Tíminn - 01.07.1989, Side 2
12
HELGIN
Laugardagur 1. júlí 1989
t
r
MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ
Vinnuaðstaða kennara - lyfta
Tilboð óskast í breytingar og endurbætur á
húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð. Meðal
annars skal stækka glugga á útveggjum kjallara í
suðurálmu skólans, endurnýja lagnir og setja upp
lyftustokk.
Verkinu skal skila í nokkrum áföngum:
Skila skal fyrsta hluta þess 28.8. 1989 en verklok
á verkinu í heild verða 22.4. 1990.
Útboðsgögn verða afhent til föstudagsins 7. júlí
gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Húsið verður
væntanlegum bjóðendum til sýnis dagana 3., 4. og
7. júlí milli kl. 9 og 12.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn
11. júlí 1989 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
HEILSUVERNDARSTÖÐ
REYKJAVÍKUR
BARÓNSSTÍG 47
Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða
eftirtalið starfsfólk á heilsugæslustöðvar í Reykja-
vík, sem hér segir:
Við Heilsugæslustöðina í Fossvogi - sjúkraliða
í 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 696780.
Við Heilsugæslustöðina Breiðholti III - Aspar-
felli 12—sjúkraliða í 50% starf til sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 75100.
Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00,
fimmtudaginn 6. júlí 1989.
Bændur
Drifsköft fyrir heyvinnuvélar
Öryggishlífar á drifsköft.
Varahlutir í drifsköft.
BUNADARDEILD
ARMULA3 108 REYKJAVÍK SiMI 38900
DAGVIST BARIVA
Forstöðumenn
Dagvist barna auglýsir stöður forstöðumanna við
dagheimilið Kvarnarborg og dagheimilið Lauga-
borg lausar til umsókna. Fóstrumenntun áskilin.
Allar nánari upplýsingar gefa umsjónarfóstrur og
framkvæmdastjóri í síma 27277.
PLÓMU-
TRÉ...
líka gera stíflur, sumpart til þvotta,
en líka til þess að taka þar neyslu-
vatn. Við aðrar stíflur safnaði hann
silungum sér til skemmtunar, eða þá
til að grípa til, ef bráðan bar að með
matreiðslu. Þar sem lækurinn rann
fram með fjárhúsunum lét hann gera
hús yfir hann, þar sem brynna mátti
fé á vetrum.
Og ekki má gleyma hænsnarækt-
inni, sem vikið er að í „Lysthúskvæð-
inu“:
„ Undir bláum sólarsali,
Sauðlauks uppí lygnum dali
fólkið ha6 afhanagali
hversdagsskemmtun bænum á,
fagurtgalaði fuglinn sá...“
Matjurtir yfirfljótanlegar
Eggert Ólafsson var í Sauðlauks-
dal árin 1760-1764 og síðasta æviár
sitt, 1768. Til er bráðskemmtileg
lýsing hans á aðbúnaðinum í bréfi til
Jóns Grunnvíkings 7. september
1761:
„Ég hefi haft miklu betri heilsu
hér en ytra, ró og næði til að stúdera,
nýja stofu vel byggða út af fyrir mig
með ofni, bókaskáp og klæðaskáp
og öðru hagræði, svo sem loftvog,
hitamæli, klukku og sólskífu. Loftið
uppi yfir er með þéttri súð; þar er
rúmið mitt í öðrum enda, en í hinum
er borð undir glugga. Eg umgengst
daglega foreldra mína aldraða, mér
og þeim til sameiginlegs yndisauka
og held dúk og disk með mági
mínum og systur. Hann er prestur
og prófastur í sýslunni, jafnaldri
minn og gamall skólabróðir. Eg hef
jafngott fæði og ytra og jafnvel
betra, því ég fæ sinn réttinn á
hverjum vikudegi, því hjónin eru
svo lánsöm að þau kunna að sameina
það sem nytsamlegast er og sparsam-
Íegast við íslenska búskapinn.
Prestakallið er að sönnu örðugt
mjög, tekjur rýrar, er ekki metið
nema 38 rd. og er mjög af sér gengið
af sandi. Var eigi annað að sjá fyrir
fjórum árum en að það mundi eyðast
bráðlega. Bæði voru þau hjónin
fátæk, þegar þau byrjuðu búskap-
inn, en samt hefur Guð blessað þau
ríkulega. Þar eru matjurtir yfirfljót-
anlegar, grænt, hvítt og rautt snið-
savoykál og kaalraven (kaalrabi)
yfir og undir jörðu, sinep, salat,
laukur, péturselja, næpur, hvítar
rófur og rediker. Auk þessa er hér
akurgerði með jarðeplum í og er af
þeim gert mjöl til brauðs og grauta.
