Tíminn - 21.06.1989, Qupperneq 9

Tíminn - 21.06.1989, Qupperneq 9
Miðvikudagur 21. júní 1989 Tíminn 9 llllllllllllllllllll! ÚTLÖND llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllillllllllllllll Maxini Ciorkí á ylri höf'iiiniii i Reykjaiík. láijju iiiiinaöi art Is- lcmlingar lierðn |Hnnan Mirlioða ekki anjjnni altnr. |ní virt lá aO Mavíin Cíorki sikki í íshalii) í arr FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM - ísraelskir öryggislögreglumenn hand- tóku þrjá Palestínumenn sem grunaöir eru um morðið á gyð- inglegum landnema sem stunginn var til bana á Vestur- bakkanum um helgina, en sá atburður hefur komið af stað hörðum kröfum frá landnemum um að ísraelar herði enn á aðgerðum sínum gegn upp- reisn Palestínumanna. AMRiTSAR - öfgafullir Sikhi lýsti því yfir opinberlega að hann hefði komið fyrir sprengju þeirri er sprakk á brautastöð í Nýju Delhi fyrr í þessum mánuoi og varð tíu manns að bana. ISTANBUL - Tyrkir sökuðu Búlgara um að fara sér hægt í viðræðum sem miði að brott- hvarfi Tyrkja frá Búlgaríu. Embættismenn telja að í lok þessarar viku verði 100 þús- und Tyrkir sem búsettir hafa verið í Búlgaríu komnirtilTyrk- lands og að flóttamenn verði alit að 200 þúsund áður en yfir lýkur. MOSKVA - Ali Akbar Has- hemi Rafsanjani forseti ír- anska þingsins og að líkindum valdamesti maðurinn ( íran eftir dauða Khomeinis, kom í opinbera heimsókn til Moskvu. Rafsanjani hyggst bæta og styrkja tengsl þessara ná- grannaríkja í försinni, en hann er hæst setti (raninn sem kem- urtil Sovétrtkjannaeftirbylting- una í (ran 1979. Það er tákn- rænt að á sama tíma er eitt helsta vandamál yfirvald í Sov- étríkjunum yfirgangur og of- beldi múslíma. BÚDAPEST - Fjöldi sov- éskra hermanna hlaut alvarleg brunasár þegar eldur kom upp I svefnskálum þeirra í Ung- verjalandi. Ekki er Ijóst hve margir hermenn hlutu alvarleg brunasár en þeir voru fluttir á þrjú sjúkrahús. Ekki er vitað um eldsupptök, en um helgina fór fram opinber útför Imre Nagy fyrrum forsætisráðherra Ungverjalands og leiðtoga uppreisnarinnar 1956. Hann var tekinn af l(fi tveimur árum seinna. Er talið hugsanlegt að kveikt hafi verið í herskálunum af þessu tilefni, þó ekki komi þao beintfram í fréttaskeytum. III llllllllll • • ' ''-w/ **** V-. 's -:■' .: V: <■'*,' *ÍT f Sovéskt skemmtiferðaskip hætt komið norður í Norður-íshafi: Mannbjörg er Maxím Gorkí rakst á jaka Mannbjörg varö þegar skemmtiferðaskipið Maxím Gorkí var hætt komið í Norður-íshafi 200 km suðvestur af Spitzbergen í gærdag eftir að hafa rekist á hafísjaka í fyrrinótt. Sexhundruð og ellefu farþegar voru með skipinu, flestir vestur-þýskir ellilífeyrisþegar og að auki þrjúhundruð sjötíu og níu manna áhöfn. Á tímabili var talið öruggt að Maxím Gorkf myndi sökkva í ískalt N-íshafið, en sem betur fer var veður sæmilegt þegar slysið varð um miðnætti að íslenskum tíma, en þó voru sex vindstig og einnar gráðu frost. Strax í kjölfar slyssins var þrjúhundruð og fimmtíu farþegum komið frá borði í björgunarbátum og leituðu margir þeirra öryggis á traustum ísjökum þar til norska björgunarskipið Senja kom á staðinn fjórum klukkustundum eftir slysið og bjargaði fólkinu. Þurfti norska skipið að brjótast gegnum 2,5 m þykkan hafís til að komast að Maxím Gorkí. Björgunarþyrlur flugu fyrst með þá farþega sem taldir voru þurfa læknishjálpar með, en læknar og hjúkrunarlið voru í snatri fluttir frá Noregi til Spitzbergen til að hjúkra þeim farþegum sem slíkt þurftu. Fyrstu þrettán farþegamir lentu á Spitzbergen níu klukkustundum eft- ir að Maxím Gorkí rakst á hafísjak- ann. Eftir að farþegunum þrjúhundruð og fimmtíu, sem yfirgefið höfðu skemmtiferðaskipið, hafði verið bjargað um borð í Senja vom þeir farþegar sem enn vom um borð f Maxím Gorkí, svo og hluti áhafnar- innar, fluttir yfir í Senja. Var mest öllum farangri farþeganna einnig komið á milli skipa. En eftir erfiðar björgunaraðgerðir tókst að koma