Tíminn - 14.06.1989, Qupperneq 8

Tíminn - 14.06.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn Miðvikudagur 14. júní 1989 SAMVINNUMÁL. Brunabót og Samvinnutryggingar formlega í eina sæng: Vátryggingarfélagi veitt starfsleyfi Starfsleyfi til handa Vátryggingar- félagi íslands hf. var gefið út af tryggingarráðherra um mánaðamót- in, að fengnum meðmælum Trygg- ingaeftirlits. Vátryggingarfélag íslands hf. verður með umboð og skrifstofur á samtals 142 stöðum um land allt. Á tuttugu stærstu stöðunum verða sér- stakar svæðisskrifstofur sem verða í beinu tölvusambandi við höfuð- stöðvar félagsins í Reykjavík. Um- boð verða alls 49 og starfandi full- trúar 43. Brunabótafélag íslands og Sam- vinnutryggingar standa að baki stofnun hins nýja félags. 1 byrjun næsta mánaðar verður öll starfsemi þessara tveggja félaga flutt undir eitt þak, í Ármúla þrjú. f stofnsamningi hins nýja félags er kveðið á um að stjórn þess geti ákveðið ágóðahlut- deild og úthlutað tekjuafgangi til viðskiptavinanna á sama hátt og eftir sömu reglum og giltu hjá stofn- félögunum. Nú er unnið að samræmingu eyðu- blaða, bréfsefnis, skilmála gömlu félaganna sem fram til mánaðamóta starfa undir sínum gömlu nöfnum og undirbúning samkeyrslu upplýsinga- kerfa og tölvuvinnslu er á lokastigi. Auk þess starfsmenn beggja félag- anna gangast þessa dagana undir þjálfun og kynningu. jkb Kínverska sendinefndin skoðar Þjóðskjalasafn Islands. Heimsókn stjórnenda kínverskra skjalasafna Sendinefnd frá kínverskum skjalasöfnum og ráðuneyti skjala- mála heimsótti nýverið Þjóðskjala- safn íslands. Heimsóknin var liður í Norðurlandaför, þar sem sendi- nefndin kynnti sér ýmsa þætti í starfsemi skjalasafna á Norðurlönd- um. Starfsemi og hlutverk Þjóðskjala- safns var kynnt ítarlega og sérstök sýning mikitvægra skjala úr safninu var undirbúin í tilefni heimsóknar- innar. Einnig var þeim kynnt skjala- safn Landsbanka Islands sem dæmi um stórt nútímaskjalasafn og helstu viðfangsefni og vandamál rædd. Kínversk skjalasöfn standa á ævafornum merg, elstu varðveittu skjöl eru frá um 700 f.Kr. rituð á pappír. Alls munu starfa um 500.000 manns við kínverska skjalavörslu en 3800 sérfræðingar vinna í skjalasöfn- um ríkisins og eru þá ótalin sveitar- félögin. Stjóm Bréfaskólans á fundi, frá vinstri: Sigríður Ingimarsdóttir Kl, Amþór Helgason ÖBÍ, Harald S. Holsvik FFSf, Sjöfn Ingólfsdóttir BSRB, Guðrún Friðgeirsdóttir skólastjóri, Þráinn Hallgrúnsson MFA, formaður, Jón Sigurðsson, SÍS, Jónas Guðmundsson, SÍS, Hákon Sigurgrímsson, SSB, og Stefanía M. Pétursdóttir KÍ. Bréfaskólinn að Nóatúni 17 Það kom fram á ársfundi fulltrúa- ráðs Bréfaskólans hinn 6. júní að árið 1988 innrituðust 885 nýir nem- endur til náms þar, auk þess sem á annað hundrað manns hófu sjálfs- nám í tungumálum með gögnum frá skólanum. