Tíminn - 09.06.1989, Síða 10

Tíminn - 09.06.1989, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 9. júní 1989 Föstudagur 9. júní 1989 Tíminn 11 Dr. Björn Sigurbjörnsson, framkv. FAO er í fararbroddi baráttunnar gegn hinum nýja skaðvaldi við Miðjarðarhaf Flugan verpir lirfum í þúsundatali í sár á húð marina og dýra. Lirfurnar éta sig um hold og vefí manns eða skepnu og drepa viðkomandi á innan við 10 dögum. MANNSKÆÐ FLUGA A LEIÐ TIL EVROPU Vísindamenn í Evrópu og N-Afríku hafa nú verulegar áhyggjur af svonefndri skrúfuflugu sem verpir víum sínum í sár manna og spendýra. Eggin klekjast út á 24 tímum og út skríður banhungruð skrúfulirfa, banhungruð í bókstaflegri merkingu. Kvikindi þetta, sem ber fræðiheitið Cochliomyia hominivorax, stundum nefnt mannætan, tekur til við að éta hold mannsins eða skepnunnar þar sem hún hefur bólfestu og veldur svo miklum skaða í vefjum að lirfur úr einu klaki geta drepið stórgrip á tíu dögum. Dr. Björn Sigurbjörnsson er forstjóri tveggja sameinaðra stofnana Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg en þær eru FAO; Matvælastofnunin og IAEA; Alþjóða kjarnorkumálastofnunin, en þær stofnan- ir stýra aðgerðum gegn plágum af þessu tagi og eru nú að skipuleggja aðgerðir gegn flugunni. Breiðist flugan út er stórhætta á að hún muni valda skaða á bæði dýrum og mönnum um stóran hluta Afríku, um Miðausturlönd og Suður-Evrópu. Fyrir Afríku gæti útbreiðsla flugunnar orðið til þess að hungursneyð skapaðist enn víðar í Afríku en þegar hefur orðið auk þess að fjöldi tegunda villtra dýra gæti dáið út. Fluga þessi hefur ekki til þessa fundist utan Vesturálfu. Hún hefur valdið plág- um á meginlandi Ameríku en hefur nú verið útrýmt í Florida, Texas og í Mexico. Flugan hefur nú að því er virðist náð fótfestu í Líbýu og er óttast að hún breiðist þaðan út um Afríku og jafnvel yfir Miðjarðarhaf og til Suður-Evrópu. Ekki er enn vitað hvernig hún hefur borist vestur yfir Atlantshaf en talið að hún hafi borist með lifandi búfénaði sem fluttur hefur verið frá Mið-Ameríku til Líbýu. Tíminn ræddi við dr. Björn Sigur- björnsson framkvæmdastjóra FAO í Vín- arborg í gær. Hann sagði: „Þessi fluga er landlæg í norðanverðri Suður-Ameríku, í Mið-Ameríku og EFTIR STEFÁN ÁSGRÍMSSON Suðurríkjum Bandaríkjanna en aldrei fundist utan Vesturálfu, fyrr en í júlí í fyrra að hún fannst í Líbýu þar sem hún hefur breiðst út. Líbýumenn þekktu ekki fluguna og sendu hana til greiningar til London og svar barst ekki fyrr en í janúar og okkur barst ekki vitneskja um kvikindið fyrr en í febrúar s.l. Ég fór þá þegar í stað í sendiráð Líbýu hér í Vín til þess að tilkynna þeim um hættuna. Nú er óttast að flugan breiðist til Egyptalands, Túnis og jafnvel suður yfir Sahara og ef hún nær að berast inn í Svörtu Afríku og í hið villta dýralíf sem þar er, - fíla, antílópur svo eitthvað sé nefnt, - þá munu minnst fjörutíu prósent dýranná veikjast og a.m.k. helmingur sýktra dýra deyja. Þessi fluga ræðst líka á menn, einkan- lega ungabörn og verpir í smæstu sár og skrámur, svo sem mýflugnabit. Síðan um leið og lirfurnar klekjast út, éta þær sig inn í sárin,“ sagði Björn. Björn sagði að hægt væri að drepa fluguna með skordýraeitri og það gætu bændur gert til að vernda húsdýr sín. Það væri hins vegar afar dýrt og kostaði sem svaraði um þrjú hundruð krónum á hverja skepnu á ári. Ef flugan næði að breiðast út til nágrannalanda Líbýu, Egyptalands, Túnis, Marokkó og Alsír þá yrði heildarkostnaður vegna eitrunar til verndar húsdýrum í þessum löndum um fimmtán milljarðar á ári. Björn sagði að starfsmenn sínir ynnu nú að því að undirbúa sömu aðgerðir og notaðar voru við að útrýma flugunni