í veg fyrir þau örlög og var skipið tekið í tog og siglt áleiðis til Spitz- bergen. Maxím Gorkí er okkur íslending- um að góðu kunnur þar sem þetta myndarlega skemmtiferðaskip hefur verið einn af vorboðunum þar sem skipið hefur komið til íslands ár eftir ár í byrjun júnímánaðar. Skipið var einmitt á leið frá íslandi er slysið varð, það lét úr höfn á Akureyri 17. júní. Maxím Gorkí var 25 þúsund tonn og bar áður nafnið Hamburg eftir þeirri borg sem skipið var smíðað í árið 1969. Sovétmenn keyptu skipið árið 1974 og hefur það síðan verið í skemmtiferðasiglingum víða um heim, en þó sérstaklega í norðurhöf- Neyðarástandslög sett á Sri Lanka Ríkisstjómin á Sri Lanka hefur sett á neyðarlög til þess að halda lögum og reglu á eyjunni og koma almenningssamgöngum í lag að nýju eftir að allsherjar- verkfall rútubílstjóra lamaði sam- göngur. Neyðarástandslögin tóku strax gildi. Með neyðarlögunum fær her- inn völd til að handtaka fólk og hneppa það í varðhald. Ljóst er að herinn mun ekki einungis nota vald sitt til þess að koma almenningssamgöngum af stað að nýju, heldur mun herinn- einnig beita valdi sínu til að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir gegn stjómvöldum og gegn Indverj- um, en mótmælaalda gegn herliði Indverja á Sri Lanka hefur gengið yfir víðs vegar um eyjunna. Er það í kjölfar þess að Indverjar neituðu að kalla herlið sitt heim frá Sri Lanka fyrir ágústlok eins og Premadasa forseti hafði farið fram á. Pegar hafa menn verið teknir höndum vegna mótmæla. Kínversk stjórnvöld sjá ofsóknir í hverju horni: Bandaríkin sökuð um að kynda undir byltingu stúdenta Kínversk stjómvöld hafa sakað stjómir Bandaríkjanna, Kanada, Hong Kong og Macao um að kynda undir uppreisn stúdenta í Kina, en lýðræðisandóf námsmanna var kæft í blóði þegar kínverska hernum var sigað á mótmælendur á Torgi hins himneska friðar 4. júní. í frétt ríkisútvarpsins í Kína var vitnað í orð prófessors við háskólann í Peking þar sem hann sagði að stjómvöld í Washington, hefðu „leikið stórt hlutverk“ í undirbúningi fjöldafunda námsmanna sem enduðu í mestu stjóraarkreppu sem kínverskir kommúnistar hafa lent í þau fjörutíu ár sem þeir hafa verið við völd í Kína. Þá var skýrt frá handtöku Liu Gang 28 ára stúdents sem var á listanum yfir þá andófsmenn sem stjómvöld vildu helst klófesta. Liu er sjötti andófsmaðurinn af þeim tuttugu og einum sem stjómvöld vilja öðram fremur ná að handtaka, en myndir af þeim hafa margoft veríð birtar í sjónvarpi og verðlaunum heitið þeim er koma upp um verustað andófsmannanna. Þrír fallnir í Kazakhstan Þrír menn hafa fallið í kyn- þáttaátökunum f Kazakhstan þar sem hópur ungra Kasakha réðst á aðflutt fólk frá Kákasus í bæn- um Novy Uzen um helgina. Tvö herfylki á vegum innanríkisráðu- neytisins hafa verið send til Kaz- akhstan vegna ólgunnar til að koma f veg fyrir að ofbeldisalda breiðist út eins og gerðist í Úz- bekistan á dögunum. Eru þau undir stjóm Zakash Kamaliden- ov forseta sovétlýðveldisins. Frá því kynþáttaátökin brutust út hafa fimmtíu og þrír særst til viðbótar hinum þremur er létust. Fimmtíu og sjö manns hafa verið handteknir fyrir ofbeldi og fyrir að hafa ráðist á opinberar bygg- ingar, kveikt í bílum og brotið rúður. Sjöhundruð manns frá Káka- sus hafa verið fluttir frá Novy Uzen á meðan ólgan ríkir, flestir konur og böm. Aftaka í Nevada William Paul Thompson sem dæmdur var til dauða fyrir morð á drykkjufélaga í búðum fyrir atvinnulausa, var tekinn af lífi með eitursprautu í Ríkisfangels- inu í Nevada í gær. Er þetta fyrsta aftakan sem fram fer í Nevada frá því í desember árið 1985 og í annað skipti þar sem afbrotamenn eru teknir af lífið með eitursprautu í fylkinu. Fjörutíu og tveir karlmenn og ein kona bíða nú aftöku í Ríkis- fangelsinu í Nevada. Þar á meðal er hinn 28 ára gamli Sean Patrick Flanagan sem taka á af lífi á föstudaginn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.