Tíminn - 09.06.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.06.1989, Blaðsíða 5
OO-jr int'i .9 Föstudagur 9. júní 1989 Tíminn 5 Grein aðstoðarlandlæknis ætluð til að vekja lækna til umhugsunar: Sjúklingur lét lífið vegna mistaka lækna í grein sem aðstoðarland- læknir skrifar í Læknablaðið rekur hann málsatvik þar sem sjúklingur fékk ranga meðferð á sjúkrahúsi sem leiddi til dauða viðkomandi. Hann segir greinina hafa ver- ið til þess ætlaða að vekja lækna til umhugsunar og stuðla að því að slík mistök gerist ekki aftur. Aðspurður sagði hann aðstandendur við- komandi sjúklings ekki ætla að fara í mál vegna þessa atviks. Málsatvik voru þau að komið var með sjúkling á slysadeiid Borgar- spítalans aðfaranótt 20. desember í fyrra. Viðkomandi sjúklingur var eldri starfsmaður í verslun í Reykja- vík sem hafði verið opin lengi fram- eftir vegna komu jólanna. Þegar búðin lokaði bauð eigandi verslunar- innar starfsfólki sínu upp á sérríglas. Þegar viðkomandi starfsmaður hugðist halda heim á leið datt hann á rör í fatahengi. Á komuspjaldi sjúklings segir að hann hafi dottið á rör og sé ölvaður, en sjúklingurinn hafði drukkið tvö sérríglös. Einnig segir að hann sé með stórt mar og bólgu á enni en viðbrögð séu eðlileg. Starfsfólk sjúkrahússins tók í fram- haldi af þessu þá ákvörðun að ekki væri ástæða til að aðhafast neitt frekar en fylgj ast með viðkomandi. Sjúklingurinn þurfti að fara á salerni og fylgdi aðstoðarlæknir hon- um þangað en þurfti síðan að bregða sér eitthvað frá. Þegar læknirinn kom aftur hafði sjúklingurinn fallið á gólfið með þeim afleiðingum að mar á enni stækkaði um helming. Sjúklingnum brá töluvert við fallið og skömmu síðar var annar aðstoð- arlæknir kallaður til. Marið hafði þá breiðst út, náði alla leið yfir ennið og glóðaraugu voru tekin að myndast. Sjúklingurinn tjáði þeim að hann svimaði oft og dytti þá af og til og fengi mjög stóra marbletti. Til að létta á þrýstingi var síðan stungið á marinu og blóði hleypt út. Annar aðstoðarlæknanna tók við svo búið þá ákvörðun að láta sjúkl- inginn fara heim. En ættingjar sem höfðu fylgt honum á slysadeild töldu það ekki ráðlegt þar sem hann byggi einn. Enginn ættingjanna treysti sér til að taka sjúklinginn með sér heim og taldi annar aðstoðarlæknanna sér hafa skilist á einum þeirra að sjúkl- ingurinn ætti það til að fá sér duglega neðan í því annað slagið. Viðkom- andi ættingi neitar þessu aftur á móti og kveðst aðeins hafa sagt sjúkling- inn hafa verið búinn að smakka áfengi umrætt kvöld en að hann hefði verið óreglusamur væru ósann- indi. Sjúklingurinn var nú lagður inn til eftirlits. Um morguninn leit aðstoð- arlæknir til hans og ákvað, eftir að hafa ráðgast við lyflækni, að gera ekkert frekar og taka sjúklinginn af gæsludeild. Við innlögn á almenna deild segir í skýrslu að sjúklingurinn hafi verið órólegur. Þar var gert ráð fyrir að hann fengi fráhvarfseinkenni vegna áfengisneyslu og var því gefið viðeigandi lyf. Daginn eftir var sjúklingurinn mun þvoglumæltari og slappari en aðstoðarlæknirinn hafði átt von á. Um kvöldið var sj úklingurinn orðinn svo slappur að hann sofnaði um leið og hætt var að hrista hann. Sjúklingnum hrakaði nú dag frá degi. Seint og um síðir kom í ljós að hann var asthmaveikur. Ráðgerð var frekari rannsókn vegna mögu- leika á sykursýki, sneiðmynd tekin af höfði og ýmsir sérfræðingar athug- uðu hann. Loks