í BNA og í Mexíkó. Aðferðin er sú í stuttu máli að komið er á fót „verksmiðju" þar sem flugan er framleidd í stórum stíl. Flugan er síðan geisluð með gammageisl- um og gelt og geldingunum er síðan sleppt út þannig að úti í náttúrunni verði um það bil níutíu geldflugur á móti hverjum tíu virkum. Þannig verði næsta kynslóð flugna aðeins tíu prósent af fjölda hinnar fyrri og sú þar næsta ■ kannski aðeins eitt prósent af þeim fjölda sem var fyrir aðgerðirnar. Björn sagði að byrjað hefði verið að nota þessa aðferð í BNA fyrir um fjörutíu árum gegn þessari flugu en henni hefði síðan verið beitt gegn mörgum öðrum tegundum. Björn sagði að tvær gríðar stórar flugnaverksmiðjur hefðu starfað í BNA en þeim hefði verið lokað eftir að flug- unni var útrýmt þar og aðeins ein verk- smiðja væri nú til í heiminum. Hann sagði að starfsmenn sínir hefðu hitt fulltrúa Líbýumanna og annarra landa sem stafar hætta af kvikindinu og hefði hann sjálfur setið fund með fulltrú- um tíu ríkja fyrir fáum vikum til að ræða aðgerðir. Auíc þess hefðu verið haldnir fundir með fulltrúum Ítalíu, Frakklands, Grikklands, Tyrklands og Spánar og væru menn verulega áhyggjufullir vegna þessa. „Hins vegar tekur tíma, bæði að finna peninga og koma þessu af stað og berjast verður gegn plágunni á tvennan hátt: Við erum nú að þjálfa dýralækna í að þekkja fluguna og þekkja og meðhöndla sárin og í að nota skordýraeitur. Við erum til dæmis nú að senda af stað 500 þúsund pakka til N-Afríkulandanna en í þessum pökkum eru tæki og efni til að eiga við sárin undan lirfunni á búpeningi. Fólk verður hins vegar að fara á spítala þar sem sár þess verða meðhöndluð.“ Björn sagði ennfremur að langan tíma tæki að koma þeirri baráttustarfsemi í gang sem dygði gegn plágu af þessu tagi en lagt væri allt kapp á að það gæti tekist sem fyrst enda feiknarlega mikið í húfi. Vísindamenn sem um þessi mál fjalla segja að til að hefta útbreiðslu flugunnar verði að leita leiða til að stöðva-úlfalda- og asnalestir sem ferðast milli landsvæða í N-Afríku. Það sé þó illgerlegt þar sem smygl sé verulegur atvinnuvegur á þess- um slóðum og fari fram með þessum hætti. Þá er það ljóst að dýrmætur tími hefur farið til spillis frá því að flugan fannst fyrst í Líbýu í júlí í fyrra og þar til FAO barst vitneskja um hana. í millitíðinni hefur hún náð að breiðast út og fyrir tæpum mánuði fannst flugan innan við tuttugu kílómetra frá egypsku landamær- unum. í síðasta mánuði lýsti FAO yfir að grípa þyrfti til neyðaraðgerða vegna skrúfulirfunnar og -flugunnar og veitti strax 500 þúsund bandaríkjadölum til að hleypa af stað aðgerðum. í dag hefst í Róm fundur vísindamanna frá FAO, fulltrúa Líbýu, Túnis og Eg- yptalands. Á fundinum verða skipulagðar aðgerðir og mun formlega verða óskað eftir samvinnu 35 ríkja beggja vegna Miðjarðarhafs sem eru í hættu vegna kvikindisins. Að sögn Erlings Ólafssonar hjá Nátt- úrufræðistofnun er lítil sem engin hætta á að flugan nái fótfestu hér á landi en hins vegar alls ekki óhugsandi að hún gæti borist hingað. Geta má þess að dæmi eru um það hérlendis að flugur hafi orpið í sár á mönnum og einn viðmælandi Tímans sagðist hafa verið staddur við fjárgirð- ingavörslu á hálendinu fyrir all mörgum árum. Þar var maður sem hafði fallið af hestbaki og fengið sár á höfuðið. Flugur höfðu síðan orpið í sárið og lirfur kviknað og höfðu gætt sér á holdi mannsins um tíma og hefði maðurinn verið orðinn útlits eins og „hræ í haga,“ eins og viðmælandi orðaði það. Sárið var sótthreinsað og hellt í það spritti til að drepa lirfurnar og manninum síðan komið undir læknishendur. -sá /4

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.