Áður en nýtt kál vex á vorin eru
notaðar sprottnar jurtir íslenskar,
einkum þrjár tegundir; er búið til úr
þeim eins og kálsaup...“
Eggert víkur að ýmsum nytjum
fleirum til lands og sjávar í Sauð-
lauksdal og kemur svo enn að gróð-
urtilraunum séra Bjöms:
„Mér er það helst til ánægju að
þetta skuli heppnast hér, þar sem
mörgum öðmm hefur misheppnast
það; hefi ég mér það til tilbreytingar
að sjá grænlaufgað plómutré, pílvið
og espibræður í sumar, hvort sem
Guð lætur þetta ungviði þola vetrar-
kuldann.
Nú getið þér nærri hvort menn
geta ekki lifað sæmilega á íslandi,
enda bjóst ég við því, þegar ég fór
heim frá Höfn. Það er játning mín
að ég hefi aldrei lifað náðugri daga,
og gjarna vildi eg ala allan aldur
minn í þessu „skúmaskoti“, sem ég
veit að sumir kalla, ef Guð ann
föðurlandi vom nokkurrar endur-
nýjunar."
Fimm pílar lifðu af
Við vitnum enn til Eggerts, sem
ritar Jóni Gmnnvíkingi á ný árið
eftir, þann 17. september 1762:
„Matjurtavöxturinn hér í Sauð-
lauksdal er miklu betri nú en í fyrra,
hvítar rófur og sniðkál allt ofvaxið
og komið í blómstur; stendur það
allt af löngum blíðviðmm. Hér er
lítill jarðeplaakur, fullur af hvítum
skeljasandi; hafa mörg jarðeplin náð
þar vexti, eins og erlendis. Eru það
fínu, rauðu jarðeplin frá Vestur-
Indíum. Espibræðumir ungu og
plómutrén dóu í vetur, en 5 pílar
lifðu af veturinn, og tveir hafa skotið
stinnum greinum og náttúrlegum,
svo að ég er vongóður um þá, verði
næsti vetur ekki því frostameiri, og
að vori hygg ég að unnið sé taflið, ef
þeir lifa. En reynt hefur það verið
nokkmm sinnum syðra (í Viðey) en
þeir hafa dáið þegar á fyrsta ári, og
er það þó 2 stigum sunnar...“
Lifandi afmáiun
Petta sumar hefur Eggert ort hinn
fræga Búnaðarbálk sinn, sem lýsir á
hástemmdan hátt íslenskri sveita-
sælu. Þessa sælu hafði hann líka litið
augum sjálfur í sinni fegurstu mynd,
þar sem vom handaverk og lífsmáti
f~~ ......
Ætihvönn
Ætihvönnin var ein mesta prýðin f görðum Björns Halldórssonar.
Áhrifa jarðyrkjutilrauna séra
Björns tók smátt og smátt að sjá
stað f aukinni garðrœkt. Hér má
sjá nokkuð ýkta mynd af kartöflu-
görðum á Akureyri um 1820.
mágs hans. Tileinkaði hann Bimi
allan bálkinn með hjartanlegu bréfi
á latínu, þar sem hann segir meðal
annars:
„Þetta efni, (daglegt búnaðarlíf
íslendinga), hefi eg útlistað (í kvæð-
inu) þannig að það gæti hlýtt góðum
og vondum, skynugum og fáfróðum,
kostgæfnum og lötum, en það, sem
gott er, á best heima hjá þér,
elskulegi tengdabróðir. Er það gert
með ásettu ráði, því að eg hef tekið
dæmi af þér, og lýsir miðstefið
(Náttúmlyst) umliðinni æfi þinni, en
síðasta stefið (Munaðardæla) inni-
heldur einkanlega lifandi afmálun af
þér og elskulegri konu þinni, því að
þú hefur látið skaðsamiega hleypi-
dóma landsmanna okkar víkja fyrir
nytsamlegum fomaldarfræðum...
Eg á hér við matjurtarækt þína og
aðra viðleitni í garðyrkju og jarð-
rækt í landi vom. Þessu erfiði hefðir
þú ekki getað afkastað án blessunar
hins sanna Guðs, hvað ríkur sem þú
hefðir verið. En góður Guð gaf oss
fátæktina, sem betri er öllum auðæf-
um og ávaxtasömust allra nytsamra
hluta. Hún sannfærir oss um óverð-
leik vom og að oss beri að vera
þakklátum Guði“.
Atli og Ambjörg
Þama fékk Bjöm fagran og lof-
samlegan vitnisburð. Hann naut
heiðurs og álits fyrir atorku sína og