var ákveðið, þann 23., að fá álit taugalæknis þar sem sjúklingur kvartaði um höfuðverk, verki í hnakka og hálsi og ljósfælni. Taugalæknirinn sagði í umsögn sinni að hann hafi gengið út frá því að brot á háls og hryggjarlið hafi verið útilokuð með röntgenmyndatöku. Hann ráðlagði eftirlit og að sjúkl- ingurinn yrði hreyfður eins mikið og mögulegt væri. Nóttina eftir stöðvaðist öndun og hjartsláttur sjúklingsins en hann var endurlífgaður. Um morguninn fékk hann krampa, önnur sneiðmynd var tekin af höfði en ekkert athugavert kom í ljós. Þann 28. datt taugalækni loksins röntgenmyndataka af hálsi í hug. Á myndinni komu í ljós brot á hálsliðum og misgengi en þá var orðið of seint að gera nokkuð í málinu. Að kvöldi annars dags nýárs lést sjúklingurinn og var dánarorsök samkvæmt krufningu þrýstingur á mænukólfinn vegna brota á efstu hálsliðum og misgengis þeirra. „Tilgangurinn með greininni er að vekja lækna til umhugsunar og stuðla að því að atvik sem þarna er lýst, verði til þess að slík mistök gerist ekki aftur,“ sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir í samtali við Tímann. Hann sagði framangreint tilvik væri, að því er hann best vissi, einsdæmi. „Mér finnst aftur á móti ástæða til að læknum sé kunnugt um að svona hlutir geta gerst og að það sé þeirra skylda að reyna að koma í veg fyrir það. Til að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi er fyrst og fremst mikilvægt að læknar haldi betur vöku sinni og að það sé alveg ljóst hver ber ábyrgð á sjúklingnum á meðan hann er innan stofnunarinn- ar. Að það sé einhver einn læknir sem ber ábyrgð á læknisfræðilegum þætti meðferðarinnar eftir því hvar sjúklingurinn liggur,“ sagði Guðjón. Varðandi þá ályktun að slysið stafaði af áfengisneyslu sjúklingsins sagði Guðjón það vera mikilvægt að dómur lækna um viðkomandi sjúkl- ing mætti ekki ráða ferðinni þegar ákvörðun væri tekin um viðeigandi meðferð, en sú hætta væri alltaf fyrir hendi. Aðspurður sagðist Guðjóni vera kunnugt um að aðstandendur við- komandi sjúklings ætluðu sér ekki að höfða mál vegna þessa. jkb Fjör í utanferðum í verkfallsmánuði Nær því þúsund, eða 11%, fleiri lslendingar brugðu sér út fyrir land- steinana í síðasta mánuði heldur en í maí í fyrra, sem var þó alger met utanferðamánuður. Alls komu 9.780 Islendingar til landsins nú í maí, samanborið við 8.800 í fyrra. Utan- farar fyrstu fimm mánuði ársins voru 41.220 á móti 39.770 á sama tíma í fyrra og 34.950 í „góðærinu“ 1987. Fjölgunin er því 18% s.l. tvö ár. Útlendingar sem hingað komu voru á hinn bóginn rúmlega 500 færri nú í maí heldur en í fyrra. T.d. fækkaði Bandaríkjamönnum hátt á sjötta hundrað og Norðurlanda- mönnum litlu minna á milli ára. Á móti kom að Frakkar voru nú 800 í stað 200 í maí 1988. Um síðustu mánaðamót höfðu 32.700 erlendir ferðamenn lagt hing- að leið sína frá áramótum, sem þrátt fyrir fækkun í maí er 2% fjölgun á milli ára, og 4% fjölgun á s.l. tveim árum. - HEI Yfirlæknir Borgarspítalans segir ekkert afráðið um viðbrögð læknaráðs við grein aðst.landlæknis: EKKIUM MISTÖK LÆKNA AÐ RÆDA Að sögn yfirlæknis Borgarspítalans Arnar Smára Arn- aldssonar mun læknaráð Borgarspítalans ekki taka málið, sem aðstoðarlandlæknir greindi frá, til umfjöllunar fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Honum var því ekki kunnugt um hvort athugasemd yrði gerð á grundvelli þagnareiðs lækna. Læknaráðið