Tíminn - 09.06.1989, Page 14

Tíminn - 09.06.1989, Page 14
14 Tíminn Föstudagur 9. júní 1989 DAGBÓK Guðný Guðmundsdóttir Sigurður I. Snorrason Sinfóníuhljómsveitin heimsækir Norðurland Sinfóníuhljómsveit íslands er nú á tónleikaferð um Norðurland. í kvöld, föstudaginn 9. júní kl. 20:30, leikur Sinfóníuhljómsveit lslands í íþróttahús- inu að Laugum, á laugardag 10. júní kl. 17:00 f íþróttahúsinu á Dalvík og sunnu- daginn 11. júní kl. 17:00 í Akureyrar- kirkju. Mánudaginn 12. júní kl. 20:30 leikur hljómsveitin í Nýja bíói á Siglufirði og íþróttahúsinu á Sauðárkróki 13. júní kl. 20:30. Dagskrá tónleikanna verður tvfskipt: Á Húsavík, Akureyri og Sauðárkróki verða flutt Sinfónía nr. 5 í B-dúr eftir Franz Schubert og Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit í D-dúr eftir Beethoven. Ein- lcikari er Guðný Guðmundsdóttir, 1. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Að Laugum, Dalvfk og Siglufirði verða flutt forleikurinn að Vatnatónlistinni eftir Hándel, Klarínettkonsert í F-moll eftir Crusell og að lokum Frá nýja heiminum eftir Dvorák. Einleikari er Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari. Hljómsveitarstjóri í ferðinni verður breski hljómsveitarstjórinn Anthony Hose. Þjóðleikhúsið: Síðasta sýning á „Logi, logi, eldur mín“ 1 kvöld er sfðasta sýning á færeyska gestaleiknum „Logi, logi, eldur mín“ á litla sviði Pjóðleikhússins kl. 20:30. Þetta leikverk er leikgerð eftir „Goml- um Götum“ færeysku skáldkonunnar Jó- honnu Maríu Skylv Hansen í leikstjóm Eyðun Johannesen. Leikari er Laura Joensen. Leikritið var frumsýnt í Þórshöfn á annan í jólum 1988 í tilefni 100 ára afmælis hins sögulega Jólafundar, þegar Færeyingar komu saman og strengdu þess heit að hefja færeyska tungu og menningu til vegs og virðingar. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti ríkisins: HÁSPENNA - LÍFSHÆTTA! Rafmagnseftirlit ríkisins sendir frá sér eftirfarandi viðvörun: ★ Óhöppum og tjónum af völdum háspennu fer fjölgandi. Flest slík óhöpp verða fyrir vangá eða hugsunarleysi. ★ ÖKUMENN: Hafið gát á háspennulínum ef þið eruð með hátt loftnet eða með háfermi á bílnum. Reisið ekki bílpall upp í línur, eins og mörg dæmi eru um við vegagerð og aðrar framkvæmdir. ★ GRÖFU- OG KRANASTJÓRAR: Fylgist vandlega meðöllum hreyfingum tækjanna og farið með sérstakri gát, ef þið eruð að störfum í nánd við háspennu- línur. Ef ökutæki eða vinnuvél snertir há- spennulínu er sjálfsagt að reyna strax að komast undan línunni og meta síðan aðstæður áður en reynt er að komast út úr ökutækinu. Ef sýn þykir að spenna liggi á tækinu, er öruggast að hreyfa sig hvergi fyrr en tryggt er að spenna sé ekki lengur á Ifnunum. Ef eldur kemur upp í tækinu kann að vera eina björgunarvonin að stökkva út. Ef tækið snertir enn háspennulínu verður að varast að snerta samtímis tækið og jörðu. + STJÓRNENDUR FLUGDREKA: Leikið ykkur ekki í nágrenni við há- spennulínur. Nylonlína getur leitt há- spennt rafmagn í röku veðri. Sleppið h'nunni, ef flækja við raflínur er fyrirsjá- anleg. ★ IÐKENDUR FALLHLÍFAR- STÖKKS: Metið aðstæður, vinda og veður, áður en lagt er til stökks þar sem háspennulínur geta verið í sviflínu. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti ríkisins: Bráðabirgðalausnir Hafið því alltaf rétta stærð af þræðivörum við hendina. Prófið lek-, ástraumsrofann • öðru hverju, ef totlubúnaðurinn er af þeirri gerð, því bráðabirgðalausn er aðeins frest- ún á óhappi. Kannast ekki einhver við að hafa aðeins átt 70 ampera öryggi eða bræðivara þegar 10 ampera öryggi bráðnaði - og sett það í til bráða- birgða? Svona bráðabirgðalausnir geta' verið hættulegar, vegna þess að þær vilja gleymast, og rifjast oft ekki upp fyrr en þær minna á sig með bruna eðaslysi. