Tíminn - 14.06.1989, Side 2
2 Tírpinn -
Miðvikudagur 14. júní 1989
26,9% segjast styðja ríkisstjórnina en 73,1% ekki samkv. könnun Skáís:
Sjálfstæðisflokkurinn
með tæplega 52% fylgi
Sjálfstæðisflokkurinn
fengi 51,9% atkvæða sam-
kvæmt könnun Skáís ef kosið
yrði nú. Framsóknarflokkur-
inn er næst stærstur og fengi
17,3% Kvennalisti er þriðji
stærsti flokkurinn samkvæmt
þessu og fengi 11,5%. Al-
þýðubandalagið kæmi í
fjórða sæti með 10,9%. Stór-
veldistímar Alþýðuflokksins
virðast samkvæmt könnun-
inni vera fyrir bí í bili en
flokkurinn fengi 6,4%
Aðrir flokkar sem á blað komust
í könnuninni eru Flokkur mannsins,
Þjóðarflokkurinn, Samtök um jafn-
rétti, Borgaraflokkur og Frjálslyndir
hægri en samanlagt fengju þessir
flokkar 2,1%.
Könnun Skáís var gerð 9.-10. júní
s.l. og hringt var í 800 símanúmer
um allt land. 664 svöruðu, eða 83%.
Spurt var hvaða flokk viðkomandi
kysi ef alþingiskosningar færu fram
nú. Þá var fólk beðið að nefna einn
til þrjá stjórnmálamenn sem það
bæri mest traust til og að síðustu var
spurt hvort viðkomandi styddi ríkis-
stjórnina.
73,1% þeirra sem spurðir voru
sagðist ekki styðja stjórnina en
26,9% sögðust gera það. -sá
Yfirlysing form. íslensku sendinefndarinnar á ársfundi hvalveiöiráðsins,
Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráöherra:
Komum til fundar með
endurnýjuðu trausti
Sendinefnd íslands á 41.
ársfundi Alþjóða hvalveiði-
ráðsins kemur til fundarins
með endurnýjuðu trausti á
starfsemi samtakanna. Á
sínum 40. ársfundi sýndi
ráðið að það er fært um að
takast á við mikilvæg mál-
efni á ábyrgan hátt, þ.e.
með því að afgreiða mál
með þeim hætti að þau
verða uppbyggjandi fram-
lag til grundvallar mark-
miða sem fram koma í sátt-
mála ráðsins.
Það er ljóst að lagaþrætur og
pólitísk slagorð munu ekki lengur
afvegaleiða hvalveiðiráðið í til-
raunum þess til að framfylgja
grundvallarmarkmiðum sáttmál-
ans.
Það er tæplega hægt að ofmeta
mikilvægi þessa 41. ársfundar.
Þetta er síðasti fundur ráðsins áður
en það fjallar um heildarmat á
ástandi hvalastofnanna, en að því
mati hefur íslenska sendinefndin
sem og aðrar sendinefndir verið að
vinna síðan 1982. Þessi fundur er
jafnframt haldinn á svipuðum tíma
og íslendingar hefja síðasta áfanga
í fjögurra ára rannsóknarverkefni
sínu sem miðar að því að afla
ýmissa grundvallar upplýsinga og
vinna úr þeim til þess að unnt verði
að framkvæma heildarmat á stofn-
unum.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra.
Þeim hluta áætlunar okkar sem
felur í sér að veiða hvali í vísinda-
skyni er því að verða lokið. Engar
veiðar í vísindaskyni verða stund-
aðar árið 1990, og engar áætlanir
eru uppi um slíkar veiðar á næstu
árum.
Sem eyþjóð, sem byggir afkomu
sína á lífríki sjávarins umhverfis
landið, verða íslendingar að halda
áfram að bæta skilning sinn á
vistfræði hafsins. íslendingar horfa
til hvalveiðiráðsins sem vettvangs
þar sem mikilvæg þróun gæti orðið
á sviði vísindalegrar þekkingar
vegna alþjóðlegrar samvinnu.
Hvalir skipta mjög miklu máli f
vistkerfi sjávarins. Innan fiskveiði-
lögsögu íslendinga éta tugþúsundir
hvala milljónir tonna af fiski og
öðrum sjávarlífverum á ári hverju
í víðtækri og flókinni fæðukeðju.
Þessar staðreyndir þarf að meta í
tengslum við fiskveiðar íslendinga,
en heildaraflinn er um ein og hálf
milljón tonn á ári.