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hafa 353 nýir nemendur innritast og 45 hafið sjálfsnám. Er það töluvert meira heldur en undan- farin ár. Um síðustu mánaðamót flutti skólinn úr húsnæði að Suður- landsbraut 32, þar sem hann hafði aðsetur í allmörg ár, í um 100 fermetra húsnæði sem tekið var á leigu að Nóatúni 17. Eigendur Bréfaskólans eru Sam- band ísl. samvinnufélaga, sem á 30%, Menningar- og fræðslusam- band alþýðu, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiski- mannasamband íslands, Kvenfé- lagasamband íslands, Stéttarsam- band bænda og Öryrkjabandalag íslands, sem eiga 10% hvert. Einnig hefur Ungmennafélag íslands óskað _ eftir að gerast aðili að skólanum með 10% hlutdeild, og verður vænt- anlega gengið frá því máli nú í lok júní. Árið sem leið var kennt í 29 námsgreinum við skólann og í tveim- ur áföngum í nokkrum þeirra. Þá hefur skólinn á boðstólum bóka- varðanám fyrir ófaglært starfsfólk á almenningsbókasöfnum í samstarfi við menntamálaráðuneytið. Á árinu tók skólinn m.a. í notkun nýtt náms- efni í algebru, þýsku, ensku og siglingafræði. Fleira er í undirbún- ingi, svo sem nýtt námsefni í dönsku og kennsla í víxla- og verðbréfa- reikningi. Á liðnu ári hófst einnig samstarf Bréfaskólans og Fræðsluvarps. Voru útvarpsþættir fyrir byrjendur í þýsku fyrsta verkefnið, en síðan tóku við sjónvarpsþættir um algebru. Þá fór á síðasta ári af stað samstarf Bréfa- skólans og Bankamannaskólans, auk þess sem samvinna við fleiri aðila er í undirbúningi. Þar á meðal er samstarf við Ferðaþjónustu bænda og Iðntæknistofnun íslands um starfsmenntun. Bréfaskólinn er eina skólastofn- unin í landinu sem hefur sérhæft sig í fjarkennslu, og gegnir hann nú vaxandi hlutverki í fullorðins- fræðslu. Á næsta ári fagnar þessi sérstæði skóli, sem stofnaður var af Sambandi ísl. samvinnufélaga en er nú rekinn sem sameignarstofnun, hálfrar aldar afmæli. Skólastjóri Bréfaskólans er Guð- rún Friðgeirsdóttir, og tók hún við starfinu í júní í fyrra. Formaður stjórnar er Þráinn Hallgrímsson frá MFA. Afgreiðslu skólans annast Ásta Ögmundsdóttir. —esig llllllllllllllllllllllllllll VIÐSKIPTALÍFIÐ I háalofti IUSA Frá því að flug með farþega innan Bandaríkjanna var leyst undan sér- leyfiskvöð hafa bandarísk flugfélög séð tímana tvenna og sum þeirra ekki lifað þá af, (nú síðast Eastern Airlines á eftir TWA, Pan American, Braniff, Continental and Eastem). Áhrifin af afnámi sérleyf- iskvaðarinnar hafa hnigið að sam- einingu flugfélaga. í Bandaríkjunum er nú innlent áætlunarflug að mestu leyti á vegum sex stórra félaga: United, American, Texas, Delta, Northwest og USair. Fyrst í staö eftir afnám sérleyfis- kvaðarinnar, 1983-1985, var hörð samkeppni á milli flugfélaga. Frá 1982 jókst þó samanlögð umsetning þeirra hægar en áður, og hafa stóru flugfélögin átt viðgang sinn að þakka flugi til útlanda. Af flugi innanlands féll arður flugfélaga til 1986. En fargjöld á innlendum flugleiðum voru árin 1987 og 1988 hækkuð umfram verðlag yfirleitt og fór af- koma flugfélaga batnandi og varð í fyrra, 1988, með albesta móti. f launamálum starfsfólks hefur þessi framvinda sagt til sín. Frá 1983 til 1985 lækkuðu laun hjá flugfélög- um