Tíminn - 21.06.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.06.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Miðvikudagur 21. júní 1989 Miðvikudagur 21. júní 1989 Tíminn 11 Æfingar í máva- stríðum nesheiði við hvin frá víg- vélum og andmæli heima- varnar- |iðs á íslandi Eftir Jóhönnu Kristínu Birnir Upplysingamiostöð varaliösins á Keflavikurflugvelli hafði i nógu að snúast í gær. Viðbúið er að enn harðni á dalnum, þegar kríur, skúmar, mávar og herstöðvaandstæðingar hefja aðgerðir sínar á æfingavellinum. Tfmamyndir Árni Bjarna Samtök herstöðvaandstæðinga hafa ekki hugsað sér að sitja aðgerðarlaus á meðan á heræfingum Bandaríkjamanna stendur. Félagsmenn munu fjölmenna til Keflavíkur, ganga fjörur, kanna aðstæð- ur og aðgerðir bandarískra hermanna sem formaður samtakanna segir til alls vísa. í lögbirtingarblaðinu hefur þegar birst auglýsing þess efnis að umferð um svæðið sé bönnuð óviðkomandi meðan æfingarnar standa yfir og vonast aðstand- endur auglýsingarinnar til að þeim tilmæl- um verði hlýtt. Um þrjú hundruð hermenn úr varaliði Bandaríkjahers komu hingað til lands í gær með létt vopn og farartæki, svo sem vörubíla og fleira. Afgangur liðsins, sjö hundruð manns í viðbót, komu í nótt. Hermennirnir taka þátt í „Norður- Víking“, varnaræfingu Atlantshafs- bandalagsins sem hófst í gær. Þetta er hluti þess liðs sem er ætlað að koma hingað til lands á hættutímum. Það mun æfa varnir við varnarstöðina á Keflavík- urflugvelli og stjórnun þeirra, ásamt liðsmönnum varnarliðsins. Byssur og byssuleikur aukaatriði Á meðal þátttakenda eru liðsmenn og varaliðsmenn úr landher, flugher og flota Bandaríkjamanna, auk landgönguliða og strandgæslumanna. „Starfi varaliðs- mannanna má að vissu leyti líkja við starf björgunarsveita hér á landi. Þetta eru bæði fyrrverandi fastahermenn og nýlið- ar. Þeir koma saman reglulega til æfinga hver í sínum landshluta. Þeir yrðu fluttir hingað ef hætta væri talin á stríði, það gefur til kynna að mönnum sé alvara og gefur andstæðingnum færi á að hætta við vanhugsuð áform“ sagði Friðþór Eydal blaðafulltrúi varnarliðsins. Æfður verður flutningur á hluta vara- liðsins til íslands og því gert kleyft að venjast aðstæðum hérlendis. „Megintilgangur æfingarinnar er sá að æfa styrkingu varna landsins. Einn liður- inn í því er að æfa flutning á Iandher til að verja þá staði sem þarf gegn skemmd- arverkum. Hluti af þeim mannskap sem hingað þyrfti að koma verður æfður í að taka sig upp, koma sér á staðinn, koma sér fyrir og mæta því sem að höndum ber. Hlaup með byssur og byssuleikur er aukaatriði. Það .verður auðvitað haft með til að ljá æfingunni meiri raunveruleika- blæ“ sagði Friðþór. Æfingar af þessu tagi hafa verið haldn- ar annað hvert ár síðan 1981. Æfingin er haldin á vegum yfirstjómar Atlantshafs- flota Bandaríkjanna, en með stjórnun hennar fer yfirmaður varnarliðsins í Keflavík, Tomas F. Hall, varaaðmíráll. Til að byrja með munu fastir liðsmenn varnarliðsins koma sér fyrir á varnar- stöðvum við Keflavíkurflugvöll og síðar munu varaliðsmenn koma til liðs við þá. Jafnframt mun viðgerð flugbrauta æfð ásamt brottflutningifólks, auk eldsneytis- flutninga og skyndihjálpar. Fulltrúar íslenskra yfirvalda hafa tekið þátt í undirbúningi æfingarinnar og varn- armálafulltrúar utanríkisráðuneytisins koma til með að fylgjast með henni. Þá mun Almannavarnarnefnd Keflavíkur- flugvallar taka þátt í hópslysaæfingu á morgun. „Þetta er ekki hluti af heræfing- unni heldur er hún haldin á sama tíma af hagkvæmnisástæðum" sagði Friðþór. Auk þessa kemur Landhelgisgæslan við sögu í björgunaræfingu. Heimavarnarlið mætir til leiks Fyrir nokkru hófst undirbúningur að stofnun heimavarnarliðs. „Heimavarnar- liðið er hópur fólks sem vill láta reyna á það hvort Islendingum sé frjálst að ganga um sitt eigið land. Það er að segja hvort íslensk náttúruverndarlög eða bandarísk herlög eru sterkari“ sagði Ingibjörg Har- aldsdóttir formaður samtakanna í samtali við Tímann. Ætlunin er að hópurinn fari til Kefla- víkur, kanni mörk varnarsvæðisins, gangi með fjörum og fylgist með hvort einhver náttúruspjöll verða af völdum heræfing- anna. Herstöðin er ekki girt af sjávarmeg- in heldur eru þar einungis girt einstaka hernaðarmannvirki. „Við teljum því ekki vera hægt að meina okkur aðgang að stórum ógirtum svæðum þarna í kring. Meginástæður þessa eru tvær, annars vegar vilja menn gera bandarískum hern- aðaryfirvöldum það ljóst að