Tíminn - 17.05.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.05.1989, Blaðsíða 20
V RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Atjan man. binding SAMVINNUBANKiNN ; T'* q \ B » L A S 7*. ÞRttSTUR 685060 VANIR MENN Tímiiiii MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ1989 Það er vart hægt að merkja á þessari mynd að kominn sé miður maí. Myndin var tekin á Ólafsfirði á hvítasunnudag og sýnir snjóalögin við eina götuna í bænum. Skaflar eru víða þriggja metra háir og verða vart horfnir fyrr en langt verður liðið á samar, ef sú árstíð greinist á annað borð norðanlands í ár. Ástandið á Vestfjörðum er enn verra og mikinn snjó setti niður þar um helgina, svo að 20 sentimetra djúpur jafnfallinn snjór var á ísafirði í morgun. Vegagerðarmenn unnu að því í gær að ryðja fjallvegi á Vest- fjörðum. Um helgina gerði vitlaust veður á suður- og vesturhluta landsins og á ísafirði var talið að vindurinn hefði komist upp í níu eða tíu vindstig á mánudeginum. Snjóflóð féll úr Ös- hlíðinni og vegurinn um hana lokað- ist um sjö leytið. „Þetta er einsdæmi að veðrið sé svona hér á þessum árstíma. Við héldum að þetta væri að verða búið en því miður reyndist það ekki vera. Það skemmdist ekk- ert í látunum, svo við vitum til, en bílar voru fastir hér og hvar. í gær var unnið að því að moka bæinn og heiðarnar í kring og það hefur gengið ágætlega. Við sjáum ekki fram á að losna við þennan snjó í bráð nema þá að það fari að rigna, sem væri óskandi," sagði lögreglu- þjónn á staðnum. Veður var heldur kyrrara fyrir norðan en þar er allt á kafi í snjó. Öxnadalsheiðin var rudd á mánu- daginn og á Akureyri eru víða stórir snjóskaflar í görðum. Þar var mjög þungbúið í gær og gekk á með éljum eða slyddu. Bílvelta í Þrengslunum: Tveir á spítala Tveir menn voru fluttir á slysa- deild Borgarspítalans eftir að bifreið fór út af Þrengslaveginum og valt að morgni laugardagsins. Annar mann- anna fékk að fara fljótlega heim að skoðun lokinni, en hinn slasaðist eitthvað meir og þurfti að dveljast áfram á sjúkrahúsinu. -ABÓ Ekki hægt að amast við vísa Siðanefnd um auglýsingar komst að niðurstöðu s.l. fimmtudag varð- andi kæru Visa íslands á hendur Eurocard og GBB Auglýsingaþjón- ustunni. Siðanefndin telur að ekki sé hægt að amast við notkun sagnarinnar að vísa þar sem sögnin er notuð fyllilega í samræmi við íslenska málvenju. Vegna upplýsinga um fjölda við- tökustaða greiðslukorta dregur nefndin þá ályktun að gætilega skuli farið með slíkar tölur og án stóryrtra fullyrðinga. Siðanefndin telur útvarpsauglýs- ingu þar sem sagt er beinlínis að hægt sé að þekkja heiðvirt fólk á því, að það noti Eurocard brot á 2.gr., 4.gr. og 5.gr. siðareglna. Mælist nefndin til þess að auglýsingin verði ekki birt oftar óbreytt. -gs Söluskáli Esso á Hvolsvelli: Vífilsstaðaspítali og Kópavogshæli: Matareitrun eftir hvítasunnumáltíð Helgarvelt- unni stolið Brotist var inn í söluskála Esso á Hvolsvelli aðfaranótt mánudags og þaðan stolið töluverðri upphæð í peningum. Þjófurinn braut sér leið inn um hurð sem er bakatil á húsinu og síðan var peningaskápur sem hafði að geyma afrakstur helgarinnar sprengdur upp og úr honum teknir peningarnir. Ekki er að fullu ljóst hversu mikið þjófurinn hafði á brott með sér, en ljóst er að um töluverða upphæð er að ræða, sem gæti jafnvel skipt hundruðum þúsunda. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan brotist var inn í bensínstöð í Hveragerði og stolið þaðan verulegri peningaupphæð. Hvort innbrotin tvö tengjast er óvíst, en óneitanlega tengja menn þessa tvo verknaði. Málið er til rannsóknar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins og í gær hafði rannsókn lítið miðað. -ABÓ Fjöldi sjúklinga á Vífílsstaðaspít- ala og vistmanna á Kópavogshæli ásamt hluta af starfsfólki stofnan- anna sýktist af matareitrun að kvöldi hvítasunnudags. Fullvíst er talið að orsakanna sé að leita í hádegismat sem var matreiddur í eldhúsi Vífils- staðaspítala fyrir báðar stofnanirnar. Alls voru matreiddir 350 skammt- ar af hangikjöti og veiktust flestir þeirra sem borðuðu en ekki er vitað nákvæmlega hve margir þeir voru. Um var að ræða væga matareitrun sem einkenndist af niðurgangi og magaverkjum sem stóðu í um sól- arhring. Að sögn Davíðs Gíslasonar setts yfirlæknis á Vífilsstaðaspítala skapaðist ekki neyðarástand vegna veikinda starfsfólks. Þeir sem voru á vakt á hádegi veiktust ekki fyrr en seint á sunnudagskvöldi en þá voru nýir starfsmenn mættir á vakt. í gær fengust engar nákvæmar upplýsingar um orsakir eitrunarinn- ar þar sem málið er í rannsókn. í frétt DV af þessu máli í gær var sterklega látið að því liggja að orsak- anna væri að leita í hangikjötinu og jafnframt tekið fram að það væri frá Sláturfélagi Suðurlands. Að sögn starfsmanns Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðarsvæðis er talið nánast útilokað að orsakanna sé að leita í kjötinu sjálfu, þar sem í því er mikil vörn bæði vegna salts og reykingar sem m.a. leiða til þurrkunar á kjöt- inu. Líklegra verður að telja að orsakanna sé að leita í meðhöndlun á því meðlæti sem var borið fram með kjötinu. Sýni af matnum hafa verið send til rannsóknar en vegna verkfalls BHMR getur eitthvað dregist að þær fari fram þar sem leita verður til undanþágunefndar varð- andi rannsóknir af þessu tagi. Að- spurður sagðist starfsmaður heil- brigðiseftirlitsins ekki vita til þess að mál af þessu tagi hefði áður komið upp vegna matar sem matreiddur var í eldhúsi Vífilsstaðaspítala. Hjá rannsóknarstofu Sláturfélags- ins fengust þær upplýsingar að marg- umrætt hangikjöt verði tekið til rannsóknar og ættu niðurstöður að liggja fyrir í lok vikunnar. Að sögn Níelsar Hjaltasonar yfirmanns rann- sóknarstofunnar verður að telja ólíklegt að eitrunin eigi upptök sín í kjötinu sjálfu þar sem svo mikið er framleitt af þessari vöru og ekki hafa borist neinar kvartanir eða grun- semdir um veikindi vegna neyslu á hangikjöti sem framleitt var á sama tíma og hangikjötið sem var matreitt í eldhúsi Vífilsstaðaspítala. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.