Tíminn - 21.06.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001
RÍKiSSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvogölu,
S 28822
O.B'LAS-r PÓSTFAX
ÞRðSTIlR TÍMANS
685060 687691
VANIR MENN
Listmálari á Austfjörðum, lítið þekktur sem slíkur,
hefur vakið töluverða hrifningu með verkum sínum sem
sýnd voru í sjónvarpsþættinum M- hátíð á Egilsstöðum.
Þykjast margir sjá ýmsa tilburði meistara málaralistarinn-
ar í þeim. Málverk eftir hann hafa ekki verið til sölu
hingað til, en hann stefnir að uppsetningu sölusýningar.
Listmálarinn heitir Björn Krist-
leifsson, er 43 ára gamall, arki-
tekt, búsettur á Egilsstöðum.
Samhliða starfi sínu hefur hann
tekið þátt í ýmsum samkeppnum
og hlaut meðal annars fyrstu verð-
laun í samkeppni Landsvirkjunar
um veggmynd við Sigöldu árið
1981.
Þessa dagana stendur yfir
Menningarhátíð á vegum mennta-
málaráðuneytisins á Egilsstöðum.
Þar eru meðal annars nokkrar
mynda Björns til sýnis. „Myndir á
sýningunni eru allar málaðar með
olíukrít á pappír og fyrirmyndirn-
ar eru allar sóttar í landslag og
mannvirki hér fyrir austan. Það
má ef til vill segja að starfið skíni
í gegnum myndirnar. Áður hef ég
aðallega fengist við að teikna
fríhendis, bæði fólk og annað, ég
hef málað svolftið á striga og
sömuleiðis nokkuð af vatnslita-
myndurn," sagði Björn.
Hann sagðist fylgjast með mál-
aralist eftir föngum, en málverkas-
ýningar á Egilsstöðum væru fátíð-
ar. „Við að flytjast í sveitina fer
maður frekar að gera hlutina sjálf-
ur heldur en að skoða það sem
aðrir eru að gera. Ég til dæmis hef
málað og verið viðloðandi leiklist-
ina, aðrir syngja í kórum og halda
tónleika eða eitthvað annað,“
sagði Björn sem einnig er formað-
ur íþróttafélagsins á staðnum.
Málverk eftir Björn eru enn
sem komið er ekki fáanleg á
hinum almenna markaði. En úr
því rætist vonandi fljótlega því að
Björn stefnir að uppsetningu sölu-
sýninga, bæði fyrir austan og í
Reykjavík. „Myndirnar eru allar í
einkaeign. Annað hvort minni,
eða ef mér er boðið í afmæli með
stuttum fyrirvara þá gef ég þær
vinum mínum. Það hefurstaðið til
lengi að setja upp sýningu en ég
hef svo mikið að gera annað að ég
Björn Kristlcifsson arkitekt og
listmálari í frístundum. Hann hef-
ur einnig getið sér gott orð sem
arkitekt og vann 1. verðlaun í
samkeppni Landsvirkjunar um
veggmynd við Sigöldu.
BÆK, GUODU
hef ekki sinnt málaralistinni eins
og ég hefði viljað. Að vísu vantar
hér góða aðstöðu til sýninga."
Hann var ófáanlegur til að verð-
ieggja myndirnar og sagði að ef til
þess kæmi myndi hann hringja í
Félag íslenskra myndlistarmanna
og spyrja hvernig fermetrinn væri
verðlagður hjá þeim. „Arkitektar
kunna ekkert annað ráð en að
fletta upp í gjaldskrá. En svona án
gríns jjá hef ég ákveðnar hug-
myndir um verðið en ég gef þær
ekki upp,“ sagði Björn.