fjallaði fyrr í vetur um málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að kenna mistökum lækna um að sjúklingurinn lést. „Umfjöllunin kom mér töluvert á óvart. Við vitum að sjúkdóms- greining er ekki alltaf augljós og sumar koma seinna en maður hefði sjálfur kosið. í þeim tilfellum er ekki við einn eða neinn að sakast," sagði öm í samtali við Tímann. Læknaráðið fjallaði um málið fyrr í vetur og komst að þeirri niðurstöðu að í nefndu tilviki hefði verið erfitt að koma við greiningu í tæka tíð og ekki möguleiki að ráða við framvindu mála. „Það er ekki víst að þetta tilvik hefði farið á annan veg þó greining hefði komið fyrr. Mér og flestum lækn- um er auðvitað umhugað um að læknar sinni sínum störfum af vandvirkni en mér fannst ekki ástæða til að gera þetta opinbert í fjölmiðlum. Varðandi röntgen- myndatöku hefur mér nú frekar fundist að læknar tækju meira af þeim heldur en endilega er nauð- synlegt, til þess þá að vera öruggir um greininguna. En hjá þessum einstaka sjúklingi komu ekki fram einkenni sem gáfu vísbendingu um að eitthvað gæti verið að í hálsi fyrr en síðar,“ sagði Örn. Hann benti á að þar sem stutt væri síðan þetta atvik gerðist þætti sér ekki hafa verið ástæða til að gera málið opinbert, með tilliti til aðstandenda sjúklingsins. „Með því á ég ekki við að ástæða sé til að hlífa læknunum frekar en öðrum í þeirra starfi en læknaráðið taldi alls ekki hafa verið um mistök að ræða af hálfu starfsfólks sjúkra- hússins." Öm sagði sér ekki vera kunnugt um hvort málið yrði tekið fyrir sem trúnaðarbrot aðstoðarlandlæknis. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að skjóta á fundi vegna þessa. Ég er ekki sem yfir- læknir spítalans búinn að taka neina ákvörðun varðandi það hve- nær þetta verður tekið fyrir. Ég verð í burtu næstu tvær vikur og það er alltaf best að athuga málin vel fyrirfram áður en ákvörðun er tekin varðandi framhaldið," sagði Öm. Öm taldi aðstoðarlandlækni hafa getað komið skilaboðum til lækna um varkámi í starfi til þeirra á annan hátt en í fréttabréfsgrein. „Landlæknir og aðstoðarlandlækn- ir eiga reglulega fundi með okkur og þar ræða menn þessi mál. Það er ljóst að kæmm og kvörtunum til embættisins hefur farið fjölgandi undanfarin ár. En eftir því sem mér skilst finnst mönnum stundum að frekar sé verið að gagnrýna framkomu en annað. En hún stafar ef til vill af of miklu álagi á lækna. Það hefur verið leitað eftir auknum mannafla en þá rekst maður á fjárveitingarvaldið, það er að spara. Við höfum því kannski ekki tök á að hafa allt eins og við helst vildum en það er aftur á móti alveg ljóst að heilbrigðisþjónusta íslend- inga er með því besta sem gerist í heiminum," sagði Örn. Þar sem slysavarðstofan væri undirmönnuð, mikið álag á starfs- fólki og heimsóknir sjúklinga undir áhrifum tíðar, sagði hann læknum geta hætt við að álykta sjúkling ölvaðan. „Margir sjúklingar sem koma eru undir áhrifum áfengis. í könnun sem gerð var fýrir skömmu voru átján af tuttugu sjúklingum eina nóttina meira og minna undir áhrifum. Þá segir sig sjálft að í hita leiksins getur læknum orðið það á að segja um sjúkling að hann hafi verið drukkinn. En það er ekkert síður reynt að greina slys og áverka þeirra og þeim er jafnvel haldið lengur til að missá ekki af neinu, þar sem greiningin er oft erfiðari," sagði örn. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.