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti rikisins: Gómul inniloftnet fyrir sjónvarp ■ Rafmagnseftirlit ríkisins minnir á að gömul inniloftnet fyrir sjónvarp hafa oft valdið alvarlegum slysum. Ef slík loftnet eru j notkun, gangið úr skugga um að sett hafi verið á þau réttir tenglar og í þau öryggisþéttar. — t Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Margrétar lllugadóttur Syðrl-Hömrum, Ásahreppl Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi fyrir góða hjúkrun og hlýhug í hennar garð. Systkinin frá Syðri-Hömrum og fjölskyldur þeirra t Eiginmaður minn Valdimar Jónsson Fannafold 71 lést á Landspítalanum 7. júní. Dóra R. Guðnadóttir Ef þau eru ekki í notkun, fjarlægið þau, því þau geta freistað barna og unglinga til leikja, og þá er voðinn vís. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti rikisins: Raflost Við heyrum stundum varað við því að snerta samtímis tvö rafmagns- tæki, eða til dæmis að snerta raf- magnstæki með annarri hendi og vask eða krana með hinni. Öðru hverju heyrast fregnir um að fólk hafi fengið raflost með þessum hætti. Ástæðan er sú að öryggisbúnaður- inn í rafmagnstöflunni vinnur ékki eins og hann á að gera. • Rafmagnseftirlit ríkisins hvetur. húsráðendur til að láta löggiltan raf- verktaka líta á rafkerfið hjá sér, ef nokkur vafi er í huga þeirra um að öryggi í sambandi við rafmagn sé .nægilega tryggt. Aðvörun frá Rafmagnseftirliti rikisins: Rafmagnsleikföng Um árabil hafa veirð til á mark- aðnum leikföng sem ganga fyrir raf- magni beint frá rafveitu, eins og til dæmis smækkaðar útgáfur af ýmsum heimilistækjum svo sem straujárn- um, vöfflujárnum og þess háttar. Slík leikföng eru hættuleg og al- gerlega ólögleg. Öðru máli gegnir ef rafknúnum leikföngum fylgir sérstakur öryggis- spennubreytir eða leikfangaspennir sem Rafmagnseftirlit ríkisins hefur samþykkt, og breytir 220 volta spennu í lágspennu, sem ekki er hærri en 24 volt. Munið að hætta fylgir öllum leik- föngum fyrir rafmagn sem ekki fylgir sérstakur leikfangaspennubreytir. Dagsferðir Ferðafélags íslands Laugardag 10. júní kl. 09:00 - Sögu- slóðir Njálu. f þessari ferð gefst tækifæri til þess að heimsækja þá staði sem koma við sögu í Njálu um leið og sagt verður frá atburðum. Fararstjóri: Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. (Verð kr. 1500) Laugard. 10. júní Id. 10:00 - Hösk- uldarvellir - Einihlíð - Straumsvík. Ekið að Höskuldarvöllum. Gengið meðfram Einihltðum að Markhelluhól, en þaðan er stefna tekin í Straumsvík. (Verð kr. 800) Kl. 13:00 Gjásel - Straumsel - Straums- vík. Ekin Krýsuvíkurleið og gengið að Gjáseli og Straumseli, en síðan tii Straumsvíkur. (Verð kr. 800) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir unglinga og börn innan 15 ára. Miðvikud. 14. júníkl. 20:00: Heiðmörk - hugað að gróðri í reit Ferðafélagsins. Ókeypis ferð. Árbók F.í. 1989 er komin út. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 10. júní. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Samvera, súrefni, hreyftng er markmið göngunnar. „Dustum rykið af gömlu slagorði „Heilbrigð sál í hraustum lík- ama“ í tilefni landsátaks heilbrigðisyfir- valda á morgun. Allirvelkomnir. Nýlagað molakaffi," stendur í fréttatilkynningu frá Frístundahópnum Hana nú. Ljós fyrir vinnuvélar BÚNABARDEILO 59 BAMBANDBINS ÁRMÚLA3 REYKJAVlK SlMI 38900 „Sjáið manninn" á Svalbarðseyri Sunnudaginn 11. júní kl. 21:00 verða sýndir í kirkjunni að Svalbarðseyri, Sval- barðsströnd, þrír nýir einþáttungar eftir doktor Jakob Jónsson. Einþáttungarnir heita: Þögnin, Kossinn og Sjáið manninn. Leiksýningin dregur nafn sitt af síðasta þættinum. Leikstjóri sýningarinnar er Jakob S. Jónsson, aðstoðarleikstjóri Ólöf Sverris- dóttir, tónlistina samdi Hörður Áskelsson og Snorri Sveinn hannaði leikmyndina. Leikendur eru: Erlingur Gíslason, Þór- unn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristin Arngrímsdóttir og Hákon Waage. Óþarft er að kynna dr. Jakob Jónsson. Hann hefur samið fjölda leikrita og sækja sum þeirra efni sitt í frásögur Biblfunnar. Meðal verka hans má nefna: Maðurinn sem sveik Barrabas, sem var fyrsta leikrit- ið sem var tekið upp í lit hjá Sjónvarpinu og Tyrkja-Guddu, leikritið um Guðríði Símonardóttur og Hallgrím Pétursson, sem tvívegis hefur verið sett upp hjá Þjóðleikhúsinu. Leikritið „Sjáið manninn“ var sýnt á nýafstaðinni