íslenska sendinefndin vonast til
þess, nú þegar hvalveiðiráðið er að
undirbúa sig fyrir heildarmat á
ástandi hvalastofnanna, að tillit
verði tekið til áhrifa þeirra á vist-
kerfi hafsins. Við hlökkum til að
vinna að þessu og öðrum mikilvæg-
um málum með starfsbræðrum
okkar í hvalveiðiráðinu.
íslenska sendinefndin vill þakka
Vísindanefnd hvalveiðiráðsins
störf hennar undir forystu dr. Rob-
erts L. Brownell Jr. Engu að síður
teljum við að endurskoða þurfi þá
forgangsröð verkefna sem vísinda-
nefndin leggur til varðandi heildar-
mat á stofnstærð hvala.
Ennfremur vill ríkisstjórn ís-
lands koma á framfæri þakklæti til
ríkisstjórnar Bandaríkjanna gest-
gjafa ársfundarins, fyrir gestrisni
og úrvals aðstæður á fundarstað í
San Diego.
12. júní 1989
Fyrstu heiðursdoktorar
Kennaraháskóla íslands
Kennaraháskóli Islands sæmdi dr.
Brodda Jóhannesson og dr. Matthí-
as Jónasson doktorsnafnbót á sviði
uppeldis- og kennslufræða í heiðurs-
skyni á laugardaginn síðasta. Þeir
eru fyrstu heiðursdoktorarnir við
KHÍ.
Dr. Matthías Jónasson varð fyrsti
íslenski prófessorinn í uppeldisfræð-
um árið 1957 við Háskóla íslands og
vann hann þar mikið brautryðjanda-
starf. Dr. Matthías hefur verið af-
kastamikill rithöfundur. Fræðileg rit
hans eru afar mikil að vöxtum og
fjalla nánast öll um uppeldisfræðileg
viðfangsefni og álitamál.
Dr. Broddi Jóhannesson hóf
kennslu við Kennaraháskóia fslands
1941 og varð skólastjóri hans 1962.
Hann varð fyrsti rektor Kennarahá-
skóla fslands þegar stofnunin varð
að háskóla 1971 og gegndi hann því
embætti til 1975 þegar hann dró sig
í hlé og hætti störfum. Dr. Broddi er
höfundur að þremur merkum bók-
um og auk þess hefur hann þýtt
nokkur rit. Eftir hann liggur fjöldi
greina um skóla-, uppeldis- og
fræðslumál. -LDH
Aðalfundur Menningarsambands Norðlendinga:
Byggðastefna í
menningarmálum
Á aðalfundi Menningarsambands Norölendinga sem
haldinn var á Hvammstanga dagana 10 .-11. júní var
talsvert rætt um menningu sem byggöamál, og voru menn
sammála um að félagslíf landsbyggðarmanna væri eitt af
mikilvægustu atriðum fastrar búsetu.
Óhætt er að segja að mikið hafi þessir þættir væru ein af höfuðstoð-
verið um dýrðir þessi helgi á
Hvammstanga, bæði hvað varðar
fróðleik og skemmtanir. Kvenna-
bandið, samband kvenfélaga í
Vestur-Húnavatnssýslu, hélt mikla
sýningu á nytjalist og hannyrðum,
myndlistarmenn úr sýslunni, bæði
lærðir og leikir, stóðu að myndlist-
arsýningu. Leikfélagið á Hvamms-
tanga og kórar Vestur-Húnavatns-
sýslu sáu svo um kvöldvöku. Þar
komu fram leikarar, fjórir kórar,
einsöngvarar auk annarra
skemmtikrafta.
Á laugardeginum var aðalfundur
Menningarsambandsins haldinn og
var þar rædd staða mála, fram-
kvæmdir á síðasta ári og hverju
stefna bæri að. Leikfélagssamband
Norðurlands hélt einnig sinn aðal-
fund og mætti þar nýráðinn
leikhússtjóri Akureyringa, Sigurð-
ur Hróarsson, til skrafs og ráða-
gerða. Laugardagskvöldið bauð
héraðsnefnd V-Húnavatnssýslu
öllum fundarmönnum í mat og
síðan var dansað undir harmoníku-
tónum fram eftir nóttu.
Haukur Ágústsson, formaður
Menningarsambands Norðlend-
inga sagði í samtali við Tímann, að
aðalfundur samtakanna hafi verið
haldinn árlega allt frá stofnun
þeirra, 1982, en aldrei jafn veglega
og nú. Á þriðja hundrað manns
mætti á hina ýmsu viðburði, en
Haukur sagði að markmið samtak-
anna væri að efla menningarlíf
fjórðungsins í alla staði, og talaði
þar um menningu í víðasta skiln-
ingi þess orðs.
