Tíminn - 17.05.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.05.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 17. maí 1989 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Hlnn íhalds- sami meðlimurstjórnarnefndar sovéska kommúnistaflokksins, Yegor Ligachev hefur vísað á bug ásökunum um að hann tengist skipulegri glæpastarf- semi í Moskvu, en honum hefur verið borið það á brýn að undanförnu. JERÚSALEM - israelski herinn skipaði Aröbum frá Gazasvæðinu að hypja sig frá (srael og halda heim til sín á hið hernumda svæði. Á sama tíma hófu ísraelar fjöldahand- tökur í nokkrum þorpum á Vesturbakkanum. Jafnframt sökuðu fimm leiðtogar Palest- (numanna fsraela um að reyna að eyðileggja friðarumleitan sína með bví að handtaka nokkra leiðtoga Palestínu- manna svo þeir komist ekki á fund Dennis Ross sérlegs sendimanns utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna. HÖFÐABORG — Helen Suzman sem er þekktasti hvíti andstæðingur aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku sagði af sér þingmennsku, en hún hefur krafist réttinda til handa lituðum Suður-Afríku- mönnum undanfarin ár. WASHINGTON - Tals- maður Hvfta hússins skýrði frá þvf að Sovétmenn hafi lofað að stöðva vopnasendingar til Níkaragva, en segja að þessi ákvörðun og önnur sovésk friðartilboð séu einungis til þess að fegra sig í augum almennings á Vesturlöndum. NEW YORK - Helstu al- þjóðlegu bankar í Bandaríkj- unum nafa hvatt hóp sjö helstu iðnrfkja til þess aó brúka Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og Al- þjóðabankann sem uppsprettu nýrra bankalána til ríkja sem eiga f greiðsluerfiðleikum. SÍDON — Vopnaðir menn rændu fjórum Vestur-Þjóðverj- um f hafnarborginni Sídon f suðurhluta Lfbanon. Þetta er f annað sinn sem þremur þess- ara manna er rænt í þessum mánuði. Áður var þeim sleppt eftir nokkrar klukkustundir. ÚTLÖND Mikhaíl Gorbatsjof hittir Deng Xiaoping að máli í Peking: Sögulegur leiðtogafundur í skugga hungurverkfalls Það var söguleg stund í Kína þegar Mikhaíl Gorbatsjof æðsti leiðtogi Sovétríkjanna og Deng Xiaoping hinn aldni og vísi leiðtogi Kínverja skáluðu fyrir bættum samskiptum þessara risavelda eftir þrjátíu ára úlfúð. Hins vegar tókst þeim ekki að ná samkomulagi um málefni Kambódíu sem var eitt aðalmálið í viðræðum þeirra, sem fram fóru í skugga hungurverkfalls og mótmælafunda hundruð þúsunda kín- verskra alþýðumanna á Torgi hins himneska friðar. - Ljúkum hinu liðna og hefjum framtíðina, sagði Deng f gær í byrjun fyrsta leiðtogafundar Sovétríkjanna og Kína í þrjá áratugi. - Notum tækifærið og lýsum nú yfir eðlilegum samskiptum landa okkar, sagði Deng og lyfti glasi. Eftir þessi ávarpsorð sem Deng flutti í hádegisverði sem haldinn var til heiðurs hjónum Mikhaíl og Raisu Gorbatsjof í Alþýðuhöllinni í Pek- ing tókust leiðtogarnir f hendur undir dynjandi lófataki kínverskra og sovéskra embættismanna. Á meðan höfðingjarnir gæddu sér á kræsingunum sátu rúmlega þrjú þúsund kínverskir námsmenn fyrir framan höfuðstöðvar kínverska kommúnistaflokksins og föstuðu fjórða daginn í röð. Krefjast náms- mennirnir lýðræðis