þeir geta ekki vaðið hér um allt ísland eins og þeir eigi það, án þess að íbúar landsins rísi til mótmæla. Hins vegar viljum við beina athygli almennings að þeirri stöðugu uppbyggingu hernaðarmannvirkja sem farið hefur fram hér á landi síðustu tíu árin“ sagði Ingibjörg. Heimavarnarliðið hefur skipulagt sínar æfingar á sama tíma og heræfingarnar munu fara fram. Þær hófust formlega í gær en fyrsti hópur heimavarnarliðsins mun ekki mæta til leiks fyrr en í dag. „Þetta verður mjög svipað og skipulagið hjá hernum. Við ætlum einnig að kanna hversu stórt svæði verður lagt undir æfingarnar og hversu langt þeir seilast. Hvort þeir halda sig innan girðinganna eða hvort þeir fara um Reykjanesið vítt og breitt. Það hefur heyrst að 1987 hafi hermenn verið að æfa á Sandgerðisvegin- um og þá verið fyrir utan girðingar" sagði Ingibjörg. Gert er ráð fyrir að á hverjum degi muni fara um fjörutíu til fimmtíu manna hópur úr heimavarnarliðinu. „Ætlunin er ekki að stefna þarna þúsund manna liði til mótvægis við herinn heldur tiltölulega fámennum vel skipulögðum hópum. En að sjálfsögðu getur verið að aðsóknin verði það mikil að fíeiri komi til með að fara í hvert skipti“ sagði Ingibjörg. Að mati herstöðvaandstæðinga er her- stöðin í Keflavík ekki til þess ætluð að verja íslendinga. „Þessar tilteknu her- æfingar eru til dæmis ekki til að æfa hvernig eigi að verja íslendinga, heldur hvernig eigi að verj a hernaðarmannvirkin fyrir skemmdarverkasveitum Rússa. Við teljum fulla þörf á að hafa heimavarnarlið til að verja íslendinga ef til þess kæmi auk þess að verja almenna borgara fyrir þessum hermönnum sem hér eru. En þeir eru til alls vísir og við vitum í raun ekkert hvað þeir hafa hugsað sér að gera“ sagði Ingibjörg. Jafnframt hefur Alþýðubandalagið til- kynnt um sumarferð félagsins á Reykja- nes á laugardaginn. Heimavarnarlið handtekið? í gær birti lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli auglýsingu vegna um- ferðartakmarkana á meðan á heræfingun- um stendur. Auglýsingin hefur þegar birst í Lögbirtingarblaðinu og er þar sérstök athygli vakin á að varnarsvæðin ná allt að stórstraumsfjöruborði frá ósa- botnum að Stafnesi. Því er hætt við að heimavarnarliðinu verði meinuð fjöru- ganga þar um slóðir. „Frá klukkan 01:00 þann tuttugasta júní til miðnættis 28. júní, verður öll umferð og dvöl annarra en þátttakenda á heræfingunum bönnuð á varnarsvæðunum á Reykjanesi. Það kemur í ljós hvað verður gert ef þessu verður ekki hlýtt. Þegar auglýsingin hefur verið birt er ljóst að herstöðvaandstæð- ingar og aðrir óviðkomandi heræfingun- um hafa enga heimild til þess að fara þarna um en auðvitað vonum við að tilmæli íslenskra lögregluyfirvalda verði virt“ sagði Sævar Lýðsson fulltrúi lög- reglustjórans á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan hefur komið upp skiltum og viðvörunum þar sem umferð er takmörk- uð. Samtals eru 35 lögregluþjónar í Keflavík og munu þeir gæta að því að tilmælunum verði hlýtt. „Við erum með mannskapinn þar sem við teljum þurfa og ef þess þarf munu þeir benda fólki á að það sé komið inn á bannsvæði og fá það til að snúa við. Við trúum ekki öðru en því verði hlýtt, en það er ljóst að fólk sem ekki hlýðir fyrirmælum lögreglu má alltaf búast við handtöku, það segir sig sjálft" sagði Sævar. Erfitt að dyljast hér Að sögn Friðþórs hefur byrjun æfingar- innar farið eftir áætlun. „Allar flugvélarn- ar komu á réttum tíma með allt sem þær áttu að hafa innanborðs og hermennirnir eru nú að koma sér fyrir.“ Hann sagði liðið ekki vera með neinn sérstakan viðbúnað vegna kríunnar sem hætt er við að komi til með að setja svip á æfinguna. „Það sem menn veltu fyrir sér á sínum tíma var að það gæti verið erfitt að fara um varpstaði kríunnar óséður. En það á jafnt við um vini sem óvini. Allt tal um að æfingin fari fram í stórum varpnýlendum fugla er misskiln- ingur. Mér vitanlega hefur krían ekki valdið vandræðum hingað til“ sagði Friðþór. Hann sagði varnarliðsmenn vita af aðgerðum herstöðvaandstæðinga og hefðu rætt um þær. „Við vitum af þessu en lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, í umboði utanríkisráðuneytisins hefur lögsögu á svæðinu og er þar af leiðandi ábyrgur fyrir umferðartakmörkunum á svæðinu. Hann mun sjá um að halda uppi lögum og reglu og ég á ekki von á að um nokkra árekstra verði að ræða milli heimavarna- og varnarliðsins" sagði Friðþór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.