Á málþingi sem haldið var eftir
aðalfundinn var meðal annars rætt
um hvort byggðastefna væri til í
menningarmálum og sagði Haukur
að þeim nyrðra þætti sú byggða-
stefna varla til staðar, því hugir
sveitarstjómarmanna snúist,
kannski af eðlilegum ástæðum,
mest um atvinnumál og sam-
göngumál héraðsins. Þeim væri
ekki nógu ljóst að menning, listir
og félagslíf í byggðum landsins
skipta líka gífurlega miklu máli því
unum undir búsetufestu manna.
„Við álítum að ein af ástæðunum
fyrir því, að fólk sem fer til Reykja-
víkur snýr ekki aftur sé sú, að
félagslegri þörf þess sé betur full-
nægt á Reykjavíkursvæðinu en úti
á landi. Okkur finnst augljóst að ef
búið væri betur að félagslífi lands-
byggðarmanna, myndi fólk síður
flytja burt. Þannig eru félagsmálin
óhjákvæmilega tengd byggðamál-
unum,“ sagði Haukur.
Haukur sagðist líta svo á að
þarna hafi farið fram lítil listahátíð;
markmiðið væri að vekja menn til
umhugsunar um það sem gert er í
heimabyggðunum, þá krafta sem
þar eru og möguleikana á að nýta
þá. „Menn sjá þá að ekki er alltaf
nauðsynlegt að leita út fyrir byggð-
ir til þess að fá mynd málaða eða
lag sungið. Á öllum meiriháttar
uppákomum hefur venjan verið sú
að fá skemmtikrafta úr Reykjavík,
en þótt ekkert sé athugavert við
það í sjálfu sér, þá á það alls ekki
að vera reglan. Við lítum svo á að
Norðlendingar eigi að geta skemmt
hverjir öðrum, ekki síður en fólk á
höfuðborgarsvæðinu. Okkurfinnst
sem skilningur sveitarstjórnar-
manna á gildi þessara mála sé að
vaxa, og má nefna að þingsályktun-
artillaga Valgerðar Sverrisdóttur
nú í vetur um menningarráðgjafa
landshlutanna finnst okkur vera
merki þess,“ sagði Hjörtur.
Menn á aðalfundinum voru sam-
mála um að landið þyrfti að vera
sem mest í byggð og því væri
höfuðatriði að fólki liði vel þar sem
það væri og þyrfti ekki að líta
öfundaraugum yfir heiðar, suður á
bóginn, vegna þess að þar væri allt
svo blómlegt. Við yrðum að geta
búið að blómlegri menningu hvar
sem við ættum heima.
Að lokum vildi Haukur taka
fram að Hvammstangabúar og
Vestur-Húnvetningar sýndu af sér
höfðingsskap hinn mesta og gífur-
legan félagsanda og framkvæmda-
getu, þarna hafi allt verið til fyrir-
myndar. -LDH
Frá 35. Norræna þingi mjólkuriðnaðarins í Háskólabíói. Timamynd: Ární Bjama
35. Norræna mjólkuriðnaöarþingið:
Framleiða mjólk „í
sátt við umhverfið“
Þessa dagana stendur yfir Norrænt
mjólkuriðnaðarþing, hið 35. í röð-
inni. Þingið er að þessu sinni haldið
hér á landi, í Háskólabíói, og um
það bil þrjú hundruð sérfræðingar á
sviði mjólkuriðnaðar hafa komið til
að flytja erindi og hlýða á fyrirlestra.
Mjólkuriðnaðarþingið er fagleg
ráðstefna sem skilar niðurstöðum
sem stuðst verður við í framtíðinni.
Starfshópar hafa unnið að rannsókn-
um og álitsgerðum undanfarin ár og
skila þeim á fundunum.
Meginviðfangsefnið að þessu sinni
er gæðastýring í mjólkuriðnaði. Ein-
nig verður fjallað um tilraunir Dana
með framleiðslu á mjólkurvörum „í
sátt við umhverfið". Það er að segja
með sem minnstri notkun aukaefna,
áburðar, lyfja og svo framvegis.
Undirbúningsaðili, af íslands
hálfu, er Tæknifélag mjólkuriðnað-
arins. Félagið telur sjötíu félags-
menn sem flestir eru yfirmenn í
mjólkursamlögum og öðrum fyrir-
tækjum tengdum iðnaðinum. jkb