og frelsis í Kína í anda perestrojku Gorbatsjofs. Tugir þúsunda manna úr öllum stéttum komu við á Torgi hins himn- eska friðar til að taka undir kröfur hinna fastandi námsmanna. Stöðv- aðist öll umferð í miðborg Peking vegna mótmælanna. Á fimmta hundrað námsmanna hafa verið fluttir á sjúkrahús ör- magna eftir vökur og föstur í heitri maísólinni. Þar hafa þeir fengið sykurupplausn til að hressa sig við og haldið að nýju í mótmælaföstuna. Sumir hinna ungu mótmælenda hafa gengið svo langt að skipuleggj- endur mótmælaaðgerðanna hafa þurft að telja þá af því að brenna sjálfa sig á torginu. Eins og áður segir náðu þeir Deng og Gorbatsjof ekki samkomulagi um hvemig best skuli haga málum í Kambódíu og er mikill meiningar- munur í því máli. Kínverjar hafa alla tíð stutt hina Rauðu Khmera, en Sovétmenn styðja Víetnama og nú- verandi ríkisstjórn Kambódíu. Það var einmitt dvöl víetnamska herliðsins í Kambódíu sem verið hefur ein helsta hindrun þess að Sovétmenn og Kínverjar tækju upp eðlileg samskipti að nýju. Nú hafa Víetnamar heitið því að síðasti víetnamski hermaðurinn yfirgefi Kambódíu fyrir lok septembermán- aðar. Alþýða Pekingborgar var I sviðsljósinu í gær þegar Deng Xiaoping og Mikhafl Gorbatsjof hittust á ieiðtogafundi í Peking, þeim fyrsta sem haldinn er í þrjátiu ár. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælafundi og kröfðust iýðræðis og frelsis. Þrjú þúsund eru í hungurverkfaili. Leiðtogi sunníta drep- inn í sprengjutilræði Helsti leiðtogi sunní músiíma í Líbanon lést þegar öflug sprengja sprakk í bil hans fyrir utan skrifstofur hans í fjölmennu íbúðahverfi í Beir- útborg. Að minnsta kosti fimmtán aðrir létust og fimmtíu særðust alvar- lega í sprengingunni sem er ein sú öflugasta bflasprengja sem sprengd hefur verið í Beirút. Hassan Khaled sjeik var stórmúfti lýðveldisins og því æðsti trúarleið- togi hinna 700 þúsund sunní mús- líma í Líbanon. Hann var hófsamur og ein helsta sprautan f tilraunum til að koma á friði milli stríðandi fylk- inga múslíma og kristinna manna í Líbanon. Hassan Khaled varð mörgum harmdauði, þar á meðal mörgum leiðtogum kristinna manna sem hörmuðu og fordæmdu sprengjutil- ræðið strax og það fréttist og kölluðu það hræðilegan glæp. Útvarpsstöðvar kristinna jafnt sem múslíma í Líbanon syrgðu Khal- ed sem píslarvott. Mikið öngþveiti varð kringum hinn örlagaríka stað þar sem fram- hliðar húsa stórskemmdust, þar á meðal höfuðstöðvar Hoss forsætis- ráðherra ríkisstjómar múslfma í Lí- banon. Sýrlenskir hermenn skutu úr vélbyssum sínum í loft upp til að dreifa örvæntingarfullum mafin- fjöldanum til þess að sjúkrabifreiðar kæmust að hinum slösuðu. Starfsmönnum sjúkrahúsa, sem — ýmm. fni .mnir.. «ftir-fjArtdn.. dra Enn ríkir óöld í Beirút: borgarastyrjöld í Líbanon, var mjög brugðið þegar slasað og látið fólk tók að streyma inn á móttökur eftir sprenginguna, svo illa var fólk slasað. Tveggja metra djúpur gígur myndaðist undir bíl Khaleds og var hann fjórir metrar í þvermál, svo öflug var sprengingin. Þetta er sjötta bílasprengjan sem sprengd er í Beirút á þessu ári. Síðast sprakk sprengja 