Aðspurður sagðist hann ekki
hafa orðið fyrir sérstökum áhrif-
um frá neinum ákveðnum lista-
mönnum. „Ekki viljandi alla-
vega.“ En Björn á engu að síður
ýmsa uppáhaldslistamenn. „Til
dæmis er það bróðir minn, Jens,
en hann var með sýningu á Kjar-
valsstöðum fyrir skömmu. Ég gæti
líka nefnt Kjarval og Gunnlaug
Scheving en það eru svo stór nöfn
að ég tek mér þau ekki í munn í
sömu andránni og verið er að
ræða við mig um myndlist," sagði
Björn.
Hann sagðist ekki hafa nein
Mynd af húsi sem móðir Björns
rissaði upp og hann síðan málaði
mynd af og gaf henni.
T(mamyndir:Pje*ur
áform uppi um að flytjast á mölina
í bráð. „Ég lofa því ekki að búa
hér til æviloka en eitthvað áfram
allavega." Hann sagði stefnuna
ekki vera að snúa sér að málara-
listinni eingöngu. „Ég hef mitt
lifibrauð af öðru og þetta verður
ekki annað en frístundagaman í
framtíðinni," sagði Björn. jkb
Björn Kristleifsson vekur mikla athygli fyrir myndlist sína á M-hátíö á Egilsstööum:
Óþekktur listamaður sýnir
fína takta á M-hátíðinni
Lögreglumaður bjargaði lífi ungrar stúlku í Jaðarsbakkalaug á Akranesi:
Blés lífi í barnið
á elleftu stundu
Sjö ára stúlku var bjargað frá
drukknun í Jaðarsbakkalaug á Akra-
nesi skömmu eftir hádeei í gær.
Fyrir snarræði Gísla Árnasonar
varðstjóra í lögreglunni á ísafirði,
sem staddur var ( heita pottinum,
tókst að blása lífi í stúlkuna. Hún
var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi og
síðdegis var líðan hennar eftir atvik-
um góð, Qg um kvöldmatarleytið var
stúlkan flutt á barnadeild Landspít-
alans.
Gísli Árnason sagðist hafa verið í
einum af heitu pottunum þegar hann
heyrði á krökkum í miðri djúpu
lauginni að þar liggi barn á botnin-
um. „Ég stóð náttúrlega upp og sá
að þetta var rétt, henti mér út í
laugina og náði að grípa í stúlkuna.
Þegar við komum upp á yfirborðið
byrja ég strax að blása í hana og
svamlaði með hana þangað til ég var
farinn að ná niður, óð þá að bakkan-
um og bar hana inn í sundlaugarhús
þar sem ég hélt áfram að blása í
hana,“ sagði Gísli. Hann sagði að
eftir smá tíma hafi hún farið að bera
við að anda sjálf og skila vatni, og
skömmu síðar hafi sjúkrabíllinn
■ komið.
„Það er mjög góð tilfinning, ef
henni verður fullbjargað, þá tel ég
mig mjög lánsaman mann að hafa
getað orðið að liði,“ sagði Gísli í
samtali við Tímann skömmu eftir
atburðinn. ABÓ
Engin skýring
hefur fundist
á sýkingunni
Að sögn Ólafs Oddssonar hér-
aðslæknis hefur enn engin skýring
fengist á sýkingu þeirri er kom upp
í Grímsey. Sem kunnugt ér varð
sýkingin þess valdandi að stærstur
hluti eyjarskeggja hefur að undan-
förnu þjáðst af útbrotum og sviða
sem þeim fylgir.
Ólafur hefur undanfarna daga
rannsakað sýni sem tekin voru úr
útbrotunum og sagði hann í samtali
við Tímann að ekki væri ljóst hvort
viðhlítandi skýring fengist og um
mjög sérstakt tilfelli væri að ræða.
Rannsóknum yrði haldið áfram og
allt reynt til að komast til botns í
þessu máli en slíkt tæki oft nokkurn
tíma.
Þeir sem sýktust eru á batavegi
og útbrotin hafa hjaðnað en enn
hafa sjúklingarnir af þessu töluverð
óþægindi.
Sýkingin kom upp í hinni nýju
sundlaug Grímseyjarbúa og er hún
enn lokuð vegna þessa máls.
SSH