrottning íslands í fyrrakvöld á Hótel íslandi. Linda Pétursdóttir krýndi arftaka sinn og Ijósmyndafyrirsæta keppninnar, Hildur Dungal sem varð í öðru sæti, þerraði tár sigurvegarans. Tímamynd: Pjetur Lítið eftirlit með erlendu kaupafólki margir einstaklingar eru þarna á ferðinni og þeir aðilar sem haft var samband við út af máli þessu í gær, vísuðu hver á annan. Útlendingaeftirlitið skráir alla sem koma hingað til lands, en hefur ekki upplýsingar um þá útlendinga sem koma hingað í þeim tilgangi að vinna við bústörf. Útlendingaeftirlit- ið vísaði á vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins, þar var vísað á Stéttarsamband bænda, þar var vísað á Búnaðarfélag íslands. Hjá Búnaðarfélaginu fengust þær upp- iýsingar að þeir hefðu einungis skrá yfir þá aðila sem kæmu til vinnu í sv<útum á þeirra vegum, en vegna anna við að skrá unglinga í sveita- vinnu hefði enn ekki gefist tími til að taka saman fjölda útlendinga sem ráðnir hefðu verið í sveit með milli- göngu þeirra. Samband var haft við yfirdýralækni og landbúnaðarráðu- neytið, en þar lágu ekki fyrir upplýs- ingar um málið. Fólk frá Norðurlöndunum þarf ekki atvinnuleyfi hér á landi og mun vera þó nokkuð um að ungt fólk frá Skandinavíu ráði sig í vinnu hér, bæði til sveita og til annarra starfa. Þá segja heimildir blaðsins að tölu- vert sé um að fólk ráði sig á eigin vegum í vinnu á íslenskum sveita- bæjum til að eiga þess kost að kynnast íslenska hestinum í sínu rétta umhverfi. Þetta fólk fer ekki í gegnum ráðningarskrifstofur og ó- víst hvort margt af því hefur atvinnu- leyfi, enda kaupið lágt í flestum tilvikum, jafnvel einungis fæði og húsnæði. Tíminn hafði samband við bónda í Skagafirði og sagði hann talsverð brögð að því að útlendingar ynnu tímabundið og fyrir lágt kaup á býlum, í þeim tilgangi að safna lífsreynslu. Þannig ku hægt að finna, ef vel er leitað, indíána og Græn- lendinga í innsveitum Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. - ÁG Mánaðaverkefni fyrir þorra togaraf lotans Tilraunaveiðar tveggja frysti- togara Sjólastöðvarinnar hf. á djúp- karfamiðum utan landhelgi SV af landinu lofa góðu. Forráðamenn Sjólastöðvarinnar telja að þarna kunni að vera tveggja til þriggja mánaða verkefni fyrir þorra íslenska togaraflotans á hverju ári, sem gæti gefið þjóðarbúinu hundruð milljóna króna tekjuauka. Eins og Tíminn hefur greint frá fóru Sjóli og Haraldur Kristjánsson á þessar tilraunveiðar 18. og 20. apríl sl. Bæði skipin lentu í nokkrum erfiðleikum með vörpurnar í byrjun, en þegar þeir voru úr sögunni hafa fengist allt að 30 tonn í hali, en verið að jafnaði 20 tonn á dag. Aflinn var heilfrystur um borð fyrir Kóreumarkað, en um borð í Sjóla voru gerðar tilraunir með fryst- ingu á hausskornum karfa fyrir Jap- ansmarkað, ef þær tilraunir takast vel hefur það í för með sér talsverða aukningu á aflaverðmæti. -ABÓ Rúmlega 25 tonna hal tekið um borð í Harald Kristjánsson, sem var á úthafskarfaveiðum utan landhelgi. Samkvæmt heimildum Tímans er töluvert um að útlendingar séu ráðn- ir í vist á sveitaheimilum hérlendis. Hins vegar virðist ekki til í fórum neinnar stofnunar, listi um hversu Sex tilboð í stjórn- hús Blönduvirkjunar Tilboð í byggingu stjórnhúss við Blönduvirkjun voru opnuð á föstu- daginn sl. hjá Landsvirkjun. Alls bárust sex tilboð í verkið, auk eins frávikstilboðs og hljóðaði lægsta tilboðið sem kom frá ísberg sf. í Reykjavík upp á rúmar 116 mill- jónir króna. Hæsta tilboðið kom frá Hagvirki hf. í Hafnarfirði og hljóðaði það upp á rúmar 179 milljónir króna, en kostnaðaráætl- un Landsvirkjunar nam rúmum 170,5 milljónum króna. Önnur fvrirtæki sem buðu í verk- ið voru Byggingarfélagið Hlynur hf. og Trésmiðjan Borg hf. á Sauðárkróki, fyrirtækin buðu um 151 milljón í verkið, Fossvirki í Reykjavík bauð um 168,6 milljón- ir, Trésmiðjan Stígandi hf. á Blönduósi bauð tæpar 130 milljónir og S.H. verktakar, Hafnarfirði, buðu tæpar 127 milljónir króna í verkið og frávikstilboð upp á 124 milljónir króna. Stjómhúsið sem um ræðir á að verða þriggja hæða steinsteypt bygging, alls um 1350 fermetrar. í því verður stjómherbergi, rofasal- ur, verkstæði, geymslur o.fl. Hús- inu á að skila að mestu fullfrá- gengnu með loftræstibúnaði, raflögn, pípulögn og innréttingum. Gert er ráð fyrir að húsið verði steypt upp að mestu á þessu ári, en verkinu verði lokið að fullu á því næsta. Verið er að meta og bera tilboðin saman, en í framhaldi af því verður ákveðið hvaða fyrirtæki hlýtur verkið. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.