17. mars í bakaríi í hinum kristna hluta Beirút- borgar. Þá létust tólf manns og hundrað og fimmtfu slösuðust. Nýjustu rannsóknir í Bandaríkjunum: Lýsi lukku- legtímaga Nýjustu rannsóknir vísinda- manna benda til að neysla lýsis sé ekki einungis góð fyrir hjartað og komi í veg fyrir kransæðastíflur og þessháttar hjartans krank- leika, heldur sé lýsið eindæma- gott fyrir meltingarfærin. Vís- indamennimir telja nokkuð víst að lýsið dragi úr myndun gallste- ina og getur komið í veg fyrir ristilbólgur. Þessar upplýsingar komu fram á þingi meltingarsjúkdómafræð- inga í Washington um helgina. Þar var skýrt frá niðurstöðum tveggja rannsókna á áhrifum lýsis á meltingarfærin. í annarri rannsókninni sem Richard nokkur Fedorak doktor við Albertaháskólann í Edmond hefur gert ásamt aðstoðarfólki sínu kemur fram að fæði sem ríkt er af fiskilýsi dregur mjög úr ristilbólgum og læknar þær jafnvel. Reyndar á það við um tilraunarottur í Edmond, sem Fedorak hefur gert rannsóknir sínar á, en nú er verið að hefja sambærilegar rannsóknir á mönnum. í hinni rannsókninni sem gerð var við John Hopkins sjúkrahús- inu í Baltimore voru það valdir hundar sem tóku lýsi undir stóm Dr. Tómasar Magnússonar. Rannsóknirnar benda til þess að lýsið komi í veg fyrir gallsteina- myndun þá er verður vegna of mikils kólesterólsmagns, en slíkir steinar eru algengastir í gallblöðr- um Bandaríkjamanna. riii tifj uiy) ii.icj (iJt Hermenn umkringja varnarmálaráðuneytiö í Addis Ababa: Bylting í Eþíópu? Hermenn úr her Eþíópíu um- kringdi varnarmálaráðherra landsins í Addis Ababa í gær og virðist allt benda til þess að um byltingu sé að ræða, en Mengistu Haile Mariam forseti Eþíópíu er í opinberri heim- sókn í Austur-Þýskalandi. Skriðdrekar og brynvarðar bif- reiðar umkringdu varnarmálaráðu- neytið og herþyrlur og orrustuþotur flugu yfir miðborg Addis Ababa. Þá eru miklir herliðsflutningar á vegin- um að alþjóðaflugvellinum við borg- ina. Frá þessu hafa vestrænir starfs- menn hjálparstofnana skýrt í símtöl- um til Vesturlanda. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því, að samkvæmt fréttum frá bandaríska sendiráðinu í Addis Ababa hafi einhverjir bardag- ar brotist út, en ekki er vitað hversu víðtækir þeir eru. Hins vegar taldi j talsmaður ráðuneytisins að Banda- ríkjamenn og aðrir Vesturlandabúar séu ekki í hættu og tóku hjálpar- starfsmenn í sama streng. - Greinilegt er að aðgerðir þessar eru mjög vel skipulagðar og vel tímasettar. Það bendir allt til þess að um valdarán sé að ræða, en aðrir möguleikar eru í myndinni, sagði kanadískur sendiráðsmaður í sím- tali. Eþíópíumenn hafa átt í miklum efnahagslegum erfíðleikum og hefur borgarastyrjöldin í landinu sem ríkt hefur milli aðskilnaðarsinna í Erítr- eu og skæruliða í Tígerhéraði annars vegar og stjómarhersins hins vegar, ekki bætt ástandið. Eþíópíuher hef- ur farið mjög halloka í borgarastyrj- öldinni að undanfömu og bauðst Mengistu til þess á mánudag að hefja friðarviðræður við skæmliða. Það gæti hafa farið illa í einhverja hershöfðingjaiuw- j.,i-.,..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.