að meðaltali um 1,4%, en hækk- uðu um 6,8% að meðaltali í Banda- ríkjunum yfirleitt. Aftur á móti hækkuðu laun hjá flugfélögum frá 1985 til 1988 um 19,6%, en um 7,8% í Bandaríkjunum yfirleitt. f Financial Times 25. febrúar sagði: „Maður þarf ekki að vera doktor í hagfræði til að koma auga á, að meginaflið, sem lyft hefur flugfar- gjöldum upp frá 1986, hefur ekki verið afnám sérleyfa, heldur einok- unarvald." Einkavæðing fangelsa á Bretlandi Breska ríkisstjórnin vinnur að frumvarpi um, að einkaaðilum verði frá 1992 leyft að reka betrunarhús á Bretlandi. Douglas Hurd, breski innanríkisráðherrann, skýrði frá því 1. mars 1989, að ráóuneyti hans hefði borist skýrsla um málið, samin af ráðgjafafyrirtækinu Delvitte, Haskins ánd Seils áð beiðni þéss. Segir í skýrslunni, að einkafangelsi muni bæta aðbúnað fanga og lækka kostnað ríkisins af fangavörslu. Jafn- framt yrði einkaaðilum leyfðir fangaflutningar. Roy Hattersley, varaformaður Verkamannaflokks- ins, hefur fordæmt þessar fyrirætlan- ir. Kringlur blómstra ekki alls staðar á heimskringlunni Útflutningur Japans 1988 nam $265 milljörðum eða 56% hærri upphæð en 1984. Innflutningur Jap- ans hefur ekki vaxið að sama skapi, þannig að verslunarjöfnuður hefur orðið æ hægstæðari. Þótt Japan hafi á síðustu árum greitt fyrir innflutn- ingi, hefur innflutningur þess vaxið hægt. (Innflutningur þess á vindling- um frá Bandaríkjunum er þó kom- inn upp í $1 milljarð á ári). í fyrra nam innflutningur Japans af iðn- varningi um 3% af landsframleiðslu eða miklu lægra hlutfalli en ti'ðkást í öðrum helstu iðnaðarlöndum. Iðjuhöldar og kaupsýslumenn á Vesturlöndum telja fyrirkomulag smásölu, og þá einkanlega hinir fjölmörgu litlu sölustaðir, valda því að útlendar vörur eigi ógreiðan að- gang að japönskum kaupendum. f Japan eru um 1,6 milljónir litlar sölubúðir. Njóta þær talsverðrar lagaverndar. Búðir með færri ep 5 starfsmenn hafa 57% smásölunnar, (en 3% í Bandaríkjunum og 5% á Bretlandi). Þá eru heildsölur líka óvenjulega margar í Japan. Þrengsli í japönskum borgum eru sögð standa í vegi fyrir breytingum: Stórmarkaðir krefjast bílastæða og greiðrar aðkeyrslu. Að auki veita lítil fyrirtæki í vörudreifingu fólki vinnu, sem á framfæri sínu hefur um 20 milljónir fullorðinna og barna. Þá njóta litlar sölubúðir sérlega góðra innkaupaskilmála í mörgum jap- önskum verksmiðjum: Að selja eða skila aftur (hinu óselda). Allmargir stórmarkaðir hafa þó verið opnaðir í Japan frá 1960, á meðal þeirra Daier, Nichii og Ito- Yokado. Aðbakafé Innflæði útlendra peninga til Sviss er ekki heft að lögum. Tollverðir leggja ekki hald á ferðatöskur komu- manna, fullar af útlendum banka- seðlum. Á það lag hafa ýmsir miður vandaðir gengið, að undanfömu einkum seljendur fíkniefna. Fé þeirra er sagt þvegið, þegar seðlar þeirra em orðnir að innstæðum í bönkum. Þykir svissneskum yfir- völdum lög vera sniðgengin að þess- um hætti, hvort sem til lagabreyting- ar kemur. -

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.