Kirkjulistarhátíð I Hall- grímskirkju. / /2 ' /tY(Yr . .) ent Edda Jónsdóttir sýnir í Nýhðfn Edda Jónsdóttir opnar sýningu í Lista- salnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugar- daginn 10. júní kl. 14:00-16:00. A sýningunni eru myndir unnar með vatnslit, olíukrít og biýanti. Myndirnar eru flestar unnar á sl. vetri, en þá dvaldi Edda í Kjarvalsstofu í París um tíma. Edda stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíða- skóla Islands og Rijksakademie van Be- eldende Kunsten 1968-78 Þetta er ellefta einkasýning Eddu, en hún hefur einnig tekið þátt f fjölda samsýninga og alþjóðlegra grafíksýninga hér heima og erlendis, þar sem hún hefur unnið til verðlauna, svo sem í Bradford 1982 og Fredrikstad 1984. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00- 18:00 um helgar. Henni lýkur 21. júní. Sýning Elínar K. Thorarensen í Myndlistarsalnum Mugg, Aðalstræti 9II hæð Elín K. Thorarensen sýnir málverk og vatnslitamyndir. Opið virka daga kl. 16:00-19:00. Síðasta sýningarhelgi er opið kl. 14:00-19:00. Myndlistarsýningunni lýkur mánudag- inn 12. júní. Boðskort frá 28. janúar sl. eru í fullu gildi. NÝ SAGA 3. árg. Þriðji árgangur Nýrrar sögu er kominn út. Blaðið er að þessu sinni 112 síður og skiptist efni þess sem fyrr í tvennt: greinar og fasta þætti. Greinarnar eru fimm talsins og spanna efni allt frá miðöldum til vorra daga. Grein er eftir Guðmund J. Guðmundsson sem fjallar um barneignir klerka og frillulífi þeirra á miðöldum. Már Jónsson ritar um barnsfeðranir og eiðatökur, með aðaláherslu á 17. öldina. Matthew James Driscoll skrifar grein sem snertir einnig skfrlffi. Hann lýsir því hvernig sagan af „skikkju skfrlífisins", sem fyrst var franskt söguljóð, en breyttist síðan í norræna riddarasögu, var loks snúið í rímur á íslandi á 15. öld. Guðmundur Hálfdanarson ritar grein um frelsishug- myndir íslenskra bænda á 19. öld og loks er grein eftir Halldór Bjamason um stríðsgróðann í Reykjavík og áhrif hans á atvinnulíf í höfuðborginni. Föstu þættirnir eru sex. Loftur Gutt- ormsson fjallar um 200 ára afmæli frönsku byltingarinnar, Gunnar Karlsson prófess- or svarar spumingum um kennslubókarit- un í þættinum „Af bókum“. 1 ÆTTVÍSI gerir Guðjón Friðriksson grein fyrir „Embættismannaaðlinum í Reykjavík" 1870 og 1910 og breytingar á stéttaskipt- ingu á því tfmabili. SJONARHÓLL er ritaður af dr. theol. Gunnari Kristjáns- syni, en VIÐTALIÐ er að þessu sinni við sagnfræðinginn Jacques Le Goff. í þættin- um SJÓN OG SAGA segir Sumarliði ísleifsson frá heimildarmyndbandi um íslenska bændasamfélagið á 19. öld. NÝ SAGA er gefin út af Sögufélaginu, Garðastræti 13B, Reykjavík. Ritstjórar em Már Jónsson og Ragnheiður Móses- dóttir. Sumarsýning Hafnarborgar: „Á tólfæringi" -12 listamenn sýna í Hafnar- borg, Hafnarfirði 10/6-7/8 Sumarsýning Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, hefur hlotið yfirskriftina „Á tólfæringi“. Sú nafngift vísar annars vegar til þeirra tólf listamanna sem nú ýta úr vör samsýningu á verkum sínum og hins vegar til sögu Hafnarfjarðar, sem hefur verið útgerðar- staður allt frá upphafi byggðar. Þeir listamenn sem sýna eru: Björg Örvar, Borghildur Óskarsdóttir, Jón Axel Bjömsson, Kristbergur Pétursson, Magnús Kjartansson, Margrét Jónsdótt- ir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdótt- ir, Steinunn Þórarínsdóttir, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson og Val- gerður Bergsdóttir. Nokkrir af listamönnunum sem sýna nú í Hafnarborg (aðrír em erlendis) t.f.v.: Steinunn Þórarinsdóttir, Jón Axcl Bjömsson (f.fr.), Margrét Jónsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdóttir, Kristbergur Pétursson, Valgerður Bergs- dóttir og Magnús Kjartansson Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur rit- ar inngang í sýningarskrá. Sýningin verður opnuð laugard. 10. júní og mun standa til 7. ágúst. Opnunar- tími er kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Kaffistofan í Hafnarborg er opin